Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 B 7 Bestum árangri íslensku kepp-endanna náði Íslandsmeistar- inn Kristjana Sif Pálsdóttir en hún hlaut silfurverðlaun fyrir æfingar sínar á gólfi. Kristjana fékk 8,5 í einkunn fyrir æfingar sínar í úrslit- um en 8,125 í fjölþrautinni. Sif Pálsdóttir varð í þriðja sæti á tvíslá með 8,375 í einkunn en hún fékk 8,15 í einkunn í fjölþraut. Rún- ar Alexandersson hafnaði í þriðja sæti í hringjum með 8,95 í einkunn en hann fékk 8,8 í fjölþraut. Viktor Kristmannsson hafnaði í þriðja sæti á tvíslá með 8,125 en hann fékk 8,35 í fjölþraut. Danmörk, Noregur, Finnland, Svíþjóð, Skotland, Norð- ur-Írland, Wales og Írland tóku þátt á mótinu auk Íslands. Ásdís Péturs- dóttir, þjálfari og fararstjóri segir að mótið hafi verið mjög sterkt og árangur íslenska kvennaliðsins því glæsilegur. Wales sigraði í kvenna- keppninni, N-Írar komu þar á eftir og Skotar enduðu í þriðja sæti. Landslið karla varð í 7. sæti og Viktor Kristmannsson varð í 8. sæti í fjölþraut en Rúnar Alexandersson keppti aðeins á 2 áhöldum og komst hann í úrslit á þeim báðum en hann keppti á bogahesti og í hringjum. Finnar sigruðu í karlaflokki, Svíar í 2. sæti og Danir í 3. sæti. Kristjana Sæunn Ólafsdóttir hafnað í 4. sæti á slá með 7,775 í ein- kunn en hún fékk 8,0 í fjölþraut. Fríða Rún Einarsdóttir fékk 6,95 í úrslitum á slá og endaði í 8. sæti en hún fékk 7,925 í fjölþraut. Rúnar Al- exandersson hafnaði í þriðja sæti í hringjum með 8,95 en hann fékk 8,8 í fjölþraut. Viktor Kristmannsson hafnaði í þriðja sæti á tvíslá með 8,125 en hann fékk 8,35 í fjölþraut. Á stökki hafnaði Viktor í 5. sæti með 8,5125 en hann fékk 8,6 í fjöl- þraut en á bogahesti varð hann í 7. sæti með 7,75 með eitt fall en hann fékk 8,2 í fjölþraut. Í gólfæfingum varð Viktor í 6. sæti með 8,025. Róbert Kristmanns- son varð í 8. sæti í stökki með 8,1625 en hann fékk 8,375 í fjöl- þraut. Ingvar Jochumsson keppti á fjór- um áhöldum. Góður árangur í Belfast ÍSLENSKA kvennalandsliðið í fimleikum endaði í fjórða sæti á opna Norður-Evrópumótinu sem fram fór í Belfast á N-Írlandi um helgina en íslenska karlaliðið varð í sjöunda sæti. Seinni leikurinn, sem fram fór ígær, var því nánast formsatriði og lauk honum með níu marka sigri Íslandsmeistaranna, 29:20, en staðan í hálfleik var 14:11. Samanlagt fara Haukastelpur því áfram 70:45, í næstu umferð keppninnar. Styrk- leikamunurinn á þessum tveimur lið- um var áberandi Haukum í hag eins og tölurnar bera með sér. Guðmund- ur Karlsson, þjálfari Haukastelpna, sagði þennan mikla mun á liðunum hafa komið sér á óvart því fyrirfram reiknaði hann með svissneska liðinu sem sigurstranglegri aðilanum í þess- um tveimur leikjum. Kláruðum dæmið í fyrri leiknum ,,Þetta lið, sem er svissneskur meistari, hefur misst þrjá sterka úti- leikmenn frá því á síðasta tímabili, tvær í meiðsli og svo er ein ófrísk. Liðinu tókst ekki að bæta fyrir þenn- an missi og í ljósi þess var yfirhöndin okkar í þessum tveimur leikjum og við auðvitað með okkar góða heima- völl. Síðan lékum við mjög vel í fyrri leiknum og hreinlega kláruðum dæmið þá og leikurinn í dag bar keim af því. Það er alltaf erfitt að halda fullri einbeitingu allan leiktímann þegar munurinn er svona mikill. Hins vegar átti ég von á þeim sterkari, þrátt fyrir þessi skakkaföll sem liðið hefur orðið fyrir.“ Guðmundur segir að svissneska landsliðið hafi nánast alltaf haft betur gegn því íslenska í gegnum tíðina og því ætti svissneska deildin að vera ívið sterkari en sú ís- lenska. „Í ljósi þessa reiknaði ég eiginlega með því að þær ættu betri möguleika en við en mitt lið sýndi einfaldlega að það er mjög gott og á klárlega erindi í þessa keppni. Við hlökkum til næstu umferðar enda er þetta skemmtilegt og ögrandi verkefni og eflir án efa andann í liðinu.