Mánudagsblaðið - 07.04.1975, Blaðsíða 5
Mánudagur 7. apríl 1275
AAánudagsblaðið
5
ROTLENDING
í frumskögum Amazon
Frásögn af atburSi sem vakti heimsathygli
fyrir nokkrum mánuÖum siSan
LITLA Cessna flugvélin flaug yfir frumskóginn í átt
til þess hluta Amazonsvæðisins sem tilheyrir Perú.
Við stjórnvölinn sat stóribróðir, Óskar, 24 ára að
aldri, en bak við hann sat systirin Gladys, 16 ára, og
söng með yngri börnunum. Skyndilega byrjaði mót-
orinn að hiksta.
1 flýti fór Óskar um öll stjórntæki vélarinnar, en
allt kom fyrir ekki. Hann fann ekki hvað það var,
sem olli þessum truflunum. Fyrir aftan hann héldu
börnin áfram söng sínurn án þess að taka eftir nokkru
óvcnjulegu. En þegar mótorinn hætti skyndilega alveg
að ganga þögnuðu þau.
Óskar Zehnder til
vinstri. Það var hon-
um að þakka, að
þau koinust lifandi
úr frumskóginum.
Flugvélin fór að missa hæð og
skelfingu lostin horfðu börnin á
hvernig hinn þétti frumskógur
færðist sífellt nær og nær.
— Verið ekki hrædd, lirópaði
Óskar, meðan hann svipaðist um
eftir einhverjum auðum bletti,
sem hann gæd lent á. En hann
kom hvergi auga á neinn auðan
blett; fyrir neðan var aðeins
þéttur frumskógurinn svo langt
sem augað eygði. Jafnframt barð
ist hann við að halda flugvél-
ini á rétum kili, en nefið vildi
leita niður á við.
— Nú lendum við! Haldið
ykkur'--fast! æpti Óskar, þegar
lttla flugvélin skall á trjákrón-
unum. Börnin æptu hvert í kapp
við annað, þagar vélin reif sig
niður á milli trjánna með ær-
andi hávaða, braki og brestum.
I jólafrí
Atburður sá, sem hér er byrj-
að að lýsa, átti sér stað um síð-
ustu jól og vakti þá heimsat-
hygli. Óskar Zehnder bjó í bæn-
um San Ramon í Perú ásamt 6
systkinum sínum. Nú var kom-
ið jólafrí og Óskar hafði tekið
á leigu lida flugvél, þar sem
hann ædaði að heimsækja for-
eldra sína ásamt nokkrum af
systkinunum. Foreldrarnir reka
smábúgarð inni á Amazonsvæð-
inu. Tveir skólafélagar, þeir
Juan Wingaert, sex ára, og An-
tonio Ruiz fjórtán ára, fengu
að fara með. ALlir voru glaðir
og reifir þegar haldið var um
borð í vélina. Óskar rak á eftir
þeim.
— Ferðin tekur ekki nema
klukkustund. Ég verð ekki fyrir
neinum töfum á leiðinni, sagði
hann glaðlega, um Ieið og hann
skellti aftur hurðinni. Hann fór
yfir alla mæla og athugaði stjórn
tækin vandlega áður en hann
ræsti mótorinn og ók á flug-
brautarendann. Allt virtist vera
í besta lagi og hann kallaði um
öxl sér til barnanna og sagði
þc-i m að spenna öryggisbeltin.
Eftir
lendinííuna
Allt virtist vera að bresta.
Vængirnir rifnuðu af flugvél-
inni eins og þeir væru úr papp-
ír, meðan élin rakst á hvert
tréð á fætur öðru þar til hún
skall loks til jarðar Skyndilega
ríkti þarna dauðakyrrð. Gladys
opnaði aftur augun, sem hún
hafði ldemmt saman meðan vél-
in reif sig niður í gegnum frum
skóginn. Hún var gjörsamlega
rugluð og um stund vissi hún
hvorki í þennan heim né annan.
Hún leit í kringum sig á meðan
hún þreifaði um líkama sinn og
komst að raun um að hún var
óbrotin. Fyrir eitthvert krafta-
verk hafði hún tloppið ómeidd
með öllu.
í þriggja til fjögurra metra
fjarlægð kom hún auga á alblóð-
ugan barnslíkama sem lá undir
mótornum, en hann hafði rifn-
að af við Iendinguna. Þetta var
hinn áeX árá Juán 'Wingaert,
sem lá þarna hreyfingarlaus, og
Gladys vissi strax að litli dreng-
urinn var látinn.
