Morgunblaðið - 31.08.2005, Page 4

Morgunblaðið - 31.08.2005, Page 4
ALLAN Borgvardt, danski knattspyrnumaðurinn sem hefur leikið með FH und- anfarin þrjú tímabil, skrifaði í gær undir hjá Viking Stav- anger í Noregi, eftir að hafa gengist undir læknisskoðun hjá félaginu. Samningur hans gildir út þetta tímabil en Erik Forgaard, stjórnarmaður hjá Viking, sagði við vef félagsins að ekki væri um neinar greiðslur að ræða að sinni, en ef samið yrði við hann áfram að tímabilinu loknu, yrði FH greidd fyrir hann ákveðin upphæð. Borgvardt getur byrjað að spila með Viking þegar liðið mætir Rosenborg í úrvals- deildinni 10. september. Hann má ekki leika með félaginu í UEFA-bikarnum þar sem hann spilaði með FH í for- keppni Meistaradeildar Evr- ópu í sumar. Borgvardt skrifaði undir í Stavanger  SINISA Valdimar Kekic, Grinda- vík, Mounir Ahandour, Grindavík, Haukur Páll Sigurðsson, Þrótti, og Ingvar Ólason, Fram, voru úrskurð- aðir í eins leiks bann á fundi aga- nefndar KSÍ í gær Kekic, Ahandour og Haukur missa af leik Grindvíkur og Þróttar og Ingvar missir af leik Fram gegn Keflavík.  HANS Fróði Hansen, Petr Podz- emski og Olgeir Sigurgeirsson, allir úr Breiðabliki, voru úrskurðaðir í eins leiks bann og aðrir leikmenn úr 1. deildinni sem taka út eins leiks bann í næstsíðustu umferðinni eru: Þórður Jensson, HK, Þórsararnir Lárus Orri Sigurðsson og Ingi Hrannar Heimisson og Suad Begic, Víkingi Ólafsvík. Þá var Íris Andr- ésdóttir, fyrirliði Vals, úrskurðuð í eins leiks bann.  NÝJU útlendingarnir voru áber- andi um síðustu helgi þegar Valur sigraði Fram, 32:31, í úrslitaleiknum á Opna Reykjavíkurmótinu í hand- knattleik karla. Sergeiy Serenko frá Úkraínu skoraði 10 mörk fyrir Framara og hinn franski Mohamadi Loutoufi skoraði 8 mörk fyrir Vals- menn. Loutoufi er smávaxinn, að- eins 1,67 m á hæð, en spilar samt sem skytta og þykir sérlega snöggur og skemmtilegur leikmaður.  FRÍÐA Rún Þórðardóttir, hlaup- ari úr ÍR, vann til bronsverðlauna í 800 m hlaupi í flokki 35–39 ára á HM öldunga í fyrradag, en mótið fer fram í San Sebastian á Spáni. Fríða hljóp á 2:18,10 mín, sem er hennar besti tími á þessu ári. Sigurtíminn í hlaupinu var 2:15,66 mín og annað sæti 2:17,36 mín.  KRISTJÁN Gissurarson, stangar- stökkvari úr Breiðabliki, tók þátt í stangarstökki í flokki 50–-54 ára á HM, en hann felldi byrjunarhæð sína, sem var 3,80 metrar. Sigurveg- arinn stökk 4,25 m og sá sem varð í öðru sæti stökk 4,00 m.  HOLLENDINGURINN WILF- RED Bouma hefur skrifað undir þriggja ára samning við enska úr- valsdeildarliðið Aston Villa og fær PSV Eindhoven þrjár og hálfa millj- ón punda, rétt tæpar 400 milljónir ís- lenskra króna, í sinn hlut fyrir varn- armanninn. FÓLK Þróttur er fallinn úr efstu deild í10. skipti, og það eru nákvæm- lega 50 ár síðan það gerðist fyrst, ár- ið 1955. Þróttarar voru þá á meðal þeirra sex liða sem skipuðu efstu deildina á fyrsta ári deildaskipting- arinnar, og urðu þess vafasama heið- urs aðnjótandi að verða fyrsta liðið í sögu íslenskrar knattspyrnu sem féll um deild. Það var þriðja árið sem þeir