Morgunblaðið - 29.08.2005, Side 32
32 MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
SÖNGKONURNAR Sigríður Bein-
teinsdóttir og María Björk fengu
afhentar þrjár gullplötur fyrir sölu
á hljómplötunum Söngvaborg 1,
Söngvaborg 2 og Söngvaborg 3 í
Vetrargarði Smáralindar laug-
ardaginn 27. ágúst. Söngvaborg-
irnar eru langsöluhæsta barnaefni
sem komið hafa út á Íslandi á síð-
ustu árum. Hafa fyrstu tvær plöt-
urnar selst í yfir 9.000 eintökum en
sú þriðja í yfir 7.000 eintökum.
Georg, sparibaukur Íslands-
banka, afhenti söngkonunum barn-
góðu gullplötuna, en yngstu við-
skiptavinir bankans hafa verið
duglegir að fylla Georg og hafa
fengið Söngvaborg á geisladisk í
staðinn.
Upphaf Söngvaborganna var ár-
ið 1995 þegar Sigríður gaf út mynd-
bandið Söngvastund, þar sem hún
söng og lék með börnum. Hug-
myndin vatt síðar upp á sig þegar
Sigríður gekk til samstarfs við Mar-
íu Björk og árið 2000 kom fyrsta
Söngvaborgin út. Þar komu einnig
fram börn sem sungu einsöng og
jafnframt var fræðslu komið að í
gegnum leik og söng. Yfirskrift
Söngvaborganna er að kenna og
fræða börn í gegnum sönginn en
hafa jafnframt af því ánægju.
Söngvaborgin hefur svo komið út
annað hvert ár og hefur efnið verið
gert fjölbreyttara með hverju
myndbandi, m.a. hafa komið gestir
og ný lög af erlendum uppruna
kynnt.
Margt var góðra gesta hjá þeim
Sigríði og Maríu á laugardaginn og
mættu m.a. Masi, Georg og Svala-
kallarnir. Þá sýndi Bjarni töfra-
maður listir sínar og atriði var flutt
úr söngleiknum Annie. Solla stirða
og Halli hrekkjusvín mættu einnig
á svæðið og sprelluðu með krökk-
unum.
Morgunblaðið/Árni Torfason
María Björk og Sigga Beinteins hróðugar með gullplöturnar sínar.
Sigga Beinteins og
María Björk fá gullplöt-
ur fyrir Söngvaborgir
ÞRAUTADROTTNING Íslands-
hottsins var krýnd á laugardags-
kvöldið á hinni árlegu Seltjarn-
arnesshátíð Stuðmanna. Birta Ben-
ónýsdóttir handahlaupari hlaut flest
atkvæði í netkosningu Íslands-
hottsins eða 4.893. Birta er átján
ára Reykjavíkurmær og einn af
liðsmönnum Götuleikhússins. Á hún
að öllum líkindum íslandsmet í að
standa á höndum tímunum saman.
Þykir hún með endemum hand-
sterk en er engu að síður fíngerð
vexti.
Í öðru sæti var Sigurbjörg Njáls-
dóttir, hnefagleypir, en hún hefur
náð fádæma leikni í að sporðrenna
eigin útlimum. Tóku þær báðar á
móti veglegum bókaverðlaunum og
hljóta jafnframt ferð með Primu
Emblu á grímudansleik með Stuð-
mönnum um næstu helgi, þar sem
þær munu leika listir sínar. „Önnur
gleypir á sér hendurnar en hin
hleypur á höndum sér,“ segir Jakob
Frímann Magnússon stuðmaður og
veltir fyrir sér hvort hægt væri að
búa til eitt spennandi atriði úr hæfi-
leikum þeirra.
Íslands-hottið var vettvangur fyr-
ir óvenjuleg uppátæki landsmanna
víðsvegar um landið og voru keppn-
isgreinar allt frá einfaldri gómfimi
upp í það sem flokka mætti undir
flókin og íburðarmikil áhættuatriði.
Bæði kynin öttu kappi í Íslands-
hott keppninni, sem hófst um miðj-
an júní og lauk í enda júlí. Í net-
kosningunni sem fram fór í ágúst
höfðu konurnar hins vegar slíka yf-
irburði yfir karla, að þeir komust
ekki á verðlaunapall lokaúrslitanna.
Leikfimi | Birta Benónýsdóttir er
þrautadrottning Íslands-hottsins
Handstyrkur Birtu Benónýsdóttur hefur gagnast henni vel.
Án efa Íslandsmethafi í
því að standa á höndum