Tíminn - 22.02.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.02.1970, Blaðsíða 3
f" ' ■ ■ ■ SUNNHDAfJUR 22. febrfiaar 1970. TÍZKÁN Það rengir mig eflanst enginn, þótt ég segi að Karnabær sé or'ð- inn að stórveldi í tízkuheimi nngs fólks á íslandi. Þetta litla „stór- veldi“ er eins konar spegilmynd af því, sem er að r ast úti í hinum stóra poppheimi í dag. Um daginn — það eru svona 10 dagar síðan — skrapp ég niður í Karna- bæ og hitti þar húsbónda staðar- ins, Guðl mg Bergmann, og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. 1. Hvað er að gerast i tízku- heimi unga fólksins í dag? Tízkuheimur unga fólksins er fullur af nýjungum. Vorið er á næsta leiti og nú þegar eru vor- litimir komnir á markaðinn hjá Ikvenfólkinu, dempaðir, mildir og fallegir litir, (rauðleitt (sunpan- red), grænt, lilla, hvítt, bleikt, drapp). Alls konar nýjra-ngar eru á ferðinni, sítt og stutt saman, mikið um festar og men og jafn- vel stór breið hálsmen, fast upp að hálsinum. Síðir fcjólar við öll tækifæri, jafnt og stuttir, en „buxna-dressin“ eru orðin mjög almenn í notkun. Síðar ikópur eru næstum einráðar. svo og stutt pils. Langir fclútar um háls, mitti og handleggi o.m.fL Hjá karlmönnunum eru^ breyt- ingarinnar alitaf hægari. Úitsniðn- ar buxur halda velli, þá er mikið um uppbrot á buxum. Ný snið á jö'kfcum, svokölluð „Safari“-snið. Litir í skyrtum, fclútar ails konar, breið belti með stórum hringjum o.m.fl. Tízkuheimurinn og pop músikin haldast fast í hendur meðal uniglinga jafnt nú sem áðúr. Yfirleitt virðist tízkan vera sú, að hver klæði sína persónu eins og bezt á við. 2. Hvar í heiminum eru mest. ar sveiflur í tízkunni nú? Fatatízkunni er hægt að skipta í tvo aldursflokka. Tízku ungra og fi'jliorðinna, en bilið þarna á mil'li er nofcfcuð stórt. ÞETTA HEFUE SKAPAð DÁLTTIð VANÍDAMÁL FYRIR UNGAR STÚLKUR, SEM EKKI VILJA VERA TÁNTNGAR OG KONUR SEM EKKI VILJA VERA FULLORðNÁR. Ungu tízkunni stjórna Englendingar bæði hjá herrum og dömum, en Frakfcar aftur á móti tízku full orðinna, Sveiflurnar eru þvi tnest- ar meðal þeissara þjóða. 3. Hvað um nýjungar í her- bergjaskreytingu? Ég er nú ekki sórfræðingur í þessum efnum, en minn smekk- ur, svo og ungs fólfcs sem ég spyr er svona: Litaúrval á veggjum, alla vega „Fosters", smávegis af „antifc“- muniun, máluð og lakkeruð hús- gögn, t.d. fcommóður, hekluð rúm- teppi samansett úr mislitum fern- ingum, púðar og alls konar upp- stoppuð dýr o.m.fl. 4. Hvað er nýjast að frétta af Karnabæ? Karnabær er tízkuverzlun fyr- ir ungt fólk, sú eina, sem selur ekkert annað og leggjum við okk- ur fram við að fylgjast með nýj- ungum unga fóllksins. Við flytj- um næstum allt inn sjálfir, höf- um öll helztu umboð fyrir fram- leiðslufyrirtæki þau sem fram- leiða fyrir Oarnaby^ Street, King‘s Road o.