Tíminn - 01.03.1970, Page 12

Tíminn - 01.03.1970, Page 12
/ Sunnudagur 1. marz 1970. GETTU - nýr daglegur þáttur á bls. 22 í dag GOÐ RÍSA - OG GOÐ FALLA AF STALLI Ótrúleg rýrnun kaupmátt ar vikulauna frá 1960 ti 1970 við kaup nauðsynja TK-Reykjavik, föstudag. Tíminn hefur tekið saman verð- hækkanir á nokkrum hclztu nauð- synjum frá því í janúar 1960 til febrúar 1970 og borið saman við vikukaup verkamanns í dagvinnu, skv. n. taxta Dagsbrúnar. Kemur fram af þeim samanburði hvað mikið fékkst af nauðsynjum fyrir vikukaupið í ársbyrjun 1960 og hvað fæst mikið af sömu nauð- synjum fyrir vikukaupið í ársbyrj un 1970 eftir 10 ára samfellda viðreisnargöngu á „leiðinni til bættra lífskjara." Niðurstaðan af þessum saman- burði er lygilegur og táknmynd- irnar, sem hér fylgja með segja meira um þessa hörmulegu þróun, en mörg orð. Að þessu sinni era hér aðeins teknar þrjár nauðsynja vörur: Súpukjöt fdilka), ýsa, slægð með haus, og kartöflur Stserðarmunurinn á myndunum sýnir rýrnun kaupmáttar viku- Mosfellssveit Almennur fundur Framsóknar- manna verður haldinn að Hlégarði fimmtudaginn 5. marz n.k. kl- 9. Rætt verður um sveitarstjórnar- kosningamar. Allt stuðningsfólk Framsóknarflokksins er velkomið á fundinn. Stjómin. Akranes Framsóknarfélag Akraness held ur í'ramsóknarvist í Félagsheim- ili sínu að Sunnubraut 21, sunnu daginn 1. marz, kl. 20,30. Öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyflr. launa Dagsbrúnarmanna, sem hlýt ur laun skv. II. taxta, sem algeng- astur er. Arið 1960 fékk verkamaðurinn 48.2 kg. af dilkakjöti fyrir viku- laun sín. f febrúar 1970 ga-t hann aðeins keypt 23.5 kg. af súpu- kjöti fyrir vikulaunin. Rýrnun kaupmáttar vikulauna hans gagn- vart þessari nauðsynjavöru nemur á þessum 10 árum 51.2%. Súpu- kjöt hefur hækkað um 485% hvert kg. á þessu tímabili. 1960 gat verkamaður keypt 289.5 kg. af ýsu (slægðri, með haus) en í febrúar 1970 fær .íann aðeins 90.4 kg. af ýsu fyrir viku- launin sín. Rýrnun kaupmáttar launa gagnvart þessum lífsgæðum er 68.8%. Á þessu tímabili hefur ýsa hækkað um 814% á „leiðinni til bættra lifskjara" launþegans. í janúar 1960 gat verkamaður keypt 750.6 kg. af kartöflum fyrir vikulaun sín. f febrúar 1970 fær hann aðeins 153.9 kg. af kartöfl- um fyrir vikulaunin. Rýrnun kaupmáttar hvorki meira né minna en 79.5%. Á þessu tímabili hefur kartöflukílóið hækkað um 129.3% — og geri aðrar ríkis- stjórnir betur í lífskjarabótum. '"íminn mun síðar taka dæmi um ýmsar aðrar nauðsynjavörar og nauðsynjaþjónustu er sýna, hve áfall þess, sem hefur ekki hærri laun en svo, að rétt hrökkva til brýnustu Hfsnauðsynja, er gíf- urlega þungt. f millitíðinni geta menn rifjað up ioforð núverandi ríkisstjórnar urn bætt kjör launþega og að leið- in til bættra lífskjara væri að kjósa jrfir sig meiri viðreisn Það safcar ekki heldur að menn hafi það í huga um leið, að það er sami forsetinn og forystumenn Al- þýðusambandsins og formenn í stærstu launþegafélögunum, sem ráðið hafa ferðinni í verkalýðs- hreyfingunni samfleytt í öll þessi 10 ár. BúncLðarfélagið veit- ir verðlaun fyrir búrekstraráætlanir Dagana 19.—21. febrúar gekkst Búnaðarfélag íslands fyrir fundi með héraðsráðunautum og nokkr- um öðrum starfsmönnum bænda- samtakanna um áætlanagerð í bú- skap. Flutt voru þrjú erindi: Ketill A. Hannesson, talaði um búreikn- inga og áætlanagerð, Guðmundur Sigþórsson um takmarfcandi fram leiðsluþætti og val búgreina og Sveinn Tryggvason, framkvæmda- stjóri Fraimileiðsluráðs landþúnað arins hélt erindi, sem hann nefndi B ú vör ufr a m! e ið s’a með hliðsjón af markaðsmöguleikuim. Um öll erindin urðu nokkrar umræður, þó sérstaklega erindi Sveins Tryggva sonar, þv fundarmönnum þótti það iíl tíðindi, hve erfiðlega geng ur að selja landibúniaðarafurðir á skaplegu verði. Margir héraðsráðunauta hafa nú í vetur gert rekstrarkönnun á bú- rekstri nokkurra bænda, sem halda búreikninga. í áframhaldi af þeirri könnun gerðu þeir rekstr aráaetianir. Síðan . gerðu 8 héraðs ráðunautar grein fyrir niðurstöð- um þessa nýja þátta-r í þeirra starfi. Stjórn Búna^arfélags ís- lan<L ákvað að veita v:rð!aun fyrir þrjár beztu áætlanirnar. Fyrstu verðlaun hlaut Leifur Kr. Jóhannesson, Stykkishólmi, héraðs ráðunautux Snæfellinga. Ráðstefnugesúr voru saTnmáia um gagnsemi slíkra áætlana í bú- rekstri og höfðu trú á því að með víðtækri könnun á búrekstri ein- stakra bænda -’ðan rekstrar-* áætlun, mættd bæta afkomu miargra bænda veruleiga. Leifur Kr. Jóhan., sson hlaut fyrsta verðlaun. Fastar snjósleðaferðir frá Eskif. til Norðfj.? SH-Eskifirði, fostudag. Verið er að gera tilraunir með það, hvort þægt verði að halda uppi föstum ferðum með snjóbíl milii Eskifjarðar og Neskaupstað- ar. Var fyrsta ferðin farin í dag. Var talið, að nauðsynlegt yrði að senda jarðýtu á undan til þess að rétta af hliðarhallann, en eftir það ætti ferðin að ganga vel. Er mjög þýðingarmikið, að hægt verði að halda uppi þessum ferðum, þvi m. a. er sjúkrahús á Norðfirði, og oft nauðsyn að koma fólki þangað. Það er Sveinn Sig- urbjörnsson, sem hyggst halda uppi þessum ferðum, en hann hef- ur fengið á leigu snjóbíl frá Seyð- isfirði. ÞRJU DÆMI ÝSA, slægð með haus 1960 289,5 kg. — 1970 90,4 kg. Rýrnun kaupmáttar 68.8%. KARTOFLUR SÚPUKJÖT, dilkur 1960 48,2 kg. — 1970 23,5 kg. ! 1960 750,6 kg. — 1970 153,9 kg. Rýmun kaupmáttar 51.2%. Rýrnun kaupmáttar 79.5%.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.