Tíminn - 01.03.1970, Blaðsíða 1
/
Tómas Árnason:
Stofnun kaupstaðar á Seyðisfirði
Þróun byggðar og atvinnuhátta á 19. öld
í tilefni 75 ára afmælis Seyð
isfj arð ark a u p st að ar hef ég til
fró'ðleiks tekið saman lauslega
sögu byggðaþróunar í Seyðis-
firði, ijem leiddi til stofnunar
kaupstaiar. Ennfremur rakið í
SJtærstu dráttum atvdnnusögu
staðarins á síðari hluta 19. ald-
ar. Og að lokum undirbúning
kaupstaðarstofnunar heima í
sveitinni og meðferð málsins
og samþykkt á Alþingi.
UPPHAF SJÓSÓKNAR
Á SEYÐISFIRÐI
Árið 1770 voru í allri Norð-
ur-Múlasýslu 33 feræringar_ og
3 sexæringar. Aldamótaárið
1800 eru ''eir orðnir samtals
49. Bátar þessir voru þá eign
bænda á sjávarjörðum, sem
sóttu sjóinn sem aukastörf frá
landbústörfum. Um aldarmiðj
una eru bátarnir orðnir 101
talsins. Bendir auíkninigin
ákveðið tii þess að þýðing sjó-
sóknar hafi farið vaxandi í
sýslunni ,enda f er nú að örla a
útflutningi. Árið 1849 eru 22
skip af saltfiski fiutt út til
sölu á erlendum markaði. A
þessum tíma er byggð við
Seyðisfjörð eingöngu jarðirn-
ar við fjörðinn, en ek'kert ból-
ar á byggðakjarna. .
Árið 1861 gengu nokkrir
bændur við Seyðisfjörð í fé-
lagsskap við Ólsen nokkurn um
útgerð á þilskipi til hákarla-
veiða. Stundaði skipið veiðar
■til 1868, að það fórst með ailri
áhöfn. Tveiui til þrem árum
eftir stofnun þessa félags var
annað stofnað af Seyðfirðing-
um og a.mjk. einum bónda
af Héraði. Skip þess félags
fórst í veiðiför árið 1865.
Sumarið 1863 settu Banda-
ríkjamenn upp bræðslustöð á
Vestdalseyri í Seyðisfirði, en
þeir stunduðu hvaiveiðar fyrir
Austfjör'ðum á þrem ^ skipum.
þeir ráku hvalveiðar í 5 sum-
ur og höfðu mikinn rekstur.
Þeir höfðu keypt verzlunarhús
Örum & Wulf þar á eyrinni.
Árið 1866 var stofnað í Kaup
mannahöfn útgerðarfélag, sem
gerði út þilskip við ísland til
hvalveiða, selveiða, hákarla-
veiða og fiskveiða. Þetta félag
sendi skip til veiða árið 1868.
Fékk það til afnota hús Banda
rikjamarma á Vestdalseyri og
hafði þar aðalbækistöðvar í tvö
ár, en flutti þá starfsemi sína
til Djúpavogs.
Sama ár komu Hollending-
ar með holienzkt gufuskip til
hvaiveiða. Notuðu þeir bæki-
stöð hins danska félags í bfíú
sumur.
En um þetta leyti verða
straumbvörf í sjávarútvegi
Seyðfirðinga, sem vex hröðum
skrefum næstu áratugina.
NORÐMENNIRNIR KOMA
Sumarið 1868 settust tvö
norsk útgerðarfélög að á Seyð-
isfirði. Framkvæmdastjóri ann
ars félagsins var Otto Wathne,
sem átti mestan þátt í upp-
byggingu Seyðisfjarðar næstu
áratugina. Framkvæmdastjóri
hins félagsins hét Jakobsen.
Með komu Norðmanna hefst
uppbygging á Búðareyri.
Fyrsta sumarið byggðu þeir
bryggjur og verbúðir. Mun
þetta ásamt verzlunum á Fjarð
aröldu og Vestdalseyri og hval-
veiðjstöðinni á Vestdalseyri
vera upphaf þeirrar byggðaþró-
unar, sem síðar leiddi til stofn-
unar kaupstaðar.
Fyrsta sumarið (1868) var
ágætur sMarafli í Seyðis-
firði. Var talið, að Norðmenn
befðu farið með 2400 tunnur
síldar til Noregs. Þrjá beykira
skildu þeir eftir í stöðvum sín-
u-m til tunmusmíði fyrir næsta
sumar. Næsta vor kom Jakob-
senfélagið aftur með sex skip
til síldveiða. Þetta ár var ís-
ár og síldanafli tregur. Samt
héldu Norðmenn áfram bygg-
ingarframkvæmdum. Þetta fé-
lag kom svo á hverju sumri
með skip sín næstu árin, en
síldveiði var stopul.
Jakobsensfélagiið hóf verzl-
un seiinni árin, aðallega timb-
urverzlun, og keypti sláturfé.