sendu lið í keppnina um Íslands- meistaratitilinn. Frá þeim tíma hafa Þróttarar níu sinnum unnið sig upp í efstu deild og eru nú sem sagt fallnir í 10. skipti. Átta sinnum hafa þeir fallið eftir aðeins eitt ár í deildinni en tvisvar hefur Þrótturum tekist að leika þar í þrjú ár, 1978–1980 og 1983–1985. Eftir fyrsta fallið árið 1955 féllu þeir á fyrsta ári haustin 1959, 1964, 1966, 1976, 1998, 2003 og loks 2005. Breiðablik er komið upp í efstu deild í áttunda skipti frá því félagið vann sig upp í fyrsta skipti haustið 1970. Breiðablik lék fyrst í næstefstu deild 1957 og síðan samfleytt frá 1960. Sjö sinnum hefur Kópavogslið- ið fallið en aðeins einu sinni, 1986, gerðist það á fyrsta ári. Breiðabliki hefur oftast tekist að halda sér uppi í þrjú ár, það hefur gerst fjórum sinn- um, og einu sinni í fimm ár, frá 1980 til 1984. Upp í úrvalsdeild að ári? Breiðablik jafnaði á dögunum met Þróttar, en félögin tvö hafa oftast allra unnið næstefstu deildina, 6 sinnum hvort. FH, Keflavík, ÍBA (Akureyri) og Víkingur R. hafa unn- ið hana 4 sinnum hvert félag og ÍBV, Fylkir og Fram þrisvar hvert. Ef tekið er mið af sögunni eru mestar líkur á að Þróttarar komi aft- ur upp í úrvalsdeildina að ári og Breiðablik spili þar næstu þrjú árin. Þróttarar fallnir í tíunda skipti ÞRÓTTARAR eru fallnir úr úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Það lá fyrir þegar flautað var til leiksloka í leik Vals og ÍBV í fyrrakvöld. Breiðablik hefur þegar tryggt sér sæti í deildinni í staðinn og er meistari 1. deildar. Það er óhætt að segja að þessi tvö félög gjör- þekki þessa stöðu því þau hafa oftast allra ferðast á milli tveggja efstu deildanna. Þróttarar undanfarna hálfa öld og Blikarnir síðustu 35 árin. Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is Það var allt annað uppi á teningn-um núna miðað við fyrri leikinn og bara nokkuð góður leikur sem við lékum í kvöld,“ sagði Sigurður Ingi- mundarson landsliðsþjálfari í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn í gær. „Við spiluðum meirihlutann af leiknum frábærlega og stóðum vel í Kínverjunum. Munurinn á milli leikja hjá okur var fyrst og fremst að við vorum miklu einbeittari núna en í fyrri leiknum. Við hittum líka miklu betur og það er auðvitað rosalega gott fyrir okkur að sjá að við getum staðið í svona liði á þeirra heima- velli,“ sagði Sigurður. Íslenska liðið mætti ákveðið til leiks í gær og var 24:22 yfir eftir fyrsta leikhluta, en náðu ekki að fylgja því nægilega vel eftir og heimamenn voru 52:43 yfir í leikhléi og munurinn var orðin 20 stig í lok þriðja leikhluta, 82:62. Í síðasta leik- hlutanum náði íslenska liðið aðeins að rétta sinn hlut og vann leikhlutann 18:14 og lokatölur því 96:80. Stóru mennirnir í villuvandræðum „Við lentum í villuvandræðum í leiknum. Friðrik [Stefánsson] lenti í miklum vanda og við hefðum alveg þegið að hafa hann meira með en hann lék í átján mínútur. Hlynur [Bæringsson] fékk líka fimm villur en átti stórleik eins og Magnús [Þór Gunnarsson] og þeir tveir voru hyllt- ir vel og lengi af áhorfendum, sem