Morgunblaðið - 29.08.2005, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2005 31
11. sýn. fim. 1/9 kl. 19 nokkur sæti laus
12. sýn. sun. 4/9 kl. 16 nokkur sæti laus
13. sýn. fim. 8/9 kl. 19 sæti laus
ÁSKRIFTAR
KORT
GÓÐA SKEMMTUN
Í ALLAN VETUR
FJÓRAR LEIKSÝNINGAR Á 6.900 KR.
4 600 200 / WWW.LEIKFELAG.IS
Stóra svið
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
ENDURNÝJUN ÁSKRIFTARKORTA HAFIN
Nýja svið / Litla svið
KYNNING LEIKÁRSINS
Leikur, söngur, dans og léttar veigar
Su 11/9 kl 20 - Opið hús og allir velkomnir
EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON
Stórtónleikar
Fö 2/9 kl 20 – UPPSELT
Fö 2/9 kl 22:30 – UPPSELT
REYKJAVIK DANCE FESTIVAL
Nútímadanshátíð 1.-4. September
Fi 1/9 kl 20 Játningar minnisleysingjans, IM PANZER,
Postcards from home
Fö 2/9 kl 20 Crystall, Wake up hate
Lau 3/9 kl 15 og 17 Videoverk í Regnboganum
Su 4/9 kl 14 Heima er best - Barnasýning kr. 800
Kl 20 Who is the horse, Love story
Almennt miðaverð kr 2000 - Passi á allar sýningarnar kr 4000
KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren
Í samstarfi við Á þakinu
Lau 3/9 kl 14,
Su 4/9 kl 14,
Su 11/9 kl 14 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Lau 3/9 kl 20, Fi 8/9 kl. 20, Fö 9/9 kl 20
Lau 10/9 kl 20, Su 11/9 kl 20, Fi 15/9 kl. 20
ENDURNÝJUN ÁSKRIFTARKORTA HAFIN!
Sala nýrra áskriftarkorta hefst laugardaginn 3. september - Það borgar sig að vera áskrifandi -
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Félagsvist kl. 14.
Bókabíllinn kl. 13.30–14, boccia kl. 10.
Ath. baðþjónusta fyrir hádegi alla
daga nema miðvikudaga kl. 13–16.
Vinnustofa frá kl. 9, hádegismatur frá
kl. 12–13.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, samverustund, fótaaðgerð.
Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og
dagblöð, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 13–16
brids.
Félag eldri borgara í Kópavogi |
Skrifstofan er opin í dag frá kl. 10. til
11.30. Félagsvist verður spiluð í kvöld í
Gullsmára kl 20.30.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Brids í dag kl. 13. Dagsferð 3. sept-
ember: Fjallabak syðra, Emstrur. Ekið
að Keldum og um Fjallabak syðra að
Álftavatni, síðan um Hvanngil og
Emstrur, komið að Markarfljótsgljúfri
og ekið um Fljótshlíð. Nokkur sæti
laus ath. takmarkaður sætafjöldi.
Uppl. og skráning í síma 588 2111.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10.05 og 11.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar, m.a. almenn
handavinna og tréútskurður. Frá há-
degi spilasalur opinn, m.a. vist, brids
og skák. Miðvikud. 31. ágúst kl. 14 er
fundur hjá Gerðubergskór, nýir fé-
lagar velkomnir. Veitingar í hádegi og
kaffitíma í Kaffi Bergi. Allar uppl. á
staðnum og í síma 575 7720.
Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi – spjall –
dagblöðin, kl. 10 fótaaðgerð, bæna-
stund, kl. 12 hádegismatur, kl. 15 kaffi.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9.
Gler kl. 13. Brids kl. 13.30.
Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa
kl. 9–16, Böðun virka daga fyrir há-
degi. Hádegisverður. Frjáls spila-
mennska kl. 13–16. Fótaaðgerðir
588 2320.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er
öllum opið. Púttvöllur opinn alla
daga. Listasmiðja og Betri stofa kl. 9–
16. Dagblöðin liggja frammi. Morg-
unkaffi, hádegisverður og síðdeg-
iskaffi. Félagsvist kl. 13.30. Hár-
greiðslustofa, s. 568 3139.
Fótaaðgerðarstofa, s. 897 9801. Ferð
á Snæfellsnes 18. ágúst. Brottför kl.
9. Uppl. í s. 568 3132.
Norðurbrún 1, | Kl. 9 smíði, kl. 13–
16.45 opin vinnustofa.
Rauði kross Íslands – svæðis-
skrifstofa á höfuðborgarsvæði |
Sjálfboðaliðar óskast í spennandi og
skemmtilegt sjálfboðastarf fyrir
Fataflokkun Rauða krossins. Eftirfar-
andi verkefni þarfnast aukins
mannafla: Afgreiðsla í verslunum
Fataflokkunarinnar. Tímabundið
gámapökkunarverkefni. Upplýsingar
veitir Jón B. Birgisson s: 565 2425 /
jon@redcross.is.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla
og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–15.30
handavinna. Kl. 9–10 boccia. Kl. 11.45–
12.45 hádegisverður. Kl. 14.30–15.45
kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja
8.45, handavinnustofan opin, hár-
greiðsla og böðun, frjáls spila-
mennska kl. 13. Skráning stendur yfir
í námskeið vetrarins sem eru opin öll-
um og öllum aldurshópum. Uppl. í
síma 411 9450.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Morgunblaðið/Ásdís
HAMRAHLÍÐARKÓRINN gekk
syngjandi inn í Hallgrímskirkju á
laugardaginn um sexleytið og hóf
þar með tónlistarveislu sem gladdi
ekki aðeins eyrað heldur augað
líka. Vanalega eru kórtónleikar
ekki mikið sjónarspil, en á tónleik-
unum í Hallgrímsirkju var brugðið
út af vananum er kórinn flutti
Vikivaka eftir Atla Heimi Sveins-
son. „Ríður ríður hoffmann í rauð-
um skóg“ sungu kórfélagarnir
glaðlega og gengu hingað og
þangað um kirkjuna á meðan.
Virtist í fyrstu sem kórstjórinn,
Þorgerður Ingólfsdóttir, væri end-
anlega búin að missa öll völd yfir
kórnum. En svo kom í ljós að at-
riðið var meistaralega vel skipu-
lagt, og sannaðist það í lokin er
kórfélagarnir skiluðu sér aftur á
sviðið í hárréttri röð nokkrum
sekúndum fyrir lokatóninn. Þetta
var frábærlega skemmtileg uppá-
koma og eitt eftirminnilegasta lag-
ið á tónleikunum.
Tær hljómur Hamrahlíðarkórs-
ins naut sín einstaklega vel í óm-
ríkri kirkjunni; þó að nokkrar inn-
komur væru ekki alveg fullkomnar
og bassarnir hefðu mátt vera ögn
kraftmeiri hér og þar, gerði það
lítið til. Söngur kórsins var ávallt
hreinn, en líka hljómmikill og til-
finningaþrunginn og túlkunin var
svo hrífandi undir vandaðri stjórn
Þorgerðar að maður gleymdi ger-
samlega stund og stað.
Þjóðlagið Nú vil ég enn í nafni
þínu í útsetningu Hafliða Hall-
grímssonar var t.d. ólýsanlega fal-
legt, enda voru smæstu blæbrigði
mótuð af óvanalegri smekkvísi. Á
raupsaldrinum eftir Þorkel Sig-
urbjörnsson, sem er lítið, einfalt
lag, var einnig flutt á markvissan
hátt og Húm I og II fyrir kór og
klarinettu eftir Atla Heimi var
sérlega heillandi í meðförum kórs-
ins og Gríms Helgasonar klarin-
ettuleikara. Sömu sögu er að segja
um lögin Vorið, það dunar eftir
Þorkel, Fögnuður eftir Hauk
Tómasson og Kveðið í bjargi og
Vorkvæði um Ísland eftir Jón
Nordal, auk nokkurra þjóð- og
ættjarðarlaga, en öll voru þau
túlkuð á sannfærandi máta.
