Tíminn - 07.03.1970, Side 2
TIMINN
LAUGARBAGUR 7. marz 1970.
Útúrsnúningur
Stutt athugasemd við ummæli prófessors
Ólafs Björnssonar, alþingismanns.
Við undirritaðir áttuin, af hálfu
Framsóknarflokksins, sseti í nefnd
þeirri er fjallað hefur um fyrir-
framgreiðslu á sköttum (skatt við
káilan), sem prófessor Ólafur
Björnsson stýrði. Vegna ummaela
hans í viðtali við dagblaðið „Vís-
ir“ 4. þ. m. lan-gar okkur til að
mega koma á framfæri stuttri at-
hugasemd:
Ummæli prófessorsins eru þessi:
„Nú yrði samkvæmit tillögun-
um komið á fót sérstöku eftirliti
um skattheimituna. Minni hlutinn,
Framsójtnaravenn, voru því and-
vígir“.
Ef túl'kun á öllu nefndarálitinu
yrði álíka fræðimannleg þá væri
sjálfsagt ekki vaniþörf á að birta
útdrátt þess almenningi. En til
að gera afstöðu okkar Framsókn-
arnianna í nefndinni Ijósa, þá ósk-
um við eftir að fá birt í biaði
yðar í heild sérálit ökkar.
SÉRÁLIT
SIGURÐAR INGA SIGURÐSSON-
AR OG GUTTORMS SIGUR-
BJÖRNSSONAR.
Þeir Sigurður Inigi Sigurðsson og
Guttormur Sigurbjörnsson óska áð
gera svofelldan fyrirvara við und-
irskrift þessa nefndarálits:
L Tillögur þær, sem liggja endan-
anlega fyrir frá nefndinni, miða
að því að stíga nú síðasta skref-
ið til fullrar staðgreiðslu opin-
berra gjalda. Hér er því 'lagt til,
að gerð verði víðtæk breyting á
skattkerfinu, þrátt fyrir þróun
undanfarinna ára í þessa átt.
2. í nefndarálitinu er svo einnig
að finna tillögu um víðtæka
breytingu á fyrirkomulagi inn-
heimtu og álagningu opinberra
gjalda.
3. Lagt er íil að leggja niður allar
skattstofur í landinu í núverandi
mynd svo og gjaldheimtuna í
Re/kjavík og f’lytja innheimtu
ríkisgjalda .rá bæjarfógetum og
Aýslumönnum. Ilvernig nefndin
vill svo koma þessum málum
í framtíðinni, lýsti hún þannig
í einu uppkasti að nefndaráliti
sem hér liggur fyrir. „Gert er
fáð fyrir því, að við embætti
jtíkisskattstjóra séu brjár deld-
ir, ein deildin hafi með hönd-
um yfirstjórn innheimtu, önnur
deildin yfirstjórn álagningar og
sú þriðja yfirstjórn skattrann-
sófcna“.
Hér eru því á ferðinni mjög
ákveðnar tillögur um að flytja
allt vald þessara rnála á einn
stað, þ. e. fullikomin eentraiiser-
ing. Fyrir svo róttækri breyt-
ingu á álagningar- otg innheimtu
kerfin-u, jafnframt upptöku nýs
sikattakerfis, teljum við að
þurfi að liggja þyngri rök en
komið hafa fram hér í nefnd-
inni.
3. Við enum meðmæltir því, að
tekið verði upp fullkomið stað-
greiðsiukerfi, svo víð'tækt og
henta þykir. Hins vegar teljum
við, að gera beri tilraun tl að
stilla kostnaði í hóf við fram-
'kvæmdina, en það verður varla
gert með svo róttækri umstokk-
un á embættiskerfi þessara mála
og hér eru gerðar tilögur um.
4. Viö teljum, að halda eigi ó-
breyttum núgildandi skattum-
dæmum og stöðu skattstjóranna
um framkvæmd álagningar og
eftirilits. Innheimta opinberra
gjalda verði sameinuð hjá gjald-
heimtum, sem ná yfir tltekin
svæði, og verði staða þeirra
gagnvart rífci og sveitarfélögum
sú sama og gjaldheimtun..ar í
Reykjavík er nú.
5. Þó að það komi ekki sérstak-
lega við staðgreiðslufcerfi opin-
berra gjalda, þá viljum við mega
benda á, hvort ekfr' sé tíma-
bært að leggja niður ríkisskatta
nefnd í' því formi, sem nú er,
en koma á í hennar stað sér-
stökum skattdómstóli. Ef vél
tækist um þá hluti, ætti það að
flýta afgreiðslu mála og vekja
aukið traust skattborgaranna.
6. Að síðustu viljum við mega taka
fram, að við höfum ekki haft
aðstöðu til -að kynna okkur ým-
is framkvæmdaatriði, sem í all-
löngu máli er fjailað um í þessu
nefndaráliti, enda teljum við
þau meira til úrlausnar embætt
ismanna en þessarar nefndar.
Reykjavík, 20/11 1969.
Sigurður I. Si-gurðsson (sign)
Guttormur Sigurbjömsson (sign)
Skoðanakönmin Framsóknarmanna 13.-15. marz:
Upplýsingar um framkvæmd
skoöanakönnunarinnar
9 Hvar og hvenær
fer skoðanakönn-
unin fram
ir Skoðauakönnun Framsóknar
manna í Reykjavík nær yfir
þrjá daga, föstudaginn 13. marz,
laugardaginn 14. marz og
sunnudaginn 15. marz. Kjörstað
ur er að Hringbraut 30. Kjör-
staðurinn verður opinn kl. 5—
10 síðdegis á föstudag, kl.
