Mánudagsblaðið - 07.04.1975, Blaðsíða 8
ÚR HEIMS
PRESSUNNI
Perle Mesta
látin
Nýlega er látin í Okiahoma
City Perle Mesta, fræg veislu-
dama í Washington DC, millj
óneri með meiru. Hún byrj-
aði að halda stórar veislur í
höfuðborginni og bauð þang-
að frægasta fólki, og Harry
Truman og Lyndon B. John-
son urðu vinir hennar. Tru-
man lék á píanó í veislu hjá
henni og Eisenhower söng
„Drink to me only with thine
eyes“ fyrir gesti hennar. Hún
var gerð að sendiherra í Lux-
emborg, og um hana var
Broadway-sýningin „Call me
Madam“, þar sem Ethel Mer-
man lék Mestu.
Kvenráð-
herran fíáinn
Elizabeth Bagaya, fyrrver-
andi fyrirsæta og um tíma
utanríkisráðherra Uganda (og
síðan rekin af Idí Amin fyrir
ástaratlot við hvítan karl-
mann á klósetti á Parísarflug
velli) er nú flóttamaður í
Kenya. Þar gaf hún út til-
kynningu um að hún vildi
segja sögu sína fyrir 42 þús-
und dollara, en enginn vildi
sjá hana. Nú hafa yfirvöld í
Kenya sagt, að hún verði rek-
in úr landi, því að þeir náðu
henni frá Úganda með því
skilyrði, að hún skipti sér
ckki af pólitík og gerði ekk-
ert til að móðga Amin for-
seta.
Aftur sjófær
Eini kafbátur kínverja er
knúinn kjarnorku. Hann hef-
ur verið í viðgerð í um tvö
ár, en er nú sjófær aftur. —
Hann sást nýlega ofansjávar
nálægt Kína.
Ford vifí ekki
lækka laun
sín
Þeir eru allir eins, pólitík-
usarnir, þegar pyngjan er
annars vegar. Ford forseti
hefur neitað a. m. k. einum
niðurskurði, en það er í laun-
um hans sjálfs. Nokkrir af
aðairáðgjöfum hans í fjár-
málum, hafa stungið upp á
því að hann minnkaði vilj-
andi laun sín, sem era um
200 þúsund dollarar á ári, en
forsetinn neitaði tiJlögunni á
þeirri forsendu að hún væri
„sýndarmennska“ ck:.
ERFINGJAR ONASSIS:
FÁHEYRÐAR SUMMUR
Ekki er enn farið að deila
arfinum eftir Onassis, en get-
gátur eru á lofti um hvernig
hann muni skiptast. Jaque-
line Onassis ku fá litlar 125
milljónir dol'lara, plús tuttugu
millj. dollara listaverkasafn,
sem er m. a. eftir listamenn
eins og E1 Greco, Van Gogh
og Picasso. Dóttir hennar,
Caroline, 17 ára, og sonurinn
John F. Kennedy jr„ njóta
góðs af 15 milljónum doll-
ara sjóði, sem þau eignast að
fuMu innan 14 ára. Ein sögu-
sögn hermir að Maria Callas
fái allt á milli einnar millj-
ónar dollara og 200 milljóna,
en eignir Onassis eru metnar
á billjón dollara.
En mestur hluti eigna hans
fer til einu dóttur hans,
Christinu, 24 ára, en bróðir
hennar fórst í flugslysi fyrir
tveimur árum. Sögurnar segja
að Aristoteles Onassis hafi
ánafnað henni alt að 800
milljónum dollara, sem gerir
hana að einni af ríkustu kon-
um heimsins. Hún hefur ver-
ið að læra að stjórna þessum
miklu eigum undanfarið og
skuggi féll á vináttu hennar
og Jackie. Sagt er að faðir
hennar hafi fengið hana til
að lofa Sér, á banabeði, að
giftast öðrum skipakóngi og
milljónaerfingja, Peter Goul-
andris, og láta fyrsta son
þeirra eignast allan arf eftir
þau, „og ef faðir hennar vill
að hún giftist honum, þá ger-
ir hún það,“ segir nákunnug-
ur.
