Morgunblaðið - 29.08.2005, Síða 23
Síðustu dagana í þínu jarðneska
lífi og einnig er þú varst sem veikust
gastu samt alltaf komið með eitthvað
sem fékk mann til að hlæja. Það var
alveg ótrúlegt hvað þú hélst húm-
ornum á meðan þú varst veik og það
hjálpaði svo mikið að geta hlegið á
svona erfiðum tímum.
Elsku amma, núna ertu komin til
afa og Guðlaugar litlu telpunnar
þinnar og vonandi líður þér vel núna,
það var svo sárt að sjá þig svona
veika. Mér þykir svo vænt um þig,
við sjáumst hjá Guði!
Þín dótturdóttir,
Alda Guðlaug Atladóttir.
Amma var yndisleg og góð mann-
eskja. Hún var alltaf til staðar þegar
við þurftum á henni að halda og hún
vildi allt fyrir okkur gera. Við sökn-
um hennar mikið en við eigum líka
fullt af góðum minningum um hana
og afa sem hverfa aldrei.
Við vonum að þér líði betur núna
og sitjir hjá honum afa og litlu stelp-
unum þínum, sem þú hlakkaðir svo
til að hitta. Við vitum að þú fylgist
með okkur og þú munt vera í hjört-
um okkar allt okkar líf. Ljósið settist
í líf þitt, en geislarnir lifa ennþá með
okkur.
Okkur langar til að kveðja þig með
sálminum sem þú kenndir okkur
þegar við vorum yngri:
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson.)
Kveðja.
Bryndís Ósk, Ragnar Björn
og Vilhelm Frank.
Elsku amma mín. Mér leið alltaf
vel hjá þér. Það var gaman að vera
með þér og grínast svolítið í þér.
Þú sagðir alltaf: „Ég foragta þig,“
þegar ég var að fíflast í þér.
Mér fannst alltaf svo gott að
strjúka hendurnar þínar og klípa í
mjúka skinnið og þér fannst það ekk-
ert óþægilegt.
Þú kallaðir mig alltaf „ömmu-
deppu“ og vildir alltaf horfa með mér
á teiknimyndir og skemmtilegast
fannst þér að horfa á Emil í Katt-
holti. Alltaf þegar ég gisti hjá þér þá
fékk ég að sofa uppí hjá þér og þú
eldaðir alltaf fyrir mig bjúgu því mér
finnst þau svo góð.
Elsku amma Alda, það er leitt að
þú skulir vera farin og ég sakna þín
mikið. Hafðu það gott hjá Guði og
englunum, elsku amma mín.
Þín ömmudeppa,
Hanna Liv Atladóttir.
Í dag er ég að kveðja mína elsku
systur í hinsta sinn. Mér finnst eins
og ég hafi ekki þakkað henni nóg fyr-
ir að hafa verið til. Það er eins og allt
sé svo sjálfsagt, en lífið er það ekki
og hún fékk að finna fyrir því. Svo
koma áföll, veikindi og andlát og
maður stendur dofinn og ekkert
hægt að gera. En hún lét ekki bugast
svo glatt og horfði stolt yfir hópinn
sinn, hún átti miklu barnaláni að
fagna og góð tengdabörn og barna-
börn sem ung sjá nú á eftir ömmu
sinni.
Það var lærdómsríkt að sjá og
heyra hvað hún tók veikindum sín-
um með miklu æðruleysi. Alltaf svo
blíð og hugljúf. Hún lét laga á sér
hárið fárveik, því hún ætlaði að vera
svo fín þegar hún hitti Villa sinn,
börn og allt fólkið sitt sem beið eftir
henni í ljósinu. Það er margs að
minnast og mikils að sakna. Í mörg-
um af mínum fyrstu minningum frá
því að ég var barn er Alda með gít-
arinn og er hún að kenna mér vísur
eins og „Ólafía hvar er Vigga“ og var
mikið spilað og sungið. Á mínum
fyrstu unglingsárum kom hún oft
með gjafir til mín eins og rock and
roll-hálsfesti og hálsklúta sem
glöddu hjartað, því hún fylgdist allt-
af svo vel með.
Oft minntist hún á það hvað hún
var ósátt þegar hún flutti frá Ísafirði
með mömmu, þá fjögurra ára gömul,
hingað suður og settist að í Skerja-
firðinum, hvað hún sat oft úti og beið
eftir Súðinni til að sigla með henni
vestur. Skyldi Súðin hafa komið
núna?
Nú er minn tími búinn
og tími til kominn að kveðja.
Ég er gamall og lúinn.
Ég mun lifa aftur, ég þori að veðja.
Dauðinn er ekki verstur.
