Tíminn - 24.02.1970, Page 6

Tíminn - 24.02.1970, Page 6
18 > TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 24. febrúar 197« Tilkynning frá Sportvöruverzlun IÐNAÐUR OGTÆKNI Kristins Benediktssonar Þar sem ég hef lagt niður sportvöruverzlun mína að Óðinsgötu 1, beini ég því til viðskiptamanna minna, að framvegis verða skíðavörur, sem seldar hafa verið í verzlun minni, til sölu í verzl. Sport, Laugavegi 13. Skrifstofa mín og skíðaviðgerðir verða áfram að Óðinsgötu 1, til 1. apríl. Þá þakka ég viðskiptamönnum mínum ánægju- leg viðskipti og vonast til þess, að þeir beini viðskiptum sínum til verzl. Sport í framtíðinni. Kristinn Benediktsson. Tilkynning frá Verzl. Sport, Laugavegi 13 Þar sem sportvöruverzlun Kristins Benediktsson- ar hefur verið lögð niður, verða skíðavörur þær, sem fengizt hafa í Sportvöruverzl. Kristins Bene- diktssonar, til sölu í Verzl. Sport, Laugavegi 13, Reykjavík. Við munum hér eftir sem hingað til kappkosta að veita öllum viðskiptavinum okkar góða þjón- ustu. Verzlunin Sport, Laugavegi 13. Hákon Jóhannsson. HESTUR Tapazt hefur stór brúnn hestur úr Geldinganes- inu, Skógarhólamótshelgina s.l. sumar. Mark óglöggt, en á að vera fjöður aftan hægra-. Páein hvít ár í enni. Menn vinsamlegast athugið hugs- anleg misgrip. Haraldur Lýðsson, sími 30552. Fjármunamyndun í íslenzkum iðnaði Nýlega voru birtar tölur um fjármunamyndun í íslenzkum iðnaði fyrir árin 1967 og 1968, og sýndu þær mikinn samdrátt í framkvæmdum og vélakaup- um í almennum iðnaði. Ætla má, að sama þróun hafi átt sér stað á síðasta ári, og Hag- sveiíluvog iðnaðarins fyrir þriðja ársfjórðung síðasta árs bar með sér að iðnrekendur hyggja yfirleitt ekki á miklar framkvæmdir né vélakaup á næstunni. I þessum þætti verður í þetta sinn fjallað um fjármuna myndunina í iðnaðinum 1967 og 1968 og þær ályktanir um samdrátt, sem af þeim má draga — en með fjármuna- myndun er átt við byggingar og aðra mannvirkjagerð iðnfyrir- tækja og kaup á vélum og tækjum til iðnaðar. Bæði árin, 1967 og 1968, var mikill hluti fjármunamyndunar innar hjá Álverksmiðjunni í Straumsvík, en síðara árið námu framkvæmdir á vegum þeirrar verksmiðju um 60% af allri fjármunamyndun í iðnaði hér á landi — eða um 885 milljónum króna af 1.479 millj. í vinnslu landbúnaðarafurða varð mikill samdráttur hvað fjármunamyndun snerti miðað við 1966, ef miðað er við fast verðlag eins og alls staðar er gert í hlutfallstölum þessum. 1967 drógust framkvæmdir þannig saman um tæp 24% eða tæplega V\. í þessari iðngrein var byggt fyrir 30 milljónir og keýþtar vélar og tæki fyrir 25 milijónir króna árið 1967. Samdrátturinn hélt áfram 1968, og nam þá rúmum 24%. Þá fóru um 25 milljónir til byggingaframkvæmda og um 25 mUljónir til véla- og tækja- kaupa. Helztu framkvæmdirnai í þessari grein var mjólkur- samlagið og kjötiðnaðarstöðin á Akureyri og sláturhúsin í Borgarnesi og Búðardal. Á árunum 1961—1967 nær tvöfaldaðist afkastageta síldar- og fiskimjölsverksmiðja í land- inu, þannig að segja má að eðlilegt sé, að um mikinn sam- drátt í framkvæmdum í vinnslu sjávarafurða var að ræða 1967 og 1968. Síðara árið námu framkvæmdir aðeins helmingi framkvæmda ársins 1967 og tæplega þriðjungi fram- kvæmda ársins 1966. Bæði árin var fjárfestingin mest í vélum og tækjum — 123 milljónir fyrra árið og 79 miUjónir hið síðara, en minna var um húsbyggingafram- kvæmdir. Nokkrar framkvæmdir voru við Sements- og