Morgunblaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | HEILSA                   !"#$%&'()* +++,-.$-/-,% FYRIR tveimur árum gaf Landlæknisemb- ættið út breskan bækling um bakverki í þýð- ingu Magnúsar Ólasonar yfirlæknis á Reykja- lundi. Nú að loknum sumarleyfum er ástæða til að fjalla aftur um bakverki og minna á bækling- inn, sem finna má á vefsíðu Landlæknisemb- ættisins. Í bæklingnum koma fram mikilvægar upplýsingar um bakverki, sem er eitt af algeng- ustu heilsufarsvandamálum á Vesturlöndum. Máli skiptir að menn átti sig á því að bakverkir orsakast yfirleitt aldrei af alvarlegum sjúkdómi og lagast oftast nær á nokkrum dögum eða vik- um. Um það bil helmingur þeirra sem bakverki fá, fá þá aftur innan tveggja ára, en það þarf þó ekki að þýða að vandamálið sé alvarlegt. Mjög fáir sem bakvandamál hafa eru með brjósklos eða klemmda taug. Röntgenrannsóknir og seg- ulómun er hægt að nota til að greina alvarlega sjúkdóma í hrygg og baki en hjálpa mjög sjald- an við venjulega bakverki, sem bundnir eru við mjóbakið og leiða ekki niður fætur. Hreyfing besta meðferðin Enn telja margir að besta lækningin við bráðum bakverk sé rúmlega. Ítrekaðar rann- sóknir undanfarinna ára og áratuga sýna að svo sé ekki, rúmlega er raun fyrir bakið. Besta meðferðin er að hreyfa sig, enda ráða lang- flestir við bakverkjaköst sín sjálfir. Yfirleitt nægir að taka inn einföld verkjalyf, eins og paracetamol, til að lina sáraukann, skipuleggja athafnir eftir getu og það sem ef til vill mestu máli skiptir, eins og að ofan segir, að fólk haldi sér gangandi og lifi venjubundnu lífi eftir bestu getu. Mjög margir leita til lækna, sjúkraþjálf- ara, hnykkja, sjúkranuddara, nuddara eða ann- arra til meðferðar og er síst verið að mæla því í mót. Í nýlegri breskri rannsókn voru tæplega 1.400 sjúklingar skoðaðir, sem allir höfðu haft mjóbaksverki í a.m.k. fjórar vikur. Einn hópur sjúklinganna fékk venjubundna meðferð, eins og lýst er að ofan, með verkjalyfjum og venju- bundinni hreyfingu eftir getu, aðrir hópar fengu slíka meðferð auk viðbótarmeðferðar, sem var annaðhvort skipulagðar æfingar (allt að 8 tímar á 4–8 vikum), handarmeðferð, þetta orð er notað, í Bókinni um bakið er talað um lið- losun (íðorðasafnið þýðir manipualation sem handfjöllun, sem mér finnst ekki betra) MH stakk upp á hnykkmeðferð hjá hnykkjum eða sjúkraþjálfurum (allt að 8 skipti á 12 vikum) eða hvoru tveggja. Árangur þessarar viðbótarmeð- ferðar var tiltölulega lítill. Skipulagðar æfingar og handarmeðferð hnykkis eða sjúkraþjálfara var lítillega betri en handarmeðferðin ein, sem var svo aftur aðeins/örlítið? betri en æfingarnar einar. Óvíst er þó um raunverulegan klínískan mun þarna á milli. Niðurstaðan er því sú að enn skiptir mestu máli sú meðferð sem fólk getur sjálft sinnt og ber þar hæst að því fyrr sem fólk með mjóbaks- verk byrjar að hreyfa sig þeim mun fyrr lagast hann. Ráðleggingar til fólks með bakverk  Hjóla á þrekhjóli  Synda  Dansa  Fara í jóga eða heilsuræktina  Stunda almennar athafnir og tómstundir  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Landlæknisembættið Rúmlega er raun fyrir bakverki Viðbótarupplýsingar má finna í Bókinni um bakið á vef Landlæknisembættisins, www.landlaeknir.is Morgunblaðið/Golli Hreyfing er góð fyrir þá sem þjást af bak- verkjum en gæta þarf þó að því hvernig við beitum líkamanum. Sigurður Guðmundsson landlæknir Matur getur verið notaður íákveðnum tilgangi, öðrum enþeim að fylla einungis magann.Rétt mataræði getur fyrirbyggt sjúkdóma og eflt hreysti auk þess að geta hjálpað líkamanum að vinna á sjúkdómum eins og sykursýki 2, hjarta- og æðasjúkdóm- um og jafnvel krabbameini. Þorbjörg Hafsteinsdóttir og Oscar Umahro Cadogan eru að fara af stað með röð fyrirlestra sem nefnast „10 grunnreglur og börn nútímans“ í september. Þeir eru áframhald af námskeiðunum „10 grunnregl- ur“ sem haldin eru í Maður lifandi reglu- lega. Markmið fyrirlestranna er að sýna fram á hvernig eigi að stuðla að betri líðan og auka hreysti barna. Þorbjörg er hjúkrunarfræðingur og „nær- ingarþerapisti“ en sambýlismaður hennar, Umahro er matreiðslumaður og „næring- arkönnuður“ og eru bæði menntuð í Dan- mörku. 