“ Hollt að mæta erlendum andstæðingum En hver er, að mati Guðmundar, helsti ávinningurinn af þátttöku í Evrópukeppni? „Fyrst og fremst held ég að leik- menn nái sér í mjög mikla reynslu, við keppum við ný lið, lið sem við þekkjum ekki mikið. Það þarf að huga að ýmsum þáttum, til dæmis breyttu leikskipulagi og það er einfaldlega hollt og gott fyrir ís- lensk lið að mæta erlendum and- stæðingum og ná þannig að víkka sjóndeildarhringinn og, eins og ég sagði, næla sér í aukna reynslu sem kemur til með að skila sér margfalt til baka – engin spurning um það.“ Eins og handknattleiksunnendum er vel kunnugt um er leikið sam- kvæmt nýju fyrirkomulagi í vetur og úrslitakeppnin heyrir sögunni til. Hvernig skyldi Guðmundi lítast á þessar breytingar? ,,Ég verð að segja eins og er að mér fannst ekki nauðsynlegt að breyta til í kvennaboltanum en það var klárlega kominn tími á breyting- ar í karlaboltanum. Það eru svo fá lið í kvennaboltanum að mér fannst alger óþarfi að breyta, þetta var al- veg ágætt eins og það var. Úrslita- keppnin er mjög skemmtileg og hefði að ósekju mátt halda sér. Núna erum við að spila til 5. nóvember og svo er frí til 7. janúar og það er nokkuð löng pása. Þannig að við er- um að leika þrjátíu prósent af deild- inni nú í október og þetta er því nokkuð stór mánuður. Fyrir okkur sem erum að leika í Evrópukeppn- inni getur þetta því haft áhrif á okk- ar niðurstöðu. Í sjálfu sér er svo sem allt í lagi að spila tvöfalda umferð hér heima en þá þyrftu helst fleiri lið að taka þátt – það var því óþarfi að breyta á þessum tímapunkti hjá stelpunum.“ Sækja titlana ekki verja þá Guðmundur segir það ekki vera á dagskrá að verja titlana sem félagið vann á síðustu leiktíð – það eigi að sækja þá. „Við ætlum ekki að fara í neitt varnarstuð en hins vegar hefur Evrópukeppnin auðvitað einhver áhrif á þetta hjá okkur og við gerum okkur vel grein fyrir því. Þess vegna þurfum við sérstaklega að halda ein- beitingunni í lagi því deildin hér heima er mjög jöfn,“ sagði Guðmund- ur Karlsson, þjálfari Haukastelpna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Harpa Melsted, fyrirliði Hauka, skorar gegn svissneska liðinu St. Otmar í gær en Haukar unnu báðar viðureignir liðanna í 3. umferð EHF-keppninnar. Eigum klárlega er- indi í þessa keppni Haukastelpur eru komnar áfram í þriðju umferð, 32 liða úrslit, EHF- keppninnar í handknattleik eftir að hafa lagt svissneska liðið TSV St. Otmar tvívegis mjög örugglega að velli á Ásvöllum. Á laugardag fóru leikar 41:25 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 20:15, en sá leikur taldist heimaleikur svissneska liðsins. St. Otmar var engin fyrirstaða fyrir Hauka Eftir Svan Má Snorrason PETER Crouch, hinn stóri og stæðilegi framherji Liverpool, var í gærkvöld valinn í enska landsliðshópinn í knattspyrnu sem mætir Austurríkismönnum og Pólverjum í undankeppni HM. Sven Göran Eriksson valdi 24 manna hóp og í honum eru meðal annars Alan Smith, Manchester United, og Sol Campbell, Arsenal, en hvorugur þeirra hefur verið í hópi Englendinga í síðustu leikj- um. Hópurinn er þannig skip- aður: Markverðir: Paul Robinson (Tottenham), Robert Green (Nor- wich), Chris Kirkland (WBA) Varnarmenn: Ashley Cole (Ars- enal), Phil Neville (Everton), Luke Young (Charlton), Jamie Carragher (Liverpool), Rio Ferd- inand (Man. Utd.), John Terry (Chelsea), Sol Campbell (Arsenal), Ledley King (Tottenham) Miðjumenn: David Beckham (Real Madrid), Steven Gerrard (Liverpool), Frank Lampard (Chelsea), Joe Cole (Chelsea), Shaun Wright-Phillips (Chelsea), Jermaine Jenas (Tottenham), Al- an Smith (Man. Utd.), Kieran Richardson (Man. Utd.) Framherjar: Michael Owen (Newcastle), Wayne Rooney (Man. Utd.), Jermain Defoe (Totten- ham), Darren Bent (Charlton), Peter Crouch (Liverpool). Crouch í enska landsliðið ÓLAFUR Stef- ánsson skoraði 4 mörk fyrir spænska liðið Ciudad Real þegar það sigr- aði rúmenska liðið Dinamo Búkarest, 29:24, á útivelli í Meistaradeild Evrópu í hand- knattleik á laugardagskvöldið.  