Mánudagsblaðið - 01.10.1973, Síða 2
2
A^ánudagshíaðið
Mánudagur 1. október 1973
Einstakir galdramenn
s
Um Jón í Ási og Jón á Hellu
Pípan
Nú Iíður sumarið svo að eigi
er geið að þeir nafnar ættist
við. En er ganga skyldi um
haustið kvaddi Jón hreppstjóri
sveitarmenn til fjárleita. Var þá
gengið á fjall og fé rekið ofan
til byggðar og síðan til rétta.
Þá var það eitt sinn á þeirri
leið að Jón hreppstjóri kvað sig
þyrsta mjög og lézt því mundu
bregða sér heim á bæ einn er
þar var skammt frá þeim og
fá sér að drekka. Þar bjó vin-
kona Jóns á Hellu, forn í skapi
og haldin maðallagi góðgjörn.
Jón ríður nú heim á bæinn og
hittir kerlingu að máli; hún
fagnar honum vel. Hann viður
hana gefa sér að drekka og
lézt vera þyrstur mjög. Hún
biður hann þá koma með hér
í mjólkurhús, því hún kveðst
ei hafa ílát fyrir hendi það er
honum sé boðlegt. Hann gerir
svo; fær hún honum þá pípu
og biður hann drekka þar úr
trogi. Hann kvað sér það vel
líka og tók við pípunni og leit
á; því næst blæs hann í píp-
una; hleypur þá úr henni
padda ein, Ijót og ilyrmisleg.
Jón leggur nú frá sér pípuna
og verður honum þá Ijóð á
munni:
„Ég mun kotna jafnt Sem þú
og Jón á Hellu
fyrir guð í himnahöllu.
Hvað er að gera sér skraf úr
öllu?
En svo er sagt að Jón á
Hellu hefði áður keypt að kerl
ingu að freista ef hún fengi
fyrirkomið Jóni í Ási með
gjörningum sínum. Varð nú
fátt um kveðjur með þeim Jóni
í Asi og kerlingu; kvað hann
henni myndi hollast að leita
ei oftar við að bana sér því
að þess myndi henni ei auðið
verða. Skilja þau við svo búið
og ríður Jón afmr til manna
sinna og reka þeir nú safnið til
réttar. Að loknum réttum reið
Jón heim til Áss og var nú allt
kyrrt og tíðindalaust milli
þeirra nafna um vemrinn.
Skreiðarferð
Jóns í Ási
Það er sagt að um þessar
mundir væri mjög fiskilítið
kringum Eyjafjörð; fóm því
margir lestarferðir til fiski-
kaupa bæði suður á land og
vesmr undir Jökul.
Einn tíma um vorið kemur
Jón í Ási að máli við konu
sína og kveðst eiga lestaferð
fyrir höndum suður á Akranes
að kaupa fisk til bús þeirra.
En þá var svo háttað högum
Þorbjargar húsfreyju að hún
var þunguð og langt á leið
komin. Kvaðst Jón bóndi fara
nauðugur þessa ferð þó svo
yrði nú að vera, því sér væri
eigi grunlaust um að Jón á
Hellu myndi sitja um að vinna
þeim báðum eitthvert mein ef
hann mætti sér svo við koma.
Bað hann konu sína það mest
varast að stíga ekki fæti sínum
út fyrir túngarð meðan hann
væri í burm, hvað sem við
lægi, og lét þá líkara að duga
myndi, en mikið illt myndi af
leiða ef hún brygði út af þessu.
Hún lézt mundu gæta þess er
hann mælti fyrir. Eftir það hélt
Jón á stað suður, gengur hon-
um ferðin vel, og kaupir fisk
syðra sem hann þarfnast. Því
næst heldur hann norður aftur
og var þá komið að fráfærum
er hann var kominn norður á
Holtavörðuheiði.
