Tíminn - 08.03.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.03.1970, Blaðsíða 8
20 TIMINN SUNNUDAGUR 8. mai-z »70. MADAME LEITAR MORDINGJA Hugh Travers 34 sagði affcins, að það væri mögulegt. — Hvaða ástæðu gæti hanu hafa 'haft til þess? Hvernig var samhandið mfflli hjónanna? F'.ciri spurningar, sem hún gat ekiki svarað. Hún vissi ekki hvan það hafði verið eitthvað á milli þeirra, sem ekki kom fram á yf- inborðinu. Það var föstudagsmorg un. Hvernig átti hún að hafa haft tíma til þess í þrjá daga, að| rann- saka heimilislíf Grévilles? En gagnvart Lebel var ckki nóg að afsaka siig með tímaleysi. . Hanzkarnir eru ekki nægileg sönnun. Það vitið þér. — Já, ég veit það. Hún óskaði þess, að litii strangi maðurinn þarna hinumegin við borðið segði eitthvað, sem gæti uppörvað hana eða hjálpað henni, í stað þess að tala þannig, að allt sem hún segði væri tóm vitleysa. — Maður igetur ekki ákært mann eins og Gréville fyrir morð, án þess að hafa óbrigðul sönn- unargögn. Allir ráðherrarnir eru vinir hans. Við gætum alveg eins tekið pokann okkar strax. Enn varð löng þögn. Hún gat blátt áfram ekki fundið upp á neinu til þess að segja, sem ekki hljómaði fávíslega. I-Iún hafði ekkert að segja. Hún var komin að þannig krossgötum í málinu. Nú varð hún aö vel'a nýja leið, en hvaöa? Hún þurfti að fá að vera ein og hugsa málið í friði. Eða þá að komast út, til þess að leggja fram spurnipgar — hér og þar og ails staðar. Safna sam- an upplýsingum og yfirvega 'pær. En hún hafði enga þörf til þess að vera sjálf að svara fyrirspurn- um. Hún gat það blátt áfram ekki. Að eins að Lebel vildi nú fara að binda einhvern endi á þessar viðræður! En nú sagði hann aftur eitt- hvað. — Ef þessi Algiermaður er sá maður, sem á mánudaginn brauzt inn í hús Grévilies. Hann þagði og færði bréfa- pressu úr gleri, úr einu horni borðsins, yfir á annað — og tffl þess rétt strax aftur að stilla henni á fyrri stað. — Hvað var það nú, sem ég ætlaði að segja — jú, ef að hann er sá maður sem drap þjón Gré- villes, get ég ekki séð hvers vegna hann gæti ekki verið sami maður- inn og sá sem drap Madame Gré- viffle. — Nei, að sjálfsögðu er það mögulegt. (En hvað þetta hljóm- aði tamið. Nú viðurkenndi hún allt, sem hann óskaði. En hún vissi ekkert hvað hún átti að segja). Hann færði bréfapressuna aftur til, og hélt áfram: — Hann var ónáðaður af'þjóninum, afvopnaði hann og sló hann niður með eig- in vopni. Einni eða tveimur mín- útum síðar kom Suzanne Gréviffle inn í vinnuhérbergið. Hún gerði honum einnig ónæði, hljóp inn í dagstofu, greip persneska rýting- inginn og var einnig drepinn með eigin vopni. Maðurinn slapp í burtu og augnabliki síðar kom Julien Gréviffle heim. Getið bér fundið nokkuð athugavert við þessa hugmynd? —‘Þjófurinn hafði vafalaust hanzka á höndum, sagði Madame Aubry, og hresstist nú svoiítið við. — En það var Suzanne