Tíminn - 10.03.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.03.1970, Blaðsíða 1
íwám BLAÐ II Þriðjudagur 10. marz 1970. Hneyksli í neöri deild brezka þingsins Þingmaður brczka Vcrka mannaflokksins lýsti því yfir í neðri deild brezka þingsins á fimmtudags- kvöidið var, a'ð nokkrir í- halds þingmcnn væru ölvað- ir og krafðist þess „ að vín- börum í húsinu yrði lokað tveim kiukkustundum áður en umræðum lyki dag hvem“. i<essi umrnæli neðrideild arþingmannsins, James Well beloved, leystu úr læðingi ofsareiði og æsing og ollu mesta fjaðrafoki ,sem orðið hefur í deildinni siðan í Súezdeilunni 1956, að sögn starfsmamia AP-fréttastof- unnar. Þetta vaT í iok tveggja daga umræðna um stefnu Breta í varnarmálum, er mjög mótuðust af tilfíinn- ingaleigri afstöðu ræðu- manna. Stuttu eftir að van- trausttillaga íhaldsmanna á riJdsstjórnina hafði verið felld, sagði James Wellbel oved: „Með tiliiti 1 drykkju skaparcreiðu þætti mér fróð legt að heyra, hvort þér gætuð ekká skipað svo fyrir að börunum í þessu húsi verði lokað tveim tímum áð ur en .umræðum lýkur, herra forseti." Er hann mælti þetta ffullu við undrunar og reiðióp. Allt ætlaði um koll að keyra, og þess var krafizt, að hann segði fullyrðingu sína marklausa. Wellbéloved féllst á að „hefði hann á einhvern hátt gefið í skyn, að neðri deildin væri vett- vangur drykkjuskapar væri þaö markleysa ein.“ Umræður um varnarmál. En hann bætti við: „Hafi ég gefíð í skyn að margir þingmenn stjörnarandstöð- unnar væru ölvaðir, tek ég þau ummæli ekki aftur.“ Að sögn sjónarvotta voru íhaldsmenn, þegar hér var komiö, orðnir nær viti sínu fjær af bræði. Þessi óvenjulegi atburður hófst í iok ræðu Dennis Healeys, varnarmálaráð- herra. Hann sagði, að næði Framhald á bls. 22 81 ÁRS FYRRVERANDI DðMARI HANDTEKINN FVRIR NJðSNIR Vestur-þýzka leyniþjónustan lief ur nú með höndum raunsókn á því, hvernig leynilegar upplýsing- ar hafa borizt þeim til eyrna, er ekki áttu aðgang að þeim. Er þetta í framhaldi af því, að upp hefur komizt um njósnahring, sem hafði aðgang að ríkisleyndarmál- um. Þegar hafa tvær konur og einn karl verið handtekiin, grunuð um aðild að njósnamáli þessu. En ríkissaksóknarinn, dr. Ludwig Martin hefur skýrt frá því, að um fangsmikil rannsókn standi enn yfir. Einrr þeirra þriggja, sem grun- aður er, er 81 árs gamali maður, fyrrverandi dómari, dr. Heinrich Wiedemann, en hann hefur verið nákunnugur og haft samband við háttsetta embættismenn og annað opinbert starfsfólk. Hann stjórn- ar lánaskrifstofu fyrir eHiiauna- fóOk. Erene Schultz, 51 árs gömul kona, sem hefur verið einkarit- ari vísindamálaráðherrans, Hans Leussink, er grunuð um hlutdéild í njósnunum. Þriðji aðiiinn er svo Liane Lindner, 43 ára, og er hún talin vera yfirmaður njósnahrings ins. Hún er sögð hafa veitt aust- ur-þýzkum yfirvöldum upplýsing ar um ríkisleyndarmálin. Siðasti þáttur þessarar njósnar sögu átti sér. stað, þegar þremenn ingarnir fóru á balletsýriingu í leik húsi í Bonn í síðustu viku, en njósnirnar eru sagðar hafa staðið yfir í tíu ár samfleytt. Liane Lindner hafði þann hátt á að fara í leikhús, og hitta þar aðstoðarmenn sína,’ sem afhentu henni leyniskjöl og upplýsingar, að því er ríkissaksóknarinn hefur sagt. Þau hoirfðu að þessu sinni á ballett við tónlist eftir Igor Stravinsky, en þetta voru líka enda lokin fyrir njósnara-tríóið. Net örygiffisþjónustunnar laukst um þau, fyrst um frú Lindner. Gagn- njósnari stöðvaði hana á járn- brautarstöðinni í Bonn, áður en hún gaf náð í lestina, sem átti að flytja hana heim til hennar, til Kölnar, sem er aðeins í 24 km. fjarlægð. í tösku hennar fundust ljós myndir af leynilegum skjölum, úr fundargerð rikisstjórnarinnar frá 5. og 18. febrúar. Þarna var m. a. sagt frá svari Willy Brandts kanslara til austur-þýzka forsætis ráðherrans Willi Stoph, varðandi