Mánudagsblaðið - 28.01.1974, Blaðsíða 2
2
MánudagsbSaðsð
Mánudagur 28. janúar 1974
TIL BLADSINS
Ósamræmi í
matarprísum
Hr. rkstjóri.
í síðasta tölublaSi yðar er
minnst á verð ýmissa matar-
rétta á hótelum borgarinnar,
(m.a. hangikjötsréttur á 5655,-
kr., auðvitað prentvilla). Við
hjónin athuguðum matseðla,
brauðseðla og keyptum okkur
drykk um helgina á einu af
okkar stóru hótelum og allt
kom þetta heim og saman við
það sem blaðið sagði.
En mig langar til að spyrja
hótelmenn að einu. Eitt af að-
alhótelum borgarinnar, Hótel
Borg, býður hvern laugardag
upp á kalt borð, stundum
mjög gott og glæsilegt, en
stundum, skiljanlega, heldur
lakara. Þarna má éta að vild
ýmsa rétti og góða frá klukkan
12 á hádegi til ld. 2 eða 2.30
fyrir kr. eitt þúsund. Kalt borð
býður upp á flesta íslenska
rétti og allskyns alþjóðarétti og
eingin takmörk sett fyrir
neysluna (sic.) Þá kemur spurn
ingin:
Hvernig stendur á því, að
í kalda borðinu getvir hver og
einn fengið sér 5—10 rækju-
kokkteila með því að taka
rækjur á disk og setja tóm-
•wsóstr-á “ög'—étið jir ásáint
ýmsum öðrum réttum, fyrir
þessar kr. 1000,00, þegar
rækjukokkteillinn ostar samt
hvorki meira né minna en kr.
435,00 (með 25 rækjustykkj-
um, litlum, eins og þér segið)
á brauðseðlinum? Ég er ekki
flinkur í reikningi en lætur
ekki nærri að hver rækju-
ræfill kosti ca. 15—18 krón-
ur? Sama máli gildir um
reyktan lax, en humar sá ég
reyndar ekki á borðum, og
fjölda aðra rétti.
Hér finnst mér ekki þess-
um hótelstjóra fremur en öðr-
um hafa orðið laglega á í
messunni, því það fyrirfinnst
hvorki afsökun né skýring á
þessu óheyrilega okri matsölu-
staðanna og mun m.a. vera
ein af ástæðunum fyrir því, að
fólk neytir ekki matar á þess-
um matsölustöðum nema er
nauðsyn krefur og þá aðeins
það ódýrasta. Fiskur og súpur
eru seldar á ósvífnu verði,
sem aðeins þingmenn eða stór-
laxar hafa efni á, einkum
súpuskálin, sem er hvorki eitt
né neitt. Brennivín af erlend-
um tegundum má vera dýrt,
því það er munaður, þó hins-
vegar íslenski óþverrinn, áka-
víti, svarti dauði o.s.frv., sem
framleitt er hér innanlands er
selt á verði sem ALDREI
verður kallað annað en hreinn
þjófnaður.
En vilji veitingamenn selja
á svona prísum, þá er eins gott
að þeir sýni ekki heimsku sína
og „blotti" sig á þvílíku og að
selja kalt borð á því verði að
auðveldur samanburður sé fyr-
ir hendi og ósamræmið í ok-
urverðinu öllum augljós,-
Utanbœjarhjón
Varðandl hangikjötsprísana
ber að geta þess, að verðið
var leiðrétt í próförk en
gleymdist hjá prentsmiðju. og
yfirsást í samanburði, einfald-
lega vegria þess að rifstjóri
gleymdi að bera saman. Rétt
verð er kr. 565,00 —fimm
hundruð sextíu og fimm —
fyrir hangikjöt og jafning.
Ritstj.
Öskilvísi hjá
Póstinmn
Hr. ritstjóri.
Ég sá á dögunum kvörtun
í blaði yðar um blaðaútburð.
Því miður hefi ég heldur
slæma reynslu af útburði bréfa
og veit þó eigi hverju er um
að kenna, annað en að póst-
burðarmenn eru algjörlega sak-
lausir. Á hitt vil ég benda.