Gréville ekki með. samt voru engin fingraför á rýtingnum. Auðvitað var það ekki! Hafið þér afihugað rýtinginn? — Nei, ek'ki nákvæmlega —- ekki ennþá. — Þá skuluð þér fara niður í rannsóknarstofuna, og líta betur á hann! Allt skaftið er svo ræki- lega og fínt útskorið, að þér gæt- uð ekki komið fingraförum á það — þó að þér reynduð! — Ah, sagði Madame Aubry — og óskaði þess að hún gæti látið sig detta í gegnum gólfið. Henni til mikils hugarléttis hringdi síminn í þessu. Um leið og Lebel tók upp símatólið, gaf hann vísbendingu með hinni hend inni. — Hafið þér stöðugt sam- band við okkur, sagði hann. Á næsta augnabliki var hún komin fram í ganginn. Hún háfði einhvern veginn misst ailt sitt sjálfstraust. Niðri á næstu hæð, beið Fern- and eftir henni. Hún varð hálf ergffleg við að sjá hann. Hann horfði ávallt spyrjandi á þann sem hann starfaði með. Og hann opnaði bókstaflega aldrei munn- inn, nema til þess að spyrja um eitthvað. y Hann var alltaf viðbúinn að’ hlýða öfflum fyrirskipunum. 0« hann framkvæmdi verk sín venju- lega vel. En vantaði nann ekki hug myndaflug? Maður hefði getað ætlazt til þess, að ungur maður sem í heilt ár hafði starfað undir handleiðslu Lenoirs, hefði aflað sér einbverrar þekkingar, til þess að geta öðru hvoru lagt sjálfur fram einhverjar tillögur. Nei! Hann stóð bara þarna, og starði á hana spyrjandi dökkum augum —- og beið eftir fyr- irskipun. — Eftir hverju eruð þér að bíða, Fernand? — Eftir yður, Madame. — Hvers vegna? Raddblær hennar var lítilshátt- ar kuldalegur. En það virtist ekki hafa nein áhrif á hann. Ekk- ert við konur hafði áhrif á hann, þær voru honum fyrirfram al- gert furðuverk. Hann hugsaði að- eins: — Hún er í slæmu skapi. — Ég hélt, að það væri ef tffl viffl eitthvað, sem þér vilduð láta mig gera fyrir yður, Madame. Hann var augsýnilega ómóttæki- legur fyrir allt háð. Hún beit á vör sér tii þess að hreyta ekki úr sér, að hann væri til einskis gagns, og þau gengu þegjandi út gang- inn. Eftir því sem mig minnir, sagði hún kuldalega, fenguð þér fyrir- mæli Fernand um að leita uppi bifreiðarstjórana sem keyrðu tffl avenue Foch, þetta mánudags- kvöld. Eða réttara sagt, þann sem keyrði monsieur Gréville heim, og hinn sem keyrði Madame Fle- ury frá avenue Foch til rue de Lille. — Já, Madam. — Hvað hafið þér gert í því efni? — Jeg fann þá, Madame. Svar hans var blátt áfram, án minnstu svipbrigða. Reiðin sauð niðri í Madame Aubry. — Hvað sögðu þeir? —Þeir staðfestu framburð vitnanna, Madame.: Eins og vel agaður hermaður, sem þekkir réttu svörin og legg- ur þau fram þegar liðsforingi hans spyr hann, en ekki mínútu fyr;. Já, hann ætti að vera í hernum, hugsaði hún. — Hvers vegna hafið þér ekki sagt mér þetta dáffltið fyrr? — Þér hafið ekki spurt mig að því, Madame. Madame Aubry horfði orðlaus á hann og stundi. Að mörgu leyti bar hún þjáningar sínar með