Onassis var minnst á þeim
stöðum sem hann sótti mest,
m. a. var „horninu hans Ari“
en það er sérstakt borð í næt-
urklúbbnum E1 Morocco í
New York, haldið auðu til
minningar um hann, og einn-
ig borði hans á Maxims í
París.
Milljónaeríingjarnir Jacque-
Iine og börn hcnnar, — á
dögum Kennedys forseta.
Henry Ford fullur
viB stýriB
„Hann var reglulegur sjent-
ilmaður, eins góður og hægt
var,“ sagði þjóðvegalögreglu-
þjónninn, eftir að Henry
Ford, 57 ára eigandi Ford-
verksmiðjanna, var tekinn
fastur fyrir að aka vinstra
megin á götu nálægt Santa
Barbara í Californíu. Við
hlið hans var hin rauðhærða
og laglega Kathleen DuRoss,
sýningardama fyrir Ford-fyrir
tækið. (Kona Fords var við
krýningu í Nepal.) Þegar
Ford félil á edrúprófinu (hann
var beðinn að þylja stafrófið)
var hann færður á spítala til
að blóðprufa yrði tekin af
honum, og síðan var honum
stungið í steininn fyrir að aka
undir áfengisáhrifum. Eftir
fjóra tíma þar, setti hann
fyrir sig 375 dollara trygg-
ingu og snéri aftur til Detroit
og DuRoss með honum. Du-
Ross er tveggja barna móöir,
en eiginmaður hennar lést í
bíilslysi fyrir 16 árum. Du-
Ross hefur sést nokkrum
sinnum með sama ítalska
konsúlnum, sem hefur fylgt
Christinu, konu Fords, þegar
Henry hefur verið fjarstadd-
ur. Það eina sem Ford sagði
um atburðinn var: „Aldrei
kvarta — aldrei skýra frá.“
Merle Oberon gift
Flestir muna eftir hinni
undurfögru leikkonu Merle
Oberon, sem nú er 63 ára.
Hún hefux nýlega gifst Ro-
bert Wolders, 38 ára leikara,
sem verið hefur stöðugur
ferðafélagi hennar undanfarin
ár, og lék aðalhlutverkið á
móti henni í „Interval“ 1973.
Þetta er fjórða hjónaband
hennar, en giftingin var fram
kvæmd með ítrustu leynd í
Beverly Hills fyrir tveim mán
uðum.
Heyrt einhvern góBan
nýlega? — Sendið
hann þá til okkar
úr EINU *
ÍANNAD
EKKI FENGUM við að sjá Lénharð fógeta í sjónvarpinu um
páskana, eins og gefið hafði verið í skyn þegar ekkert varð
af því að myndin yrði sýnd um jólin. Myndin virðist ætla að
verða all erfið í klippingu og sjónvarpið löngu hætt að lofa
nokkru um hvenær frumsýning verður. Þar sem þessi um-
talaða mynd er mjög dýr í allri framleiðslu hyggst sjónvarp-
ið bjóða hana erlendum sjónvarpsstöðvum og fá þannig
nokkuð upp í kostnaðinn. En þar sem erlendir hafá litla
hugmynd um sögu Lénharðs fógeta þarf að skíra myndina
einhverju góðu nafni á erlenda tungu. Við höfum heyrt, að
stungið hafi verið upp á nafninu „Sheriff Lenny" og muni
þá myndin renna út þar sem menn álíti að hér séu um ekta
„western" að ræða.
ÞRÁTT FYRIR allt talið um sparnað á öllum sviðum í rík-
isrekstrinum sá alþingi ekki ástæðu til að sleppa hinni ár-
legu veislu fyrir þingmenn og starfslið þingsins. Sagt er að
veislan hafi ekki kostað undir einni milljón króna og er þetta
góð byrjun á niðurskurði ríkisútgjalda. Það er vonandi að
þingmenn hafi skemmt sér vel í þessari veislu sem haldin
var á kostnað almennings og auðvitað hefði það verið helber
nánasarháttur að fara að rukka þessa menn fyrir matinn og
sjússana.
