Mánudagsblaðið - 07.04.1975, Page 6
6
Mánudagsbl aðið
Mánudagur 7. apríl 1'975
AJAX skrifar:
SVEITARÍGUR
Á ÍSLANDI 25greih
TUNGNAMENN
Biskupstunguxnar hafa löng-
um verið fjöknenn sveit, og þær
hafa haldið velli furðanlega, þó
að einstaka bæir hafi farið þar
í eyði. Og þeota er ein af sögu-
ríkustu sveitum á íslandi. Þarna
eru sögufræg höfuðból næstum
því á hverju strái. Auðvitað
gnæfir Skálholt yfir alla aðra
staði á þessurn slóðum með öll-
um sínum minningum um
horfna biskupa og annað hefð-
arfólk. Af sumttm þessum minn-
ingum stendur Ijómi, aðrar valda
sárum trega eins og morðin á
Jóni biskupi Arasyni og sonum
hans og örlög Ragnheiðar Brynj-
ólfsdóttur. En Skálholt er ekki
eitt ,um að geyma margar minn-
ingar, þær eru einnig tengdar
öðrum höfuðbólum í Biskups-
tungum, svo sem Úthlíð,
Bræðratungu, Haukadal og ýms-
um öðrum. Og ofan á ailar sögu-
legar minningar skarta Biskups-
tungumar með sumum mestu
náttúmundrum þessa lands, svo
sem Guilfossi og Geysi. En
reyndar er margt fleira fagurt að
sjá í Tungunum en Gullfoss og
Geysi. Fjallasýn er þar ein nin
fegursta á landinu önnur eins
fjöll og Bjarnarfell, og Kálfs-
tinda og Högnhöfða em ekki á
hverju strái.
Tungnamenn nútímans standa
ekki forfeðmm sínum að baki.
Þetta er ein mesta framfarasveit
landsins um búskap. Auk hinna
fornfrægu höfuðbóla hafa risið
þarna upp mörg önnur stór-
býli, svo sem Torfastaðir, Spóa-
staðir, Austurltlíð, Múli og
Vatnsleysa, þar sem bændahöfð-
inginn Þorsteinn Sigurðsson
gerði garðinn frægan til akamms
tíma. Á flestum þessara býla
býr stórættað fólk, sem er á einn
eða annan hátt tengt tijgnustu
ættum landsins . Úthlíðarmenn
era skyldir Fjallsættinni á Skeið-
um. Austurhlíðarfólkið er öðru
megin af Langholtsætt með
frændböndum við Hreppamenn,
hinum megin af Bráðræðisætt-
inni í Reykjavík og gegnium
það skylt Hjaltalínsættinni.
Múlamenn eru tegndir Thorar-
ensenunum. Egill Thorarensen
kaupfélagsstjóri í Sigtúnum var
í móðurætt af gömlu Múlaætt-
inni. Einn af Múlamönnum, Páill
Egilsson læknir, settist að í Dan-
mörku og var ekki aðeins kunn-
ur læknir, heldur einnig tónlist-
armaður. A þessari öld hafa
ýmsir þjóðkunnir menn og kon-
ur komið úr Biskupstungum, t.d.
frú Guðrún Jónasson kaupkona
í Reykjavík, Ármann Kr. Ein-
arsson rithöfundur og fleiri og
fleiri. Og enn situr Sigurður vor
Greipsson með sæmd og sóma
við Geysi. Og ekki er Sigríður
í Brattholti enn gleymd, konan,
sem varð þjóðkunn fyrir að
koma í veg fyrir ,að Gullfoss
yrði seldur útlendum bröskur-
um.
Talsvert af Tungnafólki flutt-
ist tii Vestufheims, og þar er
að^íinna gremar’ útÁi' af Áusí’
urhlíðar- og Múlaættum og
einnig af Fellsættinni, ætt frú
Guðrúnar Jónasson.
Þrátt fyrir ýmiss konar frænd-
semi og vensl milli Hreppa-
manna og Tungumanna er blær-
inn á mannlífinu annar í Bisk-
upsmngum en í Hreppum.
Tungnamenn eru einnig félags-
hyggjumenn, en það er minni
fyrirgangur á þeim en Hreppa-
mönnum. Einn Tungnamaður lét
þau orð falla, að Tungnamenn
kæmu saman á mannamót til að
syngja, drekka og kyssa, en
Hreppamenn til að frelsa heim-
inn. Hugsjónabramboltið og ár-
áttan að kippa öllu í lag hjá
öllum hafa aldrei heltekið
Tungnamenn í jafnríkum mæli
og Hreppamenn. Mývetningum
finnst þeir vera komnir heim
til sín í Hreppunum, en ég er
ekki viss um að þeim finnist
það í Tungunum.
Tungnamenn geta verið
hressilegir, en þeir eru nærri því
eins miklir á lofti og ekta
Hreppamenn af gamla skólan-
um. Og kímnigáfa Tungina-
manna er mildu ríkari. Margir
þeirra eru meinhæðnir og snjall-
ar hermikrákur. Ég held að fáir
íslenskir sveitamenn hafi jafn-
mikið skopskyn og þeir. Mont-
rassar og rexandi bramboltarar
og hugsjónavaðlarar gera ekki
mikla lukku í Tungunum.
Tungnamenn eru vísir til að
hlusta. á þá grafalvarlegir ,en
Guð hjálpi hinum sjálfsglöðu
brambolturum, þegar þeir snúa
sér í aðra átt. Þá kemur Tungna-
mannaglotdð fram í algleymingi,
og svo kannske eftirhermur á
eftir. Og mér er ekki gmnlaust
um, að skopi Tungnamanna sé
beint meira gegn Hreppamönn-
um en flestum öðrum. Þetta
kemur jafnvel fram hjá þeim
Tungnamönnum, sem bera hið
tigna Langholtsættarblóð í æðum
um sér. — Ég vil ráðleggja spé-
hræddu fólki að fara sér varlega
í viðskiptum við Biskupstungna-
menn.
