Morgunblaðið - 29.08.2005, Síða 22
22 MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Alda Sigurvins-dóttir fæddist á
Ísafirði hinn 12. nóv-
ember 1932. Hún
lést á heimili sínu
miðvikudaginn 17.
ágúst síðastliðinn.
Hún var dóttir
þeirra Kristínar
Unnar Þórðardóttur
frá Ísafirði, f. 20.6.
1913, d. 7.4. 1990, og
Sigurvins Óskars
Pálmason vélstjóra,
f. 2.11. 1902, d. 27.8.
1933. Systir Öldu
samfeðra er Dana Arnar Sigur-
vinsdóttir, f. 26.5. 1933. Systkini
Öldu sammæðra eru: Sigrún Unn-
ur Sigurðardóttir, f. 28.4. 1937,
Sólveig Svava Weinel, f. 22.3. 1938,
Aðalheiður Lilja Sigurðardóttir, f.
11.4. 1941, Gísli Reynir Sigurðs-
son, f. 23.11. 1943, María Erna Sig-
urðardóttir, f. 2.12. 1944, og Mar-
grét Sigurðardóttir, f. 10.2. 1952.
Hinn 8. janúar 1961 giftist Alda
Vilhelm Ragnari Guðmundssyni,
blikksmíðameistara og kennara, f.
3.6. 1929, d. 2.10. 2000. Foreldrar
hans voru þau hjónin Guðlaug
Runólfsdóttir frá Sjöundá á Rauða-
sandi, f. 5.12. 1889, d. 17.9. 1984, og
Jón Guðmundur Jónsson frá
Tungu í Skutulsfirði, f. 14.9. 1891,
d. 1.12. 1946. Börn Öldu og Vil-
helms eru: 1) Kristín Sólveig Vil-
helmsdóttir, f. 13.8.
1960, maki Atli
Edgarsson, f. 19.12.
1960, þeirra börn
eru Alda Guðlaug, f.
11.9. 1986, unnusti
Halldór Þorkelsson,
f. 18.6. 1987, og
Hanna Liv, f. 10.10.
1995. 2) Guðmundur
Jón, f. 28.9. 1961,
maki Jóndís Einars-
dóttir, f. 30.12. 1960.
3) Guðlaug, f. 17.4.
1964, d. 2.12. 1968. 4)
Ragna Guðlaug, f.
12.4. 1970, í sambúð með Rúdolf
Konráð Rúnarssyni, f. 18.11. 1971.
5) Linda Björk, f. 21.7. 1972, maki
Óskar Gísli Óskarsson, f. 2.10.
1967, þeirra börn eru Bryndís Ósk,
f. 25.2. 1990, Ragnar Björn, f. 25.9.
1994, og Vilhelm Frank, f. 20.7.
2001. 6) Halldór Gunnar, f. 9.2.
1975, maki Íris Ólafsdóttir, f. 5.12.
1973, dóttir þeirra er Guðný Ása, f.
8.4. 2001. Einnig átti Alda dóttur,
Óskírða Jónsdóttur, f. 23.11. 1956,
d. 21.1. 1957.
Alda var heimavinnandi til árs-
ins 1985 en þá um haustið réð hún
sig til Pósts og síma, síðar Íslands-
pósts, þar sem hún starfaði til árs-
ins 1999.
Útför Öldu verður gerð frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
Hún tengdamóðir mín var ein-
hver mætasta manneskja sem ég
hef fyrir hitt á lífsleiðinni og ég veit
að ég er ekki einn um þá skoðun.
