Mánudagsblaðið - 04.02.1974, Síða 2
2
Mánudagsblaðið
Mánudagur 4. febrúar 1974
AFTURGðNGUR
EM drauga
Vökumenn og
útburðir
Klæðnaður
drauga
Draugarnir höfðu ólíkan bún
ing, karldraugarnir voru oftast
nær í mórauðri peysu með lamb
húshetm og hengdu smala, sum-
ir gengu við broddstaf. Kven-
draugarnir voru með mórauðan
draugarnir voru með mórauð
skaut með afmrbognum króki
og oft á rauðum sokkum og
sugu fingurnar.
Draugar hrökkva
undan skoti
Mjög eru allar vofur og
draugar og alit annað óhreint
hrætt við skot, og er það til
marks að bóndi nokkur við sjó
gekk einu sinni seint um kvöld
með byssu sína hlaðna inn í sjó-
búð nokkra. Ætlaði hann að
menn væru þar fyrir. Því gekk
hann þar um er hann fór heim
frá refaskoti, en skipshöfnin
hafði drukknað um daginn. En
naumast var hann inn kominn
fyr en búðin fylltist af sjóvotum
mönnum Ætluðu þeit að
hreppa hann inn að gafli, en
hann snéri sér við og hleypti
af byssunni. Hrukku þá allar
vofurnar út um veggina eða
sukku niður og sá maðurinn
þær ekki framar og fór svo
heim.
Vörn gegn
ásóknum drauga
Til að verjast ásókn drauga
á maður að signa sig ofan á
höfuðið eða hvirfilinn því
draugar sækjast helzt eftir að
komast fyrst yfir höíuðið á
mönnum, líklega til að ringla
þá.
Mussumaðurinn í
Títskálakirkjugarði
Einu sinni var grafið í Ut-
skálakirkjugarði, sem þá var
orðin timburkirkja, norðanmeg-
in við hlöðin undir kirkjunni
miðja vega. En er þeir voru bún
ir að stinga upp fyrstu pálstorf-
urnar verður graftarmönnum
heldur en ekki bilt við, því þar
undir lá maður með hatt á höfði
og parrugg, í mussu svartri og
sortuðum stuttbrókum og mó-
rauðum sokkum. Hann leit upp
á þá; þeir lögðu niður torfurn-
ar og grófu annars staðar.
Ctburðir
Útburðir eru nokkurs konar
draugar sem koma af því að
púkar fara í börn er mdður
bera út án þess þau hafi hlotið
skírn, því skírnin rekur allt ó-
hreint burtu. Því eru þeir menn
óskyggnir er skírnarvatnið væt-
ir augun í. Útburðir dragast á
öðru hné og halda á dulu þeirri
er þeir voru vafðir í. Ekki kom-
ast útburðir langt þáðan er þeim
var kastað út. Ekki geta þeir
valdið villu manná rétt hjá sér,
en stundum heyrist gól til
þeirra, helzt í illveðrum eða
dimmviðri.
títburðarvæl
Til útburða hafa menn þókzt
heyra söng eða gau frá fyrri
tímum til nálægra, enda ennlif-
andi menn, fyrir stórviðrum, en
enginn veit ég hafi nokkuð eftir
þeim nema þetta sem þó er ó-
víst hvar eða hvönær upp kom:
Kopp átti, kirnu átti ég,
reisa átti ég bú,
til manns var ég ætlaður
ekki síður en þú.
„Móðir mín í kví, kví“
Móðir nokkur kastaði barni
sínu einhvern tíma út i flag-
pælu nokkra skammt frá kví-
um. Sumarið eftir, nokkru fyrir
réttir, átti að halda víkivaka um
nótt að krikju nokkurri og ætl-
aði kvensnift þessi þangað, en
fékkst mjög um það að hún
" héfði ekki riæg fÖt. Mo'rguninri
næsta fyrir dansfundinn var hún
að mjólka í kvíurium. Kom út-
burðurinn þá á kvíavegginn og
kvað:
Móðir mín í kví, kví,
kvíddu ekki því því,
Eg skal lána þér duluna mína
að-dansa í
Sló hann síðan tuskunni í
andlit henni. Missti hún þá sjón
ina og var blind síðan.