— Guð hjálpi okkur, það get-
ur kviknað í flakinu, hugsaði
Gladys um leið og hún fór að
losa öryggisbeltið. Fyrir framan
hana lá Óskar meðvitundarlaus
fram á stýri 5 og það blæddi úr
sárum á höfði hans, sem hann
hafði hlotið við hina harkalegu
nauðlendingu og rotast um leið.
Eit barnanna byrjaði að gráta.
— Verið róleg, kallaði Gladys
til barnanna. —Við verðum að
flýta okkur út úr vélinni áður
en hún springur í loft upp. Hún
byrjaði að hjálpa börnuimm út
úr brakinu. Allir nema Juan
höfðu komist lífs af. En hinn
14 ára Antonio Ruiz var ber-
sýnlega mikið mriddur og Katty,
sem var 10 ára hafði fótbrotnað
á báðum fótum. Óskar var enn
meðvitundarlaus en hann andaði
þungt og Gladys var viss um
að hann myndi rakna úr rotinu
inan skamms.
I miðjum
frumskóginum
Á meðan á þessu stóð byrjaði
að rigna. Börnin sátu á jörðinni
án þess að vita hvað þau ættu
að gera, Antonio og Katty vein-
uðu af kvölum og yngstu börnin
voru byrjuð að gráta og kalla á
mömmu og pabba. Það lá við að
Gladys brysti í grát líka en liún
vissi að einhver varð að halda
sönsum. En þau störðu öU á lík
Juans litla og stúlkan fann von-
leysið heltaka sig.
Þau voru í miðjum frumskóg-
inum. Fyrir ofan þau höfðu hin-
ar þéttu trjákrónur fallið saman
aftur. Það var engu líkara en að
þær hefðu opnast eitt augnablik,
gleypt flugvélina og síðan lok-
ast aftur til að fela hana fyrir
umheiminum. Gladys vissi, að
innan skamms yrði flugvélarinn-
ar saknað og leit hafin. En hún
vissi líka, að enginn kæmi auga
á þau undir þéttum krónum
trjánna. Þar fyrir utan var á-
stand Antonios og Kattyar svo
alvarlegt að eitthvað varð að
gera sem fyrst til að veita þeim
hjálp.
Eftir fjóra tíma byrjaði Ósk-
ar að hreyfa sig. Hann hafði
mikla verki og það leit út fyrir
að hann hefði brotið nokkur rif-
bein. Auk þess hafði hann sár-
an verk í annarri öxlinni og
hafði snúið sig á hægra fæti. En
börnunum leið strax betur eftir
að stóri bróðir var með þeim á
ný og hafði tekið forystuna.
Hann byrjaði að byggja skýli til
að þau gætu varist regninu.
Börnin sátu í kringum lík
Juans og kjökruðu. Það hvarflaði
víst að flestum hversu skammt
þau ættu sjálf eftir ólifað. Ant-
onio litli lá og kveinkaði sér og
það var ekkert sem þau gátu
gert til að lina kvalir hans. Hann
hafði hlodð innvortis meiðsli.
Tveim tímum seinna var hann
látinn. Þau gerðu sér ljóst að
ef þau reyndu ekki að komast
til mannabyiggða, myndu þau öll
deyja.
Lagt af stað
Þau bjuggu til börur úr trjá-
greinum og tjalddúk úr flug-
vélarflakinu. Katty var lögð á
börurnar og síðan var lagt af
stað. Óskar hafði fundið gamla
sveðju í flakinu og með henni
hjó hann braut í gegnum skóg-
inn, en börnin roguðust með
börurnar á eftir. Við hvert skref
veinaði Katty af kvölum, en
smám saman urðu kvalirnar í
brotnum fótleggjum hennar svo
miklar að hún féll í yfirlið.
Þessi lidi hópur þokaðist á-
fram í þéttum frumskóginum.