þ.h. staði. Ég fer erlendis allt að átta sinnum á óri til að fylgjast með og kaupa inn. Við höfum nýlega fest kaup á fata- verfcsmiðju Últimiu, en henni veit- ir forstöðu Colin Porter, en hann er óþarfi að kynna. Öll okkar snið eru aðeins fyrir okkur. Við höfum stæfckað búðina til að bæta þjónustuna og koma meira af vörum fyrir. Sett hafa verið upp mörg últilbú úti um landið, sem sérhætfa sig í fatnaði frá okbur, •t.d. í Keflavík hjá Klæðaverzlun B.J. á Selfossi, Verzlranin Elfa, i Vestmannaeyjum Verzlunin Örin o.m.fl. stöðum eru svo smærri um- boð. 5. Getur þú gefið nokkuð upp um „Vettvang Æskunnar, Full tríia Ungu Kynslóðarinnar?" Sfcemmtunin verður haldin um miðjan apríl, en eins og áður mun Vikan sjá um myndir og ailar upplýsingar um keppendur. Keppnin verður með öðru móti n_, jafnt hjá stúlkunum og hljóm sveitunum. Einnig hafa allir aðil- ar, sem að skemmtuninai standa boðið vinnu sína ókeypis í þágu góðs málefnis, sem ég get því miður ekki gefið upp að svo stöddu. 6. Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri að lokum? Já, eiginlega. Mér þykir óheyri- •legt að forráðamenn vissra skemmtistaða hér í borg, sfculi lifa aftur í grárri fomeskju hvað tízku snertir. Setja forneskju hvað tízku snertir. Setja alls konar fíflalegar reglur, varð- andi klæðaburð og sídd á hári herra, sem vitað er fyrirfram að er aðeins tímaspursmál að við- komandi aðilar þurfa að éta ofan í sig aftur. Þetta sfcapar mikla sundrung milli kynslóðanna og ef eldri kynslóðin hefur áhuga á að bæta eitthvað í fari þessara unglinga, þá er þetta efcki rétta leiðin til að ná sambandi við unga fólkið. Ég hef mikið við ungt fólk saman að sælda og tel það til alls góðs iíklegt, ef það aðeins fær að láta ljós sitt skína. TIMINN ALIT tlLVERk Ein af þeim hljómsveitum, sem urðu til við ,,hjónaband“ Flowers og Hljóma v»r popp- hljómsveitin Tilvera. „Svo sem ágæt hljómsveit“, sagði fólk, og svo lognaðist hún út af. Ékki hafði hún samt fyrr geispað golunni, en um hana fórn annarlegir kippir og hún tók að ganga aftur — og var þá orðin ailt önnur Til- vera. „Hver er tilgangurinn með þessari nýju Tilveru?“ hugsaði ég einn daginn eftir miðdegis- kaffið og brá mér í heimsókn til Axels, sem er einn af þrem- ur stjórnendum hljómsveitar- innar og spilar á gítar. Ég var svo heppinn, að söngvai-inn, Engilbert Jensen, var einmitt í heimsókn hjá honum líka. Ég bar ekki strax upp erindið, en fór að tala um veðrið og fiskirí- ið við þá. Þeir tóku mér vel í fyrstu, en fóru síðan að verða skrýtnir á svipinn og spurðu mig, hvort ég ætlaði ekkert að tala um hljómsveitina. Jú, það varð úr að við brugðum okkur niður í Glaum- bæ, þar sem hljóðfærin þeirra stóðu frá því kvöldið áður. Ég man ckki eftir að hafa séð skuggalegri hljóðfæraupp- setningu fyrr — það var eins og útbúnaðurinn tilheyrði ein- hverri villimannahljómsveit frá frumskógum svörtustu Afríku. Boxin voru öll útklesst og máiuð — klömbruð saman og ruddaleg. Axel: Ég sé, að þú ert að virða fyrir þér boxin ofckar. Þetta eru reyndar rándýr, inn- flutt box, en umsmíðuð hjá Alex Products hérna í bæn- um. Ég: Alex Prc vucts?? Berti: Ja, hann