Alfreð Gíslason og lærivein- ar hans í Magdeburg hrósuðu sigri í Moskvu í Rússlandi í sömu keppni þegar þeir lögðu Che- hovski, 30:25. Hvorki Sigfús Sig- urðsson né Arnór Atlason komust á blað fyrir Madgeburg en markahæstir í liði Magdeburg voru þeir Grzegoez Tkaczyk og Renato Vugrinec með 6 mörk hver.  Dagur Sigurðsson og læri- sveinar hans í austurríska liðinu Bregenz töpuðu fyrir hinu sterka franska liði Montpellier, 33:24, í Meistaradeildinni í gær og skor- aði Dagur tvö af mörkum sinna manna. Ólafur skor- aði fjögur í Búkarest Ólafur Stef- ánsson 2, Hafdís Hinriksdóttir 1, Ágústa Edda Björnsdóttir1. Mörk KA/Þórs: Inga Dís Sigurðardóttir 8, Jurlita Marevicute 3, Erla Tryggvadóttir 3, Guðrún Tryggvadóttir 3, Þórstína Sigur- dórsdóttir 2. Víkingur – FH 22:28 Mörk Víkings: Ásta Björg Agnarsdóttir 9, Hekla Daðadóttir 5, Þórhildur Björnsdóttir 3, Sigrún Brynjólfsdóttir 2, Natasja Dam- lianovic 2, Margrét Elín Egilsdóttir 2. Mörk FH: Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir 10, Maja Grönberg 5, Ásdís Sigurðardóttir 4, Eva Albrechtsen 4, Gunnur Sveinsdóttir 2, Berglind Ósk Björgvinsdóttir 2, Arna Gunnarsdóttir 1. Staðan: Valur 3 3 0 0 79:58 6 Stjarnan 3 2 1 0 83:64 5 HK 2 2 0 0 60:46 4 ÍBV 2 1 1 0 59:42 3 Haukar 1 1 0 0 36:24 2 Grótta 3 1 0 2 63:64 2 KA/Þór 3 1 0 2 71:85 2 FH 3 1 0 2 75:83 2 Víkingur 3 0 0 3 65:93 0 Fram 3 0 0 3 51:83 0 Þýskaland Minden – Düsseldorf.............................31:33 Pfullingen – Großwallstadt ..................22:23 Wetzlar – Göppingen ............................23:30 Hamburg – Delitzsch ............................33:21 Gummersbach – Lemgo .......................26:26 Staðan: Gummersbach 6 5 1 0 189:144 11 Magdeburg 7 5 1 1 220:193 11 Kiel 6 5 0 1 206:178 10 Lübbecke 6 5 0 1 187:171 10 Lemgo 6 3 2 1 194:161 8 Nordhorn 6 4 0 2 189:169 8 Flensburg 5 4 0 1 166:137 8 Kronau 6 4 0 2 161:158 8 Großwallstadt 6 3 1 2 164:160 7 Hamburg 7 2 1 4 199:185 5 Göppingen 5 2 0 3 147:151 4 Melsungen 6 2 0 4 154:187 4 Düsseldorf 5 1 1 3 138:170 3 Minden 5 1 0 4 128:165 2 Wilhelmsh. 6 0 2 4 156:176 2 Pfullingen 6 1 0 5 147:169 2 Wetzlar 5 1 0 4 141:163 2 Delitzsch 7 0 1 6 158:207 1 COLIN Montgomerie sigraði á Dunhill-meistaramótinu í golfi sem lauk í dag á St. Andrews í Skotlandi en hann lék á 279 höggum samtals og var einu höggi betri en Kenneth Ferrie frá Englandi sem var með fimm högg í forskot fyrir loka- daginn. Montgomerie lék á 71 höggi í gær á meðan Ferrie lék afar illa og endaði á 77 höggum og samtals á 280 höggum. Ro- bert Karlson frá Svíþjóð, And- ers Hansen frá Danmörku, Pa- idraig Harrington frá Írlandi og Henrik Stenson frá Svíþjóð voru jafnir í þriðja sæti á 7 höggum undir pari samtals. Keppt var á þremur mismun- andi völlum á þessu móti en keppendur léku lokahringinn á St. Andrews en einnig var leik- ið á Kingsbarns og Carnoustie. Colin Montgomerie sigraði á Dunhill meistaramótinu í golfi sem lauk í dag á St. Andrews í Skotlandi en hann lék á 279 höggum samtals og var einu höggi betri en Kenneth Ferrie frá Englandi sem var með fimm högg í forskot fyrir loka- daginn. Það eru 19 mánuðir frá því að Montgomerie sigraði síð- ast á Evrópumótaröðinni og fékk hann tæplega 50 millj. kr. fyrir sigurinn. „Þetta er mikilvægasti sigur minn frá upphafi og það var stórkostlegt að ná að landa honum á þessum stað og þess- um velli. Ég lék vel á Opna breska meistaramótinu á þess- um velli og ég gat varla beðið eftir því að fá tækifæri að leika hér á ný,“ sagði Montgomerie sem hefur hægt og bítandi klifrað upp styrkleikalistann á Evrópumótaröðinni en hann var um tíma í 82. sæti á heims- listanum. Langri bið „Monty“ lauk á St. Andrews

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.