Morgunblaðið - 29.08.2005, Side 18

Morgunblaðið - 29.08.2005, Side 18
18 MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á SÍÐUSTU misserum hefur mik- ið verið rætt um vald, lýðræði, viðhorf til stjórnmála og stjórnmálamanna og minnkandi kosningaþátttöku á Vest- urlöndum. Hér á landi búa ríkisstjórnir al- mennt við meirihluta- stuðning á Alþingi sem virkar þannig að ekki er talin ástæða til að stuðla að víðtækri sátt um mál eða lagasetningu hvað þá heldur að tryggja að fyrir liggi almennt já- kvætt viðhorf meirihluta þjóðarinnar til mik- ilvægra ákvarðana Al- þingis. Þessu er öðruvísi varið í nágrannalöndum þar sem hefð er fyrir minnihlutastjórnum og semja þarf um og ná sátt um framgang mála en það gefur augaleið að slík vinnubrögð kalla á almennari umfjöllun um mál en við eigum að venjast. Hver sem hefð- in er í þessum efnum eigum við það sameig- inlegt að hafa áhyggjur af dalandi áhuga á stjórnmálaþátt- töku, minnkandi kosningaþátttöku og dvínandi áliti á stjórnmálamönnum. Alþingi til hvers? Í sumar var nokkur umræða í fjöl- miðlum um sumarhlé Alþingis, gjarn- an kallað sumarleyfi alþingismanna. Á Alþingi starfa jafn ólíkir ein- staklingar og almennt í þjóðfélaginu. Þeir hafa mismunandi vinnulag, mis- mikla viðveru og ólík verkefni á lög- gjafarþinginu sem gera það afar erfitt að setja vinnudag þeirra undir mæli- stiku. Alþingismenn eru ekki í sum- arfríi í 143 daga eins og haldið var fram í einu dagblaðanna í sumar en það er alveg ljóst að starfsáætlun Al- þingis er orðin úrelt. Alþingi starfar ekki eingöngu til að setja lög þó það sé meginviðfangsefnið, það hefur hlutverki að gegna við að veita rík- isstjórn á hverjum tíma aðhald og það er vettvangur skoðanaskipta og lýð- ræðislegrar umræðu. Það er því óvið- unandi að Alþingi sé jafn óvirkt hvað þetta varðar sem raun ber vitni hátt í fimm mánuði á ári auk mánaðar um jól. Á tveimur síðustu þingum höfum við núverandi og fyrrverandi þing- flokksformenn Samfylkingarinnar, Rannveig Guðmundsdóttir, Bryndís Hlöðversdóttir og Margrét Frímanns- dóttir, flutt frumvarp á Alþingi um að breyta starfsáætlun Alþingis, færa hana í nútímalegra horf og hafa jóla- og sumarhlé með svipuðum hætti og á hinum Norðurlöndunum. Það er skoð- un okkar að með því að Alþingi sé lengur að störfum verði betra vinnulag. Styttra sum- arleyfi komi í veg fyrir álagið og oft á tíðum óeðlilega hraðferð mála gegnum þingið á vorin því þau mál sem ekki koma tímanlega fram myndu einfaldlega bíða þar til eftir sumarhlé. Það er okkar mat að með breyttri starfs- áætlun og lengingu sé unnt að skipuleggja þingið betur, gera fleiri hlé fyrir kjördæma- vikur, nefndadaga eða annað sem tilheyrir þingvinnunni og gera Alþingi skilvirkara. Í greinargerð með frum- varpinu er frá því greint hvernig þingin starfa á hinum Norð- urlöndunum og hvaða ávinningur sé af breytingum. Sauðburður og göngur Því hefur oft verið haldið fram að vinnuvetur Alþingis taki mið af göml- um tíma þegar bændur þurftu að komast heim fyrir sauðburð og mættu aftur eftir réttir. Líka að þetta vinnu- lag sé arfur frá þeim tíma þegar þing- mannsstarfið var ekki fullt starf. Þetta á ekki við í dag. Við umræður um frumvarpið á tveimur síðustu þingum hef ég fundið að það hefur hljómgrunn meðal alþingismanna. Þrátt fyrir það hefur það sofið hjá hin- um þingmannamálunum sem daga uppi í nefndarmöppunum og fá ekki afgreiðslu úr nefnd. Ég mun þó láta