Mánudagsblaðið - 04.02.1974, Síða 7
Mánudagur 4. febrúar 1974
AAánudagsblaðið
7
KEFLAVÍKURLÖGREGLAN
Framliald af 1. síðu.
ursinn með skírteini. Nú vildi
svo óheppilega til fyrir nokkr
um hluta farþeganna, að þeir
höfðu ekki nafnskírteini sín
meðferðis, þar á meðal 17
og 18 ára nemendur úr
menntaskóla Reykjavíkur.
Þessum ungmennum skipaði
LÖGREGLUMAÐUR NR. 3
með harðri hendi að hypja
sig hið bráðasta út úr sýsl-
unni og kváðu bifreiðarstjóra
ábyrgan fyrir að koma þeim
hið bráðasta úr lögsagnarum
dæminu.
LÖGREGLA
Ekki er vitað hvaðan þau
lög eru upprunnin að bif-
reiðarstjóra i hópferðabifreið
sé skylt að krefja farþega —
YFIR 16 ÁRA ALDRI — um
skilríki, áður en hann flytur
þá til staða sem þeir óska
og hafa þegar greitt fyrir.
DRUKKNIR FÁ GRIÐ!
Ekki er öll sagan sögð með
þessu, heldur útskýrði lög-
reglumaður nr. 3 gerðir sínar
og félaga sinna með þeim
orðum, að ef til vill mundu
þessi ungmenni neyta á-
fengra drykkja, ef þau dveld-
ust í kaupstaðnum, en áður
höfðu laganna verðir gert rót
tæka leit að áfengi á ung-
mennum þeim er í bifreiðinni
voru og er þeir höfðu fundið
dreggjar í floskum hjá nokkr
í um þsirra heppnu sem voru
smeð nafnskírteini sín upp á
vasann, fengu þeir fararleyfi
inn í danshús staðarins, þótt
á þeim sæist greinilega vott-
; ur einhverrar áfengisneyzlu.
Þeir sem eftir voru í bifreið-
inni, höfðu hinsvegar ekkert
áfengi undir höndum og
höfðu heldur ekki neytt þess
í ferðinni.
HVAÐAN KEMUR
LÖGREGLUNNI LEYFI!
Ein stúlkan bað leyfis að
mega heimsækja frændfólk
. sitt er býr í kaupstaðnum, en
|
!
!
fékk háværa neitun!!
Er hægt að bjóða nokkurri
persónu slíka framkomu í lýð
frjálsu landi?
Hvernig getur óbreyttur
lögregluþjónn tekið sér það
vald í hendur, að reka hrein-
lega burtu úr lögsagnarum-
dæminu hópferðabifreið með
farþega án þess að fyrir liggi
einhverjar sakir?
Það eru engin skynsamleg
rök fyrir því, að ákveða að
einmitt þetta fólk mundi
hegða sér illa af því að ein-
hver hafði einhverntíma ein-
hverstaðar eitthvað gert af
sér.
Er ekki nokkuð langt geng-
ið, að óbreyttir þorpslögreglu
menn setjast í dómarasætið
og dæma án saka og full-
nægja dómunum á staðnum?
Stríð á
Akureyri
Framhald af 1. síðu.
Sólnes lofar
Magnús Kjartansson
Þetta gremst þeim Jóni Sólnes
og félögum golfklíkunnar stór-
lega. Til að hefna sín á Hall-
dóri og Lárusi Jónssyrii hefur
hann nú snúist öndverðúr gegn
þeim í orkumálum, en þeir fé-
lagar hafa haidið uppi linnu-
lausri skothríð á stefnu dagn-
úsar Kjartanssonar í orkumálum
norðan]|nds^.o^ rxTUdýn ^!Ja’|sn
ísiendings, blaðs Sjálfstæðis-
flokksins á Akureyri, vár riett
við nokkra menn um minnis
verðustu atburði liðins árs. Allir
þeir sem við var rætt töldu Vest-
manaeyjagosið og lausn land-
helgisdeilunnar metkústu atburð-
ina — nema Jón Sólnes. Hann
minnrist ekki.. einu orði á þau
mál. Aðeins lausn Laxárdeilunn-
ar. Þar lofaði hann Magnús
Kjartánsson upp í hástert fyrir
að Íéýsa þéssa „vandasömu
deilu" og sagði að sér hefði
aldrei liðið eins Vel fyrir hönd
Iandsfjórðungsins eins og þegar
hann ók heim á leið að loknum
samnmgum.
Á næstu síðu var svo leiðari
og löng grein (fyrsta af þrem)
eftir Lárus Jónsson, þar sem
hann sýnir fram á að „úrræði"
Magnúsar Kjartanssonar hafa
gert það að verkum, að til
hreins glundroða horfir í raf-
orkumálum Norðlendinga.