Við kaupum og fáum send
blöð • að utanð, bæði dönsk
og ensk og ef þau eru laus-
lega pökkuð inn, eins og sum
dönsku blöðin eða t.d. Time
og Newsweek, þá hafa þau
iðulega verið lesin af einhverj-
um starfsmönnum póststofunn-
ar. Nú er þetta kannski - ekki
svo voðalegt fyrst þessi blöð
koma til skila óskemmd. En
þó er það staðreynd, að sum
blöðin koma alls ekki til
skila,, þótt við vitum, að er-
lend útgáfufyrirtæki t.d. blaða-
útgefendur eða tímarita, leggja
eða setja (sic) stolt sitt í skil-
vísi til áskrifenda, enda bygg-
ist útbreiðsla þeirra á því, að
áskrifendur þeirra fái blöðin.
Óskandi væri, að yfirmaður
þessarar stofnunar við Póst-
hússtræti sýndi fólki sínu fram
á, að því ber skylda að koma
blöðum, sem öðrum pósti til
skila.
Sv. Þ.
Þjóðviljinn og
Guðmundur
Hr. ritstjóri.
Mig langar til þess að minn-
ast á ágætan þátt í sjónvarp-
inu en það var eitt af „horn-
unum" er þeir áttust viðMorg-
unblaðsritstjórinn Styrmir
Gunnarsson og komminn
Svavar Gestsson. í fyrsta sinni
hefi ég séð Mbl. reglulega
baka komma, enda sýndi
komminn glöggt hug sinn er
hann stakk upp á því, að
auglýsingatollur af því sem
Mbl. birtir skyldi fara í að
halda uppi kommasneplinum!
Mbl.maðurinn svaraði vel og
stillilega fyrir sig og rak full-
yrðingar og „vonarneistann" í
kommaniun aftur til heima-
húsa. Kommiun virðist seint
ætla að skiljast, að sem aug-
lýsingablað er Mbl. lang best,
svo það hlýtur að vera eitt-
hvað í blaðinu, sem almenn-
ingur vill lesa. (Þó það sé
vandfundið, ritstj.)
Þau eru ansi keimlík, Svav-
ar og Vilborg Harðardóttir í
að grípa hvert tækifæri til að
afvegaleiða eða snúa út úr
svörum viðmælenda sinna, en
hvað annað eiga þau að gera
með ekki betri málstað?
Mikils hefur leiklistin misst
fyrst Guðmundur Dagsbrúnar-
kappi fór ekki á leiksvið. Ég
hef aldrei séð annað eins skue-
spil og framkomu hans í þætti
varðandi ástandið í einu af
stóru úthverfunum okkar. Það
var allt í-senu-sett — hinn
rólegi baráttumaður fjöldans,
fullur af réttlætiskennd, með
seiðandi málróm, valinn og
vandaðan dialog, snjóflyksurn-
ar dettandi á þykkar auga-
brýrnar og samúðarsvipurinn
með þeim undirokuðu. Guð
hjálpi mér, og orðalagið. Það
var þyngra en tárum tæki.
Það er ekki svo lítið, sem
leiklistin hefur misst.
H. B.
Kvensamir sóðar
Mánudagsblaðið, Reykjavík.
Þannig er mál með vexti, að
eitt af sjúkrahúsum borgar-
innar hefur nú tekið upp þann
hátt að ráða til sín í vinnu
menn af arabískum ættstofni
og raunar fleiri framandi kyn-
kvíslum, og virðist hafa þá í
hávegum. Nú væri kannski
ekkert við þessu að segja, ef
þessir menn væru öðrum hæf-
ari til starfa (ýmsar sögur
ganga nú raunar af lærdómi
þeirra og verkkunnáttu yfir-
leitt). En að sögn stúlkna, sem
þarna starfa, virðast sumir þess
ara manna líta á staðinn sem
einskonar „veiðistöð", og
kvarta sáran yfir ágengni
þeirra á vinnustað og utan, svo
að sumar þeirra hafa engan
frið fyrir þeim, hvorki nótt
né dag. Þá er og mjög kvart-
að yfir því, að hreinlætisvenj-
um þessara manna sé mjög á-
fátt. — Vildi nú ekki þetta
annars áigæta sjúkrahús huga
betur að því, hvað þarna er
á ferðinni, og hvað af gæti
hlotist?