sér- stakri ró. Hann horfði stöðugt á hana og hugsaði: — Hún er í mjög slæmu skapi! Stóran sfcugga bar upp að hlið þeirra. Hún sneri sér við. Það var Murat sem brosti hæversklega til hennar. — Bonjour, Madame. Henni tókst að svara nokkurn veginn kurteislega. Og svo stóðu þeir báðir og störðu á hana. Hún hafði alltaf kvartað und- an hinni óréttlátu samkeppni sem hún yrði að heyja við karimenn- ina. Um tíma hafði hún ótrtazt, að hún væri búin að koma inn hjá sjáifri sér einhverri minni- máttarkennd á því sviði, vegna þess hve hinir kappsömu lögfræ'ð inigar hefðu án nokkurrar misk- unnar sýnt henni lítfflsvirðingu sína. En nú þegar þessir stórvöxnu karlmenn voru að einu og öliu er sunnudagur 8. marz — Beata Tiuigl í hásuðri kl. 14.20. Árdegisháflæði í Rvík kl. 6.51. HEILSUGÆZLA SLÖKKVTLIÐIÐ og sjúkrabifreiðir Sím) 11100 S JÚKRABIFREID 1 Hafnarfirði sfma 51336. SLYS A V ARÐSTOF AN i Borgar spítalanum er opin allan sólar hringinn. Aðeins móttaka slas- aðra. Simi 81212 Nætur- og helgidagavörzlu Apóteka i Reykjavik annast vik- una 28. febr. — 6. marz. Lyfjabúð- " Iðunn of Garðs-Apótek Næturvörzlu í Keflavík 7.3. og 8. 3. annast Guðjón Klemensson. Nætumvörzlu í Keflavík 9.3. ann- ast Kjairtan Ólafsson. Kvöld og helgidagavörzlu apóteka í Reyikjavík vikuma 7. marz — 13. marz annast Apótek Ausburbæjar og Borgar-Apótek. FELAGSLIF Kvenfélag Kópavogs. Aðalfunckir félagsins verður hald- inn í Félagsheimilinu fiinmtudag- inn 12. mai’z kl. 8.30. Venjuleg að- alfundai'störf. Lagabreytingar. Önnur mál. Stjórnin Kvcnfélag Grensássóknar heldur fund mánudaginn 9. marz kl. 8.30 i Safanðarheimilinu Mið- bæ. Upplestur, séra Sveinn Víking ur. Kvennadeild Borgfirðingafélagsins helduir aðalfund í Hagaskóla þriðjuda-ginn 10. marz kl. 8.30. Sýndar verða myndir o. fl. Prentarakonur. Aðalfundur kveníélagsins Eddu verður haldinn þriðjudaginn 10. marz kl. 8.30 að Hverfisgötu 21. Óvænt skemmtiatriði. Stjórnin Tónabær, Tónabær, Tónabær. Félagsstarf eldri borgara. A mán-u daginn hefst félagsvistin kl. 1.30 og teikning og málun kl. 2 e. h. Neskirkja Æskulýðsstarf Neskirkju. Fundir fyrir stúlfcur og pilta 13 —17 ára vérður í Félagsheimilinu .mánudaginn kl. 8.30. Opið hús frá kl. 8. Frank M. Halldórsson. Ferðafélagsferð. Reykjanesferð á sunraudags- morgun kl. 9.30 fré Arnarhóli. Ferðafélag fslands. Nátturúlækningafélag Reykjavíkur Aðalfundur félagsins verður haldinn í Matstofu félagsins, Kirkjustræti 8, fimmtudaginn 12. marz kl. 21. Venjuleg aðalfundar störf, mikilvæg félagsmál. Félagar fjölmenraið. Veitingar. Stjórn N.L.F.R. Ármenningar — skiðafólk. Farið verður í Jósefsdal sunnu- dag kl. 10 f.h. frá Umferðamið- stöðinni. Veitingar í skála. Lyfta í ganga. — Skiðadeild Ármanns. SIGLINGAR Ferðir Akrahorgar í dag eru sem hér segir: Frá Akranesi kl. 8.30. Frá Reykjavík kl. 10.30. Frá Akranesi kl. 1. Frá Reykjaivtík kl. 3.30. Frá