Morgunblaðið - 31.08.2005, Page 3
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2005 C 3
LA
ND
SB
AN
K
AD
EI
LD
IN
ÞRÍR nýliðar eru í 21 árs lands-
liðshópnum í knattspyrnu sem
mætir Króötum á KR-vellinum á
föstudaginn og Búlgaríu í Sofia á
þriðjudaginn kemur. Leikirnir
eru liðir í Evrópukeppninni í
þessum aldursflokki.
Andri Júlíusson, sóknarmaður
úr ÍA, Andri Ólafsson, miðjumað-
ur úr ÍBV, og Ingvar Þór Kale,
markvörður úr Víkingi R., eru
allir í hópnum í fyrsta skipti.
Tveir af sterkustu leikmönnum
liðsins eru fjarri góðu gamni,
þeir Hannes Þ. Sigurðsson frá
Viking Stavanger sem er meiddur
á ökkla, en hann hefur skorað 6
af 7 mörkum Íslands í keppninni,
og fyrirliðinn Ólafur Ingi Skúla-
son frá Brentford sem sleit kross-
band fyrr í þessum mánuði.
Auk nýliðanna þriggja eru eft-
irtaldir leikmenn í 18 manna hópi
sem Eyjólfur Sverrisson, þjálfari
21 árs liðsins, valdi fyrir þessi
verkefni:
Bjarni Halldórsson (Fylki),
Davíð Þór Viðarsson (FH), Sig-
mundur Kristjánsson (KR), Viktor
Bjarki Arnarsson (Fylki), Emil
Hallfreðsson (Tottenham), Sölvi
Geir Ottesen (Djurgården), Hörð-
ur Sveinsson (Keflavík), Steinþór
Gíslason (Val), Gunnar Þór Gunn-
arsson (Fram), Tryggvi Bjarna-
son (KR), Jónas Guðni Sævarsson
(Keflavík), Pálmi Rafn Pálmason
(KA), Ragnar Sigurðsson (Fylki),
Garðar B. Gunnlaugsson (Val) og
Helgi Pétur Magnússon (ÍA).
Eyjólfur valdi þrjá nýliða
fyrir verkefnin framundan
HANNES Þ. Sigurðsson, lands-
liðsmaður í knattspyrnu, heldur nú
í vonina um að samningar náist á
milli Viking í Noregi og Stoke
City, svo hann geti haldið strax til
Englands og hafið æfingar með
nýju liði sínu. Á miðnætti í kvöld
rennur fresturinn út fyrir félaga-
skipti en þegar Morgunblaðið náði
tali af Hannesi í gærkvöldi var
Viking ekki búið að svara tilboði
Stoke.
„Það síðasta sem ég vissi var að
félögin eiga í viðræðum og fyrr í
kvöld kom tilboð frá Stoke en ég
veit ekki hvort eða hvernig Viking
hefur svarað því,“ sagði Hannes og
vonaðist til að koma FH-ingsins
Allans Borgvard til Viking liðkaði
fyrir málunum.
„Það ætti að hjálpa til enda
ástæðan sem upphaflega var gefin
skortur á framherjum. Ég held þó
að það muni voðalega litlu á milli
félaganna, aðallega að þau nái að
sættast á eitthvað ákveðið svo allir
fari frá borðum sáttir,“ sagði
Hannes og reiknaði með að fljúga
út til Englands í dag í læknisskoð-
un ef allt gengi að óskum.
Málin að
skýrast hjá
Hannesi
Rúnarsson, sem skoraði sitt annað mark
á tímabilinu.
Fylkismenn léku oft á tíðum vel úti á
vellinum en voru ekki á skotskónum uppi
við mark Keflvíkinga. Varnarmenn liðs-
ins stóðu fyrir sínu, einkum Valur Fann-
ar og Ragnar Sigurðsson, Viktor Bjarki
Arnarsson var sprækur framan af leik
en Helgi Valur Daníelsson og Björgólfur
Takefusa, tveir af lykilmönnum liðsins,
náðu sér ekki fyllilega á strik. Jákvæðu
fréttirnar fyrir Fylki eru þær að Haukur
Ingi Guðnason og Ólafur Stígsson eru
stignir upp úr erfiðum meiðslum – Hauk-
ur Ingi byrjaði inná í fyrsta skipti en
fékk högg á síðuna og þurfti að fara útaf
og Ólafur lék síðasta hálftímann sínar
fyrstu mínútur í sumar.