Sumarið 1875 var dágóð síld-
veiði og mikil þorskveiði.
Jókst nú aðsókn Norðmanna.
Árið 1880 kom Otto Wathne
aftur til Seyðis'fjarðar oig sett-
iSt þar að. Um ]»að icyti höfðu
siex nörsk síldveiðifélög setzt
að á Seyðisfirði.
Otto Wathne vai dugmikill
athafnamaður. Harnn átti gufu-
Skip, sem hélt uppi föstum
ferðum milli Kaupmanna'hafn-
ar og íslands, með viðkomu í
Noregi. Hann eignaðist prent-
smiðjuna og giaf Austra annan
út. Hann lagði veg út á Búðar-
eyri og lét brúa Fjarðará.
Hann flutti til iandsins köf-
unaráhöld og fullkomin björg-
unartæki. Hann lét reisa 'ita
á Dalatanga við Seyðisfjörð.
Tómas Árnason hefur,
a8 beiðni Tímans, skrifað
grein um Seyðisfjörð fyrri
tíðar í tilefni þess, að 75
ár eru liðin frá því, að
Seyðisfjörður öðlaðist
kaupstaðarréttindi.
Eins og áður getur, hafði
Wathne mikinn rekstur við
sjávarsíðuina, mest þó síld-
veiðar, síldarverkun og verzi-
un með sjávarafurðir. Það var
mikill mannskaði, þegar
Wathne varð bráðkvaddur um
borð í gufuskipi sínu, Vaaigen,
haustið 1898 aðeins 54 ára gam-
ail.
Árið 1867 höfðu Seýðfirðing-
ar sjálfir hafið síldveiðar í
smáum stíl. Það ár voru flutt-
ar út 119 tunnur af saltsíld.
Útflutningur síldar óx svo
hröðum skrefum eftir tilkomu
Norðmanna. Árið 1874 eru
fluttar út 8688 tunnur. Útflutn
ingur frá Seyðisfirði var sam-
tals árin 1880 til 1885, að báð-
um árunum meðtöidum, 126.
416 tunnur saltsíldar. Næstu
árin var svo útflutndngur
miklu minni. Stærsta síldarár-
ið var 1880, en þá voru flutt-
ar út 60.170 tunnur frá Seyð-
isfirði.
BÁTAÚTGERÐ
Um það leyti sem síldveiðar
aukast og farið er_ að nota
sílid veitu, vex bátaútgerð við
fjörðinn. Utvegs'bændum fjölg-
ar og útgerðarmannastétt verð
ur til. Settu þeir sig niður við
allan fjöirðinn, en flestir þó á
Hánefstaða- og Þórarinssifcaða-
eyrum. Tala útgerðarmianna
við Seýðisfjörð var 57 árið
1880. Sjávjrútvegurinn verður
undirstöðuatviinnuvegur f j arð-
arins ásamt verzluninni, sem
nýtur góðs af. Þó fœkkar út-
gerðarmönnum á næsta ára-
tug og 1890 eru þeir 42 við
Seyðisfjörð.
Færeyjar sóttu mjög mikið
til Seyðisfjarðar og Austíjai'ða
yfirleitt á þessum árum,
ýmist á þilskipum eða til
sumardvalar. Sjávarbændur
leigðu þeim uppsátur og ver-
búðir og höfðu sumir af því
drjúgar tekjur. — Á seinasta
ánatUig aldarionar, mn það
leyti sem Seyðisfjörður fékk
kaupstaðaréttindi, hófu svo
duglegir menm þilskipaútgerð
frá Seyðisfirði.
ÍSHÚS
ís var fyrst notaður í Eng-
landi árið 1854 til þess að
verja fisk fyrir skemmdum.
Rétt um það leyti, sem Seyð-
isfjörður fékk kaupstaðarrétt-
ind.i, hófust íshúsbyggingar.
Austfirðingur að nafni Isak
Jónsson, byggði fyrsta íshús á
íslamdi fyrir Konráð Hjálmiars-
son í Mjóafirði. Næst var
stofnað hlutafélag á Seyðis-
firði, sem byggði íshús á Brim-
nesi. Fyrsta sumarið, sem það
starfaði (1895) voru lagðar þar
upp til geymslu 49.000 síidir.
Tvö önnur íshús voru byggð
við Seyðisfjörð þetta sama
sumar. Annað á Hánefsstaða-
eyrum og hitt á Búðareyri.
Þessi nýjun.g í atvinnumálum
þótti mjög athyglisverð og
hafði mikla^ þýðin'gu fyrir at-
vinnulífið. Árið 1903 voru alíis
40 íshús á landinu.
VERZLUN
Vei’zlunarsaga Soyðisfjarðar
verður ekki ra'kin í fáum orð-
um.
Fýrir miðja 19. öld varð
Seyðisfjörður verzlunarstaður,
en áður hafði verið rekin ólög-
gilt verzlun á Hánefsstaðaeyr-
Framhald á bls. 14.
Seyöisfjörður om aldamótin.