Akranesi kl. 5. Frá Reykjavík kl. 6.30. KIRKJAN Aðventkirkjan. Samkoma í dag kl. 5, Sven B. Johansen. SÖFN OG SÝNINGAR íslenzka dýrasafnið er opið affla sunnudrga frá kj. 2— S. Asgrímissafn Bergstaðastræti 74, er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudagia kl. 13.30—14. Náttú rugrlpasatnlö tíverflsgötu 115, 8. hæB oplö PHðJudaga. fimmtu daga Laugardaga og eunnuda ga frá Id. 1.30—1 Tæknibókasafn IMSl, Skipholti 3? 3. hæð. er opiS alla virka daga fcL 13—19 nema laugardaga kl 13—15 ílokað á laugardögum l mal rll 1 okt.) Landsbókaasfn fslands, Safrahúsinu við Hverfisgötu. — Lestrarsalir eru opnir alla virka daga kl 9—19 CJtlánssalur kl. 13—15 bjóðskjalasafn IslanOs Opið alla virka daga Kl 10- li og 13—19 BORGARBÓKASAFN REYKJAVlKUR Aðalsafn. Þingholtsstræti 29 A. Mánud. _ Föstud. kl. 9.00 — 22.00 Laugard. kl. 9,00 — 19,00. Sunnud. kl. 14,00 — 19,00. Hólnigarði 34. Mánud. kl 16,00 — 21,00. Þriðjud. — Föstud. kl 16,00 - 19,00. llofsvallagötu 16. Mánud. — Föstud. kl. 16.00 — 19,00. Sólheimum 27. Mánud. — Föstud. kl. 14.00 — 21.00. Bókabíll. Mánudagar Arbæjarkjör, Arbæíarhverfi kl. 1.30 — 2,30 (Börn) Austurver, Háaleitisbraut 68 kl. 3,00 — 4,00. Miðbær, Háaleitisbr. kl. 4,45 — 6,15. Breiðftioltskjör, Breiðholts- hverfi kl. 7,15 — 9,00. Miðvikudagar AlftamýrarskóH kl. 13,30 — 15,30. Verzlunin Herjólfur kl. 16,15 — 17,45. "Krön við Stakkahlíð kl. 18.30 - 20,30. Fimmtudagar Laugalækur/Hrisateigur kl. 13,30 — 15,00. Laugarás kl. 16,30 — 18,00. Dalbraut/Kleppsvegur kl. 19,00 — 21,00. Föstudagar Breiðholtskjör, Breiðholtsbv kl. 13.30 — 15,30 Skildinganesbúðin, Skerjaf. kl. 16,30 - 17,15. Hjarð arhagi 47 kl. 17,30 — 19,00. ORÐSENDING AA-samtökin: Fundir AA-samtakanna í Reykja- vík: 1 félagsheimilinu Tjarnargötu 3C á mánudögum kl. 21. miðviku- dögum kl. 21, fimintudögum kl. 21. 1 safnaðarheLmili Neskirkju á föstudögum kl. 21. 1 safnaðarheim- ili Langholtskirkju á föstudögum. Skrifstofa AA-samtakanna Tjam- argata 3C er opin alla virka daga nema laugardaga 18—19. Sími 16373. Hafnarfjarðardeild AA-samtak- anna: Fundir á föstudögum kL 21 í Góðtemplarhúsinu, uppi. Vestmannaeyjadeild AA-sam- takanna: Fundir á flmmtudögum kl. 20.30 í húsi &FUM. Kvenfélag Ásprestakalls. Opið hús fyrir aldrað fólk í sókn- inni affla þriðjudaga kl. 2—5 e. h. i Asheimilinu, Hólsvegi 17. Fót- snyrting á sama tíma. stetnl, Reyðarfirðl Lárétt: 1 Förðun. 6 Læsing. 8 óhreánindi. 10 Ágóða. 12 Guð. 13 Trall. 14 Gruna. 16 Veizla. 17 kona. 19 Gangur. Krossgáta Nr. 514 Lóðrétt: 2 Angan. 3 Nes. 4 Stórveldi. 5 Undanbrögið. 7 Snjódyngja. 9 Afar. 11 Nögl. 15 For. 16 Brík. 18 Númer. Ráðning á gátu nr. 513. Lárétt: 1 Katla. 6 Róa. 8 Ali. 10 Góa. 12 Pó. 13 MN. 14 Ana. 16 Þak. 17 LIV. 19 Strok. Lóðrétt: 2 Ari. 3 Tó. 4 Lag. 5 Kapal. 7 Banka. 9 Lón. 11 Öma. 15 Alt. 16 Þvo. 18 Ir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.