Tíminn - 24.02.1970, Síða 12
ÞrlSjudagur 24. febrúar 1970
Á HREINDÝRAVEIDUM FYRIR SÆDÝRASAFNIÐ, BLS. 15
Þorsteinn Sigurðsson forma'ður Búna'ðarfélags fslands i ræðustól í upph afi þingsins.
52. húnaðarþing var sett í gær:
(Tímamynd GE).
Oröið tímabært aö Búnaðarfélag
íslands hafi fiskiræktarráðunaut
sagði Þorsteinn Sigurðsson í setningarræðu
AK, Reykjavík, ntánudag
52. búnaðarþing var sett í
Bændahöllinni kl. tíu árdegis í
dag. Þorsteinn Siguríllsson, for-
seti Búnaðarfélags íslands, setti
þingið með ræðu, og á setningarj
fundinum flutti Ingólfur Jónsson j
laiKlbúnaðarráðherra einnig ávarp. |
Á Bðrum fundi þingsins eftir há- j
degið voru kjörnir varaforsetar,
Einar Ólafsson og Ásgeir Bjarna
son, en forseti Búnaðarfélagsins
er jafnan aðalforseti á búnaðar-
þingum. Ritarar voru kjörnir
Benedikt Grímsson og Sveinn
Jónsson. Næsta fundur á búnaðar
þingi verður kl. 9,30 árdegis í
dag, og flytur Gísli Kristjánsson
þá erindi um hraðþurrkun heys.
Flestir búnaðarþingsmenn voru
komnir til þings í daig.
1 upphafi setningarræSu sinnar
minntist Þorsteinn Sigurðsson
fyrst þriggja merkisbænda, ■ sem
allir áittu sæti á búnaðarþingi
lengur eða skemur, og hafa látizt
síðan síðasta búnaðarþingi lauk.
Þessir bændur voru Guðmundur
Erlendsson bóndi á Núpi í Rang
árþingi, Þórhallur Jónasson bóndi
á Breiðavaði í Eiðaþinghá og
Ólafur Bjarnason bóndi í Brautar
holti á Kjalarnesi. Risu fundar
menn úr sætum í virðingarskyni
við Iþá.
Forseti Búnaðarfélagsins ræddi
síðan um árferðið og afkomu bú-
skapar á liðnu ári, einkum hey-
brestinn á liðnu sumri og ræddi
þær ráðstafanir, sem gerðar hafa
verið af opinberri hálfu til hjálp
ar á heybrestssvæðum. Hann sagði
að Bjargráðasjóður hefði lánað
72 millj. kr. á sl. hau~ti og tekið
til þess allstórt lán úi Jarða-
kaupasjóði ríkisins.
Hann taldi, að betur hefði tek
izt en á horfðist að fuilnægja
lánsþörf bænda vegna fóðurskorts
ins.
í framhaldi af þessum lána-
málum ræddi Þorsteinn um al-
menn lánákjör bænda hér á landi
og gerði nokkurn samanburð á
þeim og lánakjörum, sem bænd
ur á Norðurlöndum eiga við að
búa. Sagði hann, að bændur á
Norðurlöndum byggju við mikiu
betri lánskjör, bæði til byggingar,
ræktunar, vélakaupa, bústofns-
kaupa og rekstrar. Lánin væru
miklu hærri hlutfallslega, allt að
90% kostnaðar við framkvæmdir,
svo sem byggingar íbúðar- og
peningshúsa, 75% til verkfæra-
kaupa og yfirleitt með 4,5% vöxt
um.
Þá ræddi Þorsteinn um efnahag
bænda og þá athugun, sem nýlega
hefur farið fram á honum. Hann
ræddi einnig um veiðimál og
kvað það orðið fyllilega __ tíma
bært, að Búnaðarfélag íslands
réðii í þjónuistu sína fiskimála
ráðunaut til þess að leiðbeina
SKOÐANAKONNUN I BORGARNESI
Á fundi situðningsmanna B-liist-
ans í Borgarnesi 8. febrúar 1970
var kosin nefnd til þess að
ganga frá tillögu um framboðs-
lista við næstu hreppsnefndar-
kosningar. Nefndin hefur ákveð
ið að efna til skoðanakönnunar
um skipun fimm efstu sæta list
ans. Skoðanakönnun þessi verður
framkvæmd þannig, að útbúnir
verða kjörseðler með 15 nöfn
um og 5 auðum línum fyrir nöfn.
Ætlazt er til þess, að þeir, sem
taka þátt í skoðanakönnuninni
merki við fimm nöfn á listanum
eða nöfn, sem þeir kynnu að bæta
á hann og númeri 1 til 5 við þá
ménn, sem þeir vilja láta skipa
5 efstu sæti framboðslistans.
Með Ifllðsjón af niðurstöðu
skoðanakönnunarinnar, tekur svo
undirbúningsnefndin endanlega
ákvörðun um framboðið sam-
kvæmt umboði almenns fundar
stuðningsmanna B-listans í Borg
arnesi.
Þátttaka í skoðanakönnunin ni
er ' heimil öllum kosningabærum
stuðnimgsmönnum B-listans til
hreppsnefndarkosninga.
Kjörfundur vegoa skoðanakönn
unarinnar verður ákveðinn oglmeð heimsendum kjörgögnum og
auglýstur síðar. Nánari reglur um á Ikjörstað.
skoðanakönnunina verða birtar I (Fréttatilkynning)
bændum um fiskirækt í ám og
vötnum og fiskeldi. Hér væri
um að ræða mikilvæga framtíð
árbúgrein.
