Tíminn - 07.03.1970, Page 9

Tíminn - 07.03.1970, Page 9
LAUGARDAGUR 7. marz 1970. mmm Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Przmkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarian Þórarinsson (áb). Andés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason Ritstjórnar- sikrifstofur i Edduhúsinu, simar 18300—18306 SkrifstofuT Bankastræti 7 — Afgreiðslusíml: 12323 Auglýsingaslmi: 19523. Aðirar sikrifstofur sími 18300 Áskrifargjald kr. 165.00 á mán- uði, mnanlands — í lausasölu kr. 10.00 eint. Prentsm. Edda M. Læknadeildin Plestum mun enn í fersku minni deilan, sem reis á sáðastliðnu sumri eftir að Gylfi Þ. Gíslason gaf út reglu- gerðina, sem lokaði læknadeild Háskólans að mestu leyti. Þessari deilu lauk með því, að ráðherrann ógilti lokunarákvæðið og lýsti yfir því með fögru orðalagi, að það hefði aldrei verið ætlun hans að loka læknadeild- inni og myndi hann sjá um, að allri slíkri viðleitni yrði hætt. Þeim, sem hafa trúað þessum fögru orðum ráðherr- ans, hlýtur því að hafa brugðið illa við, er þær fréttir bárust út, að við nýlokið upphafspróf við læknadeildina, hefðu aðeins 5 staðizt prófið af 24. Af því verður ekki annað ráðið en að lokunin sé í fullu gildi, þótt öðrum aðferðum sé nú beitt en áður. Hér er vissulega um alvarlegt mál að ræða. Vaxandi læknaskortur er 1 dreifbýlinu. Alþingi ræður um að flytja inn erlenda lækna í stórum stíl. Á sama tíma er lækna- deild Háskólans lokað að mestu, þótt tugir efnilegra manna vilji hefja nám þar. Alþingi og raunar þjóðin öll á heimtingu á þvi, að menntamálaráðherra upplýsi þetta mál til fulls. Það næg- ir engum lengur, að menntamálaráðherra lýsi yfir því, að hann sé mótfallinn lokun læknadeildarinnar, þegar hún er lokuð samt og það af þeirri ástæðu, að því er prófessoramir segja, að menntamálastjómin hefur ekki séð deildinni fyrir aðstöðu til að hafa nema mjög tak- markaða tölu nemenda. Hér duga ekki lengur faguryrði og undanbrögð. Menntamálaráðherrann kemst ekki lengur undan því að gera hreint fyrir sínum dyrum. Það er ekki hægt að þola það, að efnilegu fólki sé meinaður aðgangur að lækna- námi, meðan fleiri og fleiri byggðalög verða læknislaus. Hér er eitthvað meira en lítið að, sem krefst róttæks uppskurðar og úrbóta. í áttunda sæti Stjórnarblöðin hafa keppzt við að halda því fram, að árið 1968 hafi verið íslendingum mjög óhagstætt ár. Þetta ár var þó ekki óhagstæðara en svo, að samkvæmt frásögn Vísis 27. f. m., vom íslendingar „áttundu í röð- inni í heiminum um framleiðslu á hvern íbúa“. Stað- hæfingar þessar byggir Vísir á skýrslum Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París, OECD, en hún hefur nýlega birt útreikninga á þjóðarframleiðslu í aðildar- löndum sínum. Samkvæmt frásögn Vísis var niðurstaða skýrslunnar þessi: „Bandaríkin eru sem fyrr í efsta sæti. Þar var þjóðarframleiðslan á hvern íbúa 4.380 dollarar áriS 1968. í öSru sæti var Svíþjóð með 3.230 dollara, 3. Kanada 3.010, 4. Sviss 2.790, 5. Danmörk 2.540, 6. Frakkland 2.530, 7. Noregur 2.360 og 8. ísland 2.240. Síðan komu. 9. Vestur-Þýzkaland 2.200, 10. Belgía 2.160,11, Luxemburg 2.130, 12. Holland 1.980, 13. Bretland 1.850, 14. Finnland 1.710, 15. Austurríki 1.550, 16. Japan 1.400, 17. Ítalía 1.390, 18. írland 1.070, 19. Grikkland 860, 20, Spánn 770, 21. Portú- gal 530, 22. Tyrkland 350 dollarar á mann. Eru þá talin aðildarríki OECD." Þessar niðurstöður benda vissulega til þess, að ár- ið 1968 hafi verið slíkt hörmungaár á íslandi og stjóm- arblöðin hafa viljað vera láta. Þ.