Hún lifði alla tíð eftir bestu reglum
kristinnar trúar án þess að predika
þær fyrir öðrum. Lífsviðhorf henn-
ar einkenndist af því að sælla væri
að gefa en þiggja og í hennar tilfelli
þá gaf hún fyrst og fremst af sjálfri
sér og þá með einstaklega góðri
nærveru, jafnaðargeði og virðingu
fyrir gildi einstaklinganna, þá sér-
staklega þeirra sem stóðu henni
næst. Fyrir henni var það meira
virði að ættingjar og vinir væru
hamingjusamir og lífsglaðir en ríki-
dæmi og veraldlegur auður skipti
hana engu. Hún naut þess að vera
samvistum við börn sín og afkom-
endur sem eiga það öll sameiginlegt
að vera heiðarlegir og góðir einstak-
lingar sem sérhvert gott þjóðfélag
má vera stolt af. Hún og Vilhelm
tengdafaðir minn heitinn verðskuld-
uðu því öðrum fremur að njóta efri
ára við góða heilsu og við ástríki
fjölskyldu sinnar en því miður féllu
þau bæði frá fyrir aldur fram. Ég
hef notið þess að hafa þekkt Öldu og
fjölskyldu hennar í tvo áratugi og
hefur aldrei fallið skuggi á það sam-
band og ég er þakklátur forsjóninni
fyrir einstaklega farsæl kynni. Hún
gerði mig og aðra ástvini sína að
betri manneskjum. Guð blessi minn-
ingu hennar.
Atli.
Þegar ástvinur er kvaddur fylgja
honum jafnan hlýjar óskir og von um
að sjást aftur. Það er líka svo nú þeg-
ar ég kveð tengdamóður mína til
tuttugu ára. Það er ekki í okkar valdi
að ákveða hvenær fundum okkar ber
saman aftur en trúin á að það muni
gerast veitir huggun. Einnig er gott
til þess að hugsa að nú hefur hún
Alda hitt aftur hann Villa sinn og
litlu dæturnar tvær. Fjölskyldan var
henni allt og henni leið best í faðmi
barnanna sinna, stórra sem smárra.
Það eru forréttindi að fá að vera hluti
af slíkri fjölskyldu sem þau Alda og
Villi lögðu grunn að. Þar sannast að
ekkert er ómögulegt ef allir leggja
sitt af mörkum og samheldni sigrar
allt. Það verður mikilvægt að rifja
saman upp minningar en þar er af
nógu að taka. Alda hafði lag á því að
ala börnin sín áfram upp ef svo má
segja þrátt fyrir að öll séu þau orðin
fullorðin. Það gerði hún á sinn ynd-
islega hátt bæði í gamni og alvöru.
Notaði hún við þau tækifæri oft
skondin orðatiltæki að okkur fannst
og verður nauðsynlegt að viðhalda
þeim. Hún hafði lag á því að gera
góðlátlegt grín að sjálfri sér og var
algjörlega laus við alla yfirborðs-
mennsku. Að láta mikið á sér bera og
sýnast var ekki hennar háttur. Lífið
fór ekki alltaf mjúkum höndum um
Öldu en hún sýndi okkur sem eftir
stöndum að hún mat svo sannarlega
það sem hún hafði.
Ég bið Guð að vera með og blessa
minningu Öldu Sigurvinsdóttur.
Megi hann líka styrkja alla sem eftir
standa og sakna góðrar konu.
Jóndís Einarsdóttir.
Mig langar að minnast elskulegrar
tengdamóður minnar Öldu Sigur-
vinsdóttir í örfáum orðum en ég
kynntist Öldu og Villa fyrir rúmum
tíu árum þegar leiðir okkar Halldórs
lágu saman.
Það var alltaf notalegt að koma á
heimili þeirra hjóna í Ljárskógum,
þau voru miklir höfðingjar heim að
sækja og tóku vel á móti öllum.
Barnabörnin voru mjög hænd að
ömmu sinni og afa og sóttust eftir fé-
lagsskap þeirra. Fyrir fimm árum
féll Villi frá og missti fjölskyldan
yndislegan mann en þó sérstaklega
Alda því þau voru mjög náin og sam-
rýnd, en þau höfðu þá nýlega flutt að
Barðastöðum þar sem Alda bjó síð-
ustu fimm árin.
Þegar ég lít til baka eru það
ógrynni af góðum og ljúfum minn-
ingum sem rifjast upp um tengda-
móður mína og ég mun geyma í
hjarta mínu um ókomna tíð. Alda var
mjög hlý manneskja sem gott var að
leita til og stóð eins og klettur að baki
fjölskyldu sinnar. Hún tók öllu með
ró enda hæglát í háttum og var sama
hvað gekk á, hún skipti varla skapi.
Ein af þeim minningum sem koma
upp í hugann er þegar við Halldór
gengum í hjónaband. Þá báðum við
Öldu að vera hringaberi ásamt móð-
ur minni, það skipti okkur miklu máli
að þær tækju þátt í þessari athöfn
með okkur sem er ein af stærstu
stundum í lífi okkar.
