Morgunblaðið - 29.08.2005, Síða 13
ÞOLINMÆÐI aðstandenda og eig-
enda bresku verslanakeðjunnar
Somerfield er sögð fara þverrandi
og þeir sagðir langeygir eftir að
raunveruleg tilboð berist frá þeim
tveim hópum hugsanlegra fjárfesta
sem sagðir eru hafa augastað á keðj-
unni.
Hóparnir tveir hafa verið að skoða
bækur Somerfield frá því í mars síð-
astliðnum, en engin tilboð hafa enn
borist. Í frétt breska blaðsins Tele-
graph um málið segir að getgátur
séu uppi um að hóparnir eigi í vand-
ræðum með að fjármagna tilboðin.
Er þeim möguleika jafnvel velt
upp að annar hvor hópurinn muni
hætta alfarið við kaupin. Greining-
araðilar eru hættir að mæla með
kaupum á bréfum Somerfield og
einn mikilsvirtur sérfræðingur hef-
ur mælt með því að skjólstæðingar
hans haldi sig frá bréfunum.
Paul Smiddy sagði í bréfi til skjól-
stæðinga að fyrr á árinu hefði verið
útlit fyrir samkeppni um Somer-
field, sem gerði bréf félagsins álit-
legan fjárfestingarkost, en nú sé
hætta á að aðeins verði einn hugs-
anlegur kaupandi og það boði ekki
gott fyrir gengi bréfanna.
Flókin samsetning
Upphaflega hafði verið búist við
tilboðum í júní eða júlí, en nú er ekki
búist við tilboði fyrr en í september í
ár.
Annar hópurinn, sem leiddur er af
fasteignafyrirtækinu London &
Regional, fær fjármagn sitt frá fjár-
festingarfyrirtækinu Nomura, sem
sagt er hafa djúpa vasa, og talsmað-
ur hópsins segir fjármögnun kaup-
anna vel á vegi stadda.
Hinn hópurinn inniheldur verð-
bréfafyrirtækið Apax, fjárfestingar-
fyrirtæki í eigu Barclays-banka, og
athafnamanninn Robert Tchenguiz.
Baugur Group var í þessum hópi, en
hætti þátttöku í kjölfar þess að
ákæra var gefin út á hendur æðstu
stjórnendum þess. Þessi hópur er
sagður eiga í erfiðleikum með fjár-
mögnun, sérstaklega vegna þess að
samsetning hans er flókin og það
hafi valdið töfum í samningaviðræð-
um við Royal Bank of Scotland.
Somerfield lang-
eygir eftir tilboðum
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2005 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
STURTUR & BLÖNDUNARTÆKI
Fosshálsi 1 • 110 Reykjavík
Sími 525 0800 • www.badheimar.is
Mánudaginn 29. ágúst kl. 20.00
Laugarnes og Langholt -
Laugum, Sundlaugavegi 30.
Búum til betri borg
Velkomin á hverfafund um framtíð Reykjavíkur:
Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismannawww.betriborg.is
● SIGURÐUR B.
Halldórsson
hæstaréttarlög-
maður hefur hafið
störf á Acta lög-
mannsstofu sem
einn af eigendum
stofunnar. Acta lög-
mannsstofa veitir
einstaklingum, fyrir-
tækjum og stofn-
unum alhliða lögfræðilega ráðgjöf.
Sigurður lauk lagaprófi frá Háskóla
Íslands 1993. Hann öðlaðist héraðs-
dómslögmannsréttindi 1998 og
hæstaréttarlögmannsréttindi 2005.
Sigurður B.
