Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 8
 BO Henriksen, Hans Mathiesen og Kim Nörholt, dönsku knatt- spyrnumennirnir sem spiluðu með Fram í sumar, eru á förum til Mald- ive-eyja í Indlandshafi í næstu viku. Þar hafa þeir gert samning til eins mánaðar við félag sem er að fara í fjögurra liða úrslit um meistaratit- ilinn þar í landi.  MIDDLESBROUGH sigraði Aston Villa 3:2 á útivelli í gær og skoraði Ayegbini Yakubu tvívegis fyrir Middlesbrough. Steve McClaren knattspyrnustjóri „Boro“ hrósaði Yakubu í hásterkt. „Við vissum hvað hann gæti þegar við keyptum hann frá Portsmouth og í þessum leik sýndi hann öllum hve góður hann er. Hann var einn í fremstu víglínu megnið af leiknum en í hvert sinn sem hann fékk knöttinn skapaðist hætta,“ sagði McClaren.  NÝLIÐAR Wigan í ensku úrvals- deildinni halda áfram að koma á óvart en Wigan sigraði Bolton 2:1 á heimavelli gær og er Wigan með 13 stig eftir 7 leiki.  DAVID Moyes, knattspyrnustjóri Everton, segir að margir af leik- mönnum liðsins þurfi að taka sig verulega á ætli liðið sér að þoka sér upp töfluna en Everton tapaði 2:0 gegn Manchester City í gær og er í neðsta sæti deildarinnar með 3 stig. „Ég hef farið fram á það að leikmenn liðsins sýni meiri baráttu og taki réttar ákvarðanir. En ég tel að það séu margir leikmenn í mínu liði sem virðast ekki hafa það sem til þarf í þessari stöðu,“ sagði Moyes.  DARREN Bent, framherji Charl- ton, virtist hafa tryggt sínu liði sigur gegn Tottenham en Bent skoraði tvívegis en leikmenn Tottenham sneru taflinu sér í vil með mörkum frá Ledley King, Mido og Robbie Keane sem kom inn á sem varamað- ur. Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að ekki komi til greina að selja Keane frá liðinu í jan- úar þegar leikmannamarkaðurinn opnar á ný. „Það er frábært að hafa leikmann á bekknum sem skorar nánast í hvert sinn sem hann kemur inn á. En ég hef engar áhyggjur af framtíð hans hjá félaginu. Hann fær að spila mikið ef hann stendur sig og það gildir það sama um alla leikmenn liðsins,“ sagði Jol.  ARNAR Þór Viðarsson, Rúnar Kristinsson og Arnar Grétarsson voru allir í byrjunarliðinu hjá Íslend- ingaliðinu Lokeren sem tapaði, 2:1, fyrir Standard Liege í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu á laugar- dagskvöldið. Rúnar lagði upp mark Lokeren sem í 8. sæti með 13 stig.  INDRIÐI Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Genk sem gerði 2:2 jafn- tefli við Beerschot í gær. FÓLK MAIK Taylor, markvörður Birm- ingham, varði eins og berserkur gegn Arsenal í gær á Highbury en hann gerði ein mistök í leiknum á 81. mínútu er varamaðurinn Robin Van Persie skoraði eina mark leiksins. Taylor varði m.a. vítaspyrnu frá Robert Pires en Birmingham lék einum færri í 66 mínútur eftir að Kenny Cunningham fyrirliði fékk rauða spjaldið. Van Persie sagði eftir leikinn að Arsenal hefði haft heppnina með sér. „Það var erfitt að eiga við Birmingham þrátt fyrir að við værum einum fleiri megnið af leiknum. En við höfðum heppn- ina með okkur að þessu sinni,“ sagði Van Persie. Steve Bruce, knattspyrnustjóri Birmingham, hrósaði markverði sínum í hástert. „Taylor var stór- kostlegur og hann varði sjö skot sem voru á leið í markið. Við töp- uðum því miður leiknum en mér fannst við vera að leika vel í fyrri hálfleik en það breyttist allt eftir að við misstum einn leikmann útaf. Ég var ekki sammála dómaranum og taldi að gult spjald hefði verið næg refsing í þessu tilviki,“ sagði Bruce. Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, sagði að Sven Gör- an Eriksson landsliðsþjálfari gæti þakkað fyrir að Taylor, markvörð- ur Birmingham, væri ekki í lands- liði Póllands eða Austurríkis. „Við höfðum heppnina með okk- ur og það virtist sem Taylor myndi verja öll skot sem færu á markið. Hann á hrós skilið og það er ekki oft sem markverðir eru með slíka sýningu,“ sagði Wenger. Taylor í aðalhlutverki á Highbury Frank Lampard kom Chelseayfir á 27. mínútu þegar hann skoraði úr vítaspyrnu en Steven Gerrrad jafnaði metin fyrir heimamenn á 36. mínútu. Damien Duff kom Chelsea aftur yfir á 43. mínútu. Joe Cole skoraði þriðja mark Chelsea á 63. mínútu og Geremi skoraði síðasta mark leiksins á 82. mínútu. Didier Drogba, framherji Chelsea, sagði eftir leikinn að leikmenn liðsins hefðu sett sér markmið að gera betur í þessum leik eftir markalaust jafntefli lið- anna í Meistaradeild Evrópu sl. miðvikudag. „Við erum ánægðir með sig- urinn enda ætluðum við að gera betur en í síðasta leik. Við trúð- um því að við gætum sigrað,“ sagði Drogba en hann telur að hann hafi ekki leikið betri leik með Chelsea. „Ég held að ég hafi ekki sýnt betri leik með Chelsea og það er sérstaklega ánægjulegt að ná slíkum leik aðeins fjórum dögum eftir að hafa leikið gegn Liverpool í Meistaradeildinni.“ Jose Mourinho, knattspyrnu- stjóri Chelsea, sagði að nú væri tími til kominn að félagið fengi þá virðingu sem því bæri. „Átta leik- ir, átta sigrar og átján mörk er góður árangur en margir hafa gagnrýnt okkur sem lið að und- anförnu. Ég er hins vegar ekki sammála því að baráttan um tit- ilinn sé búin. Við erum með þægi- legt forskot en það þýðir ekki að við getum leyft okkur að slaka á. Við getum gert mistök og hin liðin munu reyna allt sem þau geta til þess að ná okkur að stigum. Við erum með gott lið, ég hef aldrei sagt að við séum besta knatt- spyrnulið heims. Í okkar röðum erum við með leikmenn sem eru metnaðarfullir, vörnin er góð, sóknarleikurinn er í lagi og við er- um með leikmenn sem hafa hæfi- leika til þess að breyta gangi leiks- ins,“ sagði Mourinho. Frank Lampard, fyrirliði Chelsea, sagði að leikmenn liðsins hefðu ekki svarað þeirri gagnrýni sem liðið hefur mátt þola. „Við höfum ekki svarað því sem sagt hefur verið um okkur á undanförn- um dögum og við ætluðum einfald- lega að svara þeirri gagnrýni með góðum leik. Það sáu það allir sem vildu að við vorum einbeittir í þessum leik og vildum einfaldlega sigra,“ sagði Lampard. Rafael Benítez, knattspyrnu- stjóri Liverpool, sagði að liðið léki mun betur en staða þess í deildinni segði til um núna. „Við lékum mjög vel í fyrri hálfleik en eftir að við fengum á okkur annað markið tókum við áhættu sem gekk ekki upp.“ Meistarabragur á leik Chelsea CHELSEA heldur sínu striki í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu með stórsigri á Liver- pool á Anfield í gær en ensku meistararnir skoruðu fjögur mörk gegn einu. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leik- mannahópi Chelsea en enska meistaraliðið er nú með 9 stiga forskot á Charlton og Totten- ham sem eru í öðru sæti deild- arinnar en Liverpool er 10 stig- um á eftir Chelsea. Reuters Didier Drogba, framherji Chelsea, lék vel í gær á Anfield gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en Sami Hyypia reynir að stöðva Drogba en Chelsea sigraði 4:1. PAOLO Maldini, fyrirliði AC Milan, skoraði í fyrsta sinn á sínum langa ferli tvö mörk þegar AC Milan lagði Reggina, 2:1, í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í gær. Hinn 37 ára gamli bakvörður, sem lék í gær sinn 572. leik í A- deildinni fyrir AC Milan, sýndi að hann ekki bara frábær varnamaður heldur kann hann líka að skora mörk. Maldini skoraði fyrra markið á 5. mínútu með laglegu skoti og það síðara á 20. mínútu með hör- kuskalla eftir hornspyrnu.  Juventus hélt sigurgöngu sinni áfram í gærkvöldi en liðið lagði Int- er, 2:0, og er með fullt hús stiga eft- ir sex umferðir. Frakkinn David Trezeguet og Pavel Nedved skor- uðu mörkin fyrir meistara Juventus í fyrri hálfleik. Maldini með tvö fyrir AC Milan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.