Tryggvi rauk burtu
í fússi
Tryggvi Helgason flugmaður, er
verið hefur á flandri milli flokka
nyrðra undanfarin ár, hefur nú
sagt sig úr Sjálfstæðisflokkniun.
Gerði það á gamlársdag í harð-
orðu bréfi til flokksstjórnar.
Hafði hann ritað langa grein
um landsmálin, aðallega sam-
göngumál, sem hann ætlaðist til
að birtist í áramótablaði íslend-
ings. Ritstjóra blaðsins, Halldóri
Blöndal, leist samsetningur þessi
hins vegar harla vafasamur og
ekki til þess fallin að auka hróð-
ur sinn sem ritstjóra. Hann tók
því á málinu með „festu og
djörfung" og neitaði að birta
greinina.
Draumurinn búinn —
Nýstárleg úrræði
Varð Tryggvi ókvæða við,
enda skapmaður hinn mesti, og
sagði sig úr flokknum. Hrundi
þar með þingmannsdraumur
hans, hvað Sjálfstæðisflokkinn
snerti. Þetta hefur ugglaust ver-
ið erfiður biti að kyngja fyrir
Tryggva, þar sem hann hafði
lýst því yfir í viðtali við Morg-
unblaðið, að hann ædaði sér að
verða þingmaður fjokksins eftir
næstu kosningar. Hugðist hann
aðallega vinna sér átít manna
með snaggaralegri láusn á sam-
gönguerfiðleikum stjrálbýlla
staða, sem oftlega lokast af ef
snjóar á fjallvegum. Hans lausn
er einföld: Bara grafa gegnum
öll fjöil, þannig að ekki verði
um neina fjalílvegi áð ræða til
að teppast. Snaggaraleg lausn á
erfiðu vandamáli!
SFY vildu hann ekki
Píslargöngu Tryggva Helgason-
ar er þó ekki lokið enn. Hann
sótti um inngöngu í Samtök
frjálslyndra og vinstri manna,
þar sem honum þótti auðsætt,
að flokkur samgönguráðherra
hlyti að hafa ágimd á manni
með svo stórbrotnar hugmyndir
um vegalagnir. í intökubeiðni
sína setti hann það skilyrði, að
hann yrði í öruggu sæti í næstu
þingkosningum.
Félagsmönnum SFV leist hins
vegar sending þessi vafasöm og
neituðu Tryggva um inngöngu.
Er nú úr vöndu að ráða hjá
flugmanninum, þar sem eini
flokkurinn sem eftir er er Al-
þýðubandalagið, en Tryggvi hef-
ur það álit á kommúnistum, að
þeir séu slæmir menn (lái hon-
um hver sem vill) og slagi hátt
upp í hönnuði fjallvega að
vonsku.
DÆMDUR FJÓRUM SINNUM
Framhald af 3. síðu.
vera að bíða eftir rukkurunum?
Ótal vitni hafa borið, að frú
Schröder hafi velt fyrir sér þeim
möguleika að flytja í burtu, og
losna þannig við að greiðaskuld-
ir sínar. Og það endaði með
því að hún seldi húseign sína
í Langen við Frankfurt og fór
með Imiela til sumarbústaðar-
ins á Fehmern.
Síðan í árslok 1968 hefur ekk-
ert til hennar spurst. Engar lík-
amsleifar hafa enn fundist, sem
bent geti til hennar. Sá mögu-
leiki er að sjálfsögðu fyrir hendi,
að hún haldi sig á einhverjum
óþekktum stað í Suður-Evrópu
eða S-Ameríku, — en eigi að
síður var Imiela dæmdur fyr-
ir morðið á henni.
Maria Anne Kieferle
74 ára móðir hinnar horfnu
Annemarie Schröder, kynntist
Imiela í gegnum dóttur sína.
Og það Ieið ekki á löngu þar til
hún seldi húseign sína í Geis-
ling við Ulm og fór til Feh-
mern. Hún hvarf sporlaust, eins
og dóttirin. Hvað hana snertir
er heldur ekkert lík til að styðj-
ast við í uppkvaðningu dauða-
dómsins.
Ákæruvaldið álítur þó, aðum
morð hafi verið að ræða í sam-
bandi við hvarf mæðgnanna. Og
í ákæruskjalinu stendur einnig,
að hann hafi verið í kynferðis-
legu sambandi við konurnar og
síðan komið þeim fyrir kattar-
nef. Sönnun um þetta atriði á-
kærunnar er þó ekki fyrir hendi.
Arwed Imiela hefur hinsveg-
ar staðfest, að hann hafi verið
heirbundinn — eða látið sem
hann væri heitbundinn —
Annemarie Schröder og Urte
Evels.
éum S®Iber«
machenl
rA Va
i
• ANNAÐ EKKI
xminster
\
\
I
t