kunnu vel að meta frammistöðu þeirra og fleiri leikmanna reyndar. Magnús var stigahæstur með 21 stig. Jón Arnór [Stefánsson] átti líka stór- leik í kvöld,“ sagði Sigurður. Helsta stjarna Kínverja, hinn tröllvaxni leikmaður Houston Rock- ets, Yao Ming, lék minna í þessum leik en þeim fyrri en það var vegna þess að hann átti ekki eins góðan dag. Hann skoraði 15 stig og tók 7 fráköst. Kínverska liðið er engin smásmíði því í liðinu eru átta leikmenn yfir tvo metra, Ming þeirra hæstur enda 228 sentimetrar og 140 kíló. En íslenska liðinu gekk ágætlega að stöðva þá há- vöxnu. „Við tókum fleiri fráköst en Kínverjarnir í báðum leikjunum og það segir ýmislegt um hversu mikill kraftur var í okkar mönnum. Hlynur var með flest fráköst allra á vellinum í báðum leikjunum, tók 11 fráköst í kvöld,“ sagði Sigurður. Ótrúleg upplifun og ógleymanleg Hann sagði að ferðin til Kína yrði öllum leikmönnum ógleymanleg. „Þetta er búið að vera alveg ótrúleg upplifun. Móttökurnar sem við höf- um fengið eru til mikillar fyrirmynd- ar og maður vissi að Kínverjar væru fjölmennir en nú sér maður það svart á hvítu hversu fjölmenn þjóð þetta er. Við erum nú búnir að keyra í rút- unni frá íþróttahöllinni í talsverðan tíma og það er ennþá fullt af fólki í kringum rútuna til að reyna að sjá kínversku leikmennina – og okkur reyndar líka. Þetta er mikið fjör og alls ekki eins og við eigum að venjast og ég held að í rauninni sé þetta ekki svona á mörgum stöðum í heiminum. Það var auðvitað uppselt á báða leik- ina og þúsundir manna utan við báð- ar hallirnar löngu fyrir og eftir leik- ina,“ sagði Sigurður. Leikmenn fóru á hótelið eftir leik- inn í gær en héldu síðan árla morg- uns til Peking þaðan sem flogið verð- ur í dag til Kaupmannahafnar og Keflavíkur en áætlað er að lenda þar seint í kvöld. „Það er tæplega tveggja tíma flug frá Harbin til Peking þann- ig að þetta verður dálítið langt ferða- lag hjá okkur,“ sagði Sigurður. Aðalleikurinn á laugardaginn Íslenska liðið mætir Dönum í Evr- ópukeppninni á laugardaginn og hefst leikurinn klukkan 14 í Keflavík. „Nú er það alvaran og ef við leikum svona á laugardaginn erum við í virkilega góðum málum. Við verðum að nota ferðalagið heim til að stilla okkur inná þennan leik við Dani sem er aðalleikurinn fyrir okkur. Við ætl- um að vinna þann leik þannig að við eigum möguleika á að komast áfram. Leikurinn er snemma á laugardag- inn og við viljum endilega fá fullt hús í Keflavík enda er allur stuðningur góður,“ sagði Sigurður. Sigurður Ingimundarson landsliðsþjálfari ánægður með Kínaferðina Góð æfing fyrir leikinn gegn Dönum ÍSLENSKA landsliðið í körfuknattleik karla tapaði síðari leiknum gegn Kínverjum 80:96 í gær, en leikið var í borginni Harbin. Ís- lenska liðið var 24:22 yfir eftir fyrsta leikhluta en staðan í leikhléi var 52:43, Kínverjum í vil. Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is Reuters Kínverski risinn Yao Ming reynir að skjóta yfir Friðrik Stef- ánsson sem aðeins lék í átján mínútur vegna villuvandræða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.