SKEIÐAMENN
Það er búsældarlegt á Skeið-
unum, allt landið fyrir austan
Vörðufell er vafið í grasi. Og
löngum hefur verið margt um
góða búmenn á Skeiðum. En
einhvern vegin er það svo, að
allt mannlíf á Skeiðum er dreg-
ið í daufari litum en í Biskups-
tungum og Hreppum. Það er
einhver grámóða yfir lífinu
þarna austur af Vörðufellinu og
ekki mikil hreyfing á Mutunum.
Geysir í Haukadal.
Skeiðabasndurnir hafa setið hver
á sinni þúfu, efnaðir og ánægð-
ir ,en félagsmálastúss hefur ekki
verið mikið hjá þeim, og er ég
ekki að segja þeim þetta tii
lasts. Skeiðunum svipar um
margt meir til Flóans og lág-
sveitanna í Árnessýsiu en til
hinna litríku uppsveita Hrepp-
anna og Tungnamenn, Þarna
hafa verið sterkar ættir, Reykja-
ætt og Fjallsæct, sem hafa bland-
ast ýmislega saman. Þessar ætt-
ir hafa dreifst út um allt land,
og menn af þeim hafa oft verið
framarlega í athafnalífinu, og
ber þar sennilega hæst dugn-
aðarforkinn Tryggva Ófeigsson.
En hástemmt hugsjónaglamur er
yfirleitt Skeiðamönnum fram-
andi. Skeiðamenn eiga það til að
glotta að bramboltinu í Hreppa-
mönnum, en öll er þeirra kímni
góðlátlegri og hógværari en
kímni Tuognamanna.
Þó hafa á Skeiðunum mynd-
ast litríkar þjóðsögur. En flest-
allar þeirra eru tengdar prest-
unium á Ólafsvöllum, sem yfir-
leitt hafa verið aðkomumenn í
byggðinni og stundum ekki meir
en svo samlagast bændafólkinu
í sveitinni. Á Ólafsvöllum vom
löngum litríkir og sérkennilegir
prestar, svo sem séra Brynjólfur
Jónsson, en um hann hafa mynd-
ast hvað flestar þjóðsögur. Séra
Brynjólfur var enginn hversdags-
maður á háttum eða tali og enn
lifa meðal þjóðarinnar margar
sögur um hann og hnyttin til-
svör hans. Minni hans var ótrú-
legt, enda hefur það löngum
verið einkenni þeirra ætta, sem
hann var af kominn, Víðivaila-
ættar og Staðarfellsættar. Þegar
gesti bar að garði hjá séra Brynj-
ólfi gat hann oftast rakið ætt-
ir sínar aftur í gráa forneskju,
og sagt er, að hann hafi leiðrétt
villttr í ættfærslu konunga í
Encydopedia Britanica og sann-
að sitt mál. Nú er dauflegra á
Ólafsvöllum en áður var. Þar
situr nú enginn prestur ,og lík-
lega aldrei framar. Reyndar er
það svo með prestana okkar í
dag, að þó að þetta séu ágætis-
menn eru þeir ekki líldegir til
að verða þjóðsagnahecjur á borð
við séra Brynjólf. A'JAX.
(Framhald).
GLISTRUP OG
FRÉTTIRNAR
Hinn umdeildi formaður
Franrfaraflokksins í Dan-
mörku, Mogens Glistrup,
sleppir aldrei neinni fréttaút-
sendingu danska útvarpsins.
Hann ber alltaf á sér lítið
transistortæki og fréttir vill
hann fá að heyra hvað"sem
tautar og raular. — Þannig
verða þingmenn flokksins að
sætta sig við, að aldrei er
haldinn fundur í flokknum á
fréttatíma. Glistrup hefur
sagt, að ef boðað sé til fund-
ar kiukkan 18, þá hefjist
hann ekki fyrr en klukkan
18,05 og honum verði að
vera lokið fyrir klukkan
18,30.
Sjálfur segist Glistrup
verða að fylgjast með öllum
fréttatímum til þess að fá
fregnir af þvi hvað hinir pól-
itísku leiðtogarnir séu að
brugga.
Lausn á getraun
Félagi Willie Montfords í veðsjoppunni var ekki Efise
Drake. Þess vegna var um annað hvort Dottie Kinble eða
Connie Laird að ræða. Connie Laird og morðinginn voru
báðar giftar og þar sem Montford var ógiftur, þá var það
Dottie Kinble sem rak veðsjoppuna með Montford. Þar af
leiðandi, þar sem morðingi Montfords og Connie Laird voru
giftar og hvorki Connie né Dottie Kinble (sem var ógift) þá
var það Elsie Drake sem drepið hafði hinn laglega Willie
Montford.
ASalfundur
Alþýðu-
bankans h.f.
verður haldinn iaugardaginn 12. apríl 1975 í
Súlnasal Hótel Sögu í Reykjavík og hefst kl.
14,00.
DAGSKRÁ:
Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt sam-
þykktum bankans.
Aðgöngumiðar að aðalfundinum ásamt at-
kvæðaseðlúm, verða afhentir hluthöfum og
umboðsmönnum þeirra í bankanum að Lauga-
vegi 31, dagana 10. og 11. apríl n.k.
Reykjavík 1. apríl 1975.
Bankaráð Alþýðubankans h.f.
Hermann Guðmundsson
form.
Björn Þórhallsson,
ritari.