Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.01.1975, Page 4

Mánudagsblaðið - 27.01.1975, Page 4
4 AAánudagsblaðið Mánudagur 27. janúar 1975 j'Blað'fyrir alla. Sími ritstjórnar: 134 96. — Aulýsingasími: l 34 96 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: AGNAR BOGASON. Verð f lausasölu kr. 80,00. — Áskriftir ekki teknar. Prentsmiðja Þjóðvíljans hf. BifreiSa- og búvéiainnfiutningur Nú er mikið talað um spamað og veitir ekki af, einkanlega hvað allan innflutning á erlendum varn- ingi varðar. Ýmsum ofbýður hinn takmarkalausi inn- flutningur bifreiða af öllum tegundum og liggur það í augum uppi að meðan núverandi ástand varir er best að banna allan slíkan innflutning um a.m.k. eitt ár. Það liggur x augum uppi að þegar 1900 nýjar bif- reiðar liggja hér í geymslum og inn eru fluttar tugir af árs gömlum bifreiðum, sem keyptar eru sem nýjar ytra, auk þeirra bifreiða sem eru á leiðinni, er á bíla- kost landsmanna síst skortur og virðist létt verk að banna allan slíkan aðflutning nú þegar í takmarkað- an tíma. En bílar eru ekki það einasta. Til bænda er fluttur verulegur kostur alls kyns véla, sem þeir fá með þeim kjörum að þeir hirða illa um þær vélar sem fyrir eru og kjósa heldur að fá sér nýjar. Þetta óhóf tekur ekki nokkru tali og á síst við bændur sem til skamms tíma voru ein nýtnasta stétt landsins og það svo að hélt við öfgum. Nú er því þannig farið í þessum efn- um að bændur eru að miklu leyti hinir mestu trassar með hinar nýju vélar og láta þær „ganga úti“ í öllum veðrum vetrar og eru þess ekki fá dæmi að sjá allar tegundir heyvéla á túnum og engjum allan veturinn án umhirðu. Þessi innflutningur er næstum takmarkalaus og umboðin hreinlega bjóða upp á trassaskap í þessum efnum í heyvélum og traktorum, sem alltaf eru „end- urbættir, búnir nýjustu tækjum og taka fram öllu því sem bóndinn hefur kynnst“. Nú þegar bæði steðja að samdráttur, peningaleysi og stórfelldur kostnaður af rekstri þessara tækja sökum bensín- og olíuverðs, höfum við engra kosta völ nema að reyna að draga úr innflutningi þessara tækja meðan þessi dýrtíðarlota stendur yfir. Þau óvæntu tíðindi bárust í fjölmiðlum að dregið hafi umtalsvert úr neyslu bensíns og olíu eftir síðustu stórhækkun. Að því hlaut að koma. Kostnaðurinn við að aka t.d. stórri amerískri bifreið úr Breiðholti niður í miðborgina og leita þar að stæði er bæði meiri og hvað óþægindi snertir, verri, en að taka sér far með strætisvagni. Það liggur því í hlutarins eðli að þessi sparsemi bílaeigenda er sjálfsögð og eðlileg. Það er t.d. algengt að menn í stórborgum ytra þar sem vegalengdir eru meiri láti einhvem aka sér á brautarstöð margir saman, nágrannar, og taki síðan brautina til borgarinnar, einnig að þeir taki almenn- ingsvagna þar sem vitað er um vandræði varðandi parkeringu bíla. Bílar eru ekki lengur nein monttæki sem vekja virðingarvott hjá almenningi. Einstaka nýríkir ganga með eitthvert barnalegt mont í sambandi við gljáandi bifreiðar sínar og tegundir en þeim fer æ fækkandi sem betur fer. Það fer ekki milli mála að það verður að takmarka eða hætta alveg í að minnsta kosti eitt ár eða tvö þessum takmarkalausa innflutningi þessara dým og eyðslusömu tækja. Blaðið hefur allra blaða mest bar- ist gegn innflutningshöftum hverju nafni sem það nefnist en við emm fyllilega sannfærðir um það að okkur ber að haga seglum eftir vindi og nú er nauð- syn hvað sem verður í framtíðinni. KAKALI skrifar: í HREIHSKILNI SAGT Skýrsla OECD, sem er alþjóöayt'irlit framfarastofn- unarinnar um efnahagsmál, hcfur vakið mikla athygi, ekki aðeins hér heima held- ur um heim allan. Það er loksins komið að því að við íslendingar erum orðnir að athægi á alþjóðasviði sökum frábærrar misnotkunar á fengnum afla til sjós og lands. Það sem verra er, að leiðtogar okkar bæði ríkis- stjórn, launþegar og vinnu- vcitcndur trúa því með sjálf- um sér að ísland geti haldið áfram þeirri brjálæðiseyðslu þrátt fyrir allt, án tillits til ástandsins í heiminum í kringum okkur. Þctta cr misskiningur van- þroskaðrar þjóðar. Við leik- um okkur að fjöreggi þjóð- arinnar