Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 B 3  ÍSLENSKA 19 ára landslið kvenna í knattspyrnu beið lægri hlut fyrir Rússum, 5:1, í síðasta leik sínum í undankeppni EM en riðillinn sem Ís- land lék var spilaður í Bosníu/Herse- góvínu. Þetta var úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum en báðar þjóðir voru búnar að tryggja sér sæti í milli- riðli. Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði mark íslenska liðsins og var það sjöunda mark hennar í keppn- inni.  JÓHANNES Karl Guðjónsson lék allan leikinn fyrir Leicester sem gerði 1:1 jafntefli gegn Derby á úti- velli í ensku 1. deildinni í knatt- spyrnu. Jóhannes var sem fyrr harð- ur í horn að taka og fékk að líta gula spjaldið í seinni hálfleik.  BJARNI Guðjónsson var í byrjun- arliði Plymouth sem sigraði Stoke, 2:1. Bjarna var skipt útaf á 53. mín- útu leiksins.  HANNES Þ. Sigurðsson lék sinn fyrsta leik fyrir Stoke en hann lék all- an síðari hálfleikinn. Hannes var óheppinn að skora ekki því skot hans fór í stöngina í byrjun síðari hálfleiks.  TONY Pulis stýrði liði Plymouth til sigurs gegn Stoke en hann stýrði liði Stoke í þrjú ár en hætti eftir tíma- bilið síðastliðið vor.  GYLFI Einarsson sat allan tímann á bekknum hjá Leeds sem gerði markalaust jafntefli við Watford.  GRÉTAR Rafn Steinsson lék síð- ustu 6 mínúturnar fyrir AZ Alkmaar í gær þegar liðið sigraði NEC Nijme- gen, 3:2, í hollensku 1. deildinni í knattspyrnu. AZ Alkmaar og Feyenoord eru efst og jöfn í deildinni með 18 stig eftir sjö umferðir.  HELGI Sigurðsson lék allan leik- inn fyrir AGF sem gerði 2:2 jafntefli við Esbjerg á heimavelli í dönsku úr- valsdeildinni í knattspyrnu í gær. AGF lenti 2:0 undir í upphafi síðari hálfleiks en Anders Kagh jafnaði metin fyrir AGF með tveimur mörk- um á 76. og 78. mínútu.  JÓHANN B. Guðmundsson var í byrjunarliði Örgryte sem sigraði Elfsborg, 4:2, í sænsku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu í gær. Jóhanni var skipt útaf á 53. mínútu leiksins.  HJÁLMAR Jónsson lék ekki með Gautaborg vegna meiðsla þegar liðið sigraði Assyriska, 3:2.  PÉTUR Marteinsson er enn á sjúkralistanum hjá Hammarby sem steinlá fyrir Kalmar, 3:0.  HARALDUR Freyr Guðmundsson vermdi varamannabekkinn hjá Aale- sund allan leikinn þegar lið hans lagði Lilleström að velli, 1:0, í norsku úr- valsdeildinni í knattspyrnu í gær.  JÓHANNES Harðarson tók út leikbann í liði Start þegar það tapaði fyrir Tromsö, 3:1.  ÁRNI Gautur Arason lék í marki Vålerenga sem tapaði fyrir Lyn, 1:0, á heimavelli. Stefán Gíslason lék all- an leikinn á miðjunni hjá Lyn. FÓLK HERMANN Hreiðarsson gat ekki leikið með Charlton gegn Totten- ham vegna meiðsla í læri en Charl- ton missti niður tveggja marka for- skot og tapaði, 3:2. Þetta var annar tapleikur Charlton í röð en liðið lá fyrir meisturum Chelsea á dög- unum.,,Ég tognaði aðeins í lærinu framanverðu á æfingu á föstudag- inn og ég gat því miður ekki spilað. Það var ansi svekkjandi að sitja í stúkunni og aulaskapur hjá okkur að vinna ekki þennan leik,“ sagði Hermann við Morgunblaðið í gær en segist verða frá æfingum í viku til tíu daga. ,,Þetta er nú sem betur fer ekk- ert alvarlegt. Það var svo sem ágæt tímasetning á þessu fyrst þetta þurfti að gerast þar sem hálfsmán- aðar hlé verður á deildinni vegna landsleikja,“ sagði Hermann. Hermann verður ekki með ís- lenska landsliðinu í leikjunum við Pólland og Svíþjóð en þar sem hann tekur út leikbann í leiknum gegn Svíum ákváðu landsliðsþjálfararnir að gefa Hermanni og Eiði Smára frí í leiknum við Pólverja en Eiður tek- ur sömuleiðis út bann í Svía- leiknum. Hermann ætlar að nota tækifær- ið í fríinu til að fá sig góðan af meiðslum sem hafa angrað hann í ökkla og fer hann í sprautumeðferð í dag. Hermann Hreiðarsson tognaði í lærinu Fyrra markið skoraði Brynjar Björn á 3. mínútumeð viðstöðulausu skoti frá vítapunkti og síðara markið með skalla eftir aukaspyrnu á 89. mínútu leiksins. Sumir vildu meina að Brynjar hafi ætlað að flikka boltanum með höfðinu fyrir mark Sheffield. ,,Ég var að reyna að skora og ekkert annað,“ sagði Brynjar á vef Reading í gær. ,,Þetta var