Mánudagsblaðið - 23.11.1981, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 23.11.1981, Blaðsíða 3
Mánudagur 23. nóv. 1981 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 3 SMÁBORGARI SKRIFAR: Ekki útilokað að kvennaframboð sé til stórræða Þá hefur nokkur hópur af dætrum Reykjavíkur og ná- grennis boðað til kvennafram- boðs og sagt sig úr öðrum lögum við karlpening höfuðborgarinn- ar við næstu kosningar til borgarstjórnar. Þau urðu loka- orðin á fundi sem forsprakkar þessa sérframboðs héldu á Hótel Borg og virtist um helmingur fundargesta taka brýningunni en hinn helming- urinn hélt heim til sín að sinna öðrum verkum. Ennþá liggur ekki fyrir hvort brestur þessi heldur áfram eftir íjölskyldunni og börnin bera sjálf fram næsta lista í þessu kosninga- ralli. Ekki er heldur gott að segja hvar listamennska af þessu tagi endar og má því svo sem geta þess atf hestar skipta orðið . þúsundum á svæðinu. Smáborgari er þó ekki alveg viss í sinni sök um stöðu hófpenings í almennum kosningum til sveitastjórna hér sunnanlands en víst er að þingheifni Rómverja þótti jafnan fífilfengur að góðum hesti í gamla daga. En nóg um það. Gömul hugmynd Hugmyndin um kvennaframboð er ekki ný af nálinni heldur gömul í hettunni. Fyrir röskum sjötíu árum buðu nokkrar heldri konur Reykja- víkur fram frægan lista við kosningar í bæjarstjórn og hlutu allar fjórar glæsilega kosningu. I fljótu bragði virðist listi þeirra nokkuð af öðrum toga spunninn en kvennaframboðið frá Hótel Borg. Á kjörseðli aldamótanna voru nokkrir helstu kvenkostir landsins með valkyrjuna Bríet Bjarnhéðinsdótt- ur, ritstjóra Kvennablaðsins, í broddi fylkingar. Aðrar konur sem tóku sæti í bæjarstjórn eftir kosningarnar voru: Katrín Magnús- dóttir, kona Guðmundar lækna- skólakennara, Guðrún Björnsdótt- ir, ekkja séra Lárusar Jóhannesson- ar og síðast en ekki sist, landlæknis- frú Þórunn Jónassen, forstöðukona Thorvaldsenfélagsins og systir Hannesar ráðherra Hafstein, sem eflaust hefur reynst systur sinni betri en enginn í kosningaslagnum. Kvennablómi Ljóst var strax við fyrstu sýn hver breiðfylking borgara í Reykjavík stóð að baki þessum kvennablóma landsins um siðustu aldamót. Ekki einasta fóru hér helstu fósturlands- ins Freyjur heldur nutu þær einnig landsins bestu sona og fjölmenn fylking ættmenna rak smiðshöggið á sigurinn með fjölskyldur Briem og Stephensen í fylkingarbrjósti. Slíkur tlokkur hlaut að vinna sigur, ekki bara í þann tíð heldur hvenær sem er. En núna sjötíu árum síðar hafa konur aftur gengið fram fyrir skjöldu í höfuðborginni og boðið - segir Smáborgari og telur kvennalistann eiga rætur að Þjöðviljans upp á forsjá sína í borgarmálum. Nú kann vel að vera að Smáborgari sé frekar illa að sér í helstu málum kvenna og verr en almennt gerist hjá miðaldra mönnum í þessari borg. En þrátt fyrir það skal ekki loku fyrir það skotið að kvennaframboðið af kaffifundi Hótel Borgar sé líklegt til stórræða í næstu kosningum. Heldur giskar hann þó á að listinn sé með brekkuna í fangið á þessu stigi og ekki verður í fíjótu bragði séð á hvern hátt forystukonur framboðs- ins ætla að sækja kjörfylgi yfir á hægri helming stjórnmálanna í höfuðborginni. En væntanlega mun það koma í ljós á sínum tíma. Þess vegna er nú viðbúið í fyrstu atrennu að fylgi kvennaframboðs verði einkum sótt í raðir vinstri fólks í borginni. Væri Smáborgari í fötum Sigurjóns Péturssonar forseta, myndi hann óneitanlega hafa nokkrar áhyggjur af þessum hópi leiksystra úr flokknum. Svarið Svar borgaraflokkanna við fram- boði kvenna er nokkuð augljóst. Prófkjörin kalla á bein viðbrögð almennra flokksmanna því ljóst er að flokkarnir þrír munu