Þ. TÍMINN ERLENT YFIRLIT Egon Bahr - sérstakur fulltrúi Brandts í viðræðum við Gromiko Brandt hefur mikio traust á hyggindum hans og þolinmæði VIÐLEITNI Willy Braadts kanslara til þess að bæta sam- búðina meðal austurs og vest- urs í Bvrópu, hefur um skeið verið eitt helzta umtalsefni heimsblaðanna. Þótt Brandt hafi enn ekki stigið nein stór skref í þessum efnum, enda er svigrúm hans mjög takmarkað sökuim ótryggs meiri'hluta f þinginu, hefur hann eigi að síður sýnt augljiósan vilja til að bæta samhúð Vestur-Þýzka- lands við Austur-Evrópuríkin og þó eirnkum við Sovétrí'kin, Fólland og Austur-Þýzkaland, en sérstakar viðræður eru nú hafnar af hálfu Vestur-Þýzka- lands við öll þessi lönd. Fyrst hófust viðræður við Sovétrík- in og snúast þær einbum um griðasáttmáia milli þeirra og Vestur-Þýzkalands. Síðar hóf- 'Ust viðræður við Fólland. Nú um mánaðamótin hófust svo viðræður við Austur-Þýzkaland til undirbúnings fundi þéirra Brandts kanslara og Willi Stopfhs forsætisráðherra Aust- ur-Þýzkalands, sem mun verða haldinn í þessum mánuði. ÞÓTT að sijálfsögðu beinist mifcil athygli að Brandt í sam- bandi við þessar viðræður, hef- ur athyglin beinzt næstum meira að öðrum manni. Það væri ekfci óeðlilegt, að sá mað- ur væri Scheel uitanríkisráð- herra, þar sem þessi mál ættu i raun réttri að heyra undir hann. Svo hefur þó ekki orðið, þar sem Brandt hefur tekiS þann þátt utanríkismála, sem varðar samihúðina við Austur- Evrópu, að miklu eða mestu leyti í sínar hendur. Sá mað- ur, sem athyglin hefur beinzt einna mest að í þessa sam- bandi er Egon Bahr, sem er eins konar aðstoðari'áðherra í því ráðuneyti, sem héyrir beint undir kanslarann. Embætti Bahrs er fólgið í því að ann- ast sérstök meiriháttar verk- efni, sem kanslarinn felur hon- um. Bahr ber titilinn ríkisrit- ari eða landritari, eins og sú staða hét á sínum tíma hér á landi, en það mun jafngilda emibæitti ráðuneytisstjóra í virð ingarstiganum. Bahr koim fyrst við þessa sögu eftir að sambomulag náð- ist um það milli stjóma Vestur-Þýzbalands og Sovétribj anna að hefja viðræður um griðasáttmála. Fyrst var Hel- mut Allardt sendiherra Vestur- Þýzbalands í Mosbvu, aðalfull- trúi Vestur-Þýzbalands í þess- um viðræðum, en strax og horfur virtust á, að þær yrðu meira en formið eitt, sendi Brandt Bahr sem sérstakan fulltrúa sinn til Moskvu. Hann hefur síðan verið aðalfulltrúi Vestur-Þjóðverja í þessum við- ræðum og farið nokkrar ferð- ix milli Moskvu 05 Bonn til að láta Brandt fylgjast sem bezt með þeim. Af þeim viðræðum, sem fara EGON BAHR nú fram milli Vesifcui--Þýzka- lands og áðurnefndra Austur- Evrópulanda, eru viðræður við Sovétríkin langsamlega þýð- ingarmestar. Sést meðal ann- ars af því, sem þegar hefur kvisast frá þeim, að þær snú- ast um mifclu meira en fyrir- hugaðan griðasáftmála, senni- lega ULi samíbú”na milli austurs og vesturs í Ervrópu jdirleitt. Þar mun einnig rætt um viðræður Vestur-Þýzka- lands við Pólland og Ausitur- Þýzkaland, enda er vitanlegt, að Pólverjar eða Austur-Þjóð- verjar sfclga ekki nein spor, sem máli skipta, nema í sam- ráði við Rússa og jafnvel ekki nema að undirlagi þeirra. Margt bendir t. d. til þess, að stjórn Austur-Þýzkaland's hafi ekki verið neitt fús