Fyrir utan íslensku tónlistina
flutti kórinn líka Divinum Myst-
erium eftir Olli Kortekangas og
...which was the son of... eftir
Arvo Pärt. Fyrrnefnda tónsmíðin
var fremur rislítil en var samt
ágætlega sungin; hin var aftur á
móti viðburðarrík og fjörleg þrátt
fyrir að textinn væri ekkert annað
en ættartala Krists. Meira að
segja varð vart við smá húmor
sem maður á annars ekki að venj-
ast af tónskáldinu.
Þetta voru prýðilegir tónleikar
og þó ringulreið hafi virst grípa
um sig í Vikivaka Atla Heimis var
auðheyrt að engin agavandamál
eru í Hamrahlíðarkórnum undir
styrkri stjórn Þorgerðar.
„Söngur kórsins var ávallt hreinn, en líka hljómmikill og tilfinningaþrunginn og túlkunin var svo hrífandi undir
vandaðri stjórn Þorgerðar að maður gleymdi gersamlega stund og stað,“ segir Jónas Sen m.a. í umsögninni.
Meistaralega skipulagt
TÓNLIST
Hallgrímskirkja
Hamrahlíðarkórinn söng íslensk þjóðlög
og tónsmíðar eftir íslensk og erlend tón-
skáld. Stjórnandi: Þorgerður Ingólfs-
dóttir. Grímur Helgason lék á klarinettu.
Laugardagur 27. ágúst.
Kórtónleikar
Jónas Sen
RÚMLEGA 150 gestir voru viðstaddir opnun
sýningarinnar „VULKAN“ í sendiráði Ís-
lands í Kaupmannahöfn sl. fimmtudag. Um
er að ræða samsýningu Ásdísar Frímanns-
dóttur gullsmiðs í Kaupmannahöfn og Mar-
grétar Jónsdóttur, leirlistakonu frá Akureyri.
Á sýningunni sýnir Margrét m.a. kerta-
stjaka, skálar og skúlptúra og Ásdís skart-
gripi úr gulli, silfri og ýmsum eðalsteinum,
auk þess sem íslenska hraunið kemur tölu-
vert við sögu í skartgripum hennar. „Hinn
mikli áhugi Dana á íslenskri list og hönnun
sýnir svo ekki verður um villst að Íslend-
ingar eiga ekki síður mikla möguleika á lista-
sviðinu en á sviði viðskipta í Danmörku, það
sýnir sig m.a. í því að mikill meirihluta gesta
sem voru við opnunina voru Danir,“ segir
Margrét Jónsdóttir. Ásdís Frímannsdóttir
segir Dani vera almennt forvitna um íslenska
list og að íslensk náttúra höfði mjög sterkt til
þeirra. „Ég held að þetta sambland frumefn-
anna og listarinnar undir yfirskriftinni
VULKAN hafi þess vegna hitt í mark,“ segir
Ásdís.
Margrét Jónsdóttir starfar á Akureyri og
er með vinnu- og sýningarsal á Gránufélags-
götu 48. Ásdís Frímannsdóttir hefur búið í
Kaupmannahöfn sl. 13 ár og rekið þar versl-
un og vinnustofu í Klosterstræde 14, í mið-
borg Kaupmannahafnar.
Sýningin stendur til 23. september og er
opin alla virka daga frá kl. 9 til 16 í móttöku-
sal sendiráðs Íslands, Strandgade 89, 1401
Kaupmannahöfn.
List | Leir og skart í sendiráðinu í Kaupmannahöfn
Danir forvitnir
um íslenska list
Margrét Jónsdóttir, Friðrik Jónsson og Ásdís Frímannsdóttir við opnun sýningarinnar.