Ég og Guðný Ása dóttir okkar höf-
um í gegnum tíðina átt margar dýr-
mætar stundir með ömmu Öldu og
ekki var hægt að fara í heimsókn til
hennar nema hafa snúða með í far-
teskinu handa ömmu. Alda var
ánægð með umhyggju sonardóttur-
innar og sagði: „Jæja, kemur litla
skotta með snúða,“ og hló.
Alda var ávallt reiðubúin að rétta
hjálparhönd ef með þurfti. Passaði
ósjaldan barnabörnin sín, Guðnýju
Ásu þótti nú ekki leiðinlegt að fá
ömmu í heimsókn til að dekra við sig.
Alda veiktist af illkynja sjúkdómi
síðastliðinn vetur sem að lokum hafði
yfirhöndina eftir erfiða baráttu og
lést hún 17. ágúst síðastliðinn. Allan
tímann dáðist ég innilega að styrk
hennar hvernig hún tók þessum ör-
lögum sínum með hennar einstaka
jafnaðargeði. Aldrei heyrði ég hana
kvarta né kveinka sér og þegar ég
spurði hana um líðan hennar svaraði
hún því að hún væri bara svipuð.
Elsku Alda mín, það er sárt að sjá
á eftir þér en ég veit að þér líður nú
betur og ert kominn til Villa og Guð-
laugar.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með guði.
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Minning þín er ljós í okkar lífi.
Hjartans þakkir.
Íris Ólafsdóttir.
Elsku amma, mikið er það sárt að
þú skulir vera farin. Þú varst svo æð-
isleg amma, þessi dæmigerða amma
eins og í Disneymyndum. Þú hafðir
þessar dúllukinnar sem var svo gam-
an að knúsa og þennan góða faðm.
Þegar mamma sagði mér frá því að
þú værir með krabbamein og það
væri ekki hægt að lækna það, fór ég
að hugsa um allar þær minningar
sem við áttum saman og þær eru svo
margar. Ég man eftir því að við
Bryndís Ósk tókum upp á því að
mála þig, og þér var alveg sama þótt
þú værir með varalit á kinninni og
augnskugga á enninu, allt mátti
gera. Þegar ég gisti hjá þér og afa í
Ljárskógum gisti ég alltaf á milli og
það var svo þægilegt að sofa á milli
ykkar. Þú með útvarpið á og Rás 1
gaulaði þangað til við vorum öll farin
að hrjóta. Svo mátti ég líka alltaf
snúa upp á hárið á þér þegar ég var
að fara að sofa því þér fannst það
bara gott, en engum öðrum líkaði
það.
Ég var fyrsta barnabarnið þitt og
var því svo heppin að fá að hafa þig
lengst af barnabörnunum. Ég var
skírð í höfuðið á þér sem er líklegast
það skynsamlegasta sem mamma og
pabbi hafa gert á ævi sinni, því það
er ekki nóg með að við heitum það
sama, við erum líka rosalega líkar.
Þegar þú varst að veikjast þá
varstu hjá okkur um tíma, það var
svo gott að hafa þig og tala við þig
um ýmsa hluti og sérstaklega að rök-
ræða við þig, það var æði. Því það var
aldrei hægt að vinna þig, vegna þess
að þú endaðir oftast með því að
segja: „Ég ansa þér ekki,“ og þá var
samræðum okkar lokið. Svo var svo
gaman að stríða þér og segja þér
ýmsa hluti sem voru tóm lygi, en þú
sagðir alltaf: „Ég „forakta“ þig
bara,“ og þá hló ég bara og sagðist
vera að stríða þér.
Ég hafði líka svo gaman af því að
þú varst alltaf að halda með kærast-
anum mínum, ef ég t.d. var að fara út
með stelpunum og skildi hann eftir
þá sagðirðu að ég væri ótukt að
skilja hann eftir, því þú hefðir alltaf
tekið afa með hvert sem þú fórst. Ég
fór þá að hlæja og við rökræddum
um þetta í smá tíma.
