Tíminn - 09.01.1970, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.01.1970, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 9. janúar 1970. Leifcstjóri eiiMi færði upp eima af óperum Mozarts en það tóbst ekki sem skildi. Leikstjórinn sendi Mozart boðsfeort á óperuna, en Mozart endursendi boðskorti'ð, með þeim orðum að leikhússtjór- inn ætti frekar að bjóða Beet- hoven, því hann væri heyrnar- liaus. Rafeindaheilinn er hilaður og ég hef þurft að hugsa sjálf- ur í allan dag. Þetta ætti að kenna þér, að vera ekki að slá drengi, sem eiga sterkari pabba en þú átt. Uing kona leit biðjandi á manninn, sem stóð andspænis henni og strauk eggina á stóra hnifnum sínum. Hann sagði: — Jæja . . . ? — Eruið þér hjartalaus? stundi konan. — Já, svaraði hann. — Jæja, en lifur þá, hún er láka ágæt í matitvn. Þér borðið svo lítið, kæri Sveinn, sagði unga stúlkan vi® biðilinn, sem hafði verið boðið til miðdegisverðar. Sveinn, sem gjarna vildi slá henni gullhamra, sagði: — Þegar miaíður situr við hliðina á yður, þá missir mað- ur alveg lystina. Nýgiftur bóndi var að sýna konu sinni bú sitt, er hæna kemur hlaupandi á mikilli ferð og rétt á eftir kemur hani hlaupandi. Bóndinn henti brauðmola sem hann var með fram fyrir hanann, stoppaði ha-nn þá og fór að kroppa í brauðið, en hænan vappaði um þar skamm-t frá. Konan spuxði bóndann „af hverju stoppaði lianinn". Bóndinn: „af því að han-n var svangur". Konan: „Það vona ég að þú verðir aldrei svona svangur!“ Takið sneið af nýju nauta- kjöti og léttsteikið það. Steikt- ur laukur, tómatar sósa og kartöflur borið með. Hugsa sér, að þriðji ma'ður- inn hennar skuli vera dáinn. Er það ekki hræðilegt? — Jú, fyrir þann fjórða. DENNI DÆMALAUSI Mundu bara að setja þelta aft- ur þar sem þú tókst það! Barbra Streisand er orðin lang vinsælasti og dýrasti 'skemmtikraftur sem völ er á í USA. Hún hefur þotið upp á stjörnuhimin'iin-n á styttri tíma en dæmi eru til um skemroti- krafta. Hljómplötur hennar hafa nú selzt í yfir 9 milljón eintökum, kvikmyndir þær er hún hefir leikið í njóta alls staðar metaiðsók-’ar. Steisand er sögð vera mjög áhrifamikill persónuleiki, töfiri aiia með framkomu sinni, en meira þyk- ir þó vert uim sérstæða leik- hæfileika henmar. Leikstjórar þeir er hún hefir starfað me® segja, að hún sé einhver frum- legasta leikona sem þeir hafi komizt í kynni við, hún sé full- komlega náttúruleg i leik sín- urn, sé engan að stæla, „hún er sérstæð uppgötvun“, sagði einn leikstjórinn. Hvar sem Barbra kemur fram, hvort hún syngur inn á plötu, raular á næturklúbbi, leikur á sviði, í kvikmynd eða kemuir fram í sjónvarpi, þá „slær hún í gegn“. Barbra hefir mikið sjálfstraust. Þegar hún kom í fyrsta sinm fram opinberlega sagði hún: „Ég er srorkostleg- as-ta stjarnan í heiminum, það veit það bara enginn“, nú vita það flestir. Meðfylgjandi mynd sýnir Steisand í myndinni „The Owl and the Pussycat“, en auk hennar hefur hún leikið í „Helilo DoIly“ og í „Funny Girl“, auk margra sjónvarps leikrita. Þegar Rudolf Hess, nazisti „númer þrjú“, var fangelsaö- ur árið 1941 í Bretlandi skrií- aði hann konu sinni bréf, og sagðist ekki viilja sjá neina gesti í fangelsinu hjá sér han-n bammaði ölluim ættingjum og vinum aið hei-msækja sig, því hann áleit „að það væri fyirir iieðan virðin-gu sína, að nokk- ur sæi sig í því ástandi sem hann var í“, þess vegma hefur Hess efeki sé@ eiginkonu sína og son þeirra í tuttugu og þrjú ár, eða all-t frá því er hanm var lokaður imni í Spandau fangelsinu. Svo kom að því, núma fyrir jólin, að Hess var fluttur úr fangelsinu og á sér- stakt sjúkrahús, þar sem læfcn ar tóku til meðferðar sjúkdóm er hefir meira og minna þjakað Hess meðan hann hefir verið í fangslsir.u. Að ósk Hess var komu hans og syni þeirra, Wolf, en hann er mú þrjátíu og eins árs, leyft a® koma og hekn- sækja haoin á aðfangadaigs- kvöldi jóla. Hess lá í rúmi sínu í Brezka herspítailanum í V-Berlín, og úr rúmi sínu gat hiinn sjötíu og fimm ára gamli Hess virt þau fyrir sér, konuma og soninn en samkvæmt fangels is reglunum, máttu þau efeki snertast, heldur stóðu þau á- lengdar við rúmið, frú Hess og sonurinm, en á milli þeirra og rúmsins stóð hermaður. Frú Hess virti Rudolf fyrir sér um stuind, en loks féll hún samam, og settist á stól grátandi. Eftir hinar löglegu þrjátíu mínútur var þeim mæðginum stjabað út fyrir. * Sæmska myndin „Ég er for- vitin — guil“ hefir nú verið sýnd víiðsvegar uim Bandaríkin a'ðsókn verið gífuriega mifcil. Búizt er við að gróðinn verði um fjórar milljónir dollara. Ef gróðinm verður svo mikill, sem allt bendir til að verði, þá er „Ég er forvitin — gul“ fjórða vinsælasta kvikmyndin sem gem.gið hefir í USA, á undan koma „La Dolce Vita“ (Hið ljúfa líf) „Un Homme et une Femmé' og Dear John . & meðan „Sú forvitna" fer slífea sigurför um USA, má önnur s'kandiniaivísk kynlífs- mynd þola kuildalegri móttök- ur, hvað sem um a'ðsókn al- mennin'gs verður að segja þeg- ar þar að kemur, „Ég, kona“ sem margir munu kannast við, var fordæmd og svívirt af al- hug eftir a@ hún hafði verið sýnd þar vestra. Konur röðuðu sér upp framan við kvikmynda- húsið me@ mótmælaspjald þar sem á stóð „Viðbjóður sem vi@ kærum okkur ekki um“. + Brezki leikarinn Tom Courtenay mun leika aöalhlut i erkið í kvikmynd sem gerð verður eftir athugasemdum sem sovézki rithöfundurinn Solzhenitsyn hefir gert um lífið ' þrælkunarviiinu'búðum í Sovét ríkjunum. Kvikmyndin mun nefnast „Einn dagur í lífi Ivans Denisovichs". Kvikmyndafélag Tom Court- enays, Leontes Fiilmis mun framlei@a myndina i samvimnu við norsk og amerísk fyrirtæki. Kvikmynduin hefst nú í byrjun janúar, og verður kvifcmyocla- takan að miklu leyti látin fara fara fram í Norður-Noregi. Leikstjóri verður Caspar Wrede. -4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.