Loks ræddi hann um rafmagns
málin og minnti á þá staðreynd,
sem nú væri væntanlega öRum
ljós, að ekkert býli gæti haldjzt
í byggð til langframa, nema hafa
rafmagn. Enn skorti nokkuð á,
að svo væri. Enn hefðu um 1550
býli ekki rafmagn frá ríkisraf-
veitum, en þar af mundu um 950
hafa einkarafstöðvar. Af þeim
býlum, sem þá vœru eftir raf
m-ag'nlaius væri búið að samþykkja
að leggja á næstu missirum raf
magn til 260 býla, en þá væri
enn bálft þriðja hundrað eftir,
og nokkuð langt að leggja á
mör.g þeirra.
Þorsteinn gat þess, að nágranna
þjóðir, til að mynda Svíar, hefðu
komið á hjá sér víltækum upp-
skerutryggingum, og legði ríkið
verulegar fjánhæðir til þeirra.
Uppskerubrestur hefði t. d. orðið
svo mikill þar á liðnu sumri, að
ríkið hefði orðið að leggja fram
stóraukið fé til þess að trygging
ar þessar uppfylltu skyldur sínar.
Eins og áfallahættu íslenzkra
bænda væri háttað, hlytu slíkar
uppskerutryggingar að vera þeim
íihugunarefni. Framhald á bls. 22.
Atkvæöa-
greiðsla um
sameiningu
ísafjaröar og
Eyrarhrepps
GS-ísafirði, mánudag.
Fundir um sameiningu Eyr-
arhrepps og ísafjarðar voru á
laugardag og sunnudag á
ísafirði og Hnífsdal. Frummæl
endur á báðum fundunum
voru Jóhann Einvarðsson,
bæjarstjóri ísafirði og Guð-
mundur Ingólfsson Hnífsdal.
Einnig sat fundinn Unn-
ar Stefánsson, viðskiptafræð-
ingar frá framkvæmdanefnd
sameiningarnefndar sveitar-
félaga. Hans V. Haraldsson,
hagfræðingur, ísafirði hefur
samið álitsgerð fyrir samein-
ingarnefndina hér. Einnig
hefur Guðmundur Magnússon
sveitarstjóri í Eyrarhreppi,
samið og gefið út bækling
sem í eru ýmsar upplýsingar
um málið.
Fundirinir voru fjöísóttir og
margir ræðumenn tóku til máls.
Atkvæðagreiðs'la um málið fer
fram næstkomandi sunnudag á
báðum stöðum, og eru það ein-
dregin tilmæli til fólks að fara
og kjóisa, hvort sem það er með
sameiningunni eða ekki.
Konur á Suðurnesjum
Stofnfundur félags Framsóknar
kvenna í Keflavík og nágrenni
verður haldinn í Aðalveri í Kefla
vík, föstudaginn 27. febr. n. k.
kl. 20,30. Allair FramsóknarkonUr
velkomnar. Nefndin.
KONA LÉZT ER KVIKNAÐI í
LEGUBEKK ER HÚN SVAF Á
OÓ—Reykjavík, mánudag.
Iíona fórst s. 1. laugardags-
kvöld er eldur kviknaði f legu
bekk, sem hún hafði hallað sér
á og sofnað. Allar líkur benda
til að konan liafi sofnað út frá
logandi sígarettu og eldurinn
komizt úr hennj í svæfil og
síðan í legubekkinn sem hún
lá á. Slysið varð á Reykja'lundi
en þar starfaði konan, scm hét
Þóra Eggertsdóttir og var 58
ára -ð aldri. Eldurinn náði
ekki að breiðast út.
Rétt fyrir kl. lo á 1-agardags
bvöldið varð fólk, vart við
reyk í álmu þeirri í aðalbygg
ingunni á Reykalundi, sem
starfsfólk býr í. Kom fljótlega
í ljós að reyk lagði út með-
fram dyrum á íbúð Þóru. Voru
dyrnar læstar að innan, en
fljótlega tókst að opna þær.
Haukur Þórðarson, yfirlæknir,
réðist á eldinn með handslökkvi
tæki og tókst honum að slökkva
í sófanum. Konan var látin
þegar komið var inn í herberg
ið. Var sófinn mikið brunn
inn og eins koddi og teppi sem
Þóra hafði liag-t yfir sig. Ann-
að brann ekki horberginu. en
hitinn var mjög mikill og sviðn
uðu húsgögn og takkar á sjón
varpstæki sem var við vegg
gegnt sófanum. Þóra hafði tvö
herbergi til umráða, stofuna
sem hún lézt í og samliggjandi
svefnherbergi. Hefur Þóra
greinilega ekki ætlað að sofna
á leguibekknum, heldur hallað
sér þar um stund.
Það var hjúkrunarkona sem
fyrst kom að dyrunum sem
reykinn lagði út meðfram. Féll
hurðin svo vel að stöfum að
lítinn reyk lagði út um bygg
inguna Ilefur bruninn verið
mjög hægfara og sófinn frem
ur sviðnað en brunnið. Rann
sóknarlögreglan í Hafnarfirði,
sem hefur rannsókn mélsins
með hömdum, segist ekki getað
ákvarðað með vissu hve langt
var síðan eldurinn komst í
legubekkinn þar til vart varð
við hann. Var þegar í stað
hringt í slökkviliðið í Reykja
ví'k, en búið var að slökfcva -
sófanum þegar það kom á stað
inn.
Þóra hefur starfaS á Reykja
lundi í mörg ár. Vann hún þar
. þvottahúsinu.i Hún var ógift.