Mánudagsblaðið - 23.11.1981, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 23.11.1981, Blaðsíða 8
Sannur Iþróttaandi hálfkommar I mann úðarleik og pöddur I hveitisekkjum Pöddur í hveitisekkjum Húsmæður kvarta sáran yfir því að fyrir komi að ormar eða pöddur finnist í hveitisekkjum, sem seldir séu út úr búðum. Telja þær að eftirlit sé ekki nógu strangt og enn verra TILBREYTING Hún er í sjóræningjastíln- um þessi, en slík múndering þykir af- bragðs skemmtilcg þessa dagana. Og óneitanlega fer hún stúlkunni á myndinni einkar þokka- lega þótt við birtum myndina ekki í litum, en gctum þess aðeins að mittislindinn og skórnir er hvort tveggja eldrautt, alveg eins og ekta sjóræn- ingjar í gamla daga hefðu haft það. Þeir eru fundvísir á eitthvað nýtt, tískukóngarnir, og sjá um endalausa tilbreytingu fyrir augað. sé að slíkt hið sama hendi oft í sykursekkjum. Það væri óskandi að hið opinbera herti enn eftirlit með þessari vöru svo að þessu yrði kippt í lag. EVIannúðarfrumvarp hálfkomma Nú hafa þrír kommar eða öllu heldur hálfkommar flutt mannúðarfrumvarp á Alþingi. Eru það þeir sálufélagarnir Guðmundur J., Helgi Seljan ásamt gervimenninu Baldri Oskarssyni. Nú hafa þessir menn fundið það út, að fangelsisvist sé óholl föngum og rétt væri að endurskoða refsilögin og milda þau. Ef svo heldur fram, sem horfir, má búast við að þeir kumpánar fari í fótspor Svía og krefjist að fangar fái að hafa konugaman eftir vild. Það væri eftir okkur. Allt vitlaust Að sögn er ekki allt með jafn kyrrum kjörum innan Félags bókagerðarmanna og gefið var í skyn eftir fund félagsmanna í miðri vikunni, þegar tilkynningin að fundarlokum hljóðaði uppá mikinn einhug félagsmanna og að hvergi yrði hvikað frá þeim kröfum, sem settar hafa verið fram. Þeir, sem best þekkja til segja þetta ekki alveg sannleikanum samkvæmt, því að á þessum fundi hafi hreinlega verið hver höndin upp á móti annarri og mikil ólga, en forystuliðið haft sitt fram um að sýna kreppta hnefana. Ekki allir jafn kátir með verkfallið í þeim herbúðum. Að ganga með vopn Og talandi um kreppta hnefa, þá hafa verkfallsverðir bókagerðarmanna látið ófriðlega við eigendur smærri prentsmiðja, sem áfram vinna við tæki sín, og er ekkert við því að segja að félög standi vörð um verkfallsvopnið. En slík vopn eru hættuleg og mega ekki komast í hendur óprúttinna náunga í bófahasar, sem brúka munnsöfnuð og nota hótanir við heiðarlegt fólk í fullum rétti, eins og hefur átt sér stað í yfirstandandi verfalli. Slíka náunga þarf að afvopna - þeir hafa ekki þroska til að ganga með vopn. Að vilja eða vilja ekki Þekktur verkalýðsleiðtogi með mikla reynslu af samningamálum lét þau orð falla, að yfirstandandi verkfall bókagerðarmanna myndi ekki leysast fyrr en sáttatillaga yrði borin beint fyrir félagsfund. Hinn óbreytti félagsmaður myndi vilja semja, en harðlínustjórn félagsins viljiekkisemja, sagði sá mæti maður. Oddaverjar á samningsbuxum Ein smá klausa af sama toga. Prentsmiðjan Oddi kvað nú reyna stíft að ná sérsamningum við starfsmenn sína, enda virðast vera þar öll spjót úti og rekstrarstöðvun ekki bara alvarleg, heldur gæti hún orðið banvæn, ef svo má að orði komast. Menn fylgjast af áhuga með framgangi þess máls, sem gæti breytt ýmsu á ófriðarvelli íslenskra verkalýðsmála, þar sem launafólk og vinnuveitendur standa sitt hvorum megin víglínunnar gráir fyrir járnum mörgum sinnum á ári og forsvarsmennirnir æfa sig í ræðumennsku og komast í sjónvarpið í þykjustunni vegna verkamannsins, sem fær svo nokkur prósent ofaná launin sín. Við vitum öll hvað verður um þau prósent. Aætlanir Alberts Sagt er að Albert Guðmundsson hafi á prjónunum áætlanir um að gelda starfsemi Ríkisskips þannig að smátt og smátt dragi úr starfsvettvangi þess en Hafskip og