Mánudagsblaðið - 23.11.1981, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 23.11.1981, Blaðsíða 5
Mánudagur 23. nóv. 1981 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 5 Árið 1903 steig ungur ítali, Nicole Gentile að nafni, á land í Bandaríkjunum. I heimabæ hans, Siculian á Sikiley, var enga atvinnu að fá, og því var hann nú kominn sem laumufarþegi á skipi til hins fyrirheitna lands tækifæranna. Þó hann væri varla læs eða skrifandi, var hann, svo notuð séu hans eigin orð, „gæddur viljastyrk, sem var blátt áfram ógnvekjandi". Það var einmitt þessi „ógnvekjandi" þáttur í skapgerð hans, sem átti eftir að greiða honum veginn til skjóts frama í Mafíunni. „Ég var ósköp líkur hinum fjölmörgu fátæku ítölsku innflytj- endum, sem stigu af skipsfjöl í New York með aleiguna í poka á bakinu og rauðan, hvítdoppóttan höfuð- klút, sem festur var yfir gagnaugun- um," sagði Gentile mörgum árum seinna, „ Ég var með ræsknislega ferðatösku bundna saman með snærisspotta, og sjómaður, sem ég þekkti, fylgdi mér heim til landa míns, Domenico Taormina í Nr. 91 við Elísabetargötu. Hinn síðar- nefndi gaf mér síðan fyrir fari til Kansasborgar, og þangað kom ég eftir vikuferðalag með lest, sem full var af ítölskum innflytjendum." Leitaði bróður síns Nicola var að leita að eldri bróður sínum, sem farið hafði á undan honum til Bandaríkjanna og vann nú við járnbraut í Kansas eins og þúsundir annarra innflytjenda. Piltinum ægði „hinar óteljandi húsaraðir og hinar endalausu götur". En það , sem honum þótti samt mest til koma, var fas íbúanna. Þeir voru léttir í spori og gengu eins og þeir ættu „brýnt erindi" fyrir höndum." „Þetta var gjörólíkt því, sem ég var vanur að heiman. Þar gengu menn hægt og reigðu höfuðið. með hátíðavip og kræktu þumalfíngri hægri handar undir buxnabeltið, en létu húfuna slúta yfír hægri auga, og ) Kafli úr bókinni ..The IVIobs And The Mafia" eftir þá Hank Messick og Burt Goldblatt Stóri Jim Colosimo. meðlimir. Auðvelt var að kúga þá tii að gjalda skatt af rýrum tekjum sínum eins og þeir höfðu gert í gamla landinu. „ Einkennismerki" Mafíunnar þá var svört hönd, enda gekk leynifélagið í nokkur ár undir nafninu „Svarta höndin." Meðlim- irnir sjálfír voru, vitaskuld undan- þegnir þessu skattgjaldi, og var það nýliðum frekari hvatning til að h ganga í félagið. Gentile segir frá því, að einu sinni hafi hann sett niður deilu milli eins meðlimar og bróður sonar hans með því einfaldlega að gera hinn síðarnefnda að meðlimi. Föður- bróðirinn, sem hafði hótað að drepa þennan frænda sinn, var fljótur til að gleyma reiði sinni, „ og frændurnir tveir fóru að elska hvor var í mótun. ítalir byrjuðu sem járnbrautarverkmenn í Nýja Eng- landi, en sneru sér síðar aðallega að nýlenduvöruverslun. Þá bauð rækjuiðru.ourinn upp á sín tækifæri við ósa Missisippi og ítölsk nýlenda spratt upp í Bilaxi. Svampiðnaður- inn dró marga Grikki til Tarpon Springs á Flóridaskaga. Stálveriri í Ohiodal kröfðust ungra manna með sterk bök og margir Suður-Evrópu- menn settust að í Youngstown, Pittsburg og Gary. Hvað gerðist þegar þessum nýju landnemum