Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 28.01.1974, Qupperneq 5

Mánudagsblaðið - 28.01.1974, Qupperneq 5
Mánudagur 28. janúar 1974 Mánudagsblaðið 5 AF SVEINI BEN. Framhald aí bls. 1. Svein, aö lyktun hans væri aS Sölvi væri umbótamaSur! En nú má máske byggja á því m.a. aS hann líkti mér viS dæmdan nauSgara, ó- þokka og þjóf, og allt skal hann þurfa aS sanna þetta „ella hundur heita“ svo brúk- aS sé hans eigiS orSalag. ÞaS er ekki nóg Sveinn aS lesa Sturlungu, eins og ég veit aS þú gerSir, nota orS hennar, hótanir og kokhreysti kappanna, sem þar segir frá. Hitt má benda þér á, aS Sturl ungar voru flestir ef ekki all- ir KARLMENNI, þorSu aS berjast og þorSu aS særast fyrir málefni sin hversu göf- ug eSa ógöfug þau voru. Þeir vógu ekki meS orSum þótt sumir væru vegnir vegna orSa. í ofsa þínum og skap- fólsku, þá neitaSir þú sáttum og leiSréttingu prentaSra orSa. Ef þú heldur aS því líkir dómar sem meiSyrSadómur sá, sem nú féll á mig, hreinsi skjöldinn þinn, þá er þaS hrapalegur misskilningur. GerSu þér Ijóst Sveinn litli, aS ég er ekki hræddur viS þig, hótanir þínar og prSa val. Þú hefur göslaS fram í skjóli áhrifaríkra bræSra þinna, hræddra samstarfs- manna, þó aldrei hafi sól þín risiS hærra en þegar þá réSst inn á fund í alþingi sjálfu til aS hjálpa þáverandi ráSherra í málflutningi sínum, en sú snilldarframkoma þín varS til þess, aS sögn Spegilsins, aS Jón Pálmason, forseti deild- arinnar, og húmoristi alkunn- ur, sagSi: Þá tekur háttvirtur sjálfkjörinn til máls. — Ég hef sparaS viS þig ónot og áköst, vegna þess aS mér sögSu ná komnir aS þú ættir viS van- heilsu aS stríða, sem vissu- iega er mér leitt. En nú máttu senda þræla þína eftir aurum þeim, sem rétturinn skóp þér. Það sárgrætilega er, að ég hafði ákveðið að gefa litla upphæð af enn smærri efn- um í hinn nýja hundaspitala, en sé nú að sú summa fer ekki all-langt frá því, sem henni var upphaflega ætlað. A. B. Eftirfarandi grein er tekin óbreytt úr bókinni ,,Ár og dagar 1875—1934“ tekin saman af Gunnari M. Magnúss, og lýsir þessi kafli nokkuð hinum frábæru skap- gæSum Sveins Benedikts- sonar, dáindismanns. Heiftaríegar deilur á Siglufirii ntilli verkalýðsfélagsins og stjórnar síldarverksmiðjanna Sveinn Benediktsson og Guðmundur Skarphéðins- son bera hvor annan þungum sökum — Guðmundur Skarphéðinsson hverfur — Sveini Benediktssyni bönn- uð dvöl á Siglufirði Á Sigiufirði hófst harðvítug deila í júlímánuði milli verka- mannafélagsins og stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins. Fór verksmiðjustjórnin fram á þaðí að verkamenn, sem ynnu hjá Síldarverksmiðjum ríkisins, féllust á kauplækkun og sam- þykkti einnig nokkrar breytingar á vinnutíma. Hafði verk- smiðjstjórnin lækkað laun sín og samið við yfirmenn verk- smiðjunnar um launalækkun. Verkamannafélagið hélt fund um málið og vísaði tillögunni um launalækkun algerlega á bug.' Guðmundur Skarphéðinsson, formaður Verkamanna- félagsins, beitti sér fyrir þessari ákvörðun félagsins. Blaðadeilur milli Sveins og Guðmundar í sambandi við málið hófst blaðadeila milli Sveins Bene- diktssonar, en hann er í stjórn síldarverksmiðjannaí og Guð- mundar Skarphéðinssonar. Varð sú deila brátt mjög pólitísk og persónuleg. Sveinn Benediktsson birti í Morgunblaðinu 24. júní grein, er hann nefndi: Forsprakki nið- urrifsmanna. Hver er Guð- mundur Skarphéðinsson? Þar segir Sveinn m. a. und- ir titlinum: Verkalýðssvikarinn: „Verkalýðsforsprökkum má skipta í 2 fl. hér eins og í öðr- um