ALDA
SIGURVINSDÓTTIR
Ekki hvarflaði að
mér í sumar þegar við
heyrðum að þú værir
veikur, Brandur, að ég
ætti eftir að sitja hér og skrifa þess-
ar línur aðeins nokkrum vikum
seinna. Það er svo óraunverulegt að
hugsa til þess að þú, sem varst alltaf
hreystin uppmáluð, skulir hafa verið
tekinn frá okkur af þessum illvíga
sjúkdómi á svo skömmum tíma. En
við vitum að þér líður vel þar sem þú
dvelur núna þó þín sé sárt saknað og
höggvið sé ófyllanlegt skarð í sam-
heldna og yndislega fjölskyldu.
Okkur þykir afskaplega vænt um
að hafa átt með ykkur Guðnýju góð-
ar stundir í Heiðarbæ um síðastliðna
verslunarmannahelgi. Ef ég hefði
vitað þegar ég kvaddi þig á sjúkra-
húsinu daginn sem við fórum suður
eftir sumarfríið að ég ætti ekki eftir
að hitta þig aftur í þessu lífi þá hefði
ég viljað gera það öðruvísi, en ég er
mjög þakklátur fyrir að hafa fengið
tækifæri til að hitta þig og kveðja
áður en þú fórst.
Þær eru ljóslifandi í huga mér
stundirnar sem ég átti með ykkur
Guðnýju og strákunum í Áshóli og
GUÐBRANDUR
JÓHANNSSON
✝ Guðbrandur Jó-hannsson fædd-
ist á Svalbarðseyri
23. maí 1949. Hann
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á
Akureyri 20. ágúst
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Akureyrarkirkju
26. ágúst.
þeim mun ég aldrei
gleyma.
Öllum veiðiferðun-
um niður að á og í fjör-
urnar sem alltaf voru
fjörugar og skemmti-
legar þó veiðin væri
kannski misjöfn.
Oft húkkaði ég mér
far út í Áshól sem
gutti til að geta verið
með Nonna og Sigga
því hvergi þótti mér
betra að vera en í
sveitinni hjá ykkur.
Var margt brallað og
ófá mörkin skoruð í fótboltanum á
túninu fyrir framan Áshól.
Mér þótti svo afskaplega gaman
að fara á hestbak með ykkur og varð
þá oftar en ekki Gustur gamli fyrir
valinu þar sem mínir hæfileikar lágu
á öðru sviði en reiðmennsku. Mikið
þótti mér líka alltaf vænt um að hitta
hundinn Lappa þegar ég heimsótti
ykkur, sem sýndi okkur krökkunum
oft fádæma umburðarlyndi í uppá-
tækjum okkar.
Ég er viss um að það hafa verið
fagnaðarfundir hjá ykkur Lappa
gamla þegar hann hitti þig aftur eft-
ir langan aðskilnað.
Elsku Brandur, þú munt alltaf
skipa stóran sess í hjörtum okkar og
veit ég að við munum hittast að nýju
þegar tíminn er réttur.
Elsku Guðný, Nonni, Siggi og Sig-
rún, guð geymi ykkur og gefi styrk á
þessari erfiðu stund.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði er frá.
Nú héðan lík skal hefja,
ei hér má lengur tefja
í dauðans dimmum val.
Úr inni harms og hryggða
til helgra ljóssins byggða
far vel í Guðs þíns gleðisal
(V. Briem.)
Hlynur Björn Pálmason
og fjölskylda.
Það var eins og sumarið hætti við
að koma, þegar við í byrjun júní síð-
astliðins fengum fregnina um að
góður vinur hefði greinst með þann
sjúkdóm sem með markvissum
hætti virðist sjá um að höggva skörð
í þá kynslóð sem nú byggir þetta
land.
Fyrir um 30 árum ákváðum við
nokkrar ungar konur að stofna
saumaklúbb og þar með hófust
kynni okkar af Guðbrandi Jóhanns-
syni sem var maðurinn hennar Guð-
nýjar. Sumar okkar höfðu þó þekkt
hann áður. Í öll þessi ár höfum við
haldið hópinn og eru þær margar
minningarnar sem við eigum um
ljúfan og góðan dreng. Á þessum ár-
um hefur margt verið brallað og allt-
af var Guðbrandur hrókur alls fagn-
aðar, hvort sem var á Sjallaárunum,
í útilegunum, sumarbústaðaferðun-
um eða annars staðar sem við hitt-
umst. Alltaf hélt hann Guðbrandur
ró sinni, sama á hverju gekk, og
þótti honum ekki leiðinlegt að gera
góðlátlegt grín að brasinu í okkur
hinum.
