Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 08.04.1968, Qupperneq 6

Mánudagsblaðið - 08.04.1968, Qupperneq 6
6 Mánudagsblaáið Mánudagur 8. aprrl 1968 Hatur blindar — og hefnir sín Framhald af 8. síðu. i björtu báli, og ennfremur i Bayeaithal, Klettenberg, Súlz, Deutz, Kalk og Mulheiim, því að árásinni er ekki beint að nein- wm sérstökum sitað í borginni. öll borgin er' markmiðið. Gúrzenich-höllin, með ein- hverjum fegursu. ef ekki allra fegurstu, sikrautsöluim 15. aldar- innar, sem borgaryfirvöld Kölnar höfðu byggt til þess að taka við og fagna keisurum og konuinigum í, hmígur í rústir. Þar hafði ver- ið heimsfrægur hljómleikasalur, sóttur af fjölda hljómiistarunn- enda alls staðar að úr heiminum um árabil. Hansehöllin, sem hafði verið byggð á árunum 1350-70, breyt- ist í söt og ösiku, sömuleiðis ráð- húsið allt með sánum víðkunna Benaissance-forsal og mynd- sfcreyttum taminum í gotneskum etal. Einhver fegursta bygging ailra bygginga i rómönskum stQ, St. Martin, er reist var á síðari helmingi 12. aldar, verður einnig eyðileggingaræðinu að bráð. St. Gereon -kirkj an er orðin 1.600 ára gömul. Nú stendur hún í björtu báli, og loftskeytamaður eimm í brezkri spregnjuflugvél sendir frá sér. orðsendingu: „Það lítar út fyrir að við sé- um sjálfir í eldhafinu, því svo magnáðir eru logabjarmamir, sem ennþá dansa í 6.000 mietra hæð yfir skotmarki okkar ..." Aðrar áhafnir sprengjuflugvél- anna, tilkynna, að eldamir í Köln bafi sézt alla leið frá ströndum Hollands. Og trúnaðarskýrsla loftvamayfirvaldanna í Köln skýrir svo frá. að kviknað hafi 2.000 risaeldar í öllum borgar- hverfum, yfir 5.000 einstakir eld- ar til viðbótar, 19.370 íbúðir og 2.135 vinnustaðir algerlega eyði- lagt, eða svo mjög laskað að ó- nothæft megi teljast um langan tíma. 469 drepnir og 5.027 særð- ir. Og nú getar Harris flugmar- sfcálkur glatt Churchill: Hingað til hafa verið gerðar yfir 70 sjálf- stæðar loftárásir á Köln, sem rösiklega 2.000 flugvélar alls hafa tekið þátt í. En þær höfðu ekki einu sinni valdið fjórðungstjóni á við það, sem ein „þúsundfflug- véla-sprengjuárás“ olli. Hnitmið- aðar stórárásir'væru því langtum áhrifameiri heldur en fjöldi minniháttar árása. Og íkveikju- sprengjur miklu móttagri heldur en venjulegar dínamitsprengjur. Harris hafði unnið verk sitt vel, og nú myndi algert loftstríð verða veruleiki eins og Lord Cherwell hafði boðað og barizt fyrir í 20 ár. „Þessi sönnun fyrir vaxandi styrk brezkra sprengjuflughersins er einndg forteikn þess, sem Þýzkaland skal fá að reyna, borg eftir borg, upp frá þessu!“ sagði Churchill í heillaóskaskeyti sínu tií Harris í tilefni af afreksverk- inu. Og upp frá því urðu stór- árásir á íbúðaihveríin að reglu. Það var „loftstríð Lord Sherwells gegn óbreyttam borgurum Þýzka- lands“ i stað hinna ..óvissu og kostnaðarsömu árása á verk- smiðjur og samgöngumiðstöðvar.“ En það varð m.a. til þess að bjarga iðnaðarmætti Þýzkalands. Hið blinda Þj óðverjahatu r þeirra Churchills og Cherwells varð þess valdandi að um 50 þýzkar stórborgir sufcku í sand og ösku og tagir milljóna manna urðu að Hða óbærilegar hörm- ungar. Þessir menn báru ábyrgð- ina á eldstormum og ógnarbál- um, — skelfilegusta sléttalbrun- ar verða eins og kertaljós séu þeir teknir til samanburðar. Eld- tangur þeirra og eiturgufur kæfðu og steikta fólkið lifandi hundruð þúsunda tali, svo að lík þess herptast í litla böggla, er komizt hefðu fyrir í bama- likkistam. En hatar þeirra Churc- hi'lls og Cherwells forðaði samt sem áður hinuim efnahagslegu undiristöðum, sem endurreisn hins sigraða