Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 07.04.1975, Síða 3

Mánudagsblaðið - 07.04.1975, Síða 3
Mánudagur 7. apríl 1975 AAántidagsblaðið 3 „Ekki nóg til að lifa á. Ég lifi óbrotnu lífi, og geri ekki strangar kröfur. Hótelherbergi, pappír í ritvélina; nú brosti Robin sínu mest aðlaðandi og strákslega brosi, „og ég stel pappírnum og afritunum frá I.B.C." „Ertu ekki að skrifa Bókina miklu — minnisvarðann um ævistarf þitt?" „Erum við það ekki allir?" „En hvenær heldurðu, að þú megir vera að því?" „Um helgar, stundum á kvöld- in". Nú hvarf brosið af andliti Watson. Hann vissi, að bráð- in var í hans höndum, og nú var tíminn til að hremma hið girnilega lamb. „Það er ekki erfitt að skrifa bók í hjáverkum og frístund- um? En hvernig getur þú hald- ið straumnum við? Ætti ekki rithöfundur að geta tekið sér árs frí og einbeitt sér af alhug að bókinni sinni?" Robin kveikti sér í sígarettu. Hann mætti augnaráði Clyde Watson með forvitnisblæ, en heldur ekki meira. Watson hall- aði sér nær honum. „Fyrirlestra- félagið okkar — Universal Lectures — gæti tryggt bér fyr- irlestur um hverja helgi. Ég er viss um, að við gætum farið fram á fimm hundruð dollara — jafnvel skrúfað það upp í sjö hundruð og fimmtíu". „Fyrir að gera hvað?" „Þú velur efnið. Ég hef les- ið dálkagreinarnar þínar. Wat- son hélt upr búnka af blöðum til áréttingar máli sínu. „Þú getur talað um ýmislegt broslegt, sem kom fyrir þig meðan þú varst óbreyttur fréttaritari. Settu það í tengsl við eitthvert dæg- urmálið. Talaðu í léttum dúr, og talaðu í alvariegum tón. Ég get heitið þér nógri atvinnu. „En hví skyldi nokkur koma til að horfa og hlusta á mig?" „Lítm í spegilinn, Stone. Það eru kvenfélögin, sem halda fyrir- lestrunum uppi hér í landi. Nú eru þær búnar að fá fylli sína af sköllóttum prófessorum og skopleikurum, sem vantar kyn- þokka. Þú mundir fylla líf þeirra rómantískum glæsibrag. Stríðsfréttaritari, sem fengið hef- ur Pulitzterverolaun — þú yrð- ir eftirsóttur við hátíðarveislur og við háskólana". „En hvenær ætti ég með öllu þessu að hafa tíma afgangs til að skrifa bókina mína?" „Látm hana bíða um stumd. Gleymdu henni í bili. Eftir af- EFTIR JACQUELINE SUSANN kastahraða þínum tekur hún þig mörg ár í viðbót. En tvö ár við fyrirlestrahald — og þú vprður búinn að spara saman nóg til ao taka þér ársfrí. Taktu þér það á hendur. Og þá, hver veit — kannske önnur Pulitzeverð- laun — fyrir bókina? Þig lang- ar ekki til að vera smábæjar- blaðasnápur það sem eftir er ævinnar?" Þetta lét vel í eyrum á þeim tíma. Og jafnvel þó að auglýs- ingafyrirtækið tæki þrjátíu og fimmtíu prósent af tekjum hans, þá haföi hann gripið tækifærið áfjáður. Fyrsti fyrirlesmrinn var í Houston í Texas. Fimm hundr- pð doLIara greiðsla út í hönd. Sjötíu og fimm prósent fór að vísu aftur til fyrirlestrarfélags- ins. En það skildi samt eftir á- litlegan hlut handa honum. En svo varð honum litið á smálet- ursgreinarnar í samningnum: hann varð að borga allt hótel- uppihald. A fyrsta fyrirlestrin- um hafði hann haft þrjátíu og fimm dollara upp úr krafsinu. Þegar hann reyndi að rifta samn- ingnum, brosti Watson aðeins góðmannlega. Jú, hann gæti rof- ið samninginn — ef hann gæti borgað nógu vel. Þetta hafði verið fyrir ári. Á stöðugu ferða- lagi milli miðlungsstaða, miðl- ungsfólks, miðlungs viðuiigern- ing. og mótelreikningar voni jafnvel skrifaðir á hans reikn- ingum. Jú, það voru undan- tekningar, eins og til dæmis Fíladelfía. En það voru undan- tekningar og það fáar. Robin varð litið umhverfis sig — á íbúðina, sem fyrirlestra- félagið í Fíladelfíu hafði séð honum fyrir. Hún var eiginlega einkar vel fallin til kveðjuat- hafnar. Guði sé lof, að þessu var lokið: ekki lengur þessar eilífu flugferðir, að blanda geði við fólk, sem hann kærði sig ekki um að þekkja — og svo auðvit- að: Ræðan — ræðan, sem var^j orðin svo steinrunnin, að hann hefði getað haldið hana dauða- drukkinn. Hláturinn kom alltaf á sömu stöðunum í ræðunni, og klappið var alltaf eins. Jafnvel bæirnir og borgirnar voru far- nar að vera eins. Jæja, hann hafði skoppað fram og aftur um fjörutíu og sex af Bandaríkjunum. Og nú var