Þegar þjáningar herja á mann
þá er Drottinn bestur.
Við öll skulum trúa á hann.
Guð blessi þig, elsku Alda mín.
Þín systir,
María.
Þegar hringt var til mín til að til-
kynna mér lát Öldu frænku minnar
hvarflaði hugur minn langt aftur í
tímann.
Þegar hún fæddist varð ég yfir
mig hrifin af þessari litlu frænku
minni. Ég varð að fara á hverjum
degi til að sjá hana, mér fannst hún
svo falleg. Alda missti föður sinn
nokkurra mánaða gömul og fór hún
þá í umsjón móður minnar á daginn
meðan móðir hennar var að vinna.
Við ólumst upp saman fyrstu æviár
hennar, við vorum eins og systur.
Ég saknaði hennar sárt er hún
flutti til Reykjavíkur og ég veit að
hún saknaði Ísafjarðar. Ég vil að lok-
um þakka Öldu samfylgdina.
Við Olav sendum börnum, systk-
inum og öðrum ástvinum hennar
innilega samúð. Farðu í friði, elsku
frænka mín.
Sólveig (Solla frænka).
Þær eru margar minningarnar
sem koma upp í hugann nú þegar þú
ert farin og allar eru þær góðar. Þú
varst alveg einstaklega sterk og dug-
leg kona. Þú þurftir að takast á við
þá miklu sorg að missa dóttur þína
unga aðeins fjögurra ára gamla, en
þú hafðir Villa þinn við hlið þér eins
og alltaf enda voruð þið einstaklega
samhent hjón og yndisleg. Ég þakka
þér hlýhug og hversu góð þú varst
ömmu og hugsaðir vel um hana alla
tíð. Mig langar til að kveðja þig með
þessu ljóði sem segir svo mikið um
þig:
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Hvíl þú í friði.
Elsku Kidda, Mummi, Ragna,
Linda, Halldór og aðrir aðstandend-
ur, ég votta ykkur mína dýpstu sam-
úð og bið góðan guð að styrkja ykkur
á þessum sorgartíma.
Erla Ben.
og veit hvað er best fyrir sína.
Því treysti ég nú,
að hann geymi vel sálina þína.
Þótt farinn þú sért,
og horfinn ert burt þessum heimi.
Ég minningu þína,
þá ávallt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína, ég bið síðan
Guð minn að styðja
og þerra burt tárin,
ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(Bryndís Jónsdóttir.)
Kæri vinur, hjartans þakkir fyrir
öll árin sem þú gegndir hér kátur og
glaður.
Ljós þitt lifir í minningu minni.
Ég bið þér blessunar Guðs og
góðrar heimkomu.
Sigurlaug Kristjáns (Silla).
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið loga skæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson.)
Elsku Bogga, Nonni, Siggi, Sig-
rún og aðrir ástvinir, hugur okkar er
hjá ykkur. Megi ljós lífsins lýsa ykk-
ur um ókomna tíð.
Gréta, Inga, Jóhann, Eyþór
Snær og fjölskyldur.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2005 23
MINNINGAR
✝ Björg Símon-ardóttir fædd-
ist í Miðey í Vest-
mannaeyjum 25.
janúar 1918. Hún
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði mánu-
daginn 22. ágúst
síðastliðinn. For-
eldrar hennar
voru Símon Egils-
son sjómaður, f.
22. júlí 1883, d. 20.
ágúst 1924, og
Valgerður Sigurð-
ardóttir, f. 13.
ágúst 1891, d. 4. mars 1962.
Björg átti tvo bræður, þá Sigurð
Símonarson, f. 9. nóvember
1914, d. 5. júlí 1994, og Egil
Símonarson, f. 31.
október 1915, d.
14. febrúar 1978.
Björg ólst upp í
Vestmannaeyjum,
flutti svo til
Reykjavíkur á
unglingsárum og
stundaði þar nám í
tannsmíðum. Að
loknu námi sarfaði
hún við tannsmíð-
ar en á seinni
hluta starfsævinn-
ar vann hún hjá
innheimtudeild
Ríkisútvarpsins.
Útför Bjargar verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Elsku Stella. Þá er samferð
okkar í gegnum lífið lokið, alltof
stutt enda aldursmunurinn mikill.
Við höfum á seinni árum brallað
margt saman, enda áttum við okk-
ar dásamlegu samverustundir
þegar ég kom í bæinn. Þú varst
þessi fasti punktur í tilveru minni
þegar mest á reyndi. Ég man eftir
þér fyrst í heimsóknum þínum til
Eyja, þá var ég lítil pæja eins og
nafna þín er í dag, hlédræg í
fyrstu en þegar leið á táningsárin
fóru leiðir okkar að liggja oftar
saman.