10—6 á laugardag og kl. 1—6
síðdegis á sunnudag.
@ Hverjir geta tekið
þátt í skoðana-
könnuninni
if AUir þeir, sem eru í fram-
sóknarfélögunum í Reykjavík
á kjördag, eiga lögheimili í
Reykjavík og náð hafa 18 ára
aldri, geta tekið þátt í skoðana
könnuninni, Eru þeir, sem vilja
taka þátt í könnuninni en ekki
hafa enn gengið í félögin, hvatt
ir til þess að gera það sem
fyrst og í síðasta lagi á fimmtu
daginn. Inntökubeiðnir má fá
að Hringbraut 30, sími 24480.
# Hverníg á að kjósa
ic Kjósendur, sem koma á kjör
staðinn, fá þar f hendur sér-
stakan kjörseðil sem þeir út-
fylla leynilega. Á þessum kjör-
seðli verða nöfn 42 manna, sem
settir hafa veri’ð á sérstakan
framboðslista. Neðan við nafna
röðina á kjörseðlinum eru sex
auðir reitir, og eiga kjósendur
að rita þar nöfn þeirra sex
manna, sem þeir vilja að skipi
sex efstu sæti væntanlegs fram
boðslista. Rita má nöfn manna,
sem ekki eru á framboðslistan-
um sem auglýstur hefur verið.
9 Kjósa verður
sex menn
ic Sérstök athygli skal vakin
á því, að kjósandi verður að
rita nöfn sex manna — hvorki
færri eða fleiri. Ef ekki era
ritnð nöfn sex manna, þá er
kjörseðillinn ÓGILDUR.
9 Gangið í félögin
og veljið fram-
bjóðendur
★ Allt stuðningsfólk Framsókn
arflokksins, sem vill hafa bein
áhrif á val frambjóðenda Fram
sóknarmanna í Reykjavík, er
hvatt til þcss að ganga í félögin
sem fyrst og komast þaimig á
kjörskrá. Munið, að kosningin
hefst á föstudag í næstu viku,
13. marz.
þátt í skoðanakönnuninni!
Sérstæð barnaskemmtun
[ Háskólabíói á sunnudag
Á siuntmdaginn fcemur gengst
Lionsklúbbuirinn Þór fyrir barna-
sfcemmitun í Háskólabíói. Skenunt-
un þessi nefnist „Andrés Önd og
félagar", því þessi góðkunningi
barnanna kemur þarna mikið við
sögu. Fyrst verða sýndar kvik-
myndir með Andrési Önd, Mikka
Mús og fleiri vinum barnnanna úr
teiknimyndium Walt Disney. Þá
TAKEÐ VEL EFTIR
Orðsending til þeirra sem tryggt hafa hjá
Vátryggingafélaginu h.f.:
• HAGTRYGGING býður þeim aðilum,
# sem eru tjónlausir og greitt hafa
9 lægsta iðgjald hjá Vátryggingarfélaginu
# bifreiðatryggingu fram til 1. maí, —
• FYRIR 90 KRÓNUR, AUK
SÖLUSKATTS.
OPIÐ TIL KL. 5 í DAG
HAGTRYGGING - SÍMI 38580
munu öll börn, sem á sfcemmtun-
ina koma fá afhendan sérstakan
gjafapakfca frá Andrési Önd, en í
pakka þessum enu húfa, skemti-
leg smella og svo ýmiskonar merki
og merkimiðar. Þá munu þeir
Ómar Ragnarsson o.g Svavar Gests
skemmta börnu-um. Ómar með
gamanvísnasöng og öðru efni við
barna hæfi. Svavar mun hinsvegar
verða kynnir og stjórna spurninga
keppni, sem börn taka þátt í.
Aðgöngumiðar verða seldir í Há-
skólabíói frá fel. 1 e. h., á sunnudag
og er verð þeirra kr. 75.00 .Fólki
er ráðlagt að senda ekki mjög
ung börn á skemmtunina ef eitt- .
hvað er að veðri, nema í fylgd með
fullorðnum, auk þess, sem búast
má við mikilli aðsókn og jafnvel
troðningi þegar gjafapakkarnir
verða afhentir. En að sjálfsögðu
verður mikill hópur Lionsmanna á
staðnum tii að leiðbeina og að-
stoða eftir þörfum.
Alur ágóði rennur til Barna-
heimilisins að Tjaidarnesi í Mos-
felssveit og Líknarsjóðs Þórs, en
Lionsklúbburinn Þór hefur lagt
því starfi er unnið er að Tjalda-
neJ. mikið og gott lið á undan-
förnum árum.
Meinatæknastöður
lausar
í rannsóknastofu Landspítalans eru lausar stöður
meinatækna (í blóðmeina- og meinefnafræði). Um-
sækjendur skulu hafa lokið prófi í meinatækni frá
Tækniskóla íslands eða öðlast full réttindi sem
meinatæknar með öðrum hætti.
Launakjör eru samkvæmt fastlaunakerfi ríkisins.
Umsóknir skal senda til stjórnarnefndar ríkis-
spítalanna strax, eða fyrir n.k. mánaðamót, ásamt
upplýsingum um námsferil og fyrri störf.
Nánari upplýsingar veita yfirlæknar rannsókna-
stofanna.
Reykjavík, 5.3. 1970.
Skrifstofa ríkisspítalanna.