lenti saman við hið ráðandi siðgæði Púritananna? Will Herberg orðar það svo: Hinum nýju landnemum er ætlað að breyta mörgu: Þjóðerni, tungumáli, menningu. Eitt er það þá, sem hann var ekki um margar leiðir að velja til þess að auðgast fljótt á því að brjóta lögin, en þó er það á þessu tímabili, sem skipulögð glæpastarfsemi fer að taka á sig mynd. Hvíta mannsalið Vændi var eitt af þvi, sem krafðist skipulagsgáfu, og blaðsala veitti mörgum harðjaxlinum hans fyrstu þjálfun í götubardögum um völdin í hinum ýmsu bæjarhverjum. Þetta tvennt fór saman, því að rosafyrir- sagnir um „hvíta mannsalið" juku blaðasöluna, og þá var betra fyrir sölutstjóra blaðanna að vita, hver réð hvaða götuhorni. reyndar var „hvíta mannsalið" afleiðing hinnar - frh. á bls. 7 átti þetta að sýna, að hér væru höfðingjar á ferð, sem sýna bæri hæfílega virðingu." Þessi stutti samanburður skýrir vel, hvers vegna leynifélag eins og Mafían gat blómgast á Sikiley og fest rætur í fátrækrahverfum Nýja heimsins, en um leið skýrir hann, hvers vegna það hlaut óhjákvæmi- lega að líða undir lok, eftir því sem afkomendur hinna fyrstu innflytj- enda tóku upp fas og háttu þeirra, sem fyrir voru í landinu. Hlustum á lýsingu Gentiles á félaginu, sem hann á efri árum kallaði gjarnan „hið æruverðuga bræðrafélag". Ekki að afsaka „Félagið átti rætur sínar langt aftur í forenskju, og það veitti meðlimunum rétt til að verja heiður sinn, vernda lítilmagnann og bera virðingu fyrir landslögum. Þó að blöðin nú á dögum og almennings- álitið bendi á það sem meinsemd á þjóðarlíkamanum, þá er ekki hægt að kerina þeim (þ.e. hinum upprunalegu meðlimum Mafíunn- ar) um það, heldur er hér um úrkynjun að ræða, sem getið hefur af sér alls konar einokunarfyrirtæki, semeru með puttana í öllu og beita hvers kyns þorparaskap. Ég er ekki með þessu að afsaka hið „æruverð- uga bræðrafélag" heldur bendi aðeins á, að t.d. að því er viðvíkur gagnkvæmri hjálpsemi, er það líkt Frímúrurum, en Mafían var upphaflega stofnuð af landeigend- um til að halda uppi aga og reglu, og það varð aðeins gert með valdbeit- ingu. Það byrjaði í vanþróuðustu héruðum Sikileyjar og fluttist þaðan yfír hafíð tíl Bandaríkjanna í þau hverfi, þar sem innflytjendur frá Sikiley, Kalabriu og Napoli voru fyrir. Félagar þeirra eru kallaðir fratellos, og þeir hlýða einum capo, sem þeir kjósa sjálfir. Síðan velur hver capo sér consigliari (ráðgjafa), sem aðstoðar hann viðað framfylgja réttlæti og við að kveða upp dóma. Þegar einn þeirra (þ.e. fratellos) lendir í einhverskonar vandræðum, reynir félagið að hjálpa honum og liðsinna. Eftir því sem fram liðu tímar, voru slík félög stofnuð í hverri einustu borg Bandaríkjanna. I miðborg New York og Brooklyn einni saman voru fímm slík félög. Höfðingjar hinna ýmsu borgates eða ættflokka völdu sér einn allsherjar capo, sem þeir kölluðu capo di capire, eða konung. Það þýðir konungur hins æruverð- uga bræðrafélags." Æyintýramaður „Eg var ævintýramaður að upplagi," sagði Gentile að lokum. „Náttúran hafði gætt mig hugrekki, ég var framgjarn og stjórnsamur, og drengskaparreglur mínar, sem ég taldi