Þér fannst ekki tiltökumál að
taka á móti mér með stuttum eða
jafnvel engum fyrirvara, þó svo að
vinir mínir kæmu með. Það var
viljandi að ég lét þig ekki vita af
komu minn, það var svo mikið til-
stand á þér þegar ég kom. Við
gerðum ýmislegt saman, fórum í
bíltúra austur fyrir fjall, eða í
búðaráp, út að borða, í heimsóknir
eða spjölluðum bara saman heima.
Manstu eftir ferðinni okkar í Hag-
kaup þegar ég vildi bera vörurnar
út í bíl en þú vildir nota inn-
kaupakerruna. Þrjóskan var jöfn í
báðum enda taldir þú að ég hefði
fengið meira frá þér en nafnið.
Á seinni árum reyndist þú okk-
ur Sæma vel í ferðum okkar í bæ-
inn, varst okkur stoð og stytta á
erfiðum tímum sem báru ávöxt að
lokum, eina nöfnu enn! Þér fannst
ekki leiðinlegt þegar komin var
lítill sólargeisli sem allt snerist um
hjá okkur öllum.
Þú varst alltaf svo glöð að sjá
okkur þegar við komum til þín á
Hrafnistu og sagðir öllum sem við
mættum að þetta væru nöfnur
þínar frá Vestmannaeyjum komn-
ar í heimsókn. Verst hvað þú
heyrðir illa þegar að hún loksins
sagði „amma“ við þig, en ég veit
að þú hafði ánægju af samveru-
stundunum.
Þakka þér fyrir allt og allt.
Hvíl í friði.
Ástarkveðja.
Björg, Sæmundur og
Aðalheiður Stella.
Björg Símonardóttir starfaði
lengi vel sem tannsmiður og var
alla tíð virk í Tannsmiðafélagi Ís-
lands og dyggur félagsmaður.
Tannsmiðafélag Íslands sendir
aðstandendum samúðarkveðju.
Með virðingu og þökk.
Tannsmiðafélag
Íslands.
BJÖRG
SÍMONARDÓTTIR
Hending ein réði
því að ég skráði mig
á fjölmiðlabraut þeg-
ar ég hóf framhalds-
skólanám við Fjöl-
brautaskólann í Breiðholti haustið
1988. En þetta var örlagaskref í
mínu lífi, í ljósi þess að blaða-
mennska hefur verið mér lífsvið-
urværi síðustu átta árin.
Sigurjón stýrði fjölmiðlabraut-
inni í FB á þessum tíma. Hann var
að vísu frá vegna veikinda þegar
ég fyrst sótti námskeið í fjölmiðla-
fræðum en kom hins vegar aftur til
starfa á síðari stigum náms míns
og hafði umsjón með lokaverkefni
mínu vorið 1991. Áhugi minn
hneigðist nefnilega strax til prent-
miðla og þar var Sigurjón vel að
sér, bæði um sögu prentmiðlanna á
Íslandi og um hina faglegu hlið
mála, blaðamennskuna sjálfa.
Eiginlega var Sigurjón því ör-
lagavaldur í mínu lífi á fleiri en
einn hátt; þessi sagnfræðilegi flöt-
ur sem hann kynnti fyrir okkur
stuðlaði sumpartinn að því að ég
ákvað að velja sagnfræðina þegar
ég hóf háskólanám haustið 1992, að
námi loknu varð síðan blaða-
SIGURJÓN
JÓHANNSSON
✝ Sigurjón Jó-hannsson fædd-
ist á Brúarlandi í
Mosfellssveit 12.
ágúst 1933. Hann
lést á Landspítalan-
um 18. ágúst síðast-
liðinn og var útför
hans gerð frá Nes-
kirkju 26. ágúst.
mennskan ofan á.
Mér þótti af þess-
um sökum afar leitt
er ég frétti af andláti
Sigurjóns um síðustu
helgi.
Sigurjón hafði
þann kost sem kenn-
ari og sem manneskja
að kunna að gefa
manni hrós, hvetja
mann áfram. Fyrir þá
vinsemd sem hann
sýndi mér þá og æ
síðan verð ég ávallt
þakklátur. Leiðir
skildu auðvitað, eins og gerist þeg-
ar framhaldsskólanemi segir skilið
við skólann sinn og kennarana sína
og heldur út í lífið, en ég rakst allt-
af á Sigurjón endrum og eins á
förnum vegi; þá ræddum við
ástandið í Fjölbraut og stundum
um fjölmiðlana á Íslandi. Mig
grunar að hann hafi fylgst vel með
sínum gömlu nemendum, ekki síst
okkur sem enduðum í blaða-
mennskunni.