löndum. Eru annars vegar þeir, sem heillaðir hafa orðið af kenningum Karls Marx og annarra brautryðjenda sósíal- ismans, en hinir — og þeir eru fleiri — póliu'skir svindlarar, sem með ýmsum loddarabrögð- um nota verkalýðinn til þess að lyfta sér sjálfum upp í virðing- arstöður, þar sem Jseir sjálfir lifa svo í vellystingum praktug- lega og hugsa ekki fremur en áður um verkalýðinn. Hér á landi tel ég í fyrra flokki m.a. Brynjólf Bjarnason, ritstjóra Verklýðsblaðsins, og Hauk Björnsson, en í síðara flokknum og þeim fjölmennari banka- stjóra Alþýðuflokksins, Olaf Friðriksson og Finn Jónsson, ásamt ótal fleirum, að ógleymd- um Guðmundi Skarphéðinssyni, sem ég skal lýsa noldkuð nán- ar." Þá ber hann Guðmund þeim sökum, að hann hefði vilj- að gangast sjálfur fyrir kaup- lækkun, ef hann yrði form. verksmiðjustjórnar. Greininni lýkur svo: „Það er hörmulegt til þess að vita, að fjöldi verka- manna og hundruð sjómanna skuli eiga á hættu að missa sum- aratvinnu sína fyrir aðgerðir þessa vesalmennis." Guðmundur svarar í viðtali við Alþýðublaðið sagði Guðmundur Skarphéðins- son, eftir að hann hafði heyrt lesið úr greininni í síma, „að rétt væri að skila því til reyk- vískra blaðalesenda, að um- mæli Sveins um það, að hann hafi viljað gangast fyrir kaup- lækkun með því skilyrði að hann yrði formaður verksmiðju- stjórnar, væru ósannindi frá rót- um. Kvað Guðm., að þrátt fyrir það, að hann þekkti Svein að óvöndugheitum á ýmsum svið- um, þá kæmi sér þó á óvart, að hann skyldi Ijúga svona ó- svífið." Sama dag, 24. júní, ritaði Guðm. grein, er birtist í Al- þýðublaðinu og heitir: Bréf til Sveins Benediktssonar, stéttahat- urspostula íhaldsins. Þar segir hann frá samskiptum þeirra um stjórn síldarverksmiðjanna og rógi Sveins til að bola Þormóði Eyjólfssyni úr stjórninni. Fegir þar: „Sögur þínar eru lygasögur og tilgangur þinn með þeim að falsa til þín menn til óbóta- verka gegn fátækri alþýðu. Þar með er allt sagt." önnur grein Sveins Sveinn Benediktsson birti aðra grein hinn 29. júní í Morg- unblaðinu: Forsprakki niður- rifsmanna á Siglufirði. Guð- mundur Skarphéðinsson afhjúp- aður. — Undirtitlinum: Skatt- svikarinn, segir Sveinn um Guð- mund: „Eg lýsi Guðmund Skarphéðinsson skattsvikara í stórum stíl. Skal hann bera það nafn með réttu, hundur heita og hvers manns níðingur vera, ef hann stefnir mér ekki fyrir þessi ummæli, svo að mér gefist færi á að sanna þau fyrir dómstól- unum." — Nokkrar undirfyrir- sagnir í grein Sveins benda frekar til innihaldsins í árásinni á Guðmund: „Hræsni Guðm. og forsprakkanna." „Stöður Guðm. og bitlingar." „Skatt- svikarinn." „Verkalýðsböðull- inn." „Heimska Guðmundar." „Niðurrifsmenn." Þar segir að lokum: „Fyrir rúmum hálfum öðrum áratug varð hér á landi vart við nýja manntegund, ef menn skyldi kalla. Þeir hafa haft það að atvinnu sinni að spúa eitri milli vinnukaupenda (atvinnurekenda) og vinnuselj- enda (verkamanna). Vinnufrið- ur og velgengni atvinnuveg- anna er þyrnir í augum þeirra. Þeirra atvinna er að rægja og ljúga til þess á þann hátt að reyna að upphefja sjálfa sig. ✓ Eg hef nú gripið Guðm. Skarphéðinsson út úr hópi þess- ara manna og gengið svo frá honum, að hann ætti að þekkj- ast. — Síðar, er mér vinnst tími til, mun ég ekki telja það eftir mér að fletta ofan af fleirum úr hjörðinni." Hvarf Guðmundar Skarphéðinssonar Þennan sama dag hvarf Guð- mundur Skarphéðinsson og spurðist ekki til hans. Fyrir há- degi hafði hann gengið heim- an frá sér og sást seinast til ferða hans