réttar - allt varð þetta til þess, að ég gekk í hið „æruverðuga bræðrafélag." Á þessum fyrstu árum Mafíunnar í Bandaríkjunum var hún mjög lík Mafiunni á Sikiley, fórnarlömbin voru landar þeirra, sem ekki voru annan". Gentile hafði skapað samband sem sterkara var en blóðbönd. Sáttasemjari Það var með góðverkum sem þessu, ef trúa má orðum Gentile, að hann varð aðalsáttasemjari Mafí- unnar í Bandaríkjunum. Þar sem blóðhefndir og svik var daglegt brauð meðal Mafíumanna, þá var ekki vanþörf áslíkumfriðastilli. Um langt árabil ferðaðist „Cola frændi", eins og farið var að kalla hann, um Bandaríkin þvers og endilöng og var raunar valinn capo i nokkrum borgum. ítalir og Sikileyjabúar voru ekki þeir einu sem litu á Bandaríkin sem Fyrirheitna landið. Áður höfðu Þjóðverjar og Irar og síðar Austur- Evrópubúar, gyðingar komið í stórum hópum - á flótta undan hungri og trúarbragðaofsóknum. Það var ekki aðeins, að þessi nýju þjóðerni lentu í samkeppni og árekstrum sín á milli, heldur urðu þau líka að gera það, sem erfiðara var - að sætta sig við hina „óopinberu trú" Bandaríkjanna - Engilsaxneska hreintrúarstefnu - púritisma - og siðgæði hennar. Ný og einkennileg stéttaskipting „Ég var ósköp líkur hinum fjölmörgu, fátæku ítölsku innflytjendum," er haft eftir einum af stofnendum „Svörtu handarinnar", undanfara mafíunnar illræmdu. þarf ekki að breyta: trúin. Siðgæði Púritananna átti sér þó mjög jarðbundinn grundvöll: Því • var trúað, að Guð umbunaði hinum siðgóða með efnalegri velgengni. Fyrir hina nýju landnema voru Bandaríkin vissulega Fyrirheitna landið: staður þar sem hinn fátækasti innflytjandi gat auðgast á skömmum tíma. I stuttu máli: hann féllst á niðurstöður hins púritanska siðgæðis um efnalega velferð án þess að skilja eða þá að viðurkenna - hinar siðferðislegu foresndur, sem lágu að baki kenningunni um veraldleg laun hins rétta siðgæðis. Nýtt frelsi Fyrstu landnemarnir ráku sig ekki á þetta vandamál. Hið nýja frelsi fyllti þá ugg og ótta og flestir þeirra undu sér best í fátækrahverf- um Nýja heimsins. Það voru synir þeirra, sem komið höfðu sem börn til Nýja landsins, sem fyrstir urðu til að skynja þennan grundvallar ágreining. Auðævi hins nýja heims og félagslegt frelsi vakti hjá þeim óþolinmæði með eldri kynslóðina og lífsviðhorf hennar. Þeim var meira í mun að komast fljótt áfram en svo, að þeir færu að láta annarlegar mannasetningar halda aftur af sér. I þeirra augum var aðalmunurinn sá, að Engilsaxarnir höfðu komið fyrr á vettvang og síðan reynt að tryggja veldi sitt með lögum, sem mestmegnis byggðust á hræsni. Samkvæmt því sem Gentile kallar „ mannlegt lögmál" áttu þeir líka rétt á því að taka það, sem þeir gátu mælt sér í. Þetta var í raun og veru ekkert annað en lögmál frumskógarins, og það er í krafti þess sem réttlætingu skipulagðar glæpastarfsemi er að finna nú á dögum. Fyrstu tuttugu ár þessarar aldar Ekkjan fór á Broadway Ekkja Stóra Jims var snarlega gerð að Broadway-stjörnu eftir lát Jims. Það tók Mafíuna ekki nema niánuð að kippa slíku smáræði í liðinn.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.