Keflvíkingar geta verið sælir með stig-
in þrjú ef mið er tekið af leiknum. Þeir
voru í varnarhlutverki lengst af leiknum.
„Þolinmæði er dyggð“ eru fleyg orð sem
rötuðu úr munni fyrrverandi þjálfara
liðsins, Guðjóns Þórðarsonar, og það átti
vel við um leik Suðurnesjamanna í gær.
Guðmundur Viðar Mete og Jónas Guðni
Sævarsson léku vel í skipulagðri vörn,
Hólmar Örn var lunkinn og gerði marga
fína hluti og þá er vert að minnast á
frammistöðu aldursforsetans, Gests
Gylfasonar sem var óhemjuduglegur og
stöðvaði ófáar sóknir Árbæinga.
inná fyrir Hauk Inga Guðnason í upphafi
síðari hálfleiks, skaut framhjá úr góðu
færi. Það var eins og Fylkismenn misstu
móðinn eftir þessa atlögu og Keflvíking-
ar náðu smátt og smátt að komast inn í
leikinn. Hörður Sveinsson fékk besta
færi þeirra á 69. mínútu þegar hann
komst einn á móti Bjarna Halldórssyni,
markverði Fylkis, en Bjarni sá við Herði
og varði skotið. Sjö mínútum síðar kom
Bjarni hins vegar engum vörnum við
þegar hinn útsjónarsami Hólmar Örn
Rúnarsson smeygði sér framhjá sofandi
leikmönnum Fylkis og skoraði eftir fyr-
irgjöf frá varamanninum Guðjóni Anton-
íussyni. Þær mínútur sem eftir voru
héldu Keflvíkingar fengnum hlut og þeir
fögnuðu gríðarlega þegar Eyjólfur
Magnús Kristinsson flautaði til leiks-
loka.
Takmarkið er þriðja sætið
,,Þetta var virkilega sætur sigur. Við
kvöddum fallbaráttuna endanlega og
settum pressu á Skagamennina í keppn-
inni um þriðja sætið. Við höfum sett okk-
ur það takmark að taka þriðja sætið og
þessi sigur var því lífsnauðsynlegur. Við
áttum lengi vel undir högg að sækja og
Fylkismenn sköpuðu sér nokkur fín færi
en við vorum þolinmóðir og hættulegir
þegar á leikinn leið,“ sagði Hólmar Örn
par Fylk-
bænum
Morgunblaðið/Árni Torfason
öggi við Guðmund Viðar Mete á Árbæjarvelli í gær.
BANDARÍSKA körfuknattleiks-
konan Reshea Bristol hefur gert
samning við Íslandsmeistara
Keflavíkur um að hún leiki með
liðinu á komandi tímabili. Bristol
er ekki ókunnug Keflavíkurliðinu
því að hún lék með liðinu fram til
jóla á síðustu leiktíð en þurfti að
halda til síns heima af persónu-
legum ástæðum. Keflavíkurliðið,
sem tapaði ekki leik með Bristol
innanborðs, tapaði fjórum leikjum
í röð við brotthvarf hennar en lið-
inu tókst að ná áttum á nýjan leik
og tryggja sér Íslandsmeistaratit-
ilinn.
Bristol skoraði 21,5 stig að með-
altali í leikjunum tólf sem hún lék
með Suðurnesjaliðinu á síðustu
leiktíð og var lykilmaður liðsins í
vörn sem sókn.
Bristol
aftur í
Keflavík
Fylkir 0:1 Keflavík
Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeild karla,
16. umferð Árbæjarvöllur
Þriðjudaginn 30. ágúst 2005
Aðstæður: Hægur andvari,
skýjað og 9 stiga hiti. Völl-
urinn háll en góður.
Áhorfendur: 955.
