Morgunblaðið - 29.08.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2005 19
UMRÆÐAN
Í NÝLEGRI könnun sem Rauði
kross Íslands lét gera kemur fram
að einn af hverjum
sjö vill ekki hafa geð-
fatlaðan einstakling
sem nágranna sinn.
Það er örugglega áfall
fyrir fólk með geðfötl-
un og aðstandendur
þeirra að svo margir
skuli upplifa þá sem
byrði á samfélaginu.
Niðurstöður þessarar
könnunar eru allavega
ekki til þess fallnar að
auka á bjartsýni fólks
með geðfötlun sem
bíður þess að eignast
heimili sem uppfyllir
væntingar þeirra.
Margar rannsóknir sýna að fólk
með geðsjúkdóma á það sér-
staklega á hættu að verða fyrir nei-
kvæðri stimplun samborgara sinna
sem getur haft varanleg áhrif á líf
þeirra. Að vera hættulegur öðrum
er dæmi um slíka stimplun sem
hverfur jafnvel ekki þótt sjúkdóms-
einkenni séu ekki lengur til staðar.
Flestir vilja tilheyra einhverjum
hópi og gegna jafnframt mörgum
hlutverkum í sínu lífi t.d. sem for-
eldri, barn, maki eða
nágranni. Fólk með
fötlun fær oft ekki
nægan stuðning til
þess að sinna fé-
lagslegum hlutverkum
sínum sem skapar
þeim margvíslegan
vanda í samfélagsþátt-
töku og getur verið
undirrót fordóma og
einangrunar.
Fötlun fólks er ekki
alltaf mjög sýnileg öðr-
um og margir reyna að
fela fötlun sína í um-
gengni við annað fólk.
Óraunhæfar hugmyndir eða nei-
kvæð umfjöllun getur leitt til sjálfs-
ásakana fyrir að geta ekki uppfyllt
væntingar um að laga sig að sam-
félaginu. Það er því mikilvægt að
þróa jákvæða mynd af þeirri skerð-
ingu sem fólk býr við.
Að styðja fólk með geðfötlun til
aðlögunar í samfélaginu er ein
þeirra ályktana sem ráðherrar á
Evrópuþingi um geðheilbrigði hafa
undirritað í Helsinki í ár. Í þeirri
vinnu skal hafa að leiðarljósi virð-
ingu fyrir einstaklingnum og rétt
hans til að hafa áhrif á eigin með-
ferð og eigið líf.
Niðurstöður könnunar Rauða
krossins á viðhorfum til minni-
hlutahópa benda eindregið til þess
að setja þurfi meiri kraft í að upp-
fylla loforð um stuðning og jöfn
tækifæri fyrir fólk með geðfötlun
til samfélagsþátttöku. Niðurstöð-
urnar sýna svo ekki verður um
villst að við erum skammt á veg
komin í þessari vinnu og frekari að-
gerða er þörf.
Um geðfötlun og fordóma
Ingibjörg Hrönn Ingimars-
dóttir fjallar um viðhorf sam-
félagsins til geðfatlaðra
Ingibjörg Hrönn
Ingimarsdóttir
’Það er því mikilvægtað þróa jákvæða mynd
af þeirri skerðingu sem
fólk býr við.‘
Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur.
ÍSLENSKUR listdans er í
blóma og árangur þrotlausrar
vinnu til margra ára lítur dagsins
ljós nú þegar litið er yfir íslensku
listdansflóruna.
Íslenski dansflokk-
urinn hefur þróast og
dafnað og loks eru að
skapast ný tækifæri
hér á landi fyrir
sjálfstætt starfandi
atvinnudansara og ís-
lenska danshöfunda.
Reykjavík Dance
festival sem nú
stendur yfir í Borg-
arleikhúsinu er ein-
mitt einn liður í
þeirri miklu framþró-
un sem hefur átt sér
stað hérlendis á und-
anförnum árum.
Við erum stolt og glöð yfir ár-
angri okkar á sviði listdansins og
þeirri viðurkenningu sem greinin
hefur hlotið jafnt heima og erlend-
is.
Á sama tíma skýtur skökku við
aðgerð ríkisstjórnarinnar en ný-
lega var tilkynnt opinberlega sú
ákvörðun að loka eigi Listdans-
skóla Íslands eftir skólaárið 2005–
2006.
Listdansskóli Íslands hefur ver-
ið órjúfanlegur hlekkur í þeirri
framþróun sem átt hefur sér stað
og átt hvað mestan þátt í menntun
atvinnudansaranna okkar sem nú
eru starfandi.