Nú víkur sögunni aftur heim
að Ási. Læmr húsfreyja hreinsa
tún að vanda og verja fyrir
skepnum. En það bar til ný-
lundu að hversu vel sem rekið
var á kvöldum frá túni þá sóttu
því meir á það gripir hvaðan-
æva, og fór svo nokkur kvöld
að jafnan var rekið, en heima-
mönnum þótti þó túnið standa
fullt eftir sem áður; þótti þeim
þetta næsta kynlegt því það
fylgdi og með að menn sáu ei
tún bítast. Fór nú heimamenn
að gruna að þetta mundi varla
. vera einleikið og tóku að trén-
ást upp á rekstrinum, en hús-
freyja var því árvakrari um
vörzluna.
Eitt kvöld voru allir háttaðir
nema Þorbjörg húsfreyja kem-
ur hún þá út áður en hún
gengi til hvílu og skyggnist
um; þykir henni þá sem túnið
standi full bæði af fé og naut-
um. Hún skundar nú inn og
biður vinnumenn sína reka úr
túni er fullt standi með fénað;
þeir taka lítt undir það og telja
að vera muni missýningar ein-
ar. Verður nú húsfreyja stygg
við og snýr þegar út afmr og
tekur að reka burt peninginn;
gengur henni það seint, en um
síðir fær hún þó nuddað hon-
um út fyrir túngarðinn, en
hann ryðst þegar inn aftur á
hæla henni. Gekk þetta þóf
þangað til hún reiddist og elti
sjálf gripina út fyrir garðinn.
En jafnskjótt sem hún er kom-
in út fyrir garðinn tekur hún
þar jóðsótt, skyndilega og á-
kafa, svo að hún fær ekki kom-
izt úr stað; elur hún þar nú
barnið, en þegar hverfur það
frá henni er hún hefir alið það
svo hún veit aldrei hvað af því
verður, en hún liggur þar eftir
magnlaus og dauðvona óg fær
enga björg sér veitt. Liggur hún
þar langa hríð. Tekur nú heima
fólki að leiðast er húsfreyja
kemur ei inn aftur og fer það á
fæmr að leita hennar. Finnst
hún um síðir þar sem hún lá
fyrir utan garðinn nær dauða
en lífi; er hún nú borin heim
og hjúkrað í öllu sem varð.
Hresstist hún þá vonum bróðar
svo að hún kemst á fætur.
Nú víkur sögunni aftur til
Jóns bónda, að hann er kom-
ínn norður á leið á miðja
Holtavörðuheiði svo sem fyr
segir, eti þá sér hann að barn
hans hið nýfædda kemur þar
á móti honum og ræðst þegar
á hann; bregður honum nú
mjög við þesas sendingu er
hann þykist sjá að Jón á Hellu
hafi nú drepið barn sitt og
vakið það síðan upp afmr til
að bana sér, en þó verður hann
nú í móti að taka þessari hrylli-
legu sendingu og tókst honum
brátt að koma henni fyrir. Eftir
það heldur hann leið sína unz
kemur heim. Situr hann nú
heima um sumarið og er held-
ur fálátur og óglaður. Jón á
Hellu hafði mjög í skimping-
um hvað lengi hún gengi með,
hreppstjórakonan í Ási, og bár-
ust þær ræður til eyrna Jóni
bónda hennar, en hann lét sem
hann heyrði eigi.
Líður nú til þess um haustið.
Þá var Jón í Ási einn' dág í
smiðju sinni og smíðaði nokk-
uð. Kemur þar þá til hans mað
ur nokkur gamall og grár fyrir
hærum; hann var kynjaður vest
an af Hornströndum og hélt
lér uppi á beiningaférðum. Þeir
Jón tókust tali við; fann bóndi
það skjótt að karl mundi fróð-
ur vel í fornum vísindum,
enda vildi hann og helzt þar
um ræða, Kvaðst karj hafa
spurn af að Jón mundi marg-
fróður vera, en hinn lét lítið
hæft tun það, en heldur mætti
það segja um Jón á Hellu að
hann vissi frá sér. „Já," segir
karl, „hvað er að tala um hann,
djöfulinn þann, sem alstaðar
hefir umbúir nema í kjaftin-
,um." Jón hjó eftir þessu, en
ræddi þó eigi um. Bauð hann
því næst karli inn og veitti hon
um góðan beina. Eftir það
skildu þeir og er karl úr sög-
unnL
h
Ævilok
Jóns á Hellu
Nokkrum tíma síðar er svo
sagt að Jón í Ási fær sér flugu
eina og magnar hana með
göldrum og forneskju, en síðan
sendir hann hana Jóni á Hellu.
