Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 28.01.1974, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 28.01.1974, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagur 28. janúar 1974 Ritstjón og ábyrgöarmaöur: AGNAR BOGASON Sími ritstjórnar: 1 34 96 — Auglýsingasími: 1 34 96 Verð í lausasölu kr. 50,00 — Askriftir ekki teknar Prentsmiðja Þjóöviijans hf. „Mér verður óg af leiðindum .. Island — Misheppnað lerðamanna/and Fyrir fáum árum var sú alda uppi, að ísland væri ferða- mannaland og í dag er svo komið að ferðamannafjöldinn veitir hundruðum manna atvinnu og tekjur af ferðafólki eru orðnar umtalsverður liður í þjóðartekjunum. En eins og mörg önnur verðferðarlönd, þá virðast íslend- ingar ekki geta unað við góðan hlut. Síðustu mánuði hafa verðhækkanir á mat og gistngu á veitingahúsum okkar og hótelum farið fram úr öllu hófi. Það er staðreynd, að einnar nætur gisting á reykvísku hóteli, ásamt venjulegum máltið- um kostar það sama og flugferð frá meginlandinu til Mall- orca, hinnar kunnu ferðamannaeyjar. Svo vendilega hafa kostnaðarliðirnir aukizt að nú þegar er farið að bera á af- pöntunum og nú í vikunni lýsti einn reyndasti ferðamála- frömuður okkar því yfir í Mbl., að dvalarkostnaður á íslandi og allur túristavarningur, matur og vín, væru svo ofboðslega há, að hinn erlendi ferðamaður hefði engin efni á að veita sér svo dýran „lúxus'. íslenzkir hótelmenn eru sennilega með al-óraunsæjustu mönnum þessa heims. Þeir ættu að vita, að við erum i sam- bandi við heiminn og að erlendar ferðaskrifstofur hafa fulla vitneskju um dýrtíðina hér og þeim ber skylda til að aðvara væntanlega viðskiptavini við þessu. Auk þess virðast þessir góðu menn haldnir þeirri blindu, sem er bölvun hinna ný- ríku, að erlendir menn taki aldrei kostnað með í reikninginn. Því miður verða þessir menn að búa sig undir alvarlegt „sjokk“. Erlendir ferðamenn, þ.e. businessmenn, sem hing- að rekast allt árið i kring eru farnir að hrista höfuðið yfir þeim prísum, sem hér eru á borð bornir og margir, sem hingað komu oft í viðskiptaerindum eru farnir að fækka ferðum sínum. Auk hinna himinháu prísa, þá verða íslenzkir hótelmenn að gera sér grein fyrir því, að sumir skemmti- staðir hér bæði hótelin sjálf og aðrir eru ekki annað i aug- um siðmenntaðra gesta en þriðja ílokks hóruhús, umsetin dauðadrukknum stelpuræksnum og körlum litlu betur á sig komnum. Þegar gestir þurfa að „striða" til að komast inn á sitt eigið hótel eða vínbari og matsali og greiða auk þess aukagjald um helgar, þá er menntun þjóna og starfsmanna yfirleitt svo ekki sé talað um yfirmanninn, rokin út í veður og vind. Okkur hefur aldrei skilizt hvert hlutverk Ferðamálaráðs er. Það hefur skoðanir, eflaust, en samt virðist það utan- gátta. Það hefur engan áhuga á að „klassa“ veitingastaði. Enn síður virðist það hafa áhuga á því að hinir ýmsu staðir, sem veita ferðafólki fyrirgreiðslu, sinni nokkrum almennum siðareglum í aðbúnaði og þjónustu. Einhverskonar eftirlit var á árunum með þessum stöðum, en árangur er sýnilega enginn. Þó ber að taka fram, að nokkrir staðir hafa lagt stolt sitt í að veita fyrsta flokks þjónustu í einu og öllu. Eiga þeir verðugt lof skilið. Hinir eru enn fleiri sem aðeins eiga skömm fyrir tilveru sína. Tekjur af ferðamönnum eru okkur nauðsynlegar. Hins- vegar má svo þenja bogann að hann bresti. Menn verða að gera sér Ijóst, að aliur almenningur í öðrum löndum safnar árum saman til að fara í „siglingu11. Þessu fólki er ekki um, að einhverjir hótelmenn á íslandi rýi það inn að skyrtunni, og selji þeim annars flokks varning á upp- sprengdu verði. Sú þróun, sem er að ryðja sér hér til rúms endar ekki nema á einn veg: Ferðamaðurinn