Ástæða lokunarinnar er sú að
hér er verið að taka til í mennta-
kerfinu, skólamál eru ekki lengur í
höndum ríkisins heldur til af-
greiðslu hjá bæjum og sveit-
arfélögum. Leggja á niður eina
ríkisrekna listaskólann sem eftir
er.
Gott og vel, það má segja að það
sé eðlileg þróun miðað við aðra
þróun í skólamálum. En hvað tek-
ur við? Allt grunnnám við List-
dansskóla Íslands heyrir nú sög-
unni til eftir þetta skólaár og
ætlunin er að reka listdansnám á
framhaldsskólastigi við framhalds-
skóla landsins og er þá Mennta-
skólinn í Hamrahlíð einkum nefnd-
ur í því sambandi.
Er búið að hugsa
dæmið til enda?
Í grein í Mbl. 25. ágúst síðastlið-
inn kemur fram að mennta-
málaráðherra segir að hér sé ein-
ungis um skipulagsbreytingar að
ræða, ekki verður dregið úr stuðn-
ingi ríkisins við listgreinina og efla
eigi faglega þáttinn í þeirri list-
danskennslu sem á að bjóða uppá,
ekki er verið að slaka á kröfum.
Þetta hljómar allt ágætlega en er
ekki nægilega vel undirbúið.
Hefði ekki verið betra að flýta
sér hægt og byrja á að
undirbúa jarðveginn í
samráði við fagaðila í
greininni áður en svo
afdrifarík ákvörðun er
tekin sbr. lokun List-
dansskóla Íslands?
Það eru til góðir
einkaskólar í greininni
en þeir eru utan ís-
lenska mennta-
kerfisins enn sem
komið er. Eru þeir í
stakk búnir til að taka
við því námi sem nú er
í boði við Listdans-
skóla Íslands?
Stendur til að viðurkenna þá
sem listdansskóla í íslensku
menntakerfi á grunn- og fram-
haldsskólastigi og styðja við bakið
á þeim fjárhagslega og vegna und-
irbúnings til að þeir geti staðið
undir þeim kröfum og væntingum
sem gerðar eru í væntanlegri
námsskrá til listdansnáms með til-
liti til náms á æðri skólastigum?
Við Listaháskóla Íslands er nú í
fyrsta sinn boðið upp á 30 eininga
listdansnám á háskólastigi og í
framhaldi á að lengja námsbraut-
ina í áföngum til þriggja ára. Það
var stórt framfaraskref stigið í ís-
lenskri listdanssögu þegar þessum
áfanga var náð nýlega.
En háskólastig er framþróun á
því sem fyrir er í greininni.
Sveitarfélögin verða að fá trygg-
ingu hjá ríkinu fyrir því fjármagni
sem þarf til að hægt sé að tryggja
fagmennsku í listdansnámi við til-
færslu þess til sveitarfélaga. Er
eitthvað búið að ræða þessi mál
við borgina og sveitarfélögin?
Einkaskólar geta aldrei veitt
sambærilega þjónustu og List-
dansskóli Íslands gerir fyrir börn
á grunnskólastigi án styrks frá
ríki eða sveitarfélagi – ekki nema
að foreldrar barna geti borgað
brúsann.
Börn á grunnskólaaldri hafa
verið að æfa allt að 10 tíma í viku
hjá Listdansskóla Íslands
Einkaskólar geta ekki boðið
þessa þjónustu óstuddir, hún er of
dýr.
Foreldrar eru heldur ekki til-
búnir að greiða svimandi há skóla-
gjöld, þeir kvarta nú þegar og sí-
fellt er verið að bera saman
skólagjöld fyrir listdansnám og svo
æfingagjöld fyrir íþróttir sem er
fremur óhagstæður verðsam-
anburður.
Það er ljóst að ef gæði eiga að
haldast í listdanskennslu þarf að
byggja upp og styðja við bakið á
þeim skólum sem eiga að sinna
kennslunni.
Listdansnám sem eitthvað vit er
í kostar, hvort sem það er á
grunn-, framhalds- eða há-
skólastigi. Námið er mjög sérhæft
og þjálfun dansara tekur mörg ár.
Æskilegast er að kennsla list-
greinarinnar fari fram við kjör-
aðstæður ef ná á fram gæðum rétt
eins og aðstaða við Listdansskóla
Íslands er. Að loka Listdansskóla
Íslands án þess að vera með betri
eða sambærilega lausn listdans-
náminu til framdráttar eru ekki
góð vinnubrögð. Hér eru alltof
margir lausir endar til að hægt sé
að verja þessa aðgerð rík-
isstjórnar.