Áburðarverk- smiðjurnar þessi ár, en eins og kunnugt er stendur fyrir dyr- um hélmingsstækkun Áburðar- verksmiðjunnar. Framkvæmdir beggja verksmiðjanna bæði ár- in námu samtals um 75 millj- ónum króna. ANNAR IÐNAÐUR Framkvæmdamyndunin í öðr um iðnaði minnkaði verulega þessi tvö ár, og telst þó Kfsil- gúrverksmiðjan við Mývatn til þessa i'ðnaðar — en samtals bæði árirs námu framkvæmdir þar rétt tæpum 100 milljónum. Árið 1967 námu framkvæmd ir í þessurn iðngreinum tæpum 438 miUjónum króna, en þar af fóru tæpar 176 miUjónir til húsbygginga, rúmlega 235 milljónir í véla- og tækjakaup og tæpar 2n milljónir í aðra mannvirkjagerð. Af heUdar- upphæðinni fóru tæpar 90 .nillj. í KísUgúrverksmiðjuna. Húsbyggingar voru mestar, fyrir utan Kísiliðjuna, hjá vélsmiðjum, 22 milljónir, hús- gagna- og innréttingavinnustof um 20 milljónir og bifvéla- verkstæðum 19 mUljónir. Véla- og tækjakaup voru hins vegar mest í málmsmíða- iðnaði, 21 mUljón, prentiðnaði 18 mUljónir, pappfrsiðnaði 17 mUljónir og tréiðnaði 15 millj- ónir. Heild arf ramkvæmdimar 1968 námu aðeins 361 milljón, og skiptist nokkuð öðru visi á iðttgreinar. Af húsbyggingUm voru frafnkvæmdir mestar í húsgagna- og innréttingasmfði, 19 miUjónir, bifreiðaverkstæð- um, 17.5 mUljónir, og húsum fyrir skipasmíði og skipavið- gerðir, 16 mUljónir. Véla- og tækjakaup voru mest hjá dráttarbrautum, 28 miUjónir, málmsmíðaiðnaði, 12 mUIjónir, drykkjavöruiðnaði, 11 milljónir og prentiðnafH, 10 mUljónir. Bæði árin voru verulegar fjárhæðir settar í byggingu dráttarbrauta eða tæpar 28 miUjónir 1967 og tæpar 48 milljónir 1968, en það ár mun- aði mest um dráttarbrautina fi Akureyri. Þegar haft er f huga, að heUd arfjármunamyndunin í landinu var árið 1967 7.984 mUIjónir og 1968 tæplega 8.726 milljón- ir á verðlagi hvers árs fyrlr sig, þá sézt að fjármunamynd- unin í iðnaði er lítil. Ekki er útlit fyrir, að mikil breyting verði þar á í einni svipan, en ,f búizt er við miklum afrek- um af íslenzkum iðnaði verður hlutfallið að berytas* og al- mennur iðnaður að fá stærri hluta f jármagnsins í sínar hend ur til uppbyggingar. Elías Jónsson. Jaröýts óskast Höfum kaupanda að jarðýtú Caterpillar D 6, eða hliðstæðri vél. Tilboð er greini aldur, ástand, verð og greiðslu- skilmála sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 10. marz n.k. merkt „Örugg trygging“. ÚTBOD Leitað er tilboða í að byggja nýja hótelálmu við Hótel Loftleiðir. II., III. og IV. hæð nýbyggingarinn- ar skulu afhentar fullgerðar 25. apríl, 1971. Út- boðsgögn eru afhent á Teiknistofunni s.f., Ármúia 6, frá miðvikudegi 25. febrúar, gegn tíu þúsund króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð iaug- ardaginn 21. marz n.k., kl. 11 f.h., í Leifsbúð að I-Iótel Loftleiðum. Eigum ávallf fyrir- llggiandi sæfaáklæði í Ford Cortina 1300 Delux ’70, Volkswagen 1200 —1300 ’56—’70, Moskvich 403 ’60 — 408 ’70, Laíld Rover jeppa '61—’67, Skoda 1000 MB '65-70. Útvegum með stúttum fyrirvára sætaáklæði og mottur i flestar tegundir bifreiða. Nýir litir — ný efni — Hagstætt verð. — Sendum í póstkröfu um land allt. ALTIKA-BÚÐIN, Frakkasfíg 7, Reykjavík. Sími 22677. Kaupið fyrir söluskattshækkun BÓKA- MARKADURINN Bðnskólanum Landbúnaðar- maður vanur kúahirðingum getilr fengið atvinnu á kúabúi við Reykjavík. íbúð og hátt kaup, reglusemi áskilin. Upplýsingar á Ráðningar- stofu Landbúnaðarins. Sími 19200.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.