umsmíðaði þau bara sjálfur. Við vildum fá okfcar eigin hljómburð — og núna erum við búnir að breyta þeim svo mikið, að fyr- ir mitt leyti eru þetta einhverj- Framhald á bls. 11 /AGSTl BiTILL A LANHNU Hann er sennilega yngsti bítill á landinu, enda ekki nema fimm BRÉF Sæll Þorsteinn. Þú vanst að biðja um bréf (ert kannski að safna frímerkj- um) en hvað um það, hér er eitt. Tilefnið er þátturinn „Með ungu fólki“ sem þú stjórnar með mikl- um ágætum. Mér finnst að það mætti vera meira bröndurum, smá gamansögum og svo framveg- is. Einnig finnst mer að þú ættir að velja a.m.k. einn texta við vin- sæ’.t lag í hverjum hætti. Það verð- ur endilega að vera pósthólf í hverjum þæitti, þú átt lfka að koma rneð flciri Skoðanakannan- ir um allt mill: himins og jarðar, smáverðlaunaþrautir o.fl. o.fl. ára gamall og heitir Baldur Þórir Guðmundsson. Hann hefur reyndar aldrei komið fram opinberlega, en foreldrar hans eru þekktir um alít land; þeir heita Guðmundur Rúnar Júiíusson, söngvari og bassaleikari hjá Trúbrot, og María Baldursdóttir, en hún er meðal annars fegurðardrottning (slands eins og er. Ég hringdi í hann í fyrradag og hann svaraði 1 simann með sinni skýru og greindarlegu rödd: Jæja, Þorsteinn minn, ég vona aö þér gangi . _i með þennan skínandi þátt í framtíðinni. Þetta er langbezti þátturinn sem skrif- aður er fyrir ung,t fólfc í dagblöð- unum og þótt víðar væri leitað. herra rifrifc. — Halló? — Já, halló — þetta er Þorsteinn. Manstu eftlr viðtalinu, sem ég ætla að taka við þig fyrir blaðið? — Hvað segirðu — ertu I baði? — Nei, manstu ekki — ég ætlaði að setja mynd af þér I blað? — Já, svoleiðis. — Jamm. Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðinn stór? — Ég veit það ekki. Ég er svolítið að pæla I að verða trommari. —•. f hljómsveit? — Já. Stórri hljómsveit. — Hvaða hljómsveit finnst þér bezt núna. — Trúbrot. ‘Heyrðu annars, geturðu ekki komið hingað og talað við mig? Það eru bara tveir menn hérna núna. — Hverjir eru það? — Ég og pabbi. Og ég brá mér helm til Rúnars, tók meðfylgjandi mynd af Þóri litla (en svo er hann kallaður) og lagði fyrir hann elna spurningu í viðbót: — Hvað á hljómsveitin þin að helta? — Ég ætlaði að láta hana heita Afa, en hvernig getur hljóm- svelt heitið Afi? Híhíhihí — nei, það er ekkl hægt. Ég ætla að láta hana heita Hljóma. P.S. Þú varst að biðja um fullt nafn, ef ég man rétt. Það er Friðrik Gíslason, Vonarstræti 12. (Er þetta nóg?). . — Og éa get ekkert annað sagt en, þakka þér fyrir hrósið. P.S. Þátturinn þakka. fyrir öll bréfin, sem hann hefur fengið. en því miður verður birting sumra beirra að bíða betri tíma. í næstu viku mun ég ætla meira pláss fyrir aðsend bréf, svo ykkur er alveg óhætt að skrifa • mér. Skrifið um hvað sem ykfcur ■ sýniist, og í guðanna bænum setjið , út á þáttinn, annars dey ég úr ' monti einhvern daginn. Heimilis- ; fang mitt er Háholt 7, Keflavík. Þorsteinn. j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.