Eimskip skipti á milli sín verkefnum þess og sigli með varning á strandhafnir hér. Má segja að Albert standi jafnan í stórmælum en aldrei meir en nú eða síðan hann barg Utvegsbankanum. Sannur íþróttaandi Hinn sanni íþróttaandi var líklega rikjandi á áhorfendabekkjunum í Laugardalshöllinni um daginn, þegar þar áttust við spænska liðið Atletico Madrid og Víkingur. Allt var með kyrrum kjörum meðal áhorfenda meðan Víkingar áttu leik, en þegar hinir erlendu gestir sóttu upphófst hið ömurlegasta lúðrapíp og skarkali, og kvað svo rammt að því, að tæplega var hægt að heyra þulinn í sjónvarpssendingunni um kvöldið. Ef það er að verða til siðs að áhorfendur taki þátt í að klekkja á gestum þeim, sem við bjóðum til íþróttaleikja, og koma þeim undir, væri þá ekki betra að þeir vopnuðust t.d. langdrægum baunabyssum eða bara köstuðu grjóti í gestina? MANU0A6SBUDD Mánudagur 23. nóv. 1981 Litla buddan Litla skvísan Lucy I Dallasþáttunum er ekki há í loftinu, aðeins 149,8 sm, en vegur áhinn bóginn 99 ensk pund. Leikkonan heitir annars Charlene Tilton og verður 22 ára 1. desember n.k. Við óskum henni til hamingju með daginn. Þá kæmi kannski einnabest í ljós „hinn sanni íþróttaandi”, sem undir býr. MFyrir launafólk” • Það veitir ekki af að búa vel að unga fóikinu í hinum svonefndu æðri skólum landsins. Sama unga fólkinu og fór í verkfallið um daginn sællar minningar. Við megum hvorki spara eitt né neitt til að vel fari um það. Jafnvel þótt þjóðin rambi á gjaldþrotsbarmi. Þannig verðum við að sjá til þess, að í hinum „æðri” menntastofnunum sé listinni gefinn gaumur, og í þeim tilgangi þarf vönduð hljóðfæri í hvern skóla. Þetta hefur mönnum skilist í Menntaskólanum i Reykjavík. Þar er vandaður flygill í hátíðasal, sem vera ber, og annar í svonefndri „Kösu”, eða nýja húsinu Casa nova, sem er ekki lengur nýtt. Flygillinn á „Kösu“ er af Steinway gerð, það er einhver dýrasta og vandaðasta tegund slíkra hljóðfæra. Þannig er búið að níðast á þessu rándýra og vandaða hljóðfæri, að líklega er heimsmet. Skemmdarfíknin og eyðileggingar- starfið er svo hroðalegt að engu tali tekur. Hljóðfærið erorðið öskuhaugamatur eftir að hafa lengi staðið meðal þeirra, sem eiga að erfa landið. Það er ekki að búast við virðingu fyrir verðmætum, eða þess vegna listum, þegar þeir erfingjar eru komnir til valda í landinu. Og það hefði verið hægt að gera eitthvað annað við þessa skattpeninga en henda þeim á slíkan hátt fyrir svínin. Er furða þótt menntakerfið kosti skildinginn? Hverju skal trúa Það virðist vera skammt stórra högga á milli hjá hljómplötufyrirtækinu Fálkanum sem selur reiðhjól og kúlulegur líka. Fyrir nokkru auglýsti það nýjustu innlendu hljómplötu sína og kallaði hana „vönduðustu hljómplötu, sem komið hefur út á Islandi” og þrem fjórum dögum síðar kom út á vegum fyrirtækisins plata með gömlum lögum hljómsveitarinnar Queen, sem sumir eflaust hafa heyrt nefnda, og þá auglýsti Fálkinn: „merkilegasta safnplata, sem komið hefur út”. Minna mátti ekki gagn gera. Það virðist því ekki vera hægt að ná öllu lengra í hljómplötuútgáfu ef marka má hástemmdu lýsingarorðin í auglýsingunum frá Fálkanum, og reyndar er það fyrirtæki ekki eitt um slíkar auglýsingar á varningi sínum. Spurningin er bara: hverju á kúnninn að trúa? Ung og útkeyrð Ung og veivaxin stúlka, frekar sexý kom til lækms og kvartaði sáran. „Eg er alltaf þreytt og óupplögð. Hefi ekki þrek til neins. Það hlýtur að vera lágur blóðþrýstingur, eða vítamínskortur, er það ekki?” Læknirinn rannsakaði liana allnákvæmlega en sagði síðan, „Það er sosum ekki neitt að þér. Utkevrð það er allt og sumt. Þú hefur unnið of mikið síðustu daga. Ég sting uppá að þú haldir þig frá rúminu í 2-3 vikur.”

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.