ráða á lista sína með krossaprófi. Sjálfstæðis- flokkurinn er á lokaspretti í sinu prófkjöri og mun því vafalaust bæta hag sinna kvenna og fjölga þeim á væntanlegum kjörseðli til borgar- stjórnar. Alþýðuflokkur og Fram- sókn munu sjálfsagt fylgja fast í kjölfarið og því hugsanlegt forskot kvennaframbiðs líklega renna út í sandinn þegar til atkvæða kemur. Þá er og ljóst að konur með góða kosningu úr prófkjörum flokkanna munu krefjast betri embætta í borgarstjórn en almennt hefur tíðkast. Munu því margir flokks- hollir kjósendur sjá sér leik á borði að flokkarmr lýsi yfir trausti á góðri konu áður en til tíðinda dregur í kjörklefum til að tryggja flokkinn betur fyrir atlotum kvennalista. Þau munu verða helstu áhrif kvenna- framboðs árið 1982 á borgarmálin og má því með sanni segja að ekki sé allt starfið unnið fyrir gýg hjá forkólfum kaffifundar á Hótel Borg. Kvenhormónar Smáborgara finnst vanta á herslumun að nýjasta kvennafram- boð landsins sé sannfærandi kostur fyrir ráðsettann fiölskyldumann í Reykjavík. Hann bíður líka þeirrar stundar með nokkrum ugg þegar Morgunblaðið mun benda hógvært á merginn málsins: Kvennalistinn á rætur að rekja til Jafnréttissíðu Þjóðviljans. Ekki þarf heldur nema eina litla ljósmynd af umsjónarkon- um síðunnar til að sýna fram á að kvenhormónar eiga frekar undir högg að sækja á þeim bæ. Yðar einlægur Smáborgari. VERIÐ MEÐ FRA BYRJUN Bókaklúbbur Arnar og örlygs hefur nú verið stofnaður, en megintil- gangurinn með bóka- klúbbnum er að gef a f ólki kost á nýjum úrvalsbók- um á hagstæðu verði og eldri bókum á vildar- verði. Ætlunin er að klúbburinn gefi út sex til átta bækur árlega og verður lögð sérstök áhersla á fjölbreytni í bókavali, þannig að allir klúbbf élagar eiga að geta fengið einhverjar bækur við sitt hæf i. Félagsregl- ur í klúbbnum eru ein- faldar. Allir sem eru orðnir lögráða geta gerst félagar — engin félags- gjöld þarf að greiða, en klúbbfélagar skuldbinda sig til þess að kaupa a.m.k. tvær klúbbbækur eða aðrar bækur sem klúbburinn býður upp á Bókaklúbbur Arnar og Örlygs Síðumúla 11 — Sími 84866 árlega. Er klúbbfélögum i sjálfsvald sett hvaða bækur það eru. Klúbbfé - lagar munu fá sent ókeyp- is fréttablað, þar sem greint verður frá útgáfu- starfsemi klúbbsins og það kynnt sem hann hef- ur upp á að bjóða. Klúbb- félagar geta sagt sig úr klúbbnum hvenær sem er. Tvær fyrstu bækur Bókaklúbbs Arnar og Örlygs Víkingar í stríði og friði Víkingar í stríði og friði eftir hinn heimsþekkta rithöfund og sjónvarps- mann Magnús Magnús- son. Á bók þessari eru hinir kunnu sjónvarps- þættir Magnúsar byggðir, og í henni bregður hann nýju Ijósi á líf og störf forfeðra okkar, víking- anna, og byggir á merk- um fornleifarannsóknum. Hafa þær sannað að af- rek víkinganna voru margþátta og gætir áhrifa þeirra enn i menn- ingu Vesturlanda. Verð til bókaklúbbsfélaga EINS KR. 249,00. AÐ- Athugið: Fyrst um sinn verður unnt að skrá sig í klúbbinn símleiðis. Hringið í síma 84866 Björt mey og hrein Fyrsta skáldsaga ungs höfundar, Guðbergs Aðalsteinssonar. Þetta er saga úr Reykjavíkurlíf- inu, af leitandi fólki sem sækir skemmtistaðina bæði til að láta sjá sig og sjá aðra, finna förunauta hvort sem tjalda skal til einnar nætur eða fram- búðar. Sterk og hispurs- laus saga er orkar á les- andann. Verð til bóka- klúbbsfélaga AÐEINS KR. 149,00. Sérstök athygli skal vakin á því að þessar bækur verða ekki til sölu á al- mennum markaði — verða aðeins fyrir bóka- klúbbsfélaga. í STRÍÐIOG FRIÐl Ég undirrit...óska hér með að gerast félagi í Bóka- klúbbi Arnar og örlygs. Nafn Heimili Póststöð Nafnnúmer

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.