Mánudagsblaðið - 26.05.1980, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 26.05.1980, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagurinn 26. maí 1980 IÐNÓ: ROMMÍ Leikstjóri: Jón Sigurbjörnsson Höfundur: D.L. Coburn Það er talsvert nýtt fyrir mig, að hafa ekki nema gott eitt um sýningu að segja og sú staðreynd á svo sannarlega við „Rommi” tveggja þátta sjónleik eftir D.L. Coburn, í þýðingu Tómasar Zoíga, sem frumsýndur var á sunnu- dagskvöld í Iðnó. Þessi gamanleikur, „með alvarlegu ívafi,” eins og hugsuð- ir nútímabókmennta okkar kalla hann eflaust, fjallar um tvær aldraðar mann- eskjur, í „biðsal dauðans” þ.e. heimili fyrir aldraða, vandræði þeirra og vandamál, þykkjur og kvartanir, stífni og ofsa ásamt kátlegu rifrildi, sem endrum og eins fer yfir takmörkin. Þetta er eitt af afar fágætum sviðsverk- um, sem byggir einungis á hæfni leik- enda, hlutverkin myndu æpa á hjálp ef túlkendur þeirra virkju andartak út af réttri leið eða mistúlkuðu anda þeirra. í leikbókmenntum eru til mýmörg verk, sem eru byggð á einni eða tveim persónum þ.e. annaðhvort eintöl, upp- lestrar eða þá með sama sniði og Rommí, samtal og kítur tveggja gamal- menna. Oft, ef ekki oftast, verða slík verk hvimleið, dauð og óintresant en þó eru til góðar undantekningar m.a. þessi, sem halda athygli manna vak- andi. Ég hefi ekki fyllilega skilið þá kverulanta, sem fundið geta einhvern boðskap, einhver skilaboð frá gamla fólkinu til okkar hinna yngri i verkum eins og þessu. Ef meiningin er sú, aö reyna að analýsera hvert viðbragð manns, gamals eða ungs, og telja að þau hafi einhvern óskaplegan boðskap að færa, þá hafa félagsfræðingarnir, svo ekki sé talað um sálfræðingana, meiri ítök i fólki en það hefur gott af. Viðbrögð manna, á öllum aldri, til vissra aðstæðna og í vissum tilvikum eru mismunandi en falla þó í visst patt- ern. Þessi viðbrögð eru öll oftast eðlileg og verða engum aö fótakefli nema þá í- hlutunarsömum sálfræðingum eður at- vinnulitlum félagsfræðingum, sem eygja möguleika til sinnar andstyggi- legu og oftast fáránlegu afskiptasemi — öllum til bölvunar. Það er þessi hóp- ur „hugsuða” sem er að drepa allt mannlíf, nema burtu sjarmann úr dag- legu lifi með sífelldri afskiptasemi og „analyseringum” (fyrirgefið fáránlegt orðaval). Ég get ekki annað sagt en að sýningin í kvöld hafi bara verið ósköp þekkileg svipmynd um samskipti tveggja öld- unga, að visu nokkuð sérstæð, en, engu að siöur, eðlilg og blátt áfram. Leikstjórinn, Jón Sigurbjörnsson, hefur augsýnilega tekið verkið eins og það kom fyrir og foröast allt sálfræði- legt pírumpár, leyft verkinu að leika sig upp og sýna hvers virði það er. Þar hefur honum tekis fullkomlega og Leikfélag Reykjavíkur þarf ekki að bera kinnroða fyrir uppsetningunni. Jóni hefur tekist að skapa hæfilega um- gjörö ásamt þeim Jóni Þórissynl og Daniel Williamssyni, góður hraði og sviðið lipurlega nýtt. Þau Gisli Hall- dórsson og Sigríður Hagalin léku hlut- verkin einkar vel svo aö hvergi hljóp snuðra á þráöinn. Sýndu báöir þessir leikarar, aö þeir skildu og skiluðu verk- efni sínu á listrænan og gamansaman hátt og hlifðu áhorfendum blessunar- lega við „boðskap”, „hugarástandi” og öðrum tilfundnum sálarfiækjum sérfræðinganna okkar. A.B. „Konan mln hefur fundiö þaö út, aö eina leiöin til aö koma I veg fyrír aö ég spili fjár- hættuspil þegar viö erum i Vegas, er aö veröa á undan aö eyöa peningunum”. —Sammy Da vis jr.— „Ég heföi gjarnan viljaö veröa fyrsta konan til aö brenna brjóstahaldarann minn. Gallinn er bara sá aö þaö heföi tekiö slökwi- Uöiö fjóra sólarhringa aö slökkva eldinn!”. —Dolly Parton— „ Ég er ekki mikiö fyrír likamsæfingar. Ég fæ höfuöverk af þvi aö klæöa mig I sokkana”. —Michael Caine— ,,Viö veröum aö sýna þeim þolinmæöi sem eru á öndveröum meiöi viö okkur. Alla vega hefur hver og einn rétt til aö halda fram sinum heimskulegu skoöunum”. —Robert Blake— ,,Þaö er öllu erfiöara fyrír konuna en mann- inn aö komast til met- oröa. Hún veröur aö líta út eins og kona, hegöa sér eins ogkarlmaöur og vinna eins og skepna”. —Margot Kidder— HraÓbraut Grænn 1 Akureyri ■i ”■ ■ i i i ■ ■ V Trænn I heitir hraðbrautin okkar til Akureyrar. Við munum fljúga í 12-14 þús. feta hæð og áætlaður flugtími er u.þ.b. 55 mínútur. Velkomin um borð. Fullkomin leiósögutæki vísa beina og örugga leiÓ FLUGLEIDIR

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.