í bænum um eitt- leytið. Þegar líða tók á daginn var farið að undrast um hann og hófu þá 50 til 60 manns leit að honum. Var leitinni haldið áfram um kvöldið og næsm nótt og tóku þátt í henni flestir bæjarbúar. Leitað var í bænum, gengið út með Hvann- eyrarfjörum, upp í fjallið fyrir ofan og slætt við bryggjur. En leitin bar engan árangur. Þá voru fengir kafarar frá Akur- eyri og Reykjavík og höfnin rannsökuð og slædd. Við rann- sókn málsins kom í Ijós, að um morguninn hafði Guð- mundur keypt tveggja kg blýlóð í verzlun í bænum. Borgarafundur á Siglufirði Verkamannafélag Siglufjarð- ar gekkst fyrir almennum borg- arafundi um þessi mál og var hann haldinn 1. júlí. Um 800 manns (af um 2000 íbúum Siglufjarðar) mætm á fundin- um. Mótatkvæðalaust var sam- þykkt að heimta fullt taxtakaup og Svein Benediktsson burt úr verksmiðjustjórninni . Þá var lýst fyrirlitningu á framkomu Sveins og skrifum hans í Morg- unblaðinu, sem „sjálfur stendur mitt í flokki stærsm skattsvik- ara og svindlara, fyrir að liefja jafn dólgslegar árásir og hér ræðir um. Þar sem Sveinn hefur með því að reyna að stöðva bræðsluna stofnað atvinnulífi bæjarins í voða, krefst fundur- inn þess ennfremur, að hann stígi ekki fæti sínum á kaup- staðarlóð Siglufjarðar." Fundir um þessi mál og at- vinnuleysismál almennt vom haldnir víða um land þessa daga. Kommúnistaflokkus ís- lands boðaði til fundar í Reykja- vík 30. júní. Þá vom fundir haldnir í Vestmannaeyjum, Hafnarfirði og Glerárþorpi. Voru Siglufjarðarmál alls stað- ar til umræðu og mótmæli gegn launalækkunum samþykkt. Nokkrum dögum síðar baðst Sveinn lausnar úr stjórn síldar- verksmiðjanna. Þá samþykkti Verkamannafélag Sigufjarðar þann 8. júlí að taka tilboði verksmiðjustjórnarinnar og voru samningar þá undirritaðir. Sveini visað frá Siglufirði Sveinn Benediktsson kom til Siglufjarðar 28. júlí í einkaer- indum vegna útgerðar sinnar. Að morgni annars dags frá því hann kom þangað, komu nokkr- ir verkalýðsleiðtogar til hans, og var hann þá eigi klæddur. Spurðu þeir Svein, hvenær hann ætlaði brott úr bænum. Kvað hann það óráðið enn. Allmargt manna safnaðist að húsinu. Lém menn heldur ófriðlega og kröfð- ust þess að Sveinn hypjaði sig þegar á úraut. Sveinn rilkynnti bæjarfógeta árásina. Komu ýmsir samherjar Sveins og buðu honum vernd, en hann vildi ekki þiggja, þar eð slíkt mundi leiða til óeirða. Um kvöldið safnaðist fólk að húsi því, sem Sveinn dvaldist í, en tveir verkalýðsleiðtogar gengu inn til hans og tilkynntu honum, að hann yrði fluttur burt með valdi, ef hann færi ekki sjálfviljugur. Tók Sveinn þann kostinn og fylgdi verka- lýðsforingjunum út í varðskipið Oðinn, sem lá þar við bryggju. Tók skipstjóri skýrslu af verka- lýðsmönnum, jafnframt því að hann veitti Sveini viðtöku. Dag- inn eftir var Sveinn lagður á land á Sauðárkróki. Afdrif Guðmundar Skarphéðinssonar Sunnudaginn 14. ágúst fannst lík Guðmundar Skarphéðins- sonar á floti við bryggju Síld- arverksmiðja ríkisins á Siglu- firði. Læknir kvaðst ekki geta skorið úr, hvort dánarorsökin hefði verið drukknun eða hjarta slag. Talið var að líkið hefði hulizt í botnleðjunni við bryggj- urnar, en hefði síðan losnað við hreyfingar skipsskrúfu. Var lík- ið jarsett 29. ágúst að viðstöddu miklu fjölmenni, um þúsund manns. Auk sóknarprestsins töluðu yfir moldum Guðmund- ar varaforseti Alþýðusambands- ins, Héðinn Valdimarsson, og séra Sigurður Einarsson. Auglýsið í Mánudags- blaðinu

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.