Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 1
2005  MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A HAUKAR VORU SJÁLFUM SÉR VERSTIR/B4 LOGI Gunnarsson, landsliðsmaður í körfu- knattleik, átti stórleik í sínum fyrsta deildarleik með Bayreuth í þýsku 2. deildinni í körfuknatt- leik í gær. Logi skoraði 25 stig og var stigahæstur sinna manna þegar liðið sigraði MTV Stuttgart, 92:81. Hann skoraði fimm þriggja stiga körfur úr níu skottilraunum, tók 6 fráköst og átti 3 stoðsendingar. Þá skoraði Logi einnig 25 stig fyrir liðið í síðustu viku í æfingaleik og hann fellur greinilega vel inn í þýska liðið. Logi gekk til liðs við Bayreuth í sumar frá Giessen og gerði eins árs samning við félagið. Bayreuth hefur sett stefnuna á að komast í efstu deild en 16 ár eru liðin síðan félagið hampaði þýska meistaratitlinum. Logi með 25 stig í fyrsta leik með Bayreuth Hörður Sveinsson úr Keflavík ogGreta Mjöll Samúelsdóttir, Breiðabliki, voru útnefnd efnileg- ustu leikmennirnir. Kristinn Jakobsson varð enn og aftur fyrir valinu sem besti dómari ársins. Fimm FH-ingar í liði ársins Íslandsmeistarar FH-inga áttu fimm leikmenn í liði ársins og bik- armeistarar Vals fjóra og þá var Ólafur Jóhannesson, FH, útnefndur þjálfari ársins í Landsbankadeild karla, þriðja árið í röð. Í liði ársins voru valdir: Markvörður: Daði Lárusson, FH. Varnarmenn: Auðun Helgason, FH, Bjarni Ólafur Eiríksson, Val, Guðmundur Sævarsson, FH, og Grétar Sigfinnur Sigurðsson, Val. Miðjumenn: Helgi Valur Daníels- son, Fylki, Matthías Guðmundsson, Val, Baldur Ingimar Aðalsteinsson, Val, og Viktor Bjarki Arnarsson, Fylki. Framherjar: Allan Borgvardt, FH, og Tryggvi Guðmundsson, FH. Sex úr Breiðabliki í liði ársins Úlfar Hinriksson, Breiðabliki, var útnefndur þjálfari ársins í Landsbankadeild kvenna og í liði ársins voru sex leikmenn úr Ís- lands- og bikarmeistaraliði Breiða- bliks. Í liði ársins voru eftirtaldir leikmenn: Markvörður: Þóra B. Helgadótt- ir, Breiðabliki. Varnarmenn: Ásta Árnadóttir, Val, Bryndís Bjarnadóttir, Breiða- bliki, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, KR, Ólína G. Viðarsdóttir, Breiða- bliki. Miðvallarleikmenn: Edda Garð- arsdóttir, Breiðabliki, Erna B. Sig- urðardóttir, Breiðabliki, Hólmfríð- ur Magnúsdóttir, ÍBV, Laufey Ólafsdóttir, Val. Framherjar: Greta Mjöll Sam- úelsdóttir, Breiðabliki, og Margrét Lára Viðarsdóttir, Val.  Stuðningsmenn FH, Mafían, voru útnefndir stuðningsmenn árs- ins. Ágúst Gylfason, KR, og Ólína Viðarsdóttir, Breiðabliki, voru valin prúðustu leikmenn ársins og Kefl- víkingar áttu prúðasta liðið, bæði í karla- og kvennaflokki. Morgunblaðið/Halldór Kolbeinsson Verðlaunahafar á lokahófi KSÍ. Frá vinstri Ólafur Jóhannesson, FH, þjálfari ársins, Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir sem tók á móti verðlaunum systur sinnar, Gretu Mjallar Samúelsdóttur sem efnilegasta leikmanns ársins, Laufey Ólafsdóttir, Val, leikmaður ársins í kvennaflokki, og Hörður Sveinsson, Keflavík, efnilegsti leikmaðurinn í Landsbankadeild karla. Borgvardt og Laufey valin best í annað sinn ALLAN Borgvardt, FH, en nú leikmaður Viking í Noregi og Laufey Ólafsdóttir í Val voru útnefnd leikmenn ársins á lokahófi knatt- spyrnufólks í Broadway á laugardagskvöld. Borgvardt var útnefnd- ur í annað sinn en hann varð fyrir valinu fyrir tveimur árum. Laufey hreppti titilinn annað árið í röð. NJARÐVÍK- INGAR hrósuðu sigri á æf- ingamóti í körfu- knattleik sem lauk í Árósum í Danmörku í gær. Í úrslitaleik höfðu Njarðvík- ingar betur gegn danska úrvals- deildarliðinu Bakken Bears, 69:67, og skoraði Egill Jónasson sigurkörfu Njarð- víkinga á lokasekúndum leiksins með troðslukörfu en Njarðvík skor- aði níu síðustu stigin í leiknum. Jeb Ivey var stigahæstur í liði Njarðvík- inga með 24 stig, Friðrik Stef- ánsson skoraði 14 stig og tók 14 fráköst og Brenton Birmingham var með 13 stig. Í undanúrslitum mótsins lögðu Njarðvíkingar lið Bakken Bears, 72:60, en Bakken Bears tefldi fram tveimur liðum á mótinu. Brenton Birmingham skoraði 23 stig, Frið- rik Stefánsson 22 og Jeb Ivey 20. Áður höfðu Njarðvíkingar betur á móti danska liðinu Svendborg, 82:66. Lið Þórs frá Akureyri hafnaði í 6. sæti en Þórsarar biðu í gær lægri hlut fyrir Svendborg, 90:88. Egill tryggði Njarðvík sigur í Árósum Egill Jónasson ÍSLANDSMEISTARAR Keflvík- inga í körfuknattleik hafa gert samning við Bandaríkjamanninn AJ Moye um að hann leiki með lið- inu í Evrópukeppninni í ár. Moye kemur frá Indiana Hoosi- ers háskólanum sem leikur í 1. deild og skoraði hann að meðaltali 10 stig og tók 6,4 fráköst fyrir lið- ið. Moye kemur ekki til með að spila með Keflvíkingum í úrvals- deildinni þar sem aðeins má tefla fram einum Bandaríkjamanni í hverju liði. Fyrir hjá Suður- nesjaliðinu er Jason Kalshow. Keflvíkingar taka þátt í Evr- ópukeppninni þriðja árið í röð. Þeir leika í riðli með finnsku meisturum í NMKY og Sumy frá Úkraínu og komast tvö lið áfram í riðlinum. AJ Moye til Kefl- víkinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.