„Ég skal ljá þér
blóðrauða dulu
Þegar mæður bert út börn
sín og hylja þau þar sem þau
finnast ekki afmr verður úr •
þeim vófa sem kallast útburður. .
Þégar þeir sjást eru þeir iíkast-.
ir hrafni eða einhvurjum1 fugli
og reisa sig Upp á annað hnéð
og aðra höndina og flaksast svo
áfram. Limr á þeim fer eftir lit
msku þeirrar sem um þá er vaf-
ið. Ef maður sér útburð skal
maður elta hann hiklaust og
flýr hann þá til móður sinnar
um síðir. Útburðir væla mikið
undan óveðrum, en sjaldgæft er
þeir tali nokkuð. Þó er sagt að
einu sinni hafi útburður komið
á kvíavegg til móður sinnar og
kveðið þetta:
Móðir mín í kví kví,
kvíddu ekki því, því,
ég skal ljá þér blóðrauða
dulu mína dans í.
Ýluþúfur og
Stelpusteinn
Austanvert í túninu í Laxár-
holti er almæli að verið hafi
blóthof; vottar þar enn fyrir
tóftinni. Þar eru þúfur aflangar
og grjót undir. En suannan til
í sama túni eru þúfur tvær langt
um hærri en aðrar; þær eru
kallaðar Ýluþúfur. Á milli
þeirra er sagt að séu útburður
og hafi oft heyrzt ýlfrið í þeim
og því hafi þær fengið þetta
nafn. Annar útburður er sagt
að sé undir Stelpusteini sem er
steinn einn á landamerkjum
milli Laxárholts og Skálaness. |
Nikulás á
Kvlavöllum
Nikulás hét maður og kona
hans Ingvöldur; þau bjuggu á
Kvíavöllum í Kirkjubólshverfi. I
Hann kom innan úr Útskála-
sókn áleiðis heim til sín. En er i
hann kom að Hrossalág innan-
vert við Kirkjubólshverfið sér
hanri hvar kvensvUnta með silf-
urhnapp á liggur þar saman-
brotin. Ætlar hann að taka í
hnappinn, en náði henni aldri,
gengur þanneg áfram að aldrei
nær hann svuntunni þangað til
hann er kominn upp á heiðina
að hann var kominn að hól
þeim er kallaður er Skiphóll.
Þar yfirgaf hann svuntuna
Nikulás hafði verið fáorður
maður og hæglátur. Sagði hann
Guðrúnu Gísladóttur þetta er
hún var hjá honum unglings-
stúlka hér um bil 1760. Var
það haldinn útburður.
títburðurinn
í Sturlárrétt
Fyrir utan Sturlá í Fljótsdal
er forn fjárrétt úr Kiðafelli og
villingadal. Sér þessi rétt út sem
forn farvegur Sturlárinnar. Hef
ur jafnan þótt fárlega reimt í
þeirri rétt; því væri fé haft næt-
urlangt í henni var eitthvað
jafnan laskað eður lamað af því
á morgnana. Líka heyrðust þar
oft hljóð til útburðar. Eitt sinn
var kona á Þorgeirsstöðum sem
Sólrún hét. Hún sat um vor-
tíma inn í baðstofu; var þar fátt
manna hjá henni. Héyrir hún þá
sem barn véini niður við Kéldá,
en gefur sig ei að. Svo heyrir
hún það í annað sinrt. Þá hleyp
ur hún út og heyrir þessi óhljóð
eru í Sturlárréttinni og skildi
um leið að þetta var útburður-
inn sem á að vera í réttinni.
Nýdauðir
menn
„Þú ert ekki búin
að bíta úr nálinni“
Þegar saumað er utan um lík
á ekki að hnýta hnúta á þráð-
inn, ekki þræða upp í hendina
eða að sér og ekki bíta úr nál-
inni.
Einu sinni ætluðu konur að
sauma hjúp um lík og varð
þeim tilrætt um að ekki mundi
saka þó bitinn væri þráðurinn
EINNAR MÍNÚTU
GETRAUN:
Hve
slyngur
rannsóknarí
ertu?
Athyglisgáfa Adams sannar sig
,,Þú veist það Jim“ sagði prófessor Fordney hugsi,
„að ég hefi talsvert af gáfuðum piltum í bekknum
mínum í lögregluskólanum. Það er sannarlega þakk-
arvert að sjá hve vel þeim gengur, flestum."
