Morgunblaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2005 17 DAGLEGT LÍF | HEILSA Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 Birkiaska Umbo›s- og sölua›ili sími: 551 9239 Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur Gigt er sjúkdómur sem hrjá-ir marga en getur veriðmisalvarlegur. Algeng-ustu merki gigtar eru stirðleiki, verkir og bólga í liðum, vöðvum, sinum og sinafestum. Um það bil 20% íslenskra öryrkja eru það vegna gigtar hér á landi. Helgi Jóns- son gigtarlæknir segir það mikinn misskilning að gigt sé sjúkdómur sem aðeins gamalt fólk þjáist af. „Við fáum flest gigt einhvern tímann á ævinni en vissulega er það svo að algengustu tegundir gigtar, eins og slitgigt og beinþynning, aukast mikið með aldr- inum. Fjöldi fólks á öllum aldri er með gigt og ungbörn geta líka fengið hana. Ég hef sjálfur fengið ungbörn til meðferðar sem eru fárveik af gigt og þá eru það oftast bólgusjúkdómar eins og liðagigt eða sjálfsofnæm- issjúkdómar sem eru alvarlegastir gigtsjúkdóma. Slíkir sjúkdómar valda oft skemmdum, ekki bara í liðum heldur líka í öðrum líffærum. Sem betur fer eru í dag til mjög góð gigt- arlyf sem gera það að verkum að mik- ill meirihluti fólks með þess konar gigt getur lifað eðlilegu lífi.“ Aðrar og betri lausnir nú en áður Helgi segir ótrúlega mikla framför hafa orðið í gigtarlyfjum undanfarin tuttugu og fimm ár. „Þetta hefur gjörbreytt lífi margra gigt- arsjúklinga. Þegar ég byrjaði sem ungur aðstoðarlæknir á gigtardeild Landspítalans fyrir um aldarfjórð- ungi var þar fjöldi af mikið bækluðu fólki. Þetta var mjög veikt fólk sem var gífurlega illa farið. Og lækn- ismeðferðin fólst fyrst og fremst í því að reyna að koma þessu fólki aftur á fætur, finna betri hjálpartæki eða skipta um liði með skurðaðgerð. En nú hefur illa förnum iktsýki- sjúklingum fækkað mjög mikið.“ Iktsýki er það sem margir kalla langvinna liðagigt, sem er alvarleg- asta tilfellið í bólgusjúkdómunum og þá geta margir liðir aflagast, ekki síst hendur og fætur. Helgi segir að gigt geti vissulega enn dregið fólk til dauða og að líftími fólks sem fær ikt- sýki, hafi mælst skertur á árum áð- ur. Lífsstíllinn skiptir máli En er ekkert annað í boði en lyf, fyrir gigtarsjúklinga? Hvað með fyr- irbyggjandi aðgerðir? „Ekki virðist neitt vera til fyrirbyggjandi í bólgu- sjúkdómunum en í hinum algengu sjúkdómum eins og slitgigt, bein- þynningu og vefjagigt, þá er enginn vafi á því að lífsmunstur getur haft áhrif. Til dæmis getur þyngd haft mikið að segja fyrir slitgigt- arsjúkling og almenn hreyfing virð- ist vera til góðs í mörgum gigt- sjúkdómum, andstætt því sem margir halda, en þá skiptir líka máli að fá leiðbeiningu með hvernig hreyfingu skuli stunda og hve mikla. Mataræði, eins og mjólkurneysla og lýsistaka, skiptir líka máli í sam- bandi við beinþynningu og líklega fleiri sjúkdóma.“ Veðurfar hefur áhrif á suma Helgi segir allar tegundir gigt- arsjúkdóma vera nokkuð arfgengar. „Talið er að um fimmtán prósent ís- lensku þjóðarinnar hafi einhver ein- kenni slitgigtar á hverjum degi og þá eru það ekki alltaf sömu fimmtán prósentin, því sumir eru slæmir um tíma en skána svo á milli. Tæplega eitt prósent þjóðarinnar er með langvinna liðagigt eða iktsýki og svo fáum við öll slitgigt eftir því sem árin líða.“ Sumir gigtarsjúklingar fullyrða að þeir verði verri af liðverkjum þegar lægð er yfir landinu. Getur verið að veðurfar hafi áhrif á gigt? „Í þessu er viss sannleikur og þetta á við um suma sjúklinga vegna þess að verkir sem fólk fær vegna slitgigtar, tengj- ast bláæðaþrýstingi í beinunum. All- ar snöggar sveiflur í barómeter virð- ast því auka á verki. En þetta virðist síður eiga við um bólguliðagigt,“ seg- ir Helgi og bætir við að andlegt álag og streita hafi mikil áhrif á gigt. „Það er ekki hægt að aðskilja líkama og sál og það er vel staðfest að andlegt ástand hefur bein áhrif á ónæm- iskerfið og það gildir ekki aðeins um gigtarsjúkdóma, heldur um svo margt hjá mannskepnunni.