Guðbrandur og Guðný voru ein-
staklega samhent og samstíga í sín-
um lífsdansi og duldist engum sú
takmarkalausa ást sem þar réð ríkj-
um og var velferð og hamingja fjöl-
skyldunnar honum ávallt efst í huga.
En því miður kom lokalagið í dans-
inum þeirra allt of fljótt. Sumarið
sem í vor hætti við að koma er allt í
einu liðið og sólin í lífi Guðbrands
sest í síðasta sinn. En eins og litli
afadrengurinn hans orðaði svo fal-
lega: „Veistu að nú er hann afi dáinn
og er uppi hjá Guði, þú veist uppi hjá
stjörnunum,“ og horfði með stóru
fallegu augunum sínum til himins.
Þá vitum við að einhvers staðar á
blárri festingunni er stjarna sem
lýsir okkur öllum fram á veginn.
Elsku Guðný, Nonni, Siggi, Sig-
rún og ástvinir ykkar, megi góður
Guð hugga ykkur og styrkja í sorg-
inni.
Einnig sendum við móður,
tengdaföður, systkinum, tengdafólki
og fjölskyldum þeirra innilegar sam-
úðarkveðjur.
Guðbrandi viljum við þakka fyrir
samfylgdina.
Farðu vel, kæri vinur, og Guð
blessi minningu þína.
Kristín, Kristinn, Ragnheiður,
Ívar, Anna Soffía, Sturla, Ólöf,
Eyþór, Valdís, Sigþór, Björg
og fjölskyldur.
Nú er stuttri en erfiðri sjúkdóms-
göngu lokið hjá kærum vini mínum
Guðbrandi. Ótrúlegt. Ótímabært að
okkar mati, en samt sem áður bitur
veruleiki.
Minningamyndirnar hrannast
upp, allar ljúfar og góðar frá liðnum
árum. Öll ferðalögin okkar saman,
fyrstu árin í tjöldum, síðan tjald-
vögnum og nú síðast í fellihýsum.
Utanlandsferðirnar. Helgarferðirn-
ar til Reykjavíkur og sumarbústaða-
ferðirnar. Í öllum þessum ferðum
var gleðin ein ríkjandi, tekið spil og
var þá ýmislegt sagt og gert sem
ekki verður tíundað hér. Gagn-
kvæmar heimsóknir þar sem einnig
var spilað, sprellað, spjallað og hleg-
ið. Þorláksmessukvöld þegar við
komum saman. Alltaf gaman. Það er
gott að eiga allar þessar góðu minn-
ingar nú þegar lífsgöngunni er lokið
hér á þessari jörð. Tárin trítla niður
kinnar mínar þegar ég hugsa um
hvað þið Júlli minn voruð alltaf til
með ýmsar hugmyndir og sprell til
að vekja hjá okkur kátínu og gleði.
Einkennilegt hvað það er stutt á
milli ykkar. Aðeins tæpar sjö vikur.
Núna hafið þið örugglega náð saman
aftur og vakið yfir fjölskyldum ykk-
ar og vinum. Jafnvel gerið svolítið
grín að okkur þar sem við gerum
smá fljótfærnisleg mistök. Ef til vill
líka rifjið upp allt ykkar græsku-
lausa grín sem var til þess eins að
kæta og gleðja samferðamennina.
Elsku Guðný mín. Ég skil svo vel
hvernig þér líður núna. Ég vildi svo
gjarnan létta þér gönguna sem
framundan er ef ég gæti en mundu
að það sem hryggir þig núna var
gleði þín áður.
Elsku Nonni, Ingibjörg, Siggi,
Hafrún, Sigrún mín, Ari Jón og afa-
strákarnir. Hugheilar samúðar-
kveðjur til ykkar allra. Megi minn-
ing um góðan mann verða ljós í lífi
ykkar um alla framtíð.
Þó sorgin sé sár,
og erfitt við hana að una.
Við verðum að skilja,
og alltaf við verðum að muna
að Guð hann er góður,