fer aðrar leiðir en hingað. Það er hlálegt þegar uppveðraðir sjálfskipaðir ferðamála- fræðingar máttu ekki vatni halda af hrifningu þegar „far- fuglar“ og síðar sá hópur sem Mánudagsblaðið fyrst allra kallaði bakpokalýð, fylltu 3. farrými skipa og sniktu sig um landið. Nú er það allt horfin frægð. Það græddist aldrei eyrir á þessu fólki og, jafnvel þá, forðaðist það hótelin okkar sem sæmileg þykja. Með lægni, natni og skynsemi má glæða ferðamanna- strauminn. Komnar eru fram uppástungur um að selja ferða- fólki mat, vin og gistingu á sérstöðu ferðamannagjaldi. Vera má, að það myndi heppnast, en hvernig það yrði framkvæmt er allt annað mál. Það er staðreynd, að meðan leiðtogar okkar eru í sælu- vímu allsnægtanna, þá eru þeir að drepa niður ferðamanna- strauminn og finna ekki fyrir því fyrr en loksins digrir sjóðir tæmast. Hinn opinskái brezki íhalds- maður, Enoch Powell, er bezt þekktur utanlands fyrir afdrátt- arlausa andstöðu gegn frekari innflutningi litaðra manna til Bretlandseyja. Þetta hefur orð- ið til þess, að fáum er kunnugt, að Powell er jafneindreginn andstæðingur flokksins í efna- hagsmálum. Powell er nefni- ega þingmaður verkamannakjör dæmisins Wolverhampton, 61 árs gamall, víðlesinn og dregur enga dul á það, að hann telur stefnu Edward Heaths í efna- hagsmálum álíka viturlega og stefnu hans í kynþáttamálum. Blaðamaðurinn John Barnes frá ameríska vikuritinu Newsweek spurði Powell nokkurra spurn- inga um ágreining hans og flokksforusmnnar vegna sívax- andi erfiðleika Breta í þessum málum. Barnes: Hvernig stendur á þessum batramma árekstri, sem kominn er upp milli rikisstjórn- arinnar og verkamanna? Poivell: Þetta var fyrirspáð og fyrirsjáanleg afleiðing þess að taka upp lögákveðna tekju- og verðlagsstefnu samtímis því sem skefjalaus verðbólga var látin viðgangast. Þetta hlaut að setja upp einn hópinn og svo annan á móti stjórninni, og varð til þess, að svo leit út sem þessir hópar væru í andstöðu við þjóðina í heild. Mér verður óglatt af leiðindum, þegar ég hugsa um allar þær ræður, sem ég hélt um kaup- og verðlags- stefnu Verkamannaflokksins í þriggja ára stjórnartíð hans, því ég benti á að hún hlyti að leiða til þess ástands, sem við nú höfum. Þess vegna blöskraði mér að sjá Ihaldsstjórnina ana út í sömu ófæruna, þó hún hefði svarið fyrir slíkt í kosningunum 1970. Ég man, að ég sagði þá við konuna mína: „Eg er ekki mikið gefin fyrir loforð, en einu get ég lofað þér núna: Þetta endar í öngþveiti, athlægi og ósköpum. Og ég hef áréttað þetta oft og títt í þinginu." Spurning: Svo þér lítið þá svo á, að það sé Ibaldsstjórnin, ekki kolanámumennirnir, sem eigi sök á kreppunni? Svar: Ég verð nú að segja, að það er erfitt fyrir nokkurn, sem man allsherjarverkfallið 1926, að æsa sig upp yfir verk- falli járnbrautarsarfsmanna eða námumannaverkfallinu, sem hvorugt er nú skollið á enn sem komið er. Ég geng að því vísu, að það séu illkynjuð, stjórnleys- is- og andfélagsleg öfl að verki í þessu. En slík öfl eru alltaf í áreksturum af þessu tagi. En það er hlálegt skilningsleysi, að halda, að þessi öfl hafi ráðið þessum atburðum, eða að verka- Iýðssamböndin séu ekki nema framfylking, en að baki marséri kommúnistar og stjórnleysingj- ar í þéttum röðum. Svo er alls ekki. Það, sem hefur gerzt, er að kaup- og verðlagslöggjöfin, sem nú er framfylgt af meiri hörku en fyrir fimm árum af Verkamannaflokknum, snýr öll- um kjarasamningum upp í póli- tískan árekstur milli ríkisstjórn- arinnar og verkalýðssamtak- anna. Spurning: En eimir ekki samt eftir af gömlu stéttabaráttunni í þessu öllu saman — gamla viðkvceðinu ,,þeir og við", Ihald ið á móti verkalýðnum. Svar: Nei, alls ekki. Ég mundi