til við- ræðna, en Rússar hvatt hana til þeirra, Það mun því velta mest á viðræðunum í Moskvu, hver árangur verður af viðleitni Brandts til að bæta samihúð- ina milli austurs og vesturs. Það getur því oltið á miklu, hvemig Bahr heldur á mál- unum, enda er nú öUu meira rætt um hann í heimsblöðun- um en nokkurn annan evrópsk an stjórnmálamann um þessar mundir. EGON KARLHEIVZ BAHR verður 48 ára 2. þ. m. Hann er fæddur og uppalinn í smá- bæ í Thuringen, sem nú heyr- ir undir Austur-Þýzkaland. Fjölskylda hans fluttist til Berlínar, þegar hann var 18 ára gamall. Ári síðar innritaðist hann í herinn að loknu gagn- fræðaskólanámi. Hann var orð- inn undirforingi og kominn að því að hefja nám við hersbóla, þegar það uppgötvaðist, að önn ur amma hans var af Gyðinga- ættum. Hann þótti þá ekki lengur hæfur til að verða for- ingi í her Hitlers og var þvi látinn fara úr hernum og vinna við eina af hergagnaverksimiðj- unum í Berlín. í stríðslokin áifcti hann heima í þeim hluta Berlínar, sem nú er Austur- Berlín, og gerðu Rússar hann að blaðamanni við Berliner Zeitung, sem var þá eitt aðal- ■blaðið í eystri borgarhlutan- um. Þar starfaði hann ekki nema í rúmt ár. Þá gerðist hann blaðamaður við Neue Zeitung, sem var gefið út í ameríska borgarhlutanum. Hann hlaut þar skjótan frama, en ekki staðnæmdist hann þó lengi við blaðamennskuna. Hann réðst sem sérstakur fréttamaður til Rias-útvarps- stöðvarinnar, sem Bandaríkja- menn ráku f Vestur-Berlín. Strjtt yfirlitserindi, sem hann flutti í útvarpið um ýmsa merka atburði, vöfctm mikla at- hygli. Þau urðu til þess að Willy Brandt fébk mikið álit á honum oig Bahr fékk einnig mikið álit á Brandt sem borg- arstjóra. Þegar Brandt var val- inn kanslaraefni jafnaðar- manna 1961, réði hann Bahr sem sérstaban blaðafulltrúa sinn, en þá var Bahr í þann veginn að gerast blaðafulltrúi í Ghana. Síðan hefur Bahr verið hægri hönd Brandts, ef svo mætti segja. Brandt hefur treyst ©Uu meira á hann en nokkurn mann annan hæði sem ráðgjafa og talsmann. KUNNUGIR segja, að Bahr hafi flesta þá eiginleika, sem góður diplómat þarfnast. Hann er skemmtilegur og skýr sam- ræðumaður, fljótur að átta sig á málum og þolinmóður í hetra lagi. Allt eru þetta eiginleikar, sem Brandt er sagður meta mikils. Balhr hefur um alllan'gt skeið verið ómyrkur i máli um það, að reyna beri nýjar íeiðir til að bæta samihúðina við Austur-Evrópu og þá einkum Austur-Þýzkaland. Það sé óraunhæft að gera ráð fyrir sameiningu þýzku ríkjanna í náinni framtíð, en utanríkis- stefna Vestur-Þýzklands hefur hingað til byggzt á þeirri trú, að þetta sé auðið. Bathr flutti fyrst ræðu um þetta efni 1963, sem vakti þá mikla athygli og varð til þess, að Brandt varð fyrir miklum ádeil um, því að hann var talinn bera ábyrgð á orðum blaða- fulltrúa ,.;ns. Balhr gekk þö ekki öRu lengra, í það sinni, en að komast svo að orði að reyna ætti að nálgast það með stuttum sifcrefum, sem auðsjá- anlega næðist ekki í einu vetfangi. Jafnframt lét hann svo ummælt, að vestrænir lýðræðissinnar gætu því að- eins haft áhrif á þróunina í kommúnistaríkjunum, að þeir höfnuðu ekki auknum samskipt um við þau, heldur kæmu til móts við þau á allan sanngjara- an og eðlilegan hátt. Bahr fær nú sjálfur að reyna það í verki, hvort hægt er að nálgast það stuttum s'krefum, Framhald á hls. 14

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.