Síðastliðinn vetur rakst ég síðan
óvenjuoft á Sigurjón, þá var hann
hættur að kenna og farinn að
sækja fagfundi Blaðamannafélags-
ins. Ég nefndi það því miður ekki
við hann, en mér þótti vænt um að
sjá hann á þeim vettvangi.
Ég votta ástvinum Sigurjóns Jó-
hannssonar samúð mína.
Davíð Logi Sigurðsson.
Ég varð harmi lostinn þegar ég
heyrði lát Sigurjóns Jóhannssonar,
vinar míns, félaga og fyrsta læri-
föður í blaðamennsku. Með honum
er genginn einn af bestu blaða-
mönnum okkar og fallinn vænn
maður og góður drengur.
Leiðir okkar lágu fyrst saman á
Alþýðublaðinu árið 1968; hann var
ritstjórnarfulltrúi þar en ég óráð-
inn í öðru en að mig langaði til að
fást við skriftir. Kristján Bersi
Ólafsson ritstjóri bað Sigurjón að
líta til með mér fyrsta kastið og
undir hans handleiðslu kynntist ég
fyrst leyndardómi þeirrar blaða-
mennsku sem er fólgin í því að
koma auga á og draga fram hið
mannlega hjá samferðamönnum
okkar og meðhöndla efnið þannig
að afurðin veki áhuga lesenda.
Samspil texta, mynda, fyrirsagna
og útlits, lay-out, eins og það var
nefnt á þeirri tíð, var sérgrein
hans. Í öllum þessum þremur þátt-
um ríktu einfaldleiki og sterkir
drættir; þetta varð að spila saman
og mynda eina heild.
Haustið 1977 hélt ég til náms við
Norsk Journalistskole í Ósló og
komst brátt að raun um að Diddó,
eins og hann var oftast nefndur af
vinum og samstarfsmönnum, hafði
kennt mér undirstöðu vestrænnar
blaðamennsku. Þess naut ég mjög í
náminu í Noregi og á þessari und-
irstöðu hef ég síðan haldið áfram
að byggja í öllu mínu starfi, hvort
heldur er við prentmiðla eða út-
varp; þetta byggist allt á sama
grundvellinum, sem nefnist á öðr-
um tungumálum journalistik eða
journalism.
Diddó var fyrst og fremst góður
sjúrnalisti.
Leiðir okkar Sigurjóns lágu aft-
ur saman árið 1978, þegar eig-
inkona hans, Erna heitin Þorleifs-
dóttir, hóf nám í Ósló og þau
hjónin fluttu þangað ásamt börnum
sínum fjórum. Þegar Knut Sog-
stad, einn af kennurum mínum við
blaðamannskólann, ætlaði í Ís-
landsferð og bað mig að koma sér í
samband við kollega þar í landi vís-
aði ég honum á Sigurjón og góð
kynni tókust með þeim, sem héld-
ust æ síðan. Ári eftir að Sigurjón
og Erna komu til Óslóar var aug-
lýst staða kennara í útlitshönnun
og Knut velti því upp við mig hvort
við ættum ekki að hvetja Sigurjón
til þess að sækja um. Mér þótti það
þjóðráð og tókst eftir nokkrar for-
tölur að fá hann til þess að skrifa
umsókn; hann var ráðinn og kenndi
við blaðamannaskólann í Ósló í
þrjá vetur við góðan orðstír.
Stóru fjölmiðlarnir á Íslandi
nutu því miður ekki nægilega
starfskrafta Sigurjóns Jóhannsson-
ar. Íslensk blöð og ljósvakamiðlar
hafa þróast að mestu leyti eftir ein-
hverri séríslenskri línu, án alls
samhengis við heimssjúrnalistíkina
og þar gætir lítið sem ekkert þeirr-
ar samþættingar innihalds og útlits
sem Sigurjóni Jóhannssyni var svo
lagið.
Síðustu áratugina sá Sigurjón
um útgáfu fyrir ýmiss konar fé-
lagasamtök en aðalstarfsvettvang-
ur hans var kennsla í fjölmiðlun í
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.
Ég er ekki í vafa um að hann hefur
haft áhrif á margt ungmennið í því
starfi sínu, líkt og á mig fyrir
nærri 40 árum. Á þann hátt hefur
hann haft áhrif, sem verða var-
anlegri en dagblað, sem er þrátt
fyrir allt eitt hið minnst varanlega
sem finnst.
Ég sendi börnum Sigurjóns og
fjölskyldu, og Ingibjörgu Þórarins-
dóttur, sambýliskonu hans síðustu
árin, mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Þorgrímur Gestsson.