Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.01.1975, Page 6

Mánudagsblaðið - 27.01.1975, Page 6
6 Mánudagur 27. jantrar 1*975 SÓÐASKAPUR í KVIKMYNDAHÚSUM Krossgdtan íslenidinigar hafa aldrei talist sérlega snyrtileg þjóð. Það er staðreynd, sem við höfum alla jafna þurft að viðurkenna og búa við, en þó megum við ekki sætta okkur við það, þegjandi og hljóðalaust og vaða skítinn í ökla frá degi til dags. Hverjum manni og hverri konu hefur hingað til þótt sæma, að halda uppi einhverri ákveðinni gráðu hreinlætis á heimili sínu og nú er farið að ganga nokkuð eftir því að forráðamenn opinberra samkomustaða viðhaldi hreinlæti á eign sinni. Vissulega er full þörf á því að slíkir staðir séu þrifnir, eins vel og kostur er, en um það gildir hið sama og annað í mannlegu samfélagi, að ekki er hægt að krefjast enda- laust af sama aðila. Kvikmyndahús hér í Reykja- vík eru orðin æði mörg og í þeim hópi eru nú nokkur, sem sérlega glæsileg verða að telj- ast. Siíkir samkomustaðir eru aiia jafnan íbúum viðkomandi staða til mikils sóma, hvað gjerð þeirra, útlit og búnað áhrærir, en þó skýtur nokkuð skökku við hérlendis, í því hvernig kvik- myndahúsagestir umgangast kvikmyndahúsin. Það er eins og allir lélegir eiginleikar íslend- inga brjótist upp á yfkborðið, þegar þek ætla að eyða kvöld- stund fyrir framan hvíta tjaldið. Um leið og sú ákvörðun hefur ■ verið tekin, að fara í bíó, gleyma þek öllum kurteisis- og um- Igengnisvenjum, sem pabbi og mamma eyddu þó svo miklum tíma í að kenna þeim. Til að byrja með virðist varla nokkrum manni detta í hug að koma á réttum tíma til sýning- ar. Bkki er hægt að slökkva Ijósin í salnum fyrr en 5 til 10 mínútum eftir að sýning hefst, því gestir eru í óða önn að tín- ast inn og troðast milli bekkj- anna, ofan á tám náungans, pústrandi og hrindandi. Ef þeim svo gengur ekki nógu vel að komast til sætis, verður þeim einna helst fyrir að skamma stúlkurnar sem gegna störfum sætavísa, en flýigur aldrei í hug að áfellast sína eigin háæruverð- ugu persónu. Annað er svo sælgætis- og poppkornsátið, sem veldur hví- líkum sóðaskap, að til vandræða horfir. Það er að nokkru skilj- anlegt, þegar börn safnast sam- an til að sjá Tarsan, eða ein- hverja álíka hetju, að þau gluðri poppinu um gólfið fyrir ffaman sig og dreifi tunbúðum út um allt. En þegar fullorðið fólk er engu skárra — og það er engu skárra — þá kastar nú tólfunum. Allir vita, að bannað er að hafa gosflöskur með sér inn í sali kvikmyndahúsa. Börnin, í sak- leysi sínu, þora ekki annað en hlýða þessu banni, að minnsta kosti fer flaskan þá í vasann þegar hún er tæmd. En fullorð- ið fólk, sem þykist eiga orðið töluvert undir sér, er sko ekki að láta þessar þjónustustéttir ráðskast með sig. Árangurinn er sá, að á venjulegri kvöldsýningu eru tugir á tugi ofan af gos- flöskum rúllandi um gólf hús- anna, öðrum gestum til hins mesta ama og jafnvel hættu, þegar mynd er lokið og fólk gengur út. Það fólk sem nú er að ala upp börn og setur þeim reglur-til að fafa .eftir, virðist einna gleymnast á það utan heimilis, að reglur eru settar til að fara eftir þeim, en ekki hið gagnstæða. Ruslafötur þær sem öll bíó hafa nú dreift um hús- næði sín, eru ætlaðar undir sæl- gætisumbúðir og annað rusl — því er ekki ætlaður staður á gjólfi salarins og ekki heldur á höfði þess sem fyrir framan situr. Enn er það eitt sem er hvim- leitt í fari íslenskra kvikmynda- hússgesta. Það áhrærir einnig gólfið, sem virðist almennt vera ákaflega misskilið og öfugt not- að. Gólfið er ædað undir fætur okkar og fótunum er ætlaður staður á því. Fótum kvikmynda- húsgesta er ekki ætlað að vera uppi á baki nassta sætis fyrir framan — og alls ekki á öxlum þess sem er svo óheppinn að sitja þar. Þó er það svo, að setu- stellingar verða margvíslegar, þegar á sýningu líður og virð- ist þá fótum einna síst valinn staður á gólfinu. Að lokum mætti svo benda á, að reykingabann það sem bíó- in reyna nú að framfylgja, er ekki sett að ástæðulausu og þú, kvikmyndahúsgestur sem þetta lest, ert engin undantekning frá þeirri reglu. Jafnvel þú sjálfur, svo mikilsverður sem þú ert, verður að sætta þig við að sitja í tvo klukkutíma án nikótíns — og hana nú. LÁRÉTT: 1 Fæst við tómstundaiðju 8 Horfið 10 Upphafsstafir 12 Ágóða 13 Fangamark 14 Óhljóð 16 Tún 18 Bitvargur 19 Óhreinka 20 Er í vafa 22 Tók ófrjálsri hendi 23 Skóli 24 Hátíð 26 Upphafsstafir 27 Hæðir . 