með því smátt og smátt að mylja eigin vel- gcngni niöur í sorann uns ckkert verður eftir. Þeir sem cnn halda þessu fram eru auðvitað kommar en ckki er laust við að fleiri séu sek- ir um þessa fávisku en þeir. Stjórnin hefur enn ekki kom- ið því á framfæri í blöðum sínum eða málgögnum, að ástandið sé hættulegt fram úr hófi. Hún virðist ekki taka tillit til skýrslunnar frckar cn þjóðaróvinir hafi samið hana. Ekkert er fjær sanni. Skýrsa OECD er sam- in af hlutlausri stofnun scm ekki hefur minnsta áhuga á því hvort ísland sem slíkt fer beint til helvítis eða ckki. Hún birtir staðreyndir og hvorki þorskur né loðna, auk- inn gerfiiðnaður eða fleiri einbýlishús og bílar geta breytt. Samt scm áður þrjóskast þjóðin við að skilja að við erum ckki eina fiskveiðiþjóð- in í hcimi og sá afli scm við höfum mest treyst á í i stop- ■' sem ’.ett- Við ___ -Ja hér cn samt streyma bílar til landsins. Bandarikin sitja uppi með tæpar tvær millj- ónir af óscljanlegum bílum frá síðasta ári og Evrópa er engu bctur sctt þar sem hin- ar frægu Volkswagcn verk- smiðjur hafa sagt upp tug- um þúsunda verksmiðju- manna og sama máli gegnir um Fiat sem er á barmi gjaldþrots og fleiri verksmiðj- ur í Vestur-Evrópu, einkum eru álika i Frakklandi, staddar. Þrátt fyrir það sitjum við og stritumst við að vera fín- ir menn og taka ckkert tillit til þess sem er að dynja yfir okkur. Danir hafa sopið seyðinn af allsnægtahugsjón- OECD-skýrsl- an —- Islending- ar að alþjóða- athlægi — Ekki tekið tillit til skýrslunnar — Erlend fyrir- tæki heimta rík- isábyrgð — Bíl- ar og bílafram- leiðsla — Fína fólkið — Alræði komma — Hrun í Danmörku — Ljósglæta — Skynsamleg af- staða verka- manna — Hinir „ríkuwtemji sér hóf. inni og í því að ganga út í öfgar í tilliti til hinnar sósí- alísku hjálpar. Þeir eru nú á barmi gjaldþrots og verst settir Norðurlandaþjóðanna. Þó er örlítil vitglóra að gera vart við sig jafnvel þar. Vcrkamenn hafa boðist til að skerða laun sin gegn því að fá áframhaldandi vinnu. Þetta er viturlegt en tíma- bundið mcöan verið er að komast yfir versta hjallann. En það þarf meira en verkamenn til. Hinir „ríku“ verða líka að skerða sinn hlut engu að síður. Þær stanslausu siglingar sem al- mcnningur, háir sem Iágir, leyfa sér ættu að verða úr sögunni a.m.k. fyrst um sinn. Það er tilgangslaust að eyða svo dýrmætum gjald- eyri að krónan okkar cr verðlaus og fyrirlitin. Erlend fyrirtæki krefjast ríkisábyrgðar fyrir hverja fyrirgreiðslu í vaxandi mæli. Sá sannleikur að crlcnd fyr- irtæki sem lesa skýrslu OECD treysta treysta okkur ekki, sýnir hve mikið um- heimurinn metur skýrslu þessa. Við erum sífellt að betla um frest en gerum ekkert til að lækna sjúkdóm- inn. Islandi cr það í lófa ag- ið ennþá að koma svo sinum málum að yfirvofandi heims- kreppa snerti okkur litið sem ckki. En ef ekki er brugðið skjótt við leggst hún á okkur með öllum sínum þunga og er þá ekki að sökum að spyrja. Það er það sem koinmar vilja þcgar þeir í Þjóðvilj- anum scgja að allt sé í lagi. Örbirgð er það ástand sem best þróar kommúnismann. Menn þurfa ekki annað en horfa á Rússland með röska hálfa öld að baki búandi við L alsælu öreiganna. Þar er enn- þá skömmtun á því sem við álítum daglegar og sjálfsagð- ar þarfir, biðraðir eftir „lúx- us“varningi svo sem þokka- Iegum flíkum, vellyktandi svo ckki sé talað um „lúxus- mat“ eins og steikur og kjúklinga. Sama ástand ríkir í öllum austantjaldslöndun- um. Ein Ijósgæta, Dubcck, sem reyndi að Iétta skipulag kommúnista í Tékkóslóvak- íu, fékk innrás frá Rússum og tilraun hans sem var far- in að bera árangur var bar- in niður. ..Það er vandi að halda því góða sem við höfum eignast og létt vcrk að tapa því. En ef við töpum því þá er næst- um ómögulegt að fá það aft- ur. Það ætti að vera ærið umhugsunarefni þeim er vilja umturna öllu og leggja í rúst með verkföllum. Því með al- ræði kommúnista og „hjálp“ Rússa væri harðbannað að gera verkföll. MILADY ADONIS ONSON Magnús E. WINDMASTER SENATOR Baldvinsson ADELPHI FORUM Laugavegi 12 Sími 22804

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.