reyna enn og aftur á það hvort þetta mál fái framgang og er í dag bjart- sýnni en áður á að viðhorf séu að breytast og vilji sé til að breyta starfs- áætlun þingsins. Þess vegna mun þetta frumvarp verða flutt enn og aft- ur, bæði til að halda umræðunni um breytingar áfram og í fullvissu þess að framgangur málsins hafi jákvæð áhrif á störf og ásýnd Alþingis. Ásýnd Alþingis Rannveig Guðmundsdóttir seg- ir frá frumvarpi um breyttan starfstíma Alþingis Rannveig Guðmundsdóttir ’Ég er bjart-sýnni en áður á að vilji sé til að breyta starfs- áætlun þings- ins.‘ Höfundur er þingmaður Samfylk- ingar í Suðvesturkjördæmi. OFANGREINT var nýverið haft eftir Davíð Oddssyni, for- manni Sjálfstæðisflokksins, þegar hann var inntur álits um endalok R-listasamstarfsins í Reykjavík, sem þá blasti við. Tæpast er hægt að orða þetta betur enda verður Davíð seint vændur um að kunna ekki að orða hugsun sína skýrt og skemmtilega. Eftirmæli R-listans Sjálfsagt er samt ekki sanngjarnt að telja allt ómögulegt, sem R listinn hefur gert í Reykjavík. En því miður stendur fjárhagsleg óráðsía í rekstri borg- arinnar þó upp úr þegar málin eru gerð upp. Þá má benda á ótrúlegt sinnuleysi varðandi nýbyggingar íbúðarhúsnæðis. Skipulags- og umferðarmál eru og í ólestri. R-listanum hefur þannig ekki tek- ist, þrátt fyrir allan herkostn- aðinn, að gera Reykjavík að þeirri mannvænu borg, sem hann stefndi að. Með Þórólf Árnason sem borg- arstjóra blésu þó ferskir vindar, sem hurfu með honum. Er enda ekki nú komin sama þreyta í stjórn R-listans líkt og menn kvörtuðu yfir á árum áður um stjórn Sjálfstæðismanna í Reykja- vík? D-listinn í borginni Augljóst er að Sjálfstæðismenn mega kætast yfir endalokum R-listans, enda var einungis til hans stofnað til höfuðs Sjálfstæð- isflokknum í borginni. Staða sjálf- stæðismanna styrkist við þetta. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og fleiri duglegir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa komist þokkalega frá stjórnarandstöð- unni. En flokkurinn í borginni geldur þess að mörgum finnst að landsfeðrunum í Sjálf- stæðisflokknum sé ekki nægilega treyst- andi lengur. Aðalfor- ingjar flokksins séu eins og vindhanar. Smá gjóla snúi þeim frá þeim grundvall- arsjónarmiðum sem flokkurinn á að standa fyrir. Dæmi?:  Einokunarkerfi fiskveiðanna, sem flokkurinn ber ábyrgð á með framsókn- armönnum.  Ríkisábyrgðaráform vegna Ís- lenskrar erfðagreiningar og  fjölmiðlalagaupphlaupið. Hvort tveggja beint undan rifjum for- manns flokksins.  Sala Búnaðarbankans og stuðn- ingur Davíðs Oddsonar við Hall- dór Ásgrímsson í því máli. Allt óþverramál. Hvert og eitt þeirra dugar til að rýra flokkinn mjög trausti þeirra sem styðja markaðslausir og frelsi og jafn- ræði. Átak framundan Hver eru svo brýnust verkefna í borginni? Skipulags-, lóða- og um- ferðarmálin hljóta að skipa höf- uðsess með því og að koma lagi á rekstur hennar. Eftir kosningar Líklegast er að Sjálfstæð- isflokkurinn verði í lykilstöðu eftir næstu sveitarstjórnarkosningar í Reykjavík. En ekki sýnist samt líklegt að hann nái meirihlutanum aftur einn. Hann mun þurfa með sér drífandi samstarfsflokk. En slíkur er ekki sjáanlegur núna í borgarstjórninni. R-listaflokkarnir núverandi þurfa allir ærlegt frí frá ráðsmennsku eftir vondan feril… Fyrir F-lista rær Ólafur F. Magn- ússon mest einn á borði. Hann er á margan hátt heiðarlegur og skeleggur talsmaður. Hann hefur