Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.10.1973, Page 5

Mánudagsblaðið - 01.10.1973, Page 5
Mánudagur 1. október 1973. Mánudagsblaðið 5 Beztí vinur mannsins — irerstí óvinur nágrannana September 1973. Ameríkumaðurinn sagði: „Hundar eru skítugir og gera allt skímg," og fleygði manni og hundi hans út. Bezti vinur mannsins, sennilega kvenmanns ins, sem notar hunda til að leika við börnin eða sem stað- gengil barna, því hundar eru jafn fyrirferðarmiklir, sóðaleg- ir og matvandir sem gæludýr en hafa þann kost að verða aldrei að mönnum sem fara og gera heimilið tómt og einmana legt. Eg er ekkert sérstaklega hrif inn af hundum, þeir eru stórir og smáir, í mörgum litum, en hafa það sameiginlegt að þeir útbía nýþvegna bíla og gang- stéttir eða tré, garða og girð- ingar. Versti ókosmr þeirra, frá sjónarmiði nágrannans er háv- aðinn frá þeim. Lögreglan í vanda Um allan heim eru hundar mesta misklíðar- og þrætumál í þéttbýli. I Pretoríu í S-Afríku eru hundar lang algengasta kærumál sem lögreglan hefur við að stríða, borgarstjórnin er að basla við að takmarka hundahaldið við einbýlishús og banna þá í fjölbýlishúsum. Stundum verða gömbardagar í S.-Afríku út af heimilishund- um, fólk æðir út til að skilja að hunda í slag, fólkið sem á stóru grimmu úlfhundana sem bíta og drepa litlu góðu hund- ana fær stundum skammbyssu- skot úr glugga og allt hverfið logar í slagsmálum. Ein íslenzk fjölskylda hér hafði 3 stóra grimma hunda, 2 á stærð við kálfa, ógeðsleg- ustu skepnur sem ég hefi séð, þegar þau fóru úr hverfinu var skálað í kampavíni þegar þessir ófriðarseggir flutm. Hundana höfðu þau til að gelta að svert- ingjum en hvergi var brotist jafn oft inn og hjá þeim þrátt fyrir hundana. Hundarnir urðu hásir Ég bjó eitt sinn á hóteli í 3 mánuði í Ródesíu þar sem ég var við mælingar, þetta var fallegt íbúðahverfi, blómskrýdd tré og blóm meðfram götunum. Á kvöldin, þegar dimma tók byrjaði ballið. Allir hundar í hverfinu byrjuðu að gelta og stóð þetta viðstöðulaust fram til klukkan 5 á morgnana. Þá voru flestir hundarnir orðnir hásir og rámir af gjammi. Þeim fannst víst lítil ástæða til að halda áfram því þar er farið snemma á fæmr. Mér var aldrei svefnsamt á þeim stað. Milli 5 Qg 6 var smá hlé á hávaðanum, en þá róru svert- ingjarnir í eldhúsinu að skvaldra og berja saman pott- hlemmum, bera inn te eða kaffi til að ræsa hótelgesti svo þeir kæmust í morgunmat kl. sjö. Þessi borg er á stærð við Reykjavík, en þar voru skrá- sett 29 alvarleg umferðarslys af völdum hunda sem voru að flækjast á gömnum, í einum mánuði, enginn veit um óskráð smærri óhöpp. Segulbandshundur Hjónin Don Evans í Scotts- burg voru beztu vinir Frank fólksins. Frank er djákni og rekur hundaheimili í tómstund um með konu sinni. Þau hafa smndum í gistingu kjölturakka sem eru taugaveiklaðir og þurfa „móðurlega" aðhlynn- ingu, svo þau taka venjulega um 5 hunda með sér heim á kvöldin. Við þetta fór vinskap- urinn við nágrannana út um þúfur. Kvartanir við prestinn voru gagnslausar. Evansfólkið náði sér því í segulbandstæki og stóra hátalara. Hljómflóðið drekkir geltinu í hundum ná- grannanna, sem þau hafa hljóð ritað, böffsi, spangóli, urri og gelti. Hundafólkið segir að Evans setji tækin á jafnvel þótt ekki heyrist boffs hjá sínum hundum, Um leið og hann spil ar segulbandið logar allt hverf- ið í gagngelti frá prestshund- unum og nágrönnunum. Evans skrúfar þá bara upp í hátölur- unum. Þegar löggan og borgar stjórn gám ekki hjálpað Evans gegn hávaðanum frá nágrönn- unum, tók hann Iögin í sínar hendur. Presmrinn kvartar und- an því að Evans