Morgunblaðið - 29.08.2005, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2005 15
ERLENT
kemur næst út 10. september, fullt af spennandi efni um
listina að gera vel við sig og sína í mat og drykk.
Meðal efnisþátta í
næsta blaði eru:
• Góðgæti í saumaklúbbinn
• Girnileg haustveisla
• Sumarveiðin úr
íslenskum ám
• Náttúruleg salöt
• Spænsk víngerð
ásamt ýmsum sælkerafróðleik.
Auglýsendur!
Pantið fyrir miðvikudaginn
7. september.
Allar nánari upplýsingar veitir
Sif Þorsteinsdóttir í síma
569 1254 eða sif@mbl.is
Íslenskir friðargæsluliðar hafaverið við þjálfun í Noregi síð-ustu vikurnar en nú líður sennað því að þeir haldi til Afgan-
istans á vegum Atlantshafs-
bandalagsins (NATO). Þar bíða
þeirra krefjandi en að mörgu leyti
spennandi verkefni en hinu verður
ekki á móti mælt að talsverð hætta
er þeim samfara. Engum blandast
nefnilega hugur um að það getur
brugðið til beggja vona í Afganistan,
stoðkerfi og stofnanir samfélagsins
eru einfaldlega ekki til staðar eftir
átök undanfarinna ára, öryggi er
ábótavant og lög og regla gilda víða
alls ekki.
Margir binda vonir við að þing-
kosningar sem eiga að fara fram í
Afganistan 18. september nk. komi
til með að hafa jákvæð áhrif á þróun
mála, en þær marka lokaskref Bonn-
ferlisins svokallaða; þ.e. þeirra
ákvarðana sem teknar voru á fundi
um framtíð Afganistans í Bonn síðla
árs 2001 eftir að Bandaríkjamenn
höfðu unnið sigur á herjum talib-
anastjórnarinnar. Og hvað NATO
varðar binda menn miklar vonir við
uppbyggingarsveitirnar sem Íslend-
ingar verða brátt hluti af í Afganist-
an – að minnsta kosti var mikið talað
um þær á fundum sem ég sótti í höf-
uðstöðvum bandalagsins í Brussel.
Afganistan er stórt land, um
650.000 ferkílómetrar, erfitt yfir-
ferðar og íbúarnir um 28,5 milljónir.
Sex manna teymi sem halda út í
sveitir landsins í því skyni að kanna
ástandið og ræða við heimamenn –
en þannig hafa fulltrúar utanrík-
isráðuneytisins kynnt væntanleg
verkefni Íslendinga í Meymana í
norðurhluta landsins og Chaghchar-
an í vesturhlutanum – virðast í því
ljósi, og þegar hafðar eru í huga aðr-
ar aðstæður sem ég nefndi í inn-
ganginum, ekki geta skipt sköpum
hvað varðar framtíðina.
En í höfuðstöðvum NATO í Bruss-
el halda menn því engu að síður fram
að margt hafi áunnist í Afganistan,
NATO hafi fyrir sitt leyti fært út kví-
arnar í samræmi við óskir þarlendra
ráðamanna og aðstoði nú varðandi
öryggi í næstum helmingi landsins.
Þetta hljóti að teljast þónokkuð.
Víðast hvar sé öryggi þokkalegt,
þó að enginn beri á móti því að sums
staðar, einkum í suðurhlutanum þar
sem talibanar eru hvað sterkastir, sé
ástand mjög ótryggt. Hefur ofbeldi
raunar færst í vöxt síðustu vikur og
mánuði – ekki hafa jafnmargir
bandarískir hermenn fallið í Afgan-
istan frá lokum stríðsins við talibana
2001 – í aðdraganda kosninganna.
„Þetta er ekki auðvelt verkefni,
svo sannarlega ekki,“ sagði Victoria
Nuland, sendiherra Bandaríkjanna
hjá NATO, á fundi sem ég sótti með
henni í Brussel. „En það skiptir
miklu máli að vel takist til, NATO
hefur lagt mikið undir.“
Kjörsókn í forsetakosningum í
fyrra og væntanleg þátttaka í þing-
kosningunum sýni að Afganar séu
sama sinnis. „Áhuginn á lýðræði,
hungrið eftir slíkum breytingum, fer
vaxandi. Það er jákvætt,“ segir hún.
Nuland eins og aðrir háttsettir
embættismenn í höfuðstöðvum
NATO, sem ég hitti að máli, reyna
hvað þeir geta að mála jákvæða
mynd af þróun mála og auðvitað
einkum og sér í lagi af framlagi
bandalagsins. Þeim finnst ekki að
NATO hljóti það hrós sem það eigi
skilið fyrir störf sín í Afganistan.
Þetta skýrir kannski hvers vegna
ég er einmitt á leiðinni til Afganist-
ans eftir stutt stopp í Brussel.
Bandaríkjamenn hafa haft frum-
kvæði að því að bjóða ellefu blaða-
mönnum frá jafnmörgum Evr-
ópulöndum í NATO-ferð til
Afganistans, gefa þeim þar með
tækifæri til að sjá sjálfir hvað áunn-
ist hefur – eða aflaga farið.
Frá Mars eða Venus
Victoria Nuland er nýkomin til
starfa í Brussel, er átjándi sendi-
herra Bandaríkjanna hjá NATO.
Hún á áhugaverðan feril að baki,
hefur síðustu tvö árin verið Dick
Cheney varaforseta til ráðgjafar í
þjóðaröryggismálum en er þó ekki
pólitískt skipuð í núverandi embætti
sitt, hún er diplómat að upplagi.
Þetta segir ekkert um hvort hún
fylgir hinum umdeilda Cheney að
málum eður ei, eðli málsins sam-
kvæmt er það einfaldlega starf henn-
ar að framfylgja utanríkisstefnu
þeirra stjórnvalda sem eru við völd
þar vestra á hverjum tíma.
En það er annað sem vekur at-
hygli mína þegar ég virði fyrir mér
ferilsskrá hennar. Nuland er nefni-
lega gift Robert Kagan, fræðimanni
og dálkahöfundi The Washington
Post, en síðast þegar ég heimsótti
höfuðstöðvar NATO í Brussel – sum-
arið 2002 – var mikið rætt manna í
millum um grein sem Kagan hafði þá
nýlega skrifað þar sem hann færði
rök fyrir því að grundvallarmunur
væri á Evrópumönnum og Banda-
ríkjamönnum að því er varðar af-
stöðu til utanríkis- og öryggismála.
„Evrópumenn eru frá Mars en
Bandaríkjamenn frá Venus,“ skrif-
aði hann ef mig misminnir ekki
(þ.e.a.s. ef ég er ekki að snúa hlut-
unum við).
Meiri samhljómur er hins vegar
með bandamönnum á vettvangi
NATO nú en sumarið 2002. Að
minnsta kosti virðast allir þeir, sem
við hittum í Brussel, á sama máli að
því er varðar Afganistan og verk-
efnið þar; hermennirnir tíu þúsund,
sem NATO hefur á vettvangi undir
merkjum ISAF-sveitanna, eru þar
að vinna mikilvægt starf sem skipt
getur sköpum.
Það verður forvitnilegt sjá hvort
heimsókn okkar til Afganistans stað-
festir þessa kenningu. Meir um það
síðar.
Áleiðis til Afganistans
VIÐHORF
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
í Brussel
david@mbl.is
NATO leggur áherslu á að vel hafi miðað fram á við í þessu stríðshrjáða landi
Morgunblaðið/Eyþór
Fyrsti hópur Íslensku friðargæslunnar sem fara mun til Norður- og Vestur-Afganistans.