segja, að „stéttvísi" sé nú minni en nokkru sinni áður, síðan ég fór að hafa afskipti ag pólitík. Ég hlýt, að ítreka það, sem ég sagði áður, að þetta er fyrirsjáanleg afleiðing af því að blanda saman efnum, sem ekki eiga saman. Ef maður fram leiðir 10 prósent verðbólgu á Enocb Powell ári og ætlar svo að setjast á ör- yggisventlana og gefa út fyrir- skipanir um, hvað hver og einn skuli fá eða ekki fá, þá hefur maður resept upp á látlausa á- rekstra. Spurning: Haldið þér þá, að þriggja daga vinnuvikan ■ sé bein tilraun af hálfu stjórnar- innar til að knésetja námumenn ina? Svar: Mín tilgáta er sú, að þetta hafi verið stjórninn kær- komið tækifæri til að setja námumennina, og þá um leið óbeinlínis, verkalýðsfélögin yfir leitt í gapastokkinn, svo að stjórnin gæti sagt við alþjóð: „Hér er vandinn og hér eru sökudólgarnir." Ég held ekki, að þeim hafi hrosið hugur við að innleiðá þriggja daga vinnu- viku. Spurning: Haldið þér, að til þess komi, að stjórnin efni til kosninga undir kjörorðinu: Hvor stjórn'ar Bretlandi — verkalýðssamböndin eða ríkis- stjórnin? Svar: Ég hef ekki mikla trú á því, að efnt verði snemma til kosninga, og því síður að það sé skynsamlegt. Ég held að hug myndin um, að efna til kosninga á næstunni, sé sprottin af þeim misskilningi, að ríkisstjórnin hafi haft námumenn og um leið Verkamannaflokkinn í klemmu. En þó að ríkisstjórnin efni til kosninga og setji eitthvert sér- mál á oddinn, þá getur hún ekki ráðið því, hvort það verður endi lega einmitt það mál, sem úrslit- um ræður fimm eða sex vikum síðar. Ef stjórnin efndi til kosn- inga innan eins til tveggja mán aða, gæti vel svo farið að al- menningur risi öndverður móti henni strax í fyrstu viku hinna þriggja vikna löngu kosninga- baráttu. Fólk færi að segja: „Hvað er að tarna? Við héldum, að þeir hefðu meirihluta. Við héldum, að þeir vissu, hvað þeir ætm að gera. En vita þeir það í raun og veru? Til hvers eru þeir þá að þessu? Er þetta ein- hvers konar pólitískt flokks- bragð? Er verið að hafa okkur að ginningarfíflum?" Ég held, að slíkt gæti hleypt illum anda í fólk, og ég held það gæti átt sinn þátt í, að stjórnin tapaði. Spurning: Brezka útvarpið (BBC) hélt nýlega skoðanakönn un, sem benti til þess, að vin- saeldir yðar í Bretlandi vhru miklu meiri en vinsceldir forsæt- isráðherrans. Hvernig’ sféndur- þá á því að áhrif yðar og völd innan Ihaldsflokksins hafa minnkað? Svar: Þér verðið að hafa hug- fast þá tölulegu staðreynd, að burtséð frá styrjöld eða veikind- um, hefur engum brezkum for- sætisráðherra enn verið vikið úr sessi. Og andstaða forsætisráð- herrans og mín er svo bein, að það er erfitt að sjá, hvernig það, sem ég er fulltrúi fyrir gæti fengið viðurkenningu Ihalds- flokksins án mannaskipta. Spurning: Er mögulegt, að þér segðuð yður úr Ihaldsflokkn ttm og mynduðuð yðar eigin róttceku hreyfingu? Svar: Nei, nei, nei. Það væri engin meining, að ég segði mig úr flokknum. Ég er, þegar á allt er litið, maðurinn, sem stend við og held fram þeim stefnum, sem færðu flokknum sigur 1970. Ég er sá, sem sízt er hægt að búast við með skynsamlegum rökum, að fari úr flokknum. Spurning: Scekizt þér enn eftir forystu Ihaldsflokksins? Svar: Valdið er í mjög fárra höndum eftir brezka kerfinu. Annaðhvort er maður í embætti eða maður er ekki í embætti. Ég sé ekki fram á neina leið til þess að staða mín innan flokks- ins breytist á einu eða tveimur árum. En þar með er auðvitað ekki sagt, að þessi leið sé ekki til, og þar með er ekki heldur sagt, að ekki sé verið að undir- búa hana á þeim stöðum, sem nefndir hafa verið vopnabúi hinnar guðlegu hefndar. (Newsweek, 14. jan. 1974).

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.