nefnt áhugaverðar hugmyndir í skipulagsmálum en gleymt sér í ákafri baráttu sinni í umhverf- ismálunum. Bakhjarl hans, Frjáls- lyndi flokkurinn, virðist hafa skip- að sér við hlið Vinstri grænna í pólitíska litrófinu, er auk heldur allur í upplausn og logar í ósætti. Lýðræðisflokkurinn Nýtt afl er frjálslyndur markaðshyggjuflokk- ur. Flokkurinn undirbýr nú fram- boð í Reykjavík vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Fái flokkurinn góða kosningu er spurning hvort þar fari heppilegur samstarfsflokkur fyrir D-listann í Reykjavík sem gæti veitt honum nauðsynlegt aðhald í því að hvika ekki frá grundvallarsjónarmiðum um markaðslausnir, frelsi og jafn- ræði, ráðdeild og forgangsröðun verkefna. Góður endir á vondum ferli … Tryggvi Agnarsson fjallar um borgarpólitíkina ’Líklegast er að Sjálf-stæðisflokkurinn verði í lykilstöðu eftir næstu sveitarstjórnarkosn- ingar í Reykjavík.‘ Tryggvi Agnarsson Höfundur er hdl. og rekur lögmanns- skrifstofu í Reykjavík. ÚTGERÐARMAÐUR nokkur áformar málaferli vegna „sértækra aðgerða“ um byggðakvóta. Af hverju höfðar maðurinn ekki málið strax – segir svo frá? Er þetta trikk til að hræða einhverja stjórn- málamenn til „hlýðni“ svo reglu- gerðameistari ríkisins gefi ekki út reglugerð um að „gámafiskur“ útgerð- armannsins skuli boð- inn upp á íslenskum uppboðsmarkaði? Til- efnið veldur fleiri spurningum og vanga- veltum: 1. Er úthlutun afla- heimilda yfirleitt „sértæk aðgerð“? 2. Vikuleg „leyfi“ hverjir sendi óunn- inn ferskfisk í gám- um á uppboðmark- aði erlendis án þess að hann sé vigtaður nettóvigt í sumum tilfellum og án þess að íslensk fiskvinnsla fái að bjóða í þann fisk – er það „sértæk að- gerð“? 3. Samrýmast þessi vikulegu „leyfi“ gildandi samkeppn- islögum og jafnræðisreglu stjórnarskrár – að innlend fisk- vinnsla fái ekki að bjóða í þenn- an „sértæka gámafisk“ útgerð- armannsins á uppboðsmarkaði hérlendis? 4. Er þá ekki niðurstaðan að gam- aldags og úrelt vinnubrögð við leyfisveitingar á „gámafiski“ sé „sértækur byggðakvóti“ til handa fiskvinnslu í Hull, Grimsby og víðar í EB? „Sértæk aðgerð“ til að hygla extra sér- hagsmunum útgerðarmannsins á kostnað íslenskrar fiskvinnslu!? Yfirvigt í „gámafiski“ virðist hefð á sama tíma og undirvigt er plága á fiskmörkuðum hérlendis, vegna öfga í reglugerðum sem banna að dregið sé að fullu frá ís, ísvatn, krapi, fiskislím og slor þegar afli er veginn til landvinnslu nema „brjóta reglugerðir“! Aðstöðumismunur vinnslu í landi annars vegar og vinnslu á sjó eða erlendis hins vegar skerðir sam- keppnisstöðu vinnslu í landi um 10–15%. Þótt þetta hafi verið fyrirliggj- andi – borðleggjandi – í meira en tvo áratugi fæst ekkert lagfært! Ég er ekkert að panta „hert eftirlit“ með vinnslu á sjó! Ég er einfaldlega að krefjast þess að staða land- vinnslu verði lagfærð nú þegar svo hún leggist ekki af! Maður fer að halda að þessi grófa mismunun sé „einbeittur brotavilji“ hjá reglugerðameistara ríkisins (einhverjum óþekktum Humpfrey). Vantar kannski bara hert eftirlit með reglugerðameistara ríkisins? Reglugerð um úthlutun byggða- kvóta er nú framkvæmd með þeim hætti að ekki er virtur eignarréttur fasteigna fiskvinnslu skv. álitsgerð Viðars Más Matthíassonar sem legið hefur „í salti“ í skúffu frá 15. desember 1997. Samkvæmt stjórnarskrá er „eignarrétturinn friðhelgur – ekki má gera eigur upptækar – nema samkvæmt lagafyrirmælum – og komi þá fullt verð