S. J.
Staðfestingu getur ritstjóri
fengið með því að hafa tal af
starfsfólkinu á Landakotsspítala
sem hér er átt við, og raunar
getur engum dulist, sem þar
hefur unnið um einhvern tíma.
Auglýsií § MánuéugshlaSmu
EINNAR MÍNÚTU
GETRAUN:
Hve
slyngur
runnsóknurí
ertu?
HUGBOÐIÐ
„Ég kom aftur að veiðikofanum okkar, ja,
ekki meira en tíu mínútum eftir Alice,“ sagði
Harold Sherrod sorgbitinn, „en það var of seint
— miklu of seint. Hún var þegar látin!“
„Svona, taktu það rólega, ungi maður — ég
skil hve erfitt þetta er, en þú verður að harka
af þér,“ sagði Fordney prófessor. „Svona nú —
þetta er betra.“
„Við vorum að skjóta saman, austan við
vatnið “, hélt Sherrod áfram. „Allt í einu var
eins og konan mín yrði þreytt, og hún sagðis.t
ætla aftur heim í kofann. Þar sem ég vissi að
hún kæmist vel til baka, þá hikaði ég ekki við
að láta hana fara eina. Ég sagði henni að ég
myndi koma aftur innan tveggja stunda, en
stuttu eftir að hún lagði af stað, þá duttu mér
í hug sjálfsmorðshótanir hennar. Ég reyndi að
hrinda þessum hugsunum frá mér, þar sem hún
hafði verið svo glöð undanfarinn mánuð. En
það var elcki hægt, hugsanirnar vildu ^ki.
livexfa, svo ég lor að hafa áhyggjur og var
sviptur allri hugarró. Þú getur kallað þetta hug-
boð ef þú vilt, en svona var það — einhvers
konar tilfinning um að eitthvað væri verulega
að!“
„Þar sem mig langaði ekki lengur til að veiða,
þá lagði ég af stað heim í veiðikofann og þar
fann ég haná látna — kúluna gegnum gagnaug-
að — og skammbyssan við hliðina á henni.
Hún hafði lokins látið verða af því,“ sagði
hann grátandi.
„Varðstu var við nokkurn frá því að þú
lagðir af stað að kofanum og þar til þú kall-
aðir á lögregluna?“
„Ekki nokkra sálu. Það er fábýlt hér í sveit-
inni.“
„Hve langt varstu frá kofanum?“
„Svona á að giska tvær eða þrjár mílur.“
„Það er skrítið að þú náðir ekki konunni
þinni. Væri þér sama þó þú tækir polygraph-
próf — (lygamaskína), Sherod?“
„Nei, því ætti ég að vera á móti því?“
„Hvers vegna? Vegna þess að við vitum að
þú ert að ljúga. Ég get aðvarað þig — poly-
graph-vélin sannar mál mitt.“
Hvers vegna hélt Fordney að Sherrod væri
viðriðinn dauða konu sinnar?
Gröðamöguleikar
Laigihentir menn geta nú séð
sér leik á borði og grætt stóran
pening um þessar mundir. Ann-
ríki er nú svo mikið hjá þeim
aðilum er taka að sér að klæða
bílsæti, að ekki er hægt að fá
slíkt gert fyrr en í marzmánuði.
Flestir nýir bílar eru með
sætaáklæði úr leðurlíki og þyk-
ir mörgum það heldur kalt á
svölum vetrarmorgnum. Af þeim
sökum eru hundruð eða réttara
sagt þúsundir bíleigenda nú á
biðlista til að fá bílsæti sn
klædd með einhverju hlýlegu
efni. Kostnaður nemur yfirleitt
nokkrum þúsundum króna, en
hvað er það miðað við þau þæg-
indi að verða ekki kalt á boss-
anum þegar hálfsofandi menn
velta sér inn í bílinn á morgn-
ana.