29 Fimarw jj m LÓÐRÉTT: 2 Margmenni 3 Karlmann 4 Spé 5 Skjálfa 6 Forsetnmg 7 Röska 9 Balli 11 Fara hægt 13 Hnífar 15 Ríki 17 Glöð 21 Blómleg 22 Sjúkdómur 25 Fæddu 27 Skóli 28 Guð AFBOKAMARKAÐNUM Ragnar Ásgeirsson: SKRUDDA Skrudda Ragnars Ásgeirs- sonar er safn þjóðlegra fræða í bundnu og óbundnu máli. Ragnar er mikiU smekkmaður á íslenskt mál og prýðilega ritfær, sjófróður og skemmti- legur sögumaður, með næma eftirtekt og skarpskyggni á þjóðleg einkenni. Á ferðum sínum um landið, sem ráðu- nautur Búnaðarfólags Islands, hefur hann safnað að sér miklu magni sagna, vísna og fróðleiks ýmiss konar og er þessi nýja Skrudda hans stór- aukin og endurbætt. Hér eru sögur og sagnir úr öllum sýsl- um landsins og er efninu rað- að eftir sýsluskiptingu, byrjað á Gullbringu- og Kjósarsýslu, en endað á Árnessýslu. Þessi nýja útgáfa Skruddu er því mjög handhæg og mun að- gengilegri aflestrar en hin eldri gerð bókanna. Henry Vernes: HERMENN GULA DREKANS Bók um ævintýri Bob Morans. Hverjir eru þessir óhugnan- legu hermenn Guila skuggans, sem láta sér hvorki bregða við sár né bana og er att út í ófrið við alia veröld, og helzt er út- lit fyrir, að þeir í grimmdar- æði sínu ætli að gereyða öllu kviku? ... Það er í ís og hel- kulda Norðuríshafsins, að Bob Moran og vinur hans Bill Ball- antine uppgötva hið ótrúlega upphaf þessara undravera ... eins konar gervimanna, sem Guli skugginn er farinn að framleiða eins og á færibandi ... Þetta eru leikföng hans, sem ætlað er það göfuga hlut- verk að útrýma með öllu vest- rænni menningu og þar með gersigra heiminn ... En Bob þekkir Gula skuggann og vél- ræði hans, og veit að nú er sá máttugi herra Ming farinn að leika sér á ný ... Og þá er bezt að vera við öllu búinn ... Ingólfur Jónsson frá Prcstsbakka: ÞJÓÐLEGAR SAGNIR I Heimildarmenn Ingólfs Jóns sonar eru fjölmargir, nokkrir eru ónafngreindir, þar eð þeir kusu að þeirra væri í engu getið, vildu aðeins bjarga góðri sögu frá glötun, fá hana skráða. Þrír sagnamenn eru mest áberandi i þessu safni: 1 fyrsta lagi Steinunn Guð- mundsdóttir, húsmóðir á Stóru Hvalsá í Hrútafiröi, og eru sagnir hennar flestar úr Hrúta- firði og af Vestfjörðum. I öðru lagi Ingibjörg Guðmundsdótt- ir, húsmóðir á Efri-Brunná í Dalasýslu, húnvetnskrar ættar en alin upp á Ægissíðu á Vatnsnesi, og eru sögur henn- ar úr Húnavatnssýslu, en auk jreirra mörg ævintýri þessa safns eftir henni skráð. I þriðja lagi er Jón GuðJaugsson, vega- verkstjóri á Vopnafirði. Sagnir hans eru einkum þaðan að austan. Annað efni þessarar bókar er víðs vegar að af land inu, jöfnum höndum úr Reykjavík og nágrenni sem úr hinum dreifðu byggðum lands- ins. Hér er um fjölskrúðugt sagnasafn að ræða, álfasögur, dulrænar sögur, örlagasögur, reynslusögur, dýrasögur, ævin- týri og skringisögur. Margt er hér sérstæðra sagna og skemmtilegra, og þarf því eng- um að leiðast, sem hefur þessa bók handa á milli. Kristján Friðriksson: FARSÆLDARRÍKIÐ OG MANNGILDISSTEFNAN Kristján Friðriksson er mjög nútímans í átt til uppruna þeirra, skýra frá nokkrum helstu boðendum þeirra er- lendis, flutningi stefnanna til íslands og hugmyndafræði þeirra. Sérstaklega ver hann alllöngu máli til að segja sögu Framsóknarfokksins, sem hann sjálfur hefur aðhyllst mestan hluta ævi sinnar.,, Færir Kristján rök að því, að flokk- urinn hafi haft mikil áhrif til farsældar í landinu. Aftur á móti segir hann flokknum einnig til synda, því Kristján er hreinskilinn og berorður, hver sem í hlut á, og gefur það auðvitað bók hans mikið gildi.“ Allir þeir ,sem afskipti hafa af stjórnmálum, hvar í flokki sem þeir standa, þurfa að eignast og lesa þessa bók. sjálfstæður hugsuður, hefur brennandi áhuga á samfélags- málum, er djarfmæltur, tölvís og margfróður. Þessi bók hans mun vekja athygli og umtal og án efa eru ekki allir sam- mála Jteim skoðunum, sem hann setur hér fram, en óhjá- kæmilega munu menn staldra við og hugsa. Karl Kristjánsson, fyrrum al þingismaður frá Húsavík las handrit bókarinnar áður en það fór til prentunar. Hann segir m. a. í bréfi til útgef- anda: „Eitt af því, sem Krist- ján Friðriksson tekur sér fyrir hendur í þessari bók, er að rekja helstu stjórnmálastefnur í

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.