Halldórsson
Hefur störf hjá Acta
lögmannsstofu
FRJÁLSI fjárfestingarbankinn
hagnaðist um 230 milljónir eftir
skatta á fyrra helmingi ársins á
móti 221 milljón á sama tímabili í
fyrra. Arðsemi eigin fjár var 14,2%
á móti 15,7% í fyrra og kostn-
aðarhlutfall bankans hækkaði úr
25% í 35,5% og segir í tilkynningu
til Kauphallar Íslands að hana
megi rekja til aukinna umsvifa og
eins hækkunar launakostnaðar og
annars rekstrarkostnaðar. Heild-
arútlán og kröfur á bankans á
lánastofnanir námu tæpum 27,8
milljörðum króna og hækkuðu um
62% á tímabilinu og niðurstaða
efnahagsreiknings var 29,5 millj-
arðar króna og hækkaði um 67%
frá síðustu áramótum.
Góðar horfur síðari hluta árs
Í tilkynningu bankans segir að
horfur á síðari hluta ársins séu
góðar og að búast megi við áfram-
haldandi hækkun útlána og stækk-
un efnahagsreiknings.
Vaxtamunur Frjálsa fjárfesting-
arbankans lækkaði úr 4,3% í fyrra
í 2,4% og er skýringin fólgin í
breyttri reikningsskilaaðferð
(samstæðureikningsskil) auk mik-
illar samkeppni á útlánamarkaði
en vextir útlána hafa lækkað mik-
ið frá því í lok júní í fyrra. Eig-
infjárhlutfall Frjálsa fjárfesting-
arbankans var 24,4% á móti 33,4%
í fyrra en lágmarkshlutfall er 8%
samkvæmt lögum. Framlag á af-
skriftareikning útlána lækkaði úr
100 milljónum í fyrra í 37,8 millj-
ónir og er ástæðan að lítið hefur
verið um útlánatöp og vanskila-
hlutfall lækkað mikið frá áramót-
um en um 98% af útlánum bank-
ans eru nú tryggð með fast-
eignaveði.
Mikil útlánaaukn-
ing hjá Frjálsa
AP almannatengsl ehf. hafa gert
samstarfssamning við alþjóðlega
fyrirtækið Edelman sem er eitt
stærsta sjálfstæða almannatengsla-
fyrirtækið í heimi, með um 1.900
starfsmenn í 42 löndum, samkvæmt
því sem fram kemur í fréttatilkynn-
ingu frá AP.
Edelman er rótgróið fyrirtæki og
á meðal viðskiptavina þess eru mörg
stærstu fyrirtæki heims. Í tilkynn-
ingunni segir að með samstarfinu
séu AP almannatengsl orðin hluti af
neti almannatengslaskrifstofa um
allan heim og geti boðið viðskiptavin-
um fjölbreytta þjónustu á alþjóðleg-
um vettvangi. Þá verði víðtækur
gagnagrunnur Edelmans á sviði al-
mannatengsla og markaðsrann-
sókna aðgengilegur fyrirtækinu.
Edelman, sem stofnað var af Dan
Edelman í Bandaríkjunum fyrir 53
árum, býður þjónustu á öllum svið-
um almannatengsla, en hjá fyrir-
tækinu er m.a. unnið að ímynd
fyrirtækja og vörumerkja, fjár-
festatengslum, fjölmiðlatengslum,
krísustjórnun, viðburðastjórnun,
hönnun og útgáfu, samfélagslegri
ábyrgð og innri samskiptum. Edel-
man hefur unnið til fjölda verðlauna
á sínu sviði en á meðal viðskiptavina
Edelman má nefna Microsoft, Uni-
lever, Johnson&Johnson, Boeing,
PepsiCo., Samsung, DuPont og UPS
auk fjölda annarra leiðandi fyrir-
tækja.
AP almannatengsl veita einstak-
lingum, fyrirtækjum og stofnunum
alhliða ráðgjöf á sviði samhæfðra
markaðssamskipta – almanna-
tengsla, fjárfestatengsla, viðburða-
stjórnunar o.fl. Hjá fyrirtækinu
starfa um tíu manns.