Félag íslenskra listdansara vill
vinna að eflingu danslistarinnar á
allan þann hátt sem hægt er. Eftir
fundi með stjórn FÍLD, fund með
skólastjórum einkarekinna list-
dansskóla, fund með skólastjóra
Listdansskóla Íslands, listdans-
stjóra Íslenska dansflokksins og
rektors LHÍ ásamt fundi með
stjórn Bandalags íslenskra lista-
manna og viðtölum við fagaðila hef
ég fundið fyrir því að allir eru
sammála um að standa þarf vörð
um listgreinina og fagmennsku í
greininni.
Skoða þarf breytingar vel og
vandlega. Stjórn Félags íslenskra
listdansara vill fá að taka virkan
þátt í þróun mála og óskar eftir því
að haft sé samráð við fagfólk í
greininni þannig að allar ákvarð-
anir í framhaldi verði byggðar á
vitrænum og skynsamlegum rök-
um listgreininni í hag. Vinnubrögð
menntamálaráðuneytisins í málinu
hingað til eru ekki til eftirbreytni.
Listdansskóli Íslands lagður
niður án samráðs við fagaðila?
Irma Gunnarsdóttir fjallar
um listdanskennslu ’Að loka ListdansskólaÍslands án þess að vera
með betri eða sambæri-
lega lausn listdansnám-
inu til framdráttar eru
ekki góð vinnubrögð.‘
Irma Gunnarsdóttir
Höfundur er formaður Félags
íslenskra listdansara.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
EINN kunningi minn sagði mér eitt
sinn að Halldór Laxness hefði ein-
hverju sinni ætlað að ræða við Hannes
Hólmstein um tilvitnanir í skáldverk.
Hann hringdi því í musteri íslenskrar
tungu, Háskóla Íslands, valdi svar-
síma Hannesar Hólmsteins, bjóst við
hugljúfri rödd er kvakaði fögrum róm
á ástkæra, ylhýra, en djúp og dig-
urbarkaleg rödd a la Gunnar Birg-
isson svaraði: Please call later.
Þorgerður Katrín lofaði að taka í
taumana og afnema þessa óhæfu. Hún
brást því loforði. Það hryggir mig að
senda henni kalda kveðju, faðir henn-
ar hefir lengi verið í góðra vina tölu,
menningarfrömuður og glæsilegur
samtímamaður. En nafngift skal hún
hljóta: „Kvensa svakademica.“
Eyjólfur kaupmaður var vanur að
kalla: „Lokið þið dyrunum, ekki kyndi
ég upp heiminn.“ Það voru orð að
sönnu. En Þorgerður Katrín er vernd-
ari íslenskrar tungu og yfirmaður Há-
skólans.
PÉTUR PÉTURSSON,
þulur.
Stórslys
Frá Pétri Péturssyni
Í TÆPA tvo mánuði hef ég fylgst með
hetjulegu einkaframtaki í róðri Kjart-
ans Jakobs Haukssonar hringinn í
kringum landið. Kjartan réðst í þetta
þrekvirki til að vekja athygli á Hjálp-
arliðasjóði Sjálfsbjargar. Hjálp-
arliðasjóðurinn
styrkir hreyfi-
hamlaða ein-
staklinga sem ekki
geta ferðast einir
heldur þurfa að-
stoðarfólk í ferða-
lögum sínum svo
það geti lifað lífinu
lifandi.
Fjölmiðlar hafa
staðið sig mjög vel
í að fylgja Kjartani eftir og segja frá
ferð hans svo flestum landsmönnum á
að vera kunnugt um ferð hans og til-
gang hennar.
Vissulega hefur nokkuð safnast, en
ég tel að bara þær 3 milljónir sem
þegar hafa safnast dugi skammt til að
gera Hjálparliðasjóð Sjálfsbjargar
það sterkan að hann geti sinnt sínu
hlutverki sem skyldi.
Ég verð að viðurkenna að ég á bágt
með að skilja hvers vegna ekki hefur
safnast meira þar sem við Íslendingar
höfum alltaf þegar um slík mál er að
ræða verið fljót til og má þar m.a.
nefna Neyðarhjálp úr norðri sem var
til hjálpar þeim aðilum sem urðu hvað
verst úti þegar flóðbylgjan skall á í
asíu um síðustu jól.
Íslendingar eru alltaf að auka hjálp
og aðstoð við þá sem eiga í erfið-
leikum, við veikindi og fátækt að
stríða í þriðja heiminum og reikna má
með að rúmur miljarður fari í slíka
aðstoð á þessu ári á einn eða annan
hátt.