Eftir því sem dagarnir liðu varð
þreytan nær óbærileg, en Óskar
og Gladys reyndu að telja kjark
í yngri börnin. Skeinurnar sem
þau höfðu hlotið við slysið fóru
að bólgna upp og ígerð komin í
sárin. Moskítóflugur settust að
þeim og lögöust á sárin. Fyrst í
stað reyndu þau að banda þeim
frá sér, en gáfust fljótt upp á
því. Fötin voru í tætlum og
veittu ekkert skjól fyrir flug-
iinum né heldur regninu sem
steyptist niður eins og foss. Bör-
urnar sem Katty lá á voru orðn-
ar þungar sem blý. Dag nokkurn
uppgötvaði Gladys að flugurn-
ar voru farnar að verpa eggjum
í sárin á brotnum fódeggjum
Kattyar. Ferðin í gegnum þetta
heita, illþefjandi fen var eins og
ferð um víti.
Óskar leið stöðugar þjáningar.
En hann vissi, að ef hann gæf-
ist upp væri öll von úti um
björgun. Ekkert hinna hafði
krafta til að höggva þeim leið í
gegnum skóginn. Það sem
bjarigaði þeim frá því að verða
hungurmorða var sú þekking
sem þau höfðu öðlast hjá for-
eldrum sínum á búgarðinum á
Amazonsvæðinu. — Þau vissu
hvaða plöntur voru eitraðar og
hvaða plöntur það voru sem þau
máttu borða og gáfu þeim aukna
krafta. Óskar hafði fundið
nokkrar dósir af súpu í flugvél-
inni, en sá skammtur var ekki
stór, sem kom í hlut hvers og
eins, og því urðu þau að lifa
á jurtum í skóginum. Regnið sá
þeim fyrir nægu drykkjarvatni.
Líðan Kattyar versnaði stöð-
ugt. Þegar hin sáu ekki til, litu
þau Óskar og Gladys hvort á
annað og hristu höfuðið. Þau
vissu að þessi tíu ára systir
þeirra átti ekki langt eftir ólifað.
Á hverjum degi klifraði Óskar
upp í hátt tré til þess að leita
eftir hjálp. Einn daginn kom
hann auga á kofa ekki langt í
bttrtu, en þau fóru á mis við
hann og fundu hann ekki aftur.
Björgunin
Eftir að hafa brotist áfram í
gegnuni ’skóginn í viku komu
þau að Palazufljótinu. Örmagna
settust þau niður við fljótsbakk-
ann cng biðu. Skyndilega hróp-
aði hin 14 ára Herta:
— Sjáið þið! Þarna er kanó!
Þarna er kanó!
Maðurinn í þessum kanó kom
auga á hópinn og lagði að bakk-
anum. Börnin hlógu og æptu af
gleði. Þau gleymdu þreytu og
tárum. Þau voru hólpin.
En gleðin stóð ekki lengi.
Stuttu eftir að báturinn var
lagður af stað niður fljótið með
hópinn gaf Katty upp öndina.
Um þann mund er þau voru
komin um borð opnaði hún aug-
un horfði á hvern og einn,
nefndi nafn hans og lokaði síð-
an augunum í síðasta sinn.
Efdr skamma ferð voru þau
komin að lidum bæ er Iscosasin
heidr, og þaðan voru þau flutt á
sjúkrahúsið í La Merced. Þar
hvíldu þau sig meðan þau biðu
komu foreldranna. Með ótrúlegu
þreki og viljastyrk höfðu þau
lifað af viku í „Græna vítinu"
— Amazonfrtunskóginum. Senti-
meter eftir sentimeter, meter eft
ir meter, hafði Óskar ruct þeim
braut gegnum skóginn. Hægt og
sígandi höfðu þau brotist áfram
með systur sína á hinum frum-
scæðu börurn. Þegar þau fund-
ust höfðu systkinin lagt að balci
meira en 100 km vegalengd.
En það kemur enn oft fyrir,
að börnin vakna upp með mar-
tröð að næturlagi og finnst þau
vera komin inn í frumskóginn
aftur. Þessi atburður mun fylgja
þeim það sem efrir er ævinnar.
H. F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS
AÐALFUNDUR
Aðalfundur H.f. Eimskipafélags íslands verð-
ur haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í
Reykjavík fimmtudaginn 22. maí 1975 kl. 13,30.
DAGSKRÁ:
I. Aðalfundarstörf samkvæmt 13. grein sam-
þykkta félagsins.
2. Tillögur til breytinga á samþykktum fé-
lagsins samkvæmt 15. grein samþykktanna.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir
hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á
skrifstofu félagsins, Reykjavík 14. - 16. maí.
Reykjavík, 2. apríl 1975.
STJÓRNIN.