Mánudagsblaðið - 23.11.1981, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 23.11.1981, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 23. nóv. 1981 BRÉF TIL BLAÐSINS: Barnaklám a vegum Norræna félagsins - Góðir leikdómar Leíkdómarnir eru bestir Hr. ritstjóri Ég ætla bara að þakka fyrir gott og líflegt Mánudagsblað í nýjum búningi. Blaðið er nú komið í nútímahorf og vonandi kemur það reglulega út framvegis. Efni eins og Kakali, slúðursögurnar á baksíðu og fleira er mjög vinsælt, en það sem mér finnst persónulega mest um vert eru leikdómar blaðsins. Þaðeru tveir leikarar í minni ætt og bæði þeir og leikhúsfólk sem ég þekki eru sammála um að Agnar Bogason sé eini krítikerinn sem skrifi nákvæm- lega eins og honum finnst en láti ekki kunningsskap eða annað hafa áhrif á þessi skrif. jón Árnason. Mafía SÍS og Framsóknar Flugstarfsmaður sendi eftir- farandi. Þakka fyrir frétt í síðasta blaði um mafíuna, SÍS, Arnarflug og Iscargo. Þetta er frétt sem ekkert dagblaðanna virðist hafa þorað að birta. Þeir sem fylgjast með þessum hlutum vita hins vegar að Stein- grímur neyddi Flugleiðir til að selja meirihluta sinn í Arnarflugi til þess að þóknast herrunum í SIS. Svo á að láta Arnarflug kaupa gjaldþrota fyrirtæki, Iscargo, til þess að bjarga einkavini Steingríms og Framsókn- ar, Kristni Finnbogasyni, sem Óli Jó hélt einu sinni að væri kraftaverkamaður. Það sem er Ijótast í þessu er það, að Flugleiðir eiga enn nærri 50% í Arnarflugi, en fá samt engu að ráða, helaur fyrirtækið beinlínis neytt til að fara út í samkeppni við sjálft sig með því að Steingrímur ætlar að láta Arnarflug fá leyfi til að fljúga í áætlunarflugi milli landa. A bak við þetta brall allt saman stendur SIS, mafían og Framsókn með stuðningi kommanna sem leggja ofurkapp á að eyðileggja Flugleíðír. Ég skora á Mánudagsblaðið að fylgjast vel með framvindu mála og greina lesendum frá því sem næst gerist. Varla verða önnur blöð til þess. Barnaklám Alveg er það fyrir neðan allar hellur hvernig þetta Norræna félag leggur sig fram um að flytja hingað inn óþverra frá Skandinavíu. A dögunum var kynnt norræna kvikmyndavikan og eftir því sem blöðin sögðu átti að sýna þarna barna- og unglingamyndir. Dóttir mín og vinkona hennar, báðar 12 ára, fengu leyfi til að bregða séreinn sunnudag til að sjá þarna mynd. Þær komu slegnar og miður sín til baka og sögðu að myndin hefði verið svo „sjokkerandi". Ég fór því á stúfana að afla mér nánari upplýsinga og kom þá í ljós, að telpurnar höfðu farið að sjá danska barnaklámmynd sem leikin var af unglingum og fjallaði um samfarir þessa aldurshóps. Jafnframt var mér sagt að þessi mynd væri sýnd hér með styrk frá Norræna menningarsjóðnum, en Norræna félagið hefði haft milligöngu. Einnig var mér sagt, að þessi sjóður hefði styrkt þýðingar á dönskum barnaklámsögum sem kommar hér hefðu þýtt yfir á íslensku. Aldrei hefði svona nokkuð viðgengist meðan Guðlaugur heitinn Rósinkranz stýrði Norræna félaginu, eða aðrir álíka heiðursmenn. Burt með þennan óþverra sem beint er hingað frá kynferðisbrengluðum Dönum og Svíum. Reiður faðir. Samkeppni til góðs Sigurður J. skrifar blaðinu og segir: Þakka fyrir frábært blað, sem er alveg að mínu skapi. Eg hef reyndar alltaf haft einhverjar taugar til Mánudagsblaðsins og fundist það eiga rétt á sér, en nú finnst mér það vera mun skemmtilegra en áður og ég verð örugglega tryggur kaupandi. Annars ætlaði ég að ræða um bréf til blaðsins, sem birtist í blaðinu 2. nóv. síðastliðinn, og er frá PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN Auglýsingar í símaskrá 1982 Dreifibréf méð upplýsingum um auglýs- ingar i simaskrá 1982 hefur verið sent flestum fyrirtækjum landsins og Póst- og Simstöðvum. Athugið að frestur auglýs- enda til að endurpanta sambærilega stað- setningu fyrir auglýsingar sinar i næstu simaskrá, sem kemur út að vori, var til 1. nóvember. Almennur skilafrestur fyrir pantanir á auglýsingum i simaskrá 1982 er öl 1. desember. Nánari upplýsingar i sima 29140. Simaskrá — Auglýsingar Pósthólf 311,121 Reykjavik „flugmanni". Hann talar um að það sé verið að leggja Flugleiðir í rúst ef Arnarglug fái áætlunarleyfi til einhverra borga í Evrópu. Með fullri virðingu fyrir erfiðri stöðu Flugieiða um þessar mundir vil ég segja það, að samkeppni hefur yfirleitt orðið fyrirtækjum til góðs. Það er ekki ástæða til að halda annað en að Flugleiðir hefðu bara gott af nokkurri samkeppni. Og áreiðan- lega myndi hún koma sér vel fyrir hinn íslenska farþega í millilanda- flugi, sem með því fengi sennilega lægri fargjöld. Ekki er að sjá annað en Eimskip hafi bara haft gott af því að hafa Hafskip í kjólfarinu. Samkeppnin heldur öllum aðilum vakandi fyrir sparnaði í rekstri, nýjungum, sem að gagni mega koma og fleiru. Þess vegna vil ég bara óska þess, að Steingrímur Hrmannsson sam- gönguráðherra veiti Arnarflugi leyfið. Ég held það verði öllum til góðs. Með kveðjum og óskum um áframhaldandi frábært blað. Sigurður J. Ef þú ætlar aðgleðja vini og vandamenn erlendis um jólin... . . . þá borgar sig að líta við hjá RAMMAGERÐINNI. 4 Þar er fjölbreytt úrval íslenskrar gjafavöru. Silfurskart, bækur um Island, keramik og plattar. Handprjónaðar peysur, sjöl, vettlingar og húfur. Fisléttar værðarvoðir, útskomargéstabækur og tilbúnir matarpakkar, bara til að nefna eitthvað. Yf ir 25 ára reynsla. Við göngum frá og sendum jólapakkana um allan heim. Allar sendingar eru fulltryggðar yöur að kostnaðarlausu. RAMMAGERÐ1N HAFNARSTRÆTI19

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.