Þýzkalands byggðist á, og það m.a.s. þrátt fyrir fram- kvæmd Morgenthau-áætlunarinn- ar. Bandamenn vörpuðu 1.996.036 smálestum af sprengjum yfir Þýzkaland í fleimsstyrjöld II, eða 27 sinnum meira heldur en þeir fengu sjálfir að kenna á. En þetta sprengjumagn dundi ékki yfir helzta framleiðslustöðv- amar, heldur íbúðahverfin eins og áður segir — alveg fram á síðasta stríðsdag. Borgir Þýzkalamds líktast eld- gígalandsvæði á fjarlægum hnetti. Þær vom orðnar að grjótihrúg- um, og það, sem hafði tekið 2.000 ár að byggja upp, eins og í Köln, er glatað um aldur og ævi. En Ford-verksmdðjumar í Köln sluppu óskaddaðar, sömuleiðis hirnr miklu vélaverksmiðjur í Köln-Deutz að mesta, og svipaða sögu er að segja annars staðar frá. Harris flugmarskólkur fékk þau fjárfran*lög til iðju sinnar, sem hann fór fram á — sök- um „glæsilegrar frammistöðu". Og þess vegna gleypti hann 1714 alls stríðskostnaðar Breta. Sprengjuflugfloti Harris flug- marskálks flaug 12 miljón kíló- metra í árásarferðum sínum (þri- tagföld fjarlægð á milli tamgls og jarðar) og 55.888 af liðsmönnum hans átta ekki afturkvæmt úr þessum leiðönigrum. 9.162 særð- ust lífshættulega. En hinir föllnu kappar Harris flugmarskálks, sem reyndar hafa oft verið nefndir „skæruliðar loftsins“, tóku meira heldur en tíu sinnuim fleiri ó- breytta þýzka borgara með sér i gröfina, þ.á.m. 89.000 börn und- ir 14 ára aldri. Sarní sem áður urðu þessi fjöldamorð hemaðar- lega tilgangslaus. T.d. segir brezki hershöfðinginn John F. C. Fuller í bók sinni „The Second World War“ fLondon, 1948) flullur fyrirlitningar, að „gereyðingar- árásimar voru viðurstyggileg blóðböð, sem hefðu jafnvel ver- ið Attila Húnaikonunigi til skammar . . . og lengdu striðið að nauðsynjalausu.“ Álit það, sem Fuller lét f ljós þegar á árinu 1948, fékfcst auk þess staðtest af aðila. er gjörla roátti vita. 1 hinni fjögra binda opinberu lofthemaðarsögu, sem „The Stationery Office“ gaf út 1 London árið 1961 („The Strate- gic Air Offensive Ageinst Ger- many 1939-45“) eru birtar skýrsl- ur „The British Bombing Sur- vey Unit“, er einnig styðjast við hin herteknu leyniskjöl þýzka herráðsins, svo og vitnisburði sjónarvotta, loftljósmyndir r.g öll önnur hugsanleg og tiltæk gögn, segir svo í lokaniðurstöðu: „Fyrsta árshelming 1943 skeirta sprengjuórásmar framleiðslu- rnátt hergagna- og jám- og stál— iðnaðar Þýzkalands um 3,2%. Síðari árshelmdng var hann skertar um 6,9% og fjrrri árs- helminig 1944 um 2,4%. En á sama tíma varð framleiðsluaukn- inigin meiri heldur en tjónið af sprengjuárásunum sökum endur- skipulagningar iðnaðarins. flutn- imga verksmiðja og aukinnar hagræðingar . . . “ Þýzku framleiðsluskýrslurnar tala auk þess alveg jafn ein- dreginni tangu: Á árinu 1944, eftir 30 mánaða algert sprengju- stríð, voru fraimleiddar 37.950 flugvélar í Þýzkalandi, en aðeins 14.700 árið 1942, 27.000 skriðdrek- ar í stað 9.300 tveimur árum áð- ur, 40.000 fallbyssur, en 11.800 árið 1942. Og á árinu 1944 var 233 kafbátum hleypt af stokk- unum, en aðeins 191 í upphafi CherwelVChurchill-aðgerðanna. Þetta var því miður alltof lít- ið til þess að geta sigrað. En sigurmöguleikamir eru ekki við- fangseifni mitt að þessu sinni. Það, sem ég er að leitast við að undirstrika er þetta: Churc- hill, Cherwell og Harris ástund- uðu tilgangslaus fjöldamorð á saklausu fólki i 36 heila mánuði! En aukndng hergagnafram- leiðslunnar var bara ein mynd hins almenna framlelðsluimóttar: T.d. hafði heildargeta hinna op- inberu raflmagnsframleiðslu- stöðva nuimið 9.6 milljónum kilo- watta árið 1940. I september ár- ið 