austur-þýzkar tillögur um fund þessara tveggja leiðtoga. í íbúð Liane Lindner fann örygg islögreglan myndavélar og falskt vegabréf í möppu með leynihólfi. BókahiHur írúarinnar voru fúll- ar af bókum um njósnir. Þar á meðal var eio bók um Richard Sorge, stórnjósnarann í Tokyo, sem njósnaði fyrir Sovétríkin og auk þess margar James Bond-bæk- ur. Wiedemann dómari fluttist til Hamborgar eftir að hann komst á eftirlaun og setti ibar á fót skrif stofu, en áður hafði hann unnið m. a. í Nordrhein-Westfalen og komið þar alloft fram, sem stað gengiil dómsmálaráðherra ríkis- ins. í Hamborg starfaði hann aðal lega við að útvega háttsettum embættismönnum lán, eftir því sem bezt verður séð. Aðállega virðist hann hafa haft með 'hönd um mál embættismanna, sem höfðu aðgang að leyndanmálum ríkisins. Dómarinn fékk 3000 vest ur-iþýzk mörk á mánuði fyrir njósn ir sínar. Vestur-þýzk yfirvöld hafa nú um alUangt skeið látið fylgjast náið með öllu því, sem Liane hefur tekið sér fyrir hendur. Erene Schultz er ekkja, sem hef- ur nú um margra ára bil unnið sem einkaritari hjá vísindamála ráðuneytinu ojg hefur þar verið einkaritarl tveggja síðustu ráð- herranna, og hefur hún haft að- gang að ieyniskjölum. í síðustu fréttum frá Múnchen segir, að handtekinn hafi verið 37 ára gamall liðþjálfi í sambands hernum, Huigo Preissler, grunað ur um að hafa veitt ausrtur-þýzk Erene SchuHz um stjómvöldum leynilegar upplýs ingar. Ekki er þó talíð, að haxm standi í neiniu sambandi við hin þrjú, sem áður er getið. AXEL SPRINGER VITNAR Eftir að hafa fimm sínnum neitað áð koma fyrir rétt í V-Berlín, sem \itni, lét Axel Cæsar Springer, blaðakóngur, loks í minni pokann og mætti í réttinum fyrir helgina. Hann er vitni í máli ákæruvaldsins gegn vinstri sinnaða lögfræð ingnum Horst Mahler, sem er ákærður fyrir að hafa æst tH óláta og að hafa stjórnað mót mælaaðgerðum fyrir framan Springér-aðalstöðvamar í V- Berlín á páskum 1968 — rétt eftir að tilraun hafði verið gerð til ab myrða stúdentaleiðtog ann Rudi Dutschke. Þegar Springer mætti í rétt inum, hrópuðu stúdentar, sem sátu í réttarsalnum, tál hans: „Huglausa s\..t“ og „Sprihger morðingi“. Vaxð dómarinn loks að láta ryðja salinn. Springer var yfirheyrður í heilan dag, og síðan aftur í gær, mánudag. Myndin er af Springer í vitna stúkunni. // BRUÐKAUP ALDARINNAR Betlarar og hippi fjarlægð, áður en krónprinsinn gifti sig Fjórir hvítir gæðingar komu með flugvél frá Bret- landi, blóm í tonnatali frá Hol- landi, þrjár fullar flugvélar með veizlumat frá Indlandi, 200 bil ar frá Japan og níu úrvalsfílar úr fi-umskóginum. Hvað átti svo eiginlega að gerast? Jú. það átti að fara fram brúðkaup og þettf. var aðeins brot af öllu undirbúni-ngsamstrinu. „Brúðkaup aldarinnar“ í Nepal, fór fram nýlega. Krónprins landsins, Biren drabir Bikram Sar, 24 ára, gekk að eiga tvítuga prinsessu, Ais- hvarya Rajya Lami Rana, en hún er af Rana-ættinni, s:m um aldaraðir hefur stjórnað Ncpal með kóngunum. Núverandi kóngur, Mehandra er einnig kvæntur Rana-pr»scssu. Brúðkaupsveizlan stóð í níu daga. 50 þjóðhöfðingjum var boðið og ráðhcrrum og heldra fólki í hópum. Höfuðborg Nepals, Katmandu en þar búa 150 þús. manns, hefur verið yngd upp og fegr uð, húsin skúruð. bæði utan og innan og eitthvað af þeim rifið, ný götuljós hafa verið sett upp og hver einasti betl ar. wrið fjarlægður í bili. Nokkrir mánuðir eru liðnir síð an gerð var gangskör að því, að losnr við hippalýðinn, sem flykkzt hefur til Nepal úr ÖH- um heimshornum og gert land NEPAL ið að eftirlætisdvalarsti® sía- um. Stjórn Nepals hefur yfirtekið öll hótel landsins til að útvega 300 opinberu gestum svefn- rúm. Brúðkaups hátíðaihöldtm uim lauk með störkosfclegri veizlu, og vonandi verða allir enn uppistandandi eftir veizlu- höldin í viku. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.