Dómari: Eyjólfur Magnús
Kristinsson, FH, 4.
Aðstoðardómarar:
Einar Guðmundsson,
Sigurður Óli Þórleifsson
Skot á mark: 19 (6) - 14 (8)
Hornspyrnur: 3 - 7
Rangstöður: 3 - 6
Leikskipulag: 4-3-3
Bjarni Halldórsson M
Ragnar Sigurðsson M
Valur Fannar Gíslason M
Hrafnkell Helgason
Gunnar Þór Pétursson M
Viktor Bjarki Arnarsson M
Helgi Valur Daníelsson
Jón B. Hermannsson
(Christian Christiansen 77.)
Eyjólfur Héðinsson
(Ólafur Ingi Stígsson 60.)
Björgólfur Takefusa
Haukur Ingi Guðnason
(Kjartan Ágúst Breiðdal 49.)
Ómar Jóhannsson M
Jónas Guðni Sævarsson M
Kenneth Gustafsson
Guðmundur Viðar Mete M
Branislav Milicevic
(Guðjón Árni Antoníusson 46.)
Hólmar Örn Rúnarsson M
Gestur Gylfason
Baldur Sigurðsson M
Hörður Sveinsson M
Guðmundur Steinarsson
(Stefán Örn Arnarson 83.)
Símun Samuelsen
(Issa Abdulkadir 68.)
0:1 (76.) Guðjón Árni Antoníusson átti góða fyrirgjöf fyrir mark Fylkis frá vinstri
kanti á Hólmar Örn Rúnarsson sem skoraði af stuttu færi.
Gul spjöld: Eyjólfur Héðinsson, Fylki (6.) fyrir brot Kenneth Gustafsson, Keflavík (42.)
fyrir brot Gestur Gylfason, Keflavík (70.) fyrir brot
Rauð spjöld: Engin
Guðni Rúnar í
fríi frá Fylki
GUÐNI Rúnar Helgason, knattspyrnumaður úr Fylki, er kominn í
frí hjá félaginu til áramóta vegna ósættis við Þorlák Árnason þjálf-
ara. Guðni Rúnar er samningsbundinn Fylki út tímabilið 2006 en
Þorlákur hættir störfum að þessu tímabili loknu, eins og fram kem-
ur á öðrum stað í blaðinu.
„Það kom upp ósætti á milli þeirra og orð féllu á þann hátt að það
var ljóst að samstarfið gekk ekki upp. Eftir viðræður við Guðna
óskaði hann eftir fríi til áramóta og hann hyggst reyna að komast
að erlendis til að spila út þetta tímabil,“ sagði Ásgeir Ásgeirsson,
formaður knattspyrnudeildar Fylkis, við Morgunblaðið í gær.
Guðni Rúnar er 29 ára og var að ljúka sínu öðru tímabili í röðum
Fylkismanna en hann kom til þeirra frá Val. Áður hafði hann spilað
með ÍBV í efstu deild, með norsku liðunum Start og Hönefoss,
þýska liðinu Wattenscheid og var einnig um tíma á unglingasamn-
ingi hjá Sunderland í England.
JOHN Terry, fyrirliði Englands-
meistara Chelsea, dró sig í gær út úr
enska landsliðshópnum sem mætir
Wales og N-Írlandi í undankeppni
heimsmeistaramótsins í knattspyrnu.
Terry meiddist á hné í leik Chelsea og
Tottenham um síðustu helgi og ljóst
er að hann verður frá í allt að fjórar
vikur. Zat Knight, varnarmaður Ful-
ham, hefur verið valinn í hópinn í stað
Terrys en líklegt er að Jamie Carr-
agher eða Matthew Upson taki stöðu
Terrys í miðvarðarstöðunni og leiki
þar við hlið Rio Ferdinands.
Þá er Steven Gerrard, fyrirliði Liv-
erpool, tæpur vegna meiðsla sem
hann hlaut í leik Liverpool og CSKA
Moskva um síðustu helgi og hefur
ekki æft með öðrum leikmönnum
undanfarna daga.
Terry ekki
með enska
landsliðinu