14 ára börn með beinþynningu „Námskeiðinu er ætlað að útskýra fyrir foreldrum og verðandi foreldrum en einnig kennurum, leikskólakennurum, ljósmæðrum og þeim sem sjá um umönnun barna hvers vegna rétt mataræði hefur svo mikla þýð- ingu,“ segir Þorbjörg. Þar er athygli beint að tengingunni sem er milli hins hefðbundna vestræna mataræðis og þá heilsubresti sem börn og unglingar glíma við. „Við erum að tala um sjúkdóma á borð við offitu, sykursýki, ofvirkni og athyglisbrest og jafnvel beinþynningu hjá börnum,“ segir Þorbjörg. „Það eru dæmi þess að 5 ára börn séu með sykursýki 2, sem er áunnin syk- ursýki og 14 ára unglinga sem eru með beinhreysti á við 90 ára en þetta er hægt að tengja beint við skort á réttum næring- arefnum,“ segir Umahro. Hann segir 70% matvæla sem við neytum í vestrænum heimi hafi ekki verið til þegar maðurinn var að þróast og því sé ólíklegt að líkaminn nái að vinna úr öllum þessum óþekktu efnum. „Öll unnin matvara, hvítur sykur, hvítt hveiti, aukaefni og bragðefni eru ekki náttúruleg efni og líkaminn þekkir þau ekki, “ segir hann. Þorbjörg bætir við að mikilvægt sé að skilja af hverju við eigum að borða þetta en ekki hitt. „Þetta er eitthvað sem við erum búin að heyra í 20 ár, „ekki borða hvítt hveiti“ og svo framvegis, en við þurfum að vita af hverju því vitneskjan er mikilvæg.“ Lífsstíll feðra fyrir barneignir mikilvægur En það er ekki bara mataræði barna og unglinga á uppvaxtarárunum sem skiptir máli í þessu sambandi heldur einnig lífsstíll foreldranna, jafnvel löngu áður en börn eru komin undir. „Það kannast margir við að verðandi mæður þurfi að taka bætiefni þeg- ar þær verða þungaðar til að koma í veg fyr- ir skort á næringarefnum en færri vita að áhrifin af fyrra líferni geta haft áhrif. Til dæmis ef verðandi feður reykja eða borða mikið einhæft fæði eins og skyndibitamat þá getur það haft áhrif á heilsusögu barna þeirra mörgum árum seinna,“ segir Þor- björg og ítrekar að verðandi feður þurfi að hafa heilbrigðan lífstíl, eins og mæðurnar. „Þetta er allt tengt, sjúkrasagan okkar og lífsstíllinn. Ef mjólkurmatur er til dæmis gefinn ungbörnum of snemma er oft hætta á sýkingum eins og eyrnabólgum og með sýklalyfjum er verið að veikja ónæmiskerfið svo þar byrjar þetta allt saman.Við þurfum að vera meðvituð um hvernig þetta tengist allt saman,“ segir Þorbjörg að lokum.  MATARÆÐI | Lífsstíll hjá konum og körlum hefur áhrif á heilsu ófæddra barna seinna meir Rétt mataræði getur aukið hreysti barna Eftir Söru M. Kolka sara@mbl.is Upplýsingar um námskeiðin www.10grunn- reglur.com REGLURNAR tíu eru að sögn Þor- bjargar Hafsteinsdóttur byggðar á vís- indalegum grunni og eru í raun sam- ansafn af góðum hollráðum. 1. Þú skalt ekki neyta sykurs 2. Borðaðu bara heilkorn, ekki hvítt 3. Ekki forðast fitu – borðaðu rétta fitu, holla og lífræna. 4. Mundu að borða meira gæðapró- tein. 5. Borðaðu belgávexti (baunir, lins- ur og kjúklingabaunir) og hnetur á hverjum degi. 6. Þú skalt borða lífrænt grænmeti og ávexti oft á dag – minnst 600 gr. 7. Drekktu 1½ lítra af vatni daglega og ferskpressaða grænmetis- og ávaxtasafa, grænt te og jurtate. 8. Borðaðu reglulega. Ekki sleppa morgunmat og borðaðu fleiri og minni máltíðir. 9. Borðaðu jafnt úr öllum fæðu- flokkum (prótein, holla fitu og heil- korn eða belgávexti) og lífrænt. 10. Taktu inn fæðubótarefni – a.m.k. eina fjölvítamín. Grunnregl- urnar tíu Reuters Tengingu er að finna milli mataræðis og hegðunarvandamála hjá börnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.