AP almanna-
tengsl í samstarf
við Edelman
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Hive: „Í
tilefni af fréttum um kaup Símans á
öllu hlutafé Skjás 1 (Íslenska sjón-
varpsfélagsins) vill Hive koma eft-
irfarandi á framfæri:
Hive hefur ítrekað bent sam-
keppnisyfirvöldum á þá óeðlilegu og
skaðlegu hegðun Símans, sem
markaðsráðandi aðila á fjarskipta-
markaði, að beita Skjá 1 sem drátt-
arklár fyrir ADSL-væðingu Símans.
Þetta lýsir sér m.a. á þann hátt að
Enski boltinn stendur einungis til
boða fyrir ADSL-viðskiptavini Sím-
ans gegn 12 mánaða bindisamning
um ADSL-þjónustu.
Nú hefur komið fram í fjölmiðlum
að Síminn hefur fjárfest fyrir hátt í
einn milljarð króna í Skjá 1 í þess-
um tilgangi. Hive telur að umrædd-
ar fréttir staðfesti misbeitingu Sím-
ans á fjárhagslegum styrk sínum
sem fyrirtækið hefur öðlast í krafti
einkaréttar og yfirburðastöðu á
fjarskiptamarkaði. Hive telur að í
ljósi þessara upplýsinga eigi Sam-
keppnisyfirvöld að endurskoða
ákvörðun sína frá því í vor, þar sem
samruni Símans og Skjás 1 var
heimilaður, og banna alfarið sam-
runa fjarskipta- og fjölmiðlafyrir-
tækja.
Hive vill ennfremur benda á þann
fáránleika að þeir landsmenn sem
áhuga hafa á enska boltanum geti
einungis horft á hann ef þeir eru í
viðskiptum við Símann um fjar-
skiptaþjónustu. Þannig kemur Sím-
inn í veg fyrir þau sjálfögðu réttindi
að almenningur geti valið sér hag-
stæðustu fjarskiptaþjónustuna óháð
þeirri sjónvarpsstöð er þeir kjósa
að horfa á. Sé þetta fordæmi látið
viðgangast, mun það leiða til veru-
legrar hækkunar á verði fjarskipta-
þjónustu.“
Hive gagnrýnir
kaup Símans
Óbreyttir vextir í Svíþjóð
● SÆNSKI Seðlabankinn hefur til-
kynnt að stýrivextir verði áfram
óbreyttir eða 1,5%. Bankinn gerir aft-
ur á móti nú ráð fyrir meiri aukningu
þjóðarframleiðslunnar og betri stöðu
á vinnumarkaði á næstu árum. Gert
ráð fyrir að verðbólga verði áfram lág
í Svíþjóð en hinn mikli vöxtur þjóðar-
framleiðslunnar ásamt háu olíuverði
hefur þó orðið til þess að verðbólgu-
væntingar til lengri tíma litið eru
meiri en áður.
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
Hagnaður SPK
135 milljónir
● HAGNAÐUR á rekstri Sparisjóðs
Kópavogs (SPK) nam 135 milljónum
króna eftir skatta samanborið við 35
milljónir á sama tímabili 2004 og var
afkoman umfram væntingar. Arðsemi
eigin fjár var 39% á ársgrundvelli en
var 11,3% á sama tímabili 2004, og
er þetta mesta arðsemi í sögu sjóðs-
ins.
Hreinar rekstrartekjur námu 399
milljónum samanborið við 271 milljón
á sama tímabili 2004 og hreinar
vaxtatekjur námu 215 milljónum sam-
anborið við 143 milljónir á sama tíma-
bili 2004.
Heildareignir SPK námu 13.730
milljónum 30. júní samanborið við
10.870 milljónir í árslok 2004, sem
er 26,3% aukning. Á tólf mánuðum frá
30. júní 2004 hafa heildareignir SPK
aukist um 5.185 milljónir eða 60,7%.
Útlán námu um 9,7 milljörðum
króna 30. júní. Eigið fé 30. júní nam
775 milljónum og var eiginfjárhlutfall
á CAD-grunni 13,7%.