geti spilað „annarra hunda" gelt í mtmgu mínúmr í hvaða hljómstyrk sem er, og er alveg gáttaður á að nokkur nágrenni skuli geta látið svona útaf engu. Mínir 5 hundar gelta ekki að ástæðu lausu þeir gelta þegar þeim sýn ist, t.d. þegar mjólkurpósturinn kemur. Hundar í stríði Hundar eru notaðir til margs annars en að hefna sín á ná- grannanum. Her og lögregla nota hunda til að hemja afbrot. Sumir hundar eru þjálfaðir í að þefa uppi eiturlyf eða á- fengi í tollstöðvum. Það fór illa fyrir einum slíkum. Hasshund- urinn í Mexíkó þefaði uppi al- saklausan ambassador og var rekinn fyrir bragðið. Portúgalar hafa þjálfað hunda til að þefa uppi rússnesk ar og kínverskar sprengjur og önnur morðvopn sem svartir skæruliðar nota í Afríku, eða til að þefa uppi grunsamleg spor og feril óbótamanna sem herja á frumstæðar svertingja- Viggó Oddsson skrifar frá Suður-Afríku: byggðir. Hundarnir vita að þeir mega ekki grafa þegar þeir finna lykt af TNT sprengiefni, en eru fljótir að grafa upp ef þeir finna lékt af byssu eða öðrum birgðum sem grafnar hafa verið í jörðu. Á æfingum gróf einn hundur upp jarð- sprengju sem sett hafði verið niður fyrir heilum mánuði. Lögreglan notar hunda óspart til að hemja óeirðir og stúdenta slagi. Eða á kvöldgöngum þeg- ar þjófar eru að pukrast, ásamt öðrum illþolandi vandræðaper- sónum. Hundar stýra flugvél Ég hefi eina grínsögu sem ég hefi frétt frá gömlum flug- manni. Amerísk sprengjuflug- vél flaug yfir Frakkland og var með 6 þaul-þjálfaða her-hunda sem átti að nota til vissra starfa. Þjóðverjarnir baunuðu á flug- vélina og kviknaði í henni. Ameríkanarnir stukku út í fall hlífum en flugvélin lenti heilu og höldnu, sjáifkrafa. Kotung- arnir á næstu bæjum þustu að til að bjarga flugmönnunum, en það eina sem var kvikt, voru 6 hundar sem þustu út úr brennandi flugvélinni. Frakk- arnir fengu sér duglega neðan í því í næstu krá og sögðu að nú væri stríðið áreiðanlega tap- ar. Gæludýrin Það er kreppa hér og kreppa þar. Hundunum er alveg sama. Það er orkuskortur og alheims skortur á mat og hundruð millj óna manna svelta heilu og hálfu hungri. En hundarnir svelta ekki. Þeir dingla bara rófunni, bíta póstmanninn eða sendlana, gelta að svertingjum og halda vöku fyrir nágrannan- um og fá fyrir: Allt það bezta. Þeir éta engar ruður eins og þegar ég var að alast upp. Það er þúsund milljóna matvæla- framleiðsla handa kjölmrökk- um og dekurdýrum og hundruð um milljóna er varið í hunda- mats auglýsingar. Ameríkanar útvarpa pípi sem er á bylgjulengd sem liund ar heyra einir og þegar hunda maturinn er auglýstur í sjón- varpi gelta hundar.nir og „hundamamman" kaupir hunda matinn sem hvutta langaði í á sjónvarpinu.. Á meðan falla börn úr ófeiti í Afríku og Asíu, jafnvel Evrópu og S.-Ameríku. Hundurinn, sem Reyk- víkingar eru að bítast um Þið uppskerið eins og þið sáið og hafið til unnið ef hunda fárið herjar á þessa misjöfnu borg. Við viljum vekja athygli yðar á því, að iánastofn- anir gera kröfu um, að úti- hús þau, sem lánað er út á, séu brunatryggð fullu verði. Samvinnutryggingar taka að sér slíkar brunatrygg- ingar með beztu fáanlegu kjörum. Iðgjald fyrir hús, sem byggt er eingöngu úr steini, er aðeins kr. 80.00 á ári fyrir 100 þúsund kr. tryggingu; Ef þér hafið ekki þegar brunatryggt útihús yðar, þá hafið samband við næsta umboð og gangið frá fullnægjandi trygging- um á útihúsum yðar. ÁRMÚLA 3 - SÍMI 38 500 UMBO'Ð UM ALLT LAND SAMVlNrSUTRYGGINGAR Brautarholti 16 sími 25775 Prentmynda^arð — Offsetþjónusta Reynið viðskiptin PRcnTfnvnDASTOPfln hp. i

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.