Nú skulum við líta okkur nær og
styðja okkar næstu nágranna og taka
höndum saman og leggja Kjartani og
Hjálparliðasjóði Sjálfsbjargar lið
núna á lokasprettinum.
Nú er hvert fyrirtækið á fætur
öðru að skila sínum hluthöfum met-
hagnaði, hvað með að leggja góðan
styrk í þetta átak og framlag Kjart-
ans? Tekjur fólks hafa aukist mikið
og því ættu bæði fyrirtæki og ein-
staklingar að vera vel aflögufærir.
Látum það ekki spyrjast um okkur
að þegar Kjartan lýkur róðrinum
núna á næstu dögum að þrekvirki
hans hafi ekki borðið þann árangur
sem það á skilið. Því miður.
Allar upplýsingar er að finna á
heimasíðu Sjálfsbjargar www.sjalfs-
bjorg.is og söfnunarsíminn er 908
2003.
ANDRÉ BACHMANN,
tónlistarmaður og vagnstjóri.
Styðjið Hjálparliðasjóðinn
Frá André Bachmann
André Bachmann
Í gær birtist í Bréfi til blaðsins bréf,
sem þar átti ekki að birtast. Er við-
komandi beðinn afsökunar á því.
Jafnframt er rétt að taka fram, að
eini dálkur Morgunblaðsins, þar sem
enn eru birt bréf undir dulnefni er
Velvakandi. Það er því þýðingarlaust
að senda Bréfum til blaðsins bréf, sem
óskað er að birtist undir dulnefni.
Þegar um er að ræða málefni, sem
miklum deilum valda eru bréf undir
dulnefni um slík mál heldur ekki birt í
Velvakanda. Hver og einn verður að
standa fyrir sínu undir fullu nafni í
slíkum tilvikum.
Ritstj.
Bréf undir dulnefni
HVERS vegna í veröldinni er maður
að fara í mál, þegar kemur svo ekkert
út úr því?
Ég segi farir mínar ekki sléttar af
dómskerfinu á Íslandi. Þannig er að í
september 1998 varð 19 ára sonur
minn fyrir líkamsárás og er í kjölfarið
75% öryrki. Farið var í mál til að
reyna að fá upp í kostnað og til að fá
réttlætinu fullnægt.
Þar sem um alvarlega líkamsárás
(218. gr. hegningarlaga) var að ræða,
er okkur skipaður réttargæslumað-
ur.
Og þar sem réttargæslumaður er
kominn í málið er það algerlega úr
okkar höndum, okkur kemur þetta
ekki við. Við þurfum ekki að bera
vitni, mæta í réttarsal eða neitt ann-
að. Nei takk, vertu bara heima hjá
þér. Þetta ferli tók rúm 3 ár.
Þá tók við að reyna að fá bætur
fyrir drenginn og farið var í einka-
mál. Nýr lögfræðingur var ráðinn
þar sem við vorum ekki sátt við störf
þess fyrri. Síðan eru liðin fjögur ár og
núna loksins var að koma niðurstaða.
Sakborningi ber að greiða rúmar 9
milljónir í bætur, en þar af borgar
ríkið 3,1 millj. (hámarksbætur). En
hver borgar svo þessar 6 milljónir?
Jú, viti menn, það þarf að ráða lög-
fræðing til að innheimta þessa upp-
hæð hjá sakborningi og ef hann er
ekki borgunarmaður fyrir þessu þá
er enginn ábyrgðarmaður og við sitj-
um uppi með útlagðan kostnað.
Ég hefði talið rétt að ríkið bæri
ábyrgð og ætti svo endurkröfurétt á
sakborning, þar sem það eru dóms-
yfirvöld sem eru að kveða upp þenn-
an dóm.
Í öllu falli er það mjög oft þannig
að þegar um svo stórfella örorku er
að ræða þá er enginn kominn til að
segja að það sé hægt að standa í
þessu. Viðkomandi gæti verið bundin
í hjólastól eða hreinlega rúmfastur.
Í okkar tilfelli eru liðin sjö ár frá
þessum örlagaríka degi og útkoman
er… engin.
Varðandi búsetu fyrir drenginn
(félagsmálayfirvöld) þá er útkom-
an… engin.
Svona er Ísland í dag.
KRISTÍN MICHELSEN,
skrifstofustjóri.
Fyrir hverja er dómskerfið?
Frá Kristínu B.K. Michelsen