Eitt kvöld um haustið er Jón
á Hellu að raka gæru; sat hann
á stóli við dyrastaf og stóð
lampi í stafnum, en Jón son
hans sat á rúmi. Kerling var að
elda graut til matar þeim og
var ýmist uppi eða niðri. Þegar
kérling Sat uppi tók hún eftir
því að fluga ein var alltaf að
flökta kringum ljósið; hafði
hún orð á því við þá feðga
hvað Ijót sér þætti þessi fluga
og illileg og bað þá drepa
hana, en þeir höfðu þessar um
tölur hennar að skimti og
kváðu vera venjulega baðstofu-
flugu. Því næst skammtar kerl-
Framhald á 6. síðu.
EINNAR MlNUTU
GETRAUN:
Hwe
slyngnr
rannsóknari
ertu?
Hvernig lézt frú Belamy?
Þegar prófessor Fordney ók um hina miklu um-
ferðaræð, þá skotbremsaði hann skyndilega svo að
bíllinn hans snarstoppaði. Hann hafði ekið framhjá
hrúgaldi, sem lá á miðri götunni. Hann hljóp þegar
á staðinn, og sá þá að það var kona, á að gizka
fimmtug, klædd venjulegum heimafötum og í peysu,
en á enninu var Ijótur áverki. Að útilokað var að
hjálpa henni var skjótt augljóst. Líkið var kalt og
eflaust var skýring á dauðanum sú, að ekið hafði
verið yfir hana, því tvenn dekkjaför voru brjóstinu
á henni.
Fordney skipaði einum lögregluþjónanna, sem var
að bægja hinum fjölmenna hópi vegfarenda sem
safnazt höfðu saman, frá slysstaðnum, að hringja
þegar á lögreglustöðina. Klukkustund seinna var
prófessor Fordney enn að reyna að finna einhvern,
sem varpað gæti Ijósi á atburðinn.
Eftir langdregna og erfiða rannsókn tókst honum
að upplýsa að konan væri frú Belamy, sem bjó í út-
hverfum borgarinnar. Þá tókst lögreglunni loksins að
hafa upp á Nick Chester, sem var leigjandi hjá hinni
látnu konu, og sem játaði þegar í stað, að hann hefði
ekið hennfi'borgina í sínum eigin bíl. Hann sagði
’áð hun h’éfði fárið ur bílnum um það bil tvær blokkir
frá þeim stað, sem Fordney hafði fundið hana. Þegar.
hann heyrði að frá Belamy hefði ekki verið með gler-
augun sín þegar hún fannst, þá gat hann til að hún
hefði gengið fyrir bifreið og ekillinn ekið burtu.
Prófessorinn stundi þungan. Hann myndi ekki
sleppa úr hitasvækju borgarinnar um þessa helgi.
Vinnan kæmi fyrst, svo var nú það.
,,Nú jæja, hvernig stóð á því, að frú Belamy var
klædd í karlmannspeysu? Og hvers vegna var líkinu
af henni kastað út á þessum stað? Hún hafði sannar-
lega ekki orðið fyrir bíl eða verið myrt hérna“, taut-
aði prófessorinn við sjálfan sig gremjulegur á svip-
inn.
Hvernig vissi prófessorinn þetta? Svar á 6. síðu.
Weifcnachfs
zum Se?&«r-
macheni