Tíminn - 10.03.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.03.1970, Blaðsíða 3
ÞREDJUDAGUR 10. marz 19:0. TÍM5NN IÐNAÐUROGTÆKNf IÐNAÐURINN 1969 Hagsveifluvog iðnaðarins fyrir sí'ðasta ársfjórðung 1969 lá fyrir í síðustu viku, og þá um leið yfirlit yfir allt árið, en áætlað cr að 1969 hafi heild- araukning framleiðslumagns iðnaðar numið 7—8%. Er aukn ingin þó mjög misjöfn eftir iðn- greinum. Hagsveifluvogin nær yfir einn ársf jórðung í senn. Er hér um a® ræða úrtaksathugun, sem gerð er á vegum Félags ísl. iðnrekenda og Landssam- bands iðnaðarmanna, og nær til 24 iðngreina. Ekki er spurt um breytingar í tölum, heldur orð- um, og er því ekki unnt að mæla breytingar frá einum árs- fjórðungi til annars í tölum. Þannig getur framleiðslan auk- izt eða minnkað, en úrtakið segir ekkert til um hvað sú aukning er nákvæmlega mikil. Svörin í úrtaksathuguninni eru síðan vcgin saman með vinnuvikufjölda viðkomandi fyrirtækja, og umreiknuð í hundraðstölur, sem látnar eru gilda fyrir viðkomandi iðn- grein. Þótt varað sé við að leggja of mikið upp úr þessu, þá er lögð áherzla á að þetta fyrirkomulag gefi haldgóða mynd af þróuninni. ÁSTANDIÐ f HEILD Þegar á heildina er litið, sýn ir könnunin talsverða fram- leiðsluaukningu árið 1969 mið- að við 1968 (áætlað 7—8%). Aukningin 1969 var verulega meiri en aukningin 1968 miðað við 1967. í byrjun árs 1968 var nettóniðurstaða könnunarinnar sú, að fyrirtæki, sem höfðu 8% af heildarmannafla úrtaksins í þjónusitu sinni, höfðu minni framleiðslu en 1967, en í árs- byrjun 1970 er nettóniðurstað- an sú ,að fyrirtæki með 43% mannaflans sýna framleiðslu- aukningu, og er þetta mikil breyting. Einnig kemur í Ijós, að húizt er við frekari framleiðsluaukn- ingu á þessum fyrsta ársfjórð- ungi 1970, en það er andstætt því sem áætlað var um fyrsta ársfjórðung síðasta árs um ára- mótin 1968—1969. Samfara þessari framleiðslu- aukningu á síðasta ári varð sölu aukning, en hún virðist samt ekki alveg hafa fylgt fram- leiðsluaukningunni, því birgðir fullunninna vara jukust á síð- asta ári, og einnig nokkuð hrá- efnabirgðir. Nýting afkastagetu batnaði nokkuð á síðasta ársfjórðungi 1969, og einnig hefur starfs- mönnum fjölgað, og útlit fyrir nokkra frekari aukningu í byrj un þessa árs. Vinnutími hefur cinnig lengzt eittlivað smáveg- is. Allt eru þetta merki um þróun í rétta átt. Kemur þetta og heim við, að fyrirliggjandi pantanir og verkefni hafa r.uk- izt. f ýmsum greinum eru einn- ig fyrirhugaðar fjárfestingar umfram það sem var á síðasta ári. Það virðist því mega lesa út úr þessum upplýsingum, að þróunin í heild sé fram á við, þótt hvorki sé um stökk né sér- stakan fjörkipp að ræða. Þegar einstakar iðngreinar eru hins vegar skoðaðar, kemur í Ijós að sumar ganga mjög vel en aðrar standa í stað eða dragast jafnvel saman. Frá því verður nánar sagt í næsta þætti á morgun. Elías Jónsson. 15 TRAKTORAR FULLKOMIN TÆKI — GLÆSILEGT ÚTLIT FORD traktorar hafa aldrei verið eins tæknilega full- komnir og nú, né útlitið glæsilegra. Samt getum vér enn um sinn, boðið yður FORD traktora á óbreyttu verði, þó miklar verðhækkanir séu á almennum vélamarkaði. FORD traktorar eru í fjórum stærðum og hentar yður i ! » i i i I i í l í i ! i i i Gagnvart sérhverju atriði varðandi glernotkun, tryggið þá að fá nýjustu og beztu ráðleggingar með því að leita tii tækniráðleggingaþjónustu Pilking- ton, hinnar leiðandi stofnunar heims í sínu fagi. PILKINGTON GlASvS. Polaris h.f., Austursfræti 18. Hringið í 21085 til upplýsinga um Pilkington „Insulight" (R) Glastoglas einangrunargler. Heilsteypt glersamsetning, gjörsamlega sambrædd, 5 eða 7 mm. loftrúm, útilokuð móðumyndun milli glerja, fjöldi staðlaðra stærða. upp í 1270x1778 m. Árið 1968 gerði Rann- sóknastofnun norska byggingariðnaðarins. Þrándheimi, tilraunir með þessa glertegund, og uppfyllti hún sett skilyrði einangrunar- glers með 10 ára ábyrgð. Gler þetta er sérstaklega framleitt fyrir rerktaka á íbúðarblokkum og skricstofuhúsnæði. í í I I I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.