hann „aðalfréttastjóri" IBC- sjónvarpsstöðvarinnar. Þegar hann fyrst fór að hafa eitthvað upp úr sér með fyrir- lestrinum, hafði hann leigt sér íbúð. Engin tilgerð, en þó skárra en hótelherbergið hans. En hann mátti aldrei vera að því að dveljast þar. Starfið við I.B.C. heimtaði alla krafta hans á daginn. Vínið og kvenfólkið sá um næturnar. En nú skyldi þessu lokið. Hann ætlaði að sýna, hvað í honum byggi, og hann ætlaði ekki að láta einn eyri fara til spiilis. Og svo æd- aði hann að skrifa Bókina. — ★ Stundum sóttu að Robin efa- semdir um rithöfundarmennsku hans. Hafði hann raunverulega hæfileika? Pulitzerverðlaunin sönnuðu í raun og veru ekki neitt. Það að vera snjall blaða- maður þýddi ekki endilega, að maður gæti samið eftirminnilega bók. En Bókin var einmitt það sem hann vildi skrifa. Hann langaði til að sýna áhrif stríðs á stjórnmálamenn — endurreisn Churchill, eftir að stjórnmálafer- ili hans var talinn á enda, vegna Gallipoliævintýrisins, lýsa breyt- ingunni á hershöfðingjunum, þégar þeir snéru sér að stjórn- málum, eins og t.d. Eisenhower eða de Gaulle . . . Að því loknu vildi hann sjá bókina sína verða að veru- leika, sjá hið forgengilega verða varanlegt. — ★ Hann hafði lítinn hug á efna- Iegum verðmætum. Þegar hann sá Amöndu brosa eins og kett- lingur, um leið og hún sýndi honum nýju skóna sína, þá varð hann oft undrandi innan brjósts yfir sínum eigin áhugdeysi á veraldlegum eignum. Kannske var það af því að hann hafði alltaf haft nóg af öllu, að minnsta kosti þar til faðir hans dó og dánarbúinu var látið ó- skipt, en móðir hans Kitty hlaut 4 milljónir dollara í sitt skaut. Þegar hún lést, skiptist síðan arfurinn milli hans og systur hans, Lísu. En á meðan naut hin dýrlega Kitty lífsins á 12.000 dollurum á mánuði. Annars var það skrýtið, að hann hugsaði alltaf um móður sína sem „hina dýrlegu Kitty". Hún var fögur, lágvaxin og ljóshærð — fjand- inn hafi það, hún gat eins vel verið búin að Iáta lita það rautt núna. Fyrir tveim árum, þegar hún fór til Róm, var hún sem kall- að er „platínu" Ijóshærð. íytty kallaði það sjálf frostlitina. Hann kímdi að orðavalinu. Af fimm- tíu og níu ára stelpu að vera var hún ekki sem verst. Hann haföi átt góða ævi á skólaárunum — jafnvel gegnum háskólann. Gamli maðurinn haföi lifað nógu lengi til þess að sjá Lísu, systur hans fyrir einhverju stórfenglegasta brúð- kaupi í sögu Bostonborgar, og nú átti hún heima í San Franc- iscoe og var gift burstaklipptum idíóti, sem jafnframt var einn ríkasti fasteignasali á Vestur- ströndinni. Og hún átti tvö ynd- isleg börn — drottinn minn, hann hafði ekki séð þau í fimm ár. Lísa var . . . sjáum til, hann hafði verið sjö ára, þegar hún fæddist — svo hún hlaut að vera þrítug núna, húsmóðir, ráð- sett. En hann var enn á lausum kili. Jæja, hann kunni best við það svona. Aðalskoðun bifreiða í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 1975. Borgames 2. apríl kl. 9-12 og 13-16,30 Borgarnes 3. apríl kl. 9-12 og 13-16,30 Borgarnes 4. apríl kl. 9-12 og 13-16,30 Borgarnes 7. apríl kl. 9-12 og 13-16,30 Borgarnes 8. apríl kl. 9-12 og 13-16,30 Borgarnes 9. apríl kl. 9-12 og 13-16,30 Borgarnes 10. apríl kl. 9-12 og 13-16,30 Borgarnes 11. apríl kl. 9-12 og 13-16,30 Borgarnes 14. apríl kl. 9-12 og 13-16,30 Borgarnes 15. apríl kl. 9-12 og 13-16,30 Borgarnes 16 apríl kl. 9-12 og 13-16,30 Logaland 17. apríl kl. 10-12 og 13-16,30 Lambhagi 22. apríl kl. 10-12 og 13-16,30 Olíustöðin 23. apríl kl. 10-12 og 13-16,30 Við skoðun ber að sýna kvittun fyrir greiðslu bifreiðagjalda. Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. O íramhaUsaga mánudagsblaðsins • framhaldsaga mánudagsblaðsins Á fimmtudag verður dregið í 4. flokki. 9.000 vinningar að fjárhæð 84.375.000 króna Á miðvikudag er síðasti endurnýjunardagurinn. 4. FLOKKUR: 9 á 1.000.000 kr. 9 á 500.000 kr. 9 á 200.000 kr; 270 á 50.000 kr. 2.250 á 10.000 kr. 6.435 á 5.000 kr. 9.000.000 kr. 4.500.000 kr. 1.800.000 kr. 13.500.000 kr. 22.500.000 kr. 32.175.000 kr. 8.982 83.475.000 kr. Aukavinningar: 18 á 50.000 kr. 900.000 kr. 9.000 84.375.000 kr. 4

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.