fyrir“. Hvar eiga eigendur fasteigna fiskvinnslu að leita réttar síns? Í réttarríki á tjónþoli að fá greiddan að fullu þann skaða sem verður, vegna aðgerða stjórnvalda hvort svo sem aðgerðin felur í sér verð- fellingu á fasteign vegna vegagerð- ar – eða annarrar „hagræðingar“ sem er framkvæmd á ábyrgð lög- gjafans. Ef skaðabætur eiga að greiðast að hluta til með „byggðakvóta“ er það þá ekki hlutverk reglugerða- meistara ríkisins að sjá til þess að tjónþoli fái bæturnar? Varla er byggðakvóti „félagsleg aðstoð við forríkt fólk“ – aðstoð handa hand- höfum aflaheimilda svo að þeir geti auðgast hraðar, selt kvótann fyrr og skilið fyrr eftir verðlausar eign- ir annarra og niðurstaðan eigi að vera „drauga-sjávarþorp“ kring um landið? Hvarflar það að einhverjum að þetta hafi verið markmið með lögum um stjórn fiskveiða, eða markmið með byggðakvóta? Ég leyfi mér að fullyrða að þetta hafi aldrei verið hvorki upphaflegt markmið laga um stjórn fiskveiða né markmið nokkurs stjórn- málaflokks eða stjórnmálamanns. Atburðarásin var ófyrirséð. Fögur markmið eru að breytast í um- hverfisslys í hafinu (hnignun þorskstofnsins) og einnig umhverf- isslys í sjávarþorpum sem munu láta undan og breytast í verðlaus „drauga-sjávarþorp“ að óbreyttu. Ég tel það ótvíræða skyldu allra stjórnmálaflokka á Alþingi í dag að sameinast í sjávarútvegsnefnd Al- þingis um að gera betur en þetta – nú þegar. Við eigum betra skilið. Reglugerðameistari ríkisins Kristinn Pétursson fjallar um samkeppnisstöðu í fiskvinnslu og byggðakvóta ’Ég er einfaldlega aðkrefjast þess að staða landvinnslu verði lag- færð nú þegar svo hún leggist ekki af!‘ Kristinn Pétursson Höfundur er fiskverkandi á Bakkafirði. STUNDUM líður langur tími áður en góðum hugmyndum er hrundið í framkvæmd. Óþarflega langur tíma, finnst manni oft. Svo er um kaffihús í Hljómskálagarðinum. Ýmsir hafa bent á það árum saman að grá- upplagt væri að hleypa lífi í garðinn með því m.a. að byggja þar kaffihús sem gæti nýst til hvíldar og hress- ingar þeim sem um garðinn fara. Hingað til hafa þessir hugmynda- smiðir talað fyrir daufum eyrum borg- aryfirvalda. Í leiðara Miðborg- arblaðsins 5. ágúst sl. vék ég m.a. að Hljóm- skálagarðinum og hvatti borgaryf- irvöld til að dusta nú rykið af þeim ágætu hugmyndum sem komið hafa fram um kaffihús og afþreyingarhús í garðinum á liðnum árum. Og viti menn, ekki liðu nema örfáir dagar þar til Dagur B. Eggertsson borg- arfulltrúi kom fram í fréttum og vildi fara að drífa í þessu sem fyrst. Skipulagsráð borgarinnar hefur nú samþykkt að deiliskipu- lagi Hljómskálagarðs- ins verði breytt og þar verði m.a. gert ráð fyrir kaffihúsi með útiveit- ingapalli. Veit- ingarekstur hefur nú verið um árabil í Grasa- garðinum í Laugardal og við Nauthólsvík og gengið vel. Óþarfi er að hafa áhyggjur af því að slíkur rekstur gangi ekki upp við Tjörnina í miðborg Reykjavíkur. Þá er bara að vona að bilið frá hugmynd til framkvæmdar styttist óðum og næsta sumar geti Reykvíkingar spók- að sig í Hljómskálagarð- inum og sest svo niður og glaðst með sjálfum sér og í góðra vina hópi á nýju og fal- legu kaffihúsi við Tjörnina. Hugmynd og framkvæmd Einar Örn Stefánsson skrifar um kaffihús í Hljóm- skálagarðinum ’Þá er bara aðvona að bilið frá hugmynd til framkvæmdar styttist óð- um …‘ Einar Örn Stefánsson Höfundur er framkvæmdastjóri Þróunarfélags miðborgarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.