HIÐ NÝJA útvarpsráð hefur ekki starfað nema skamman
tíma og því ekki komin nein reynsla á hvernig það kemur
til með að standa sig. En það væri óskandi að hætt yrði að
sýna í hverri viku sænskar „heimildarkvikmyndir" um á-
standið í hinu og þessu Afríkuríkja. Vægast sagt eru mynd-
ir þessar drepleiðinlegar og oftar en ekki gerðar á hlut-
drægan hátt til þess að sætta almenning í Svíþjóð við þá
ákvörðun Palme að ausa fé í Afríkuríki þar sem argasta eln-
ræði er við ríki.
ÞAR SEM bensíndropinn er orðinn alldýr, svo ekki sé meira
sagt, og á eftir að hækka enn meir, hafa ýmsir velt því fyrir
sér að fá sér reiðhjól til að ferðast á milli heimilis og vinnu-
staðar. Telja menn sig þar með geta sparað stórfé með því
að láta bílinn standa. Hins vegar er okkur tjáð, að góð reið-
hjól fyrir fullorðna kosti nú um eða yfir þrjátíu þúsundir og
það má þó aka talsverðan spotta fyrir þann pening.
FÓSTUREYÐINGAFRUMVARPIÐ er nú talsvert til umræðu
meðal almennings. Hæst láta rauðsokkar og þeirra fylgi-
fiskar sem vilja afdráttarlausan „sjálfsákvörðunarrétt kon-
unnar“ til þess að láta eyða fóstri. Þar eiga hvorki læknar
né aðrir að hafa nein áhrif á. Það er engu líkara en þetta
fólk viti ekki, að með öllum þeim fjölda getnaðarvarna sem
nú eru á markaðnum er það algjörlega undir konunni kom-
ið hvort húnn vill verða barnshafandi eða ekki. Næst verður
sjálfsagt borin fram krafa um að móðir geti látið stytta ný-
fæddu barni sínu aldur ef í Ijós kemur að það er ekki rétt
skapað á allan hátt. Og hvað með allan þennan fjölda af
gamalmennum sem liggja ósjálfbjarga á sjúkrahúsum og
elliheimilum? Verður ekki bráðum talinn óþarfi að halda
lífinu í þeim?
MANNI NOKKRUM var neitað um frekari afgreiðslu á barn-
um á þeim forsendum að hann væri orðinn of drukkinn.
— Hvaða vitleysa, sagði maðurinn. Ég er bláedrú. Sjáðu
bara köttinn sem er að koma inn um dyrnar. Hann hefur
bara tvö augu svo ekki er ég farinn að sjá tvöfalt.
— Þessi köttur er á leiðinni út, maður minn.
TVEIR MENN hittust í Austurstræti fyrir skömmu og tóku
tal saman.
— Hvað myndir þú gera ef þú mundir vinna milljón í happ-
drætti
— Ég myndi kaupa mér sæmilegan bíl.
— En ef þú fengir nú tvær milljónir?
— Þá keypti ég Volvo.
— Hvað þá ef þú fengir hæsta vinninginn í Háskólahapp-
drættinu, níu milljónir — ha?
— Ja — þá færi ég að borga eitthvað af ógreiddum
sköttum, býst ég við.
LOKSINS ER orðið hægt að fá iðnaðarmenn til smávið-
gerða án þess að þurfa að bíða vikum saman. Og það sem
meira er, margir þeirra setja nú bara það skilyrði að ekki
nema helmingurinn af greiðslu til þeirra verði gefinn upp
til skatts, en áður var yfirleitt ekki tekið í mál að snerta
á verki nema ekkert væri gefið upp.
d