1944 nam hún 13,3 milljónum kílowött, og rafmagnsframíleiðsl- an, siem nam aðeins rúmilega 55 miHjörðum kilowattstanda ár- iö 1938, komst yfir 78 milljarða árið 1944, síðasta heila stríðsár- ið. Samkvæmt athugunum pró- fesisors Rolf Wagemfúhr voru lil um 1,7 milljónir mólnwimnslu- véla í Þýzkalamdi árið 1938, en árið 1944 voru þær orðnar rúm- lega 2,1 milljóndr. Og enda þótt margt færi að visu forgörðum af styrjaildarástæðum, þá hvíldd þó efnahagsmáttar Þýzkalands á miklu traustari grundvelli í stríðslok heldur en í stríðsbyrj- um, hvað smertir vélar og verk- færi, kumnáftu og tæknd. „Og það, sem Bandanuenn koimust ekki yfir að eyðMeggja, varð tmd- irstaða undir „Þýzka efnahags- undrinu“, og stofnfjármagnið, sem gef'Ur af sér þá vaxtaivexti, sem vdð lifum af núna“ (Aniton Zischka: „War es ein wunder?“, Mosaik Verlag, Hamiburg, 1966, bls. 20). „Staðbæfing, sem ekki mun hljóta miikinn hljómgirumn,“ bæt- ir Aniton Zischika við. Lfklega ekki almeninan, svona fyrst uim sinn, en tíminn líður og samivizkusamlegar, hlutlausar athuganir munu eiga eftir að leiða margt í ljós, sem ekki feH- ur alls kositar vél í þann ramma. er lýðræðið hefir kappkostað að þrengja utain um heimsmynd samtíðarinnar. En þessu má slá’ fösta: 1. — Bfinahagsbandal ag Evrópu sem er í grumdvallaratriðum reist á undirbúmiingsfyriræblunum Hitl- ers um Nýsfcipan Evrópu, er sá björgunarhringur, sem arftakar ChurchiIIs mæna nú grátbólgn- um augum á, en Fríverzlunar- bandalag Evrópu, er þeir stofn- uðu til með nokkrum fylgiríkjum sínum af alkunnum áhuga fyTir eindrægnd Evrópuþjóða, er i upp- lausn. 2. — Dnaumabúr fflestra lýð- ræðissdnna er h'inn víðfrægi „Vollkswagen“, sem sá illi risi Adolf Hitler lét hefja fram- leiðslu á — emgiinn kristilegur lýðræðdssdinni er þekktar fyrir að aka í „The Most Glorious People's Car“, sem Winston S. Churchill gerði írumdrættinia að. 3. — AEir lýðræðissinnar, sem til Þýzkalands koma, láta vel af sér á ,,Die Deuitschen Autobahn- en“, er mdig minni að neifindur Hitier haifli einnig átt einlhveiro þátt í að gera að veruieika — aftar á móti þekki ég erngan lýðræðissimma, sern segist hafa umað sér vel í aksitri eftir hinum marmaralögðu þjóðvegum Churc- hdUls eða í vögnum hins alþekfcta emsfca járnbrautakerfis. 4. — EmJbættismenn Hitlers (eöa framkvæmdastjórar „Fjög- urra ára óætlunar“ Görinigs), stóriðjuhöldar og ffldkksforingjar, er lífs voru, hafa ekki verið taidir neinar liðleskjur við und- irbúnimg og framkvæmd „Þýzka efnaíhag9undursins“ — um afrek lasrisveina Churchills við sam- bærilaga viðleitni í Englamrii er óþarft, e.t.v. ótukbarlegt, að ræða, enda var, svo fullrar sanngirni sé gætt, arfur þedrra dálítið ann- ars eðlis. J.Þ.A. Auglýsing um skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmí Reykjavíkur. Aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavikur mun fara fram 2. apríl til 2. ágúst n.k., sem hér segir: Þriðjudaginn 2. apríl R-1 til R-200 Miðvikudaginn 3. apríl R-201 — R-400 Fimmtudaginn 4. apríl R-401 — R-600 Föstudaginn 5. apríl R-601 — R-750 Mánudaginn 8. apríl R-751 — R-900 Þriðjudaginn 9. apríl R-901 — R-1050 Miðvikudaginn 10. apríl R-1051 — R-1200 Þriðjudaginn 16. aprfl R-1201 — R-1350 Miðvkiudaginn 17. apríl R-1351 — R-1500 Fimmtudaginn 18. aprfl R-1501 — R-1650 Föstadaginn 19. apríl R-1651 — R-1800 Mánudaginn 22. apríl R-1801 — R-1950 Þriðjudaginn 23. aprfl R-1951 — R-2100 Miðvikudaginn 24. aprfl R-2101 — R-2250 Föstudaginn 26. apríl R-2251 — R-2400 Mánudaginn 29. apríl R-2401 — R-2550 Þriðjudaginn 30. apríl R-2551 — R-2700 Fimmtudaginn 2. maí R-2701 — R-2850 Föstadaginn 3. maí R-2851 — R-3000 Mánudaginn 6. maí R-3001 —. R-3150 Þriðjudaginn 7. maí R-3151 — R-3300 Miðvikudaginn 8. maí R-3301 — R-3450 Fimmtudagimn 9. maí R-3451 — R-3600 Föstudaginn 10. maí R-3601 — R-3750 Mánudaginn 13. maí R-3751 — R-3900 Þriðjudaginn 14. maí R-3901 — R-4050 Miðvikudaginn 15. maí R-4051 — R-4200 Fimmtudaginn 16. maí R-4201 — R-4350 Föstadaginn 17. maí R-4351 — R-4500 Mánudaginn 20. mai R-4501 — R-4650 Þriðjudaginn 21. maí R-4651 — R-4800 Miðvikudaginn 22 maí R-4801 — R-4950 Föstudaginn 24. maí R-4951 — R-5100 Þriðjudaginn 4. júní R-5101 — R-5250 Miðvikudaginn 5. júní R-5251 — R-5400 Fimmtudaginn 6. júní R-5401 — R-5550 Föstadaginn 7. júní R-5551 — R-5700 Mánudaginn 10. júní R-5701 — R-5850 Þriðjudaginn 11. júní R-5851 — R-6000 Miðvikudaginn 12. júni R-6001 — R-6150 Fimmtudaginn 13. júní R-6151 — R-6300 Föstadaginn 14. júní R-6301 — R-6400 Þriðjudaginn 18. júní R-6451 — R-660O Miðvikudaginn 19. júní R-6601 — R-6750 Fimmtadaginn 20. júní R-6751 — R-6900 Föstadaginn 21. júní R-6901 — R-7050 Mánudaginn 24. júní R-7051 — R-7200 Þriðjudaginn 25. júní R-7201 — R-7350 Miðvikudaginn 26. júní R-7351 — R-7500 Fimmtadaginn 27. júní R-7501 — R-7650 Föstudaginn 28. júní R-7651 — R-7800 Mánudaginn 1. júlí R-7801 — R-7950 Þriðjudaginn 2. júlí R-7951 — R-8100 Miðvikudaginn 3. júlí R-8101 — R-8250 Fimmtudaginn 4. júlí R-8251 — R-8400 Föstadaginn 5. júli R-8401 — R-8550 Mánudaginn 8. júlí R-8551 — R-8700 Þriðjudaginn 9. júlí R-8701 — R-8850 Miðvikudaginn 10. júlí R-8851 — R-9000 Fimmtadaginn 1. júlí R-9001 — R-9150 Föstadaginn 12. júlí R-9151 — R-9300 Mánudaginn . 15. júlí R-9301 — R-9450 Þriðjudaginn 16. júli R-9451 — R-960O Miðvikudaginn 17. júlí R-9601 — R-9750 Fimmtadaginn 18. júlí R-9751 — R-9900 Föstudaginn 19. júlí R-9951 — R-10050 Mánudaginn 22. júlí R-10051 — R-10200 Þriðjudaginn 23. júlí R-10201 — R-10350 Miðvikudaginn 24. júli R-10351 — R-10500 Fimmtadaginn 25. júlí R-10501 — R-10650 Föstudaginn 26. júli R-10651 — R-IOBOO Mánudaginn 29. júlí R-10801 — R-10950 Þriðjudaginn 30. júlí R-10951 — R-11100 Miðvikudaginn 31. júlí R-11101 — R-11250 Fimmtudaginn 1. ágúst R-11251 — R-11400 Föstudaginn 2. ágúst R-11401 — R-11550 Auglýsing um skoðunardaga bifreiða frá R-11551 til R- 22700 verður birt síðar. Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar til Bifreiðaeftirlitsins, Borgartúni 7, og verður skoðtm fram- kvæmd þar daglega kl. 9-12 og kl. 13-16.30, nema fimmtudaga til kl. 18.30. — Aðalskoðun verður ekki framkvæmd á laugardögum. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðunum til skoðumar. Við skoðun skulu ökumenm bifreiðanna leggja fram full- gild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því. að bifreiða- skattur og vátryggingariðgjald ökumanna fyrir árið 1968 séu greidd og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Þeir bifreiðaeigendur, sem hafa viðtæki í bif- reíðum sínum. skulu sýna kvittun fyrir greiðslu afnota- gjalda til ríkisútvarpsins fyrir árið 1968. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd, verður skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin stöðvuð, þar til gjöldin eru greidd. Athygli skal vakin á því, að Ijósabúnaður bifreiða skal vera í samræmi við reglugerð nr. 181. 30. des. 1967. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og lögum um bifreiðaskatt, og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum. sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Reykjavik, 30. marz 1968. SIGURJÓN SIGURÐSSON.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.