“ Eldra fólk gerir kröfur til lífsins Þar sem slitgigt fer vaxandi með aldri og fólk á Vesturlöndum nær sí- fellt hærri aldri, þá er nokkuð ljóst að slitgigtartilfellum fjölgar. „Það er gríðarleg fjölgun og það sem er áberandi núna er að fólk sem er með slitgigt og er orðið áttrætt og jafnvel eldra, það gerir æ meiri kröfur til lífsins. Þetta fólk vill vera meira á ferðinni, fara í langar gönguferðir, spila golf og annað sem krefst mik- illar hreyfingar og það vill fá meiri meðferð við gigtinni,“ segir Helgi að lokum og bætir við að ekki veiti af fleiri gigtarlæknum hér á landi, því þeir sem nú eru starfandi nái ekki að anna eftirspurn og bið eftir tíma hjá gigtarlæknum sé löng.  SJÚKDÓMAR Ungbörn geta líka fengið gigt www.gigt.is Til eru um tvö hundruð tegundir af gigtsjúk- dómum og leggjast þeir á fólk á öllum aldri. Kristín Heiða Krist- insdóttir rakti garnir úr Helga Jónssyni gigtarlækni. Verkir, sem fólk fær vegna slitgigtar, tengjast bláæðaþrýstingi í bein- unum. Allar snöggar sveifl- ur í barómeter virðast því auka á verki. khk@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Öll almenn hreyfing er til góðs fyrir gigtarsjúklinga. SAMKVÆMT skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar (WHO), vísar heit- ið Rheumatic diseases til sjúkdóma í bandvef og svo sársaukafullra kvilla í stoð- kerfi líkamans. Á íslensku máli er gigt samheiti yfir slíka sjúkdóma. Hinir sér- stöku gigtsjúkdómar teljast hátt á annað hundrað en helstu flokkar gigtsjúkdóma eru:  A) Bólgusjúkdómar: Iktsýki Rauðir úlfar og skyldir sjúkdómar Fjölvöðvabólga – húð- vöðvabólga Herslismein Fjölvöðvagigt Æðabólgur Hryggikt Reiterssjúkdómur (fylgi- gigt) Psoriasis liðagigt Barnaliðagigt  B) Liðbólgur tengdar sýkingum  C) Kristallasjúkdómar, til dæmis þvagsýrugigt  D) Slitgigt  E) Vöðva- og vefjagigt – festumein og skyldir sjúkdómar  F) Beinþynning Helstu flokkar gigt- sjúkdóma Curves-líkamsræktarstöð verður opnuð í Bæjarlind 12 í Kópavogi um eða eftir miðjan september. Þessi stöð hefur þá sérstöðu að vera aðeins fyrir konur og hafa þrjátíu mínútna æfingakerfi. Jón Jóhannsson er annar eigandi stöðvarinnar hérna á Íslandi en hinn eigandinn er kanadísk kona, Karen Archibald, sem rekur slíkar stöðvar í Kanada. Jón segir Curves vera öðru- vísi en aðrar líkamsræktarstöðvar á þann hátt að það er aðeins einn hring- ur sem hægt er að fara og hann á ekki að taka lengri tíma en þrjátíu mín- útur. Í hringnum eru 12 til 16 tæki og pallar sem sameina styrktar- og þrekþjálfun og það er gefið til kynna hvenær á að skipta um stöð. Einnig fá konurnar leiðsögn um hreyfingu og mataræði svo langtímamarkmiðin verði raunhæf. „Þetta eru einfaldar stöðvar með einföldum æfingum sem gera gagn.“ Einfaldar æfingar Fyrsta Curves-stöðin var opnuð í Texas árið 1995 og eru þær nú orðnar um tíu þúsund í heildina um allan heim þannig að það er komin reynsla á þær. „Þetta hefur verið að gefa mjög góðan árangur. Stöðin er bara fyrir konur því að upphaflegi stofn- andinn rak hefðbundnar líkamsrækt- arstöðvar og sá þar þörf á stöð fyrir konur sem treystu sér ekki þar inn. Hann fór þá í að þróa stöð sem tæki ekki of langan tíma að fara í gegnum. Curves-kerfið er svona vinsælt vegna einfaldleikans og þjónustunnar.“ Konur sem eru of þungar þora oft ekki inn á hefðbundnar stöðvar og eru þessar sniðnar að þeirra þörfum með stuttum og einföldum æfingum. En annars segir Jón Curves-stöðv- arnar vera fyrir allar konur, í öllu lík- amsástandi og á öllum aldri. „Það geta allir farið þarna í gegn á sínum hraða.“ „Konur sem byrja að æfa hjá Curv- es eru kannski í tvö ár þar og þá eru þær komnar með sjálfsöryggi til að færa sig yfir á stærri stöðvar með meira vali, þetta er svona byrjenda- stöð, maður fer ekkert inn á þær og æfir fyrir fittneskeppnir,“ segir Jón og bætir við að ein aðaláherslan hjá Curves sé að það sé gaman að æfa og það þurfi ekki að taka langan tíma. Líkamsrækt í hálf- tíma fyrir konur  HREYFING Nánari upplýsingar um Curves- æfingakerfið má finna á www.curvesinternational.com. Í hringnum eru 12–16 tæki og pallar sem sameina styrktar- og þrekþjálfun. HLÁTURINN getur haft frá- bært áhrif á stress. Hann er lækkar víst blóðþrýsting og hjálpar hjartveikum, en einnig fólki með bronkítis og astma, því hláturinn eykur súrefnið í blóðinu. Ef þú er ekki ein/n af þeim sem hlærð mikið dags dag- lega, reyndu þá að horfa á uppá- haldsgrínmyndirnar þínar sem oftast, og ýktu hlátursköstin eins og þú getur. Hlátur er hollur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.