ekkert æft en ég fékk mikið pláss í teignum þegar sendingin kom og mér tókst að stýra boltanum í netið. Þetta var afar dýrmætur sigur og vonandi helst þetta góða gengi hjá okkur. Það er komið mikið sjálfstraust í liðið eftir þessa sigur- göngu,“ sagði Brynjar en Reading er í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Sheffield United, og hefur ekki tapað nema einum af tólf leikjum sín- um. Þetta var sjötti deildarleikur Brynjars með Read- ing en hann missti af fyrstu leikjum liðsins vegna meiðsla í hné. Brynjar verður í baráttunni með íslenska landslið- inu á næstunni en Íslendingar sækja Pólverja heim til Varsjár á föstudaginn í vináttuleik og mæta síðan Sví- um í undankeppni HM miðvikudaginn 12. október. ,,Það er gott að fara í landsleikina með þessi tvö mörk í farteskinu,“ segir Brynjar á heimasíðu Read- ing. Ívar Ingimarsson lék eins og Brynjar Björn allan leikinn fyrir Reading og báðir áttu þeir afar góðan leik. Brynjar Björn lék á miðjunni og lét mikið til sín taka og Ívar var traustur í vörninni sem fyrr en Reading hefur aðeins fengið á sig sjö mörk í leikj- unum tólf. Ívar bar fyrirliðabandið í annað sinn en Stöðfirðingurinn tók við fyrirliðabandinu af Grame Murty þegar hann meiddist í leiknum á móti South- ampton í síðustu viku. Ívar hefur spilað alla þrettán leiki Reading á tíma- bilinu, tólf í deildinni og einn í bikarnum, og hefur hann skorað eitt mark. Brynjar Björn hetja Reading BRYNJAR Björn Gunnarsson var hetja Reading þegar liðið sigraði Sheffield United, 2:1, í topp- slag ensku 1. deildarinnar í knattspyrnu á Ma- dejski-leikvangnum í Reading. Brynjar skoraði bæði mörk liðsins og voru þetta hans fyrstu mörk fyrir félagið en Brynjar gekk í raðir liðsins frá Wat- ford fyrir tímabilið. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Brynjar Björn Gunnarsson VEIGAR Páll Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Sta- bæk í sigurleik gegn Kongsvinger, 4:1, í norsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Veigar skoraði þriðja og fjórða mark Stabæk og hefur hann skorað 11 mörk í deildinni á yfirstandandi leiktíð og er í 2.–5 sæti yfir markahæstu leikmenn í deildinni. Þegar fjórum umferðum er ólokið er Stabæk efst í deildinni með 58 stig og fátt sem getur komið í veg fyrir að liðið endurheimti sæti sitt í úrvalsdeildinni. Sandefjörd er í öðru sæti með 53 stig og Hønefoss í þriðja með 50. Veigar Páll með tvö fyrir Stabæk SIR Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, var mjög ánægður með frammistöðu Park Ji-sung gegn Fulham en hann átti þátt í öllum þremur mörkum United sem hafði betur, 3:2. Heiðar Helgu- son, lék síðasta korterið í liði Ful- ham og fékk frábært marktækifæri á lokamínútum leiksins en hann skallaði yfir markið af stuttu færi. Park Ji-sung, sem er landsliðs- maður Suður-Kóreu, vakti mikla at- hygli fyrir góða frammistöðu en þetta var besti leikur hans í búningi United á tímabilinu en hann var keyptur í sumar frá PSV Eindhoven. „Park Ji-sung lék frábærlega og hann er ávallt að bæta sig. Hann les leikinn mjög vel og hann á aðeins eftir að verða betri. Þetta var frá- bær leikur og Fulham lék mjög vel, við áttum í miklum erfiðleikum með þá. Það er alltaf erfitt að vinna leiki en það er meiri pressa á okkur, Ars- enal og Liverpool en áður því Chelsea hefur byrjað tímabilið frá- bærlega. Við höfum átt mjög erfiða útileiki og kannski hefur Chelsea spilað við léttari mótherja en við. Mótið er mjög langt og ef Chelsea byrjar að misstíga sig er alveg möguleiki á því að staðan í deildinni breytist,“ sagði Ferguson. Hann bætti því við að hollenski landsliðs- maðurinn Ruud Van Nistelrooy væri að ná fyrri styrk og segir Skotinn að það séu engar líkur á því að Nistel- rooy sé á förum til Real Madrid á Spáni. „Það lítur út fyrir að Nistelro- oy sé búinn að ná fyrri styrk, hann var stórkostlegur og sýndi að hann er einn besti framherji í heimi.“ AP Heiðar Helguson, leikmaður Fulham, á hér í höggi við Alan Smith hjá Manchester United. Báðir eru þeir öflugir leikmenn.Ferguson ánægður með Park Ji-sung

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.