Morgunblaðið - 29.08.2005, Síða 28
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
FARA SNIGLAR
NOKKURN TÍMANN ÚR
SKELINNI?
JÁ, EN BARA
Í TVEIMUR
TILFELLUM
HVAÐA
TILFELLUM?
VIÐ BRUNAÆFINGAR
OG ÞEGAR VIÐ FÖRUM Á
NEKTARSTRENDUR
MÉR LÍST
VEL Á
ÞESSA FERÐ
ÞÍNA
ÞÁ SLEPP
ÉG VIÐ AÐ
GEFA ÞÉR
AÐ ÉTA Í
KVÖLD
ÉG KÆRI ÞIG FYRIR
LANDRÁÐ!
HVAÐA
LEIK ERTU AÐ
SPILA
GRÍMUR?
ÉG ER AÐ
BRUGGA
UPPÁHALDS
DRYKKINN
MINN
SEX FLÖSKUR
AF ROMMI MEÐ
EINNI SÍTRÓNU-
SNEIÐ
HVAÐ
HEITIR
HANN?
„ÁVAXTA
DRYKKUR HRÓLFS“
KALVIN OG HOBBES
ÞJÓTA NIÐUR GÖTUNA Á
120 KÍLÓMETRA HRAÐA
HOBBES GEFUR
STEFNULJÓS
ÞEIR FARA HRAÐAR OG
HRAÐAR. HÓPUR BARNA Á
LEIÐ Í SKÓLANN ÞARF AÐ
VÍKJA SÉR UNDAN Í FLÝTI
LÖGREGLAN ER Á
HÆLUNUM Á ÞEIM. KALVIN
SKRÍÐUR NIÐUR OG
SKIPTIR UM GÍR
HOBBES
FLAUTAR
GET ÉG EKKI SKILIÐ ÞIG
EINAN EFTIR Í SMÁSTUND ÁN
ÞESS AÐ ÞÚ LEGGIST
Á BÍLFLAUTUNA!
EN ÞAÐ
VAR HOBBES
ÞAÐ ER
LEITT! ALLSEKKI,
ÁSTIN
MÍN
ÉG HELD AÐ VON BRÁÐAR EIGI
HANN EFTIR AÐ GRÁTBIÐJA
OKKUR UM ÞESSAR MYNDIR
MARKÚS VILL EKKI
KAUPA MYNDIR AF EIN-
HVERJUM SEM HANN HEFUR
ALDREI HEYRT UM
ÁSTIN MÍN,
GETUR ÞÚ
PASSAÐ Í
KVÖLD?
ÉG OG SIMMI
ÆTLUÐUM AÐ
HITTAST OG
SPILA
KÖRFUBOLTA
ÞÁ ÞAÐ, ÞÚ
HEFUR ALLAVEGA
G0TT AF
HREYFINGUNNI
SAGÐI HÚN AÐ ÞÚ HEFÐIR GOTT AF
HREYFINGUNNI OG ÞÚ SAGÐIR EKKERT!
JÁ, ÉG
SKAMMAST
MÍN
HELST
EKKI
HOBBES
KVEIKIR Á RÚÐU-
ÞURRKUNUM
Dagbók
Í dag er mánudagur 29. ágúst, 241. dagur ársins 2005
Víkverji hefur aldreiverið mikill
áhugamaður um dýr.
Sjaldan stigið fæti inn
á bóndabýli, hvað þá
að hann hafi verið tíð-
ur gestur í fjósum eða
fjárhúsum landsins.
Reyndar var Vík-
verji alinn upp á nær
algjörlega dýralausu
heimili, fyrir utan einn
kött sem fékk þar vist
í nokkra mánuði og
ógrynnin öll af gúbbí-
fiskum, sem enduðu
flestir ævi sína í kló-
settskálinni.
Ekki skal þó ætla svo að Víkverja
sé illa við dýr, alls ekki. Honum líkar
bara ekki að hafa þau of nálægt sér,
hann heldur sig í öruggri fjarlægð
frá óðum hundum, klóruköttum,
blakandi páfagaukum, sparkandi
hestum, miður geðslegum
köngulóm, slefandi kúm og öðrum
kvikindum.
Þetta hefur Víkverji komist upp
með undanfarin ár, það er að segja,
allt þar til nýlega.
Víkverji á nefnilega kunningja
sem á þrjá ketti. Þar af er ein læða
sem „óvart“ varð kettlingafull í vor.
Kunninginn hótaði Víkverja með því
vikum saman að honum yrði gefinn
kettlingur þegar
hausta tæki. Víkverja
hafa alltaf þótt kettir
sérlega leiðinleg kvik-
indi og hefur heitið
sjálfum sér því að einn
úr þeirra hópi fengi
aldrei fæti stigið inn á
heimili hans.
Svo kom að því að
kettlingarnir fæddust
og kunninginn bauð
Víkverja í heimsókn.
Víkverji þáði boðið og
hreinlega féll í stafi yf-
ir krúttleika dýranna.
Sérstaklega var einn
sem honum þótti
heillandi og sagðist skyldu taka
hann, í góðu gríni auðvitað.
Nokkrum dögum síðar hitti Vik-
verji kunningja sinn á ný. Kunn-
inginn spurði: „Ætlar þú að fá kett-
ling.“ „JÁ,“ sagði Víkverji, alveg
ósjálfrátt. „Ertu viss?“ spurði þá
kunninginn. „JÁ,“ svaraði Víkverji
kotroskinn á ný, og varð forviða á
eigin orðum.
Nú hefur kettlingurinn búið á
heimili Víkverja í rúman mánuð og
það verður að segjast að hann er
yndislegur og efast Víkverji um að
nokkurn tímann hafi verið jafnheim-
ilislegt þar eins og eftir að kisi litli
kom.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Listasafn Sigurjóns | Á sumartónleikum Listasafns Sigurjóns Ólafssonar
annað kvöld kl. 20.30 syngur Alda Ingibergsdóttir við undirleik Ólafs Vignis
Albertssonar lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Jóhann Ó. Haraldsson,
Jón Ásgeirsson og Sigfús Halldórsson og aríur ítölsku tónskáldanna Puccini
og Verdi.
Alda hefur farið með mörg hlutverk í óperum hérlendis: Fyrsta anda og
einnig Næturdrottninguna í Töfraflautu Mozarts, Dísu í Galdra-Lofti Jóns
Ásgeirssonar, Arzenu í Sígaunabaróni J. Strauss, Helenu fögru í samnefndri
óperu eftir Offenbach og Kátu ekkjuna í samnefndri óperettu eftir Lehár. Þá
hefur Alda haldið tónleika víða og komið fram sem einsöngvari með Sinfón-
íuhljómsveit Íslands og ýmsum kórum og árið 2002 kom út geisladiskur með
söng hennar: Ég elska þig.
Morgunblaðið/ÞÖK
Einsöngstónleikar Öldu
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd.
(Fil. 4, 5.)