,,Þú minnir á gamla hænu með ungana sína" svar-
aði Kelly glettnislega gegnum tóbaksreykinn, „hvers-
kyns Herkúlesar afrek hefur einhver þeirra unnið
nú, má ég spyrja?"
Prófessorinn hló góðlátlega. „Þér er kunnugt um
hve geysilega áherzlu ég hefi lagt á hversu mikils-
vert það er að nota eftirtektargáfuna — í stuttu máli,
þá var handtaka Carters árangurinn af henni. Það
var ekki alvarlegt mál, en það gæti hafa orðið það“.
„Þeir Charles Adams og Bill Jeffries, sem báðir
eru leynilögreglumenn voru að aka í lögreglubíl sín-
um á leiðinni að flugvellinum. Klukkan 7.45 að morgni
og auk þess sunnudagur meðan á síðasta stríði stóð
og báðir strákarnir voru uppgefnir eftir næturvakt-
ina. Allt í einu snéri Charles sér að félaga sínum og
benti á bifreið sem kom á móti þeim, og spurði.
„Hvað er að hér?"
„Ekki nokkur skapaður hlutur" svaraði Jeffries
syfjulega. Það voru tveir menn í bílnum, eldri maður
sem ók og unglingur sem sat í miðju aftursætinu,
sýnilega flautandi einhvern slagara, og óku hægt og
ánægjulega, báðir venjulegir og ógrunsamlegir ein-
staklinar í útliti. Auk þess var allt útlit hins gamla,
opna Fordbíls í fyllsta lagi. En samt fannst Adams
að eitthvað væri að.
Þeir skipuðu samt bifreiðinna að nema staðar við
vegarbrún, eftir að hafa snúið við eftir henni, og
fun.du 50 lítra kút af flugvélabenzíni milli fram og
aftursætanna (benzín var skammtað í stríðinu).
„Adarris hefur bara haft eitthvað á tilfinningunni"
sagði Kelley, „hversvegna stöðvuðu þeir bílinn?"
„Vegna þess hve vel ég innrætti þeim að brúka
athyglisgáfuna" svaraði Fordney.
Hverju tók Adams eftir sem vakti grun hans.
Svar á 6. síðu.
úr nálinni og kvaðst sú er fyrst
tók til að sauma mundi reyna
það og svo varð. Varð henni þá
eittlrvað það að hún mátti hætta
sauminu. Allar freistuðu hins
sama og fór á sömu leið þangað
til kom að þeirri seiriustu. Tók
hún líka að sauma og þegar hún
hafði saumað nálþráðinn á enda
mælti hún: „Ekki finn ég neitt
á mér." Heyrðist þá mælt: „Þú
er ekki búin að bíta úr nálinni."
Ekki lét stúlkan sér bilt við
verða, beit hún þá þegar úr nál-
inni og stakk henni um leið í
il þess dauða og mælti: „Búin
er ég að því." Varð henni og
elcki meint við.
Manni varnað
að ganga aftur
Einhverju sinni voru tveir
mennsamferða í trippaleit. Var
það á öndverðri jólaföstu. Voru
snjóþyngsli mikil svo þeir bjugg
ust ekki við að ná til byggða
með trippin fyr en í völtulok
enda tók þar tunglskin við sem
dag þraut. Um kvöldið varð
þeim sundurorða og kom svo
að annar heitaðist við hinn að
ganga afmr og drepa hann; síð-
an datt hann dauður niður. Fór
hinn þá að stumra yfir honum
og ætlaði að færa líkið að byrgi
á hól nokkrum skammt í burtu.
En að vörmu spori gjörðist líkið
svo þungt að hann kom því
ekki úr stað; tók það að þrútna,
blána og bólgna upp. Vildi hinn
þá ekki bíða þess að hann næði
að ganga aftur. Greip hann þá
staf þann er hann hafði gengið
við, braut stafinn sundur í
miðju, lagði brotin í kross og
batt ofan á brjóst líkinu. Hætti
það þá að blása upp. Síðan
komst hann til byggða um
kvöldið. Daginn eftir fékk hann
hesta og menn til að sækja líkið.
Var það þá eins og þegar hann
geldc frá því Bjó hann líkið svo
til jarðar að hann lagði trékross
yfir það, en stakk nálum í iljar
þess í kross svo það' gat ekki
gengið aftur.