Tíminn - 10.03.1970, Blaðsíða 12
ÞrtBjudagor 10; marx T970
Verkalýhshreyfing og skattamál - 18-19
LEIÐRÉTT VERÐI MISRÆMl
LÁNA Á MÓTOR- OG
VATNSAFLSRAFSTÖDVUM
SKB—Reykjavík, mánudag.
f dag var til fyrstu umræffu í
efri deild Alþingis frumvarp til
laga um breyting á orkulögum
sem sett voru 1967. Eru breyting-
arnar á þá lund að hækka lán til
stofnkostnaðar úr % hlutum í %
hluta. Einnig að veita bændum og
öðrum aðilum, sem einir eða
fleiri saman reisa v'itnsaflstöðvar
til heimilisnota og þar sem lengra
er milli bæja en 2 km, óaftur-
kræft framlag til framkvæmdanna.
Megi lán og framlag nema sam-
tals adlt að 90% stofnkostnaðar
vatnsvirkjana og línulagna heim
að bæjarvegg. Flutningsmenn
þessa frumvarps eru Páll Þor-
steinsson og Ásgeir Bjarnason.
í framsöguræðu sagði Páll Þor
steinsson að ríkisvaldi'nu bæri að
stuðla að því að allir landsmenn,
hvar sem þeir búa, geti sem fyrst
átt kost á nægilegri raforku. Mik
ili meiri hluti þjóðarinnar fái raf
orku frá samveitum. Rafimagns-
veitur ríkisiins eða s\'eitarfélaga
leiggi rafmagnslínumar, en notend
ur greiði heimtaugargjöld, er að-
eins nemi litlum hluta stofnkostn-
aðarins. En þeir, sem séu svo í
sveit settir að eiga þess ekki kost
að fá raforku frá samveitu, verði
Samninga-
viðræður
um Loftleiða-
flug hefjast í
næstu viku í
Washington
KJ—Reykjavík, mánudag.
Xæstkomandi mánudag
hefjast í Washington, að
ósk bandarískra yfirvalda,
samningaviðræður, um flug
Loftleiða til Bandaríkjanna.
Samningaviðraeður um loft
ferðasamning Íslands og
Bandaríkjanna fóru síðast
fram í nóvember 1962, en
núna er í igildi milli landanna
; loftferðasamningur, sem
Bandaríkjamenn kenna við
Chioago. Hafa Bandaríkin
slíka samninga aðeins við
nokJkur riki, en þessi tegund
samninga er nolckuð frjáls
leg. Algengasta tegund loft
ferðasamninga Bandaríkj-
anna er hinir svoköl’luðu
Bermuda-samningar, en í
þeim er kveðið mjög ná-
kvæmlega á um öll atriði,
svo sem flugvélategundir,
tíðni ferða o. þ. -h.
Fonmaður samininganefnd-
ar íslands verður Magnús V.
Mar .ússon ambassador í
Washington, en auk hans
verða í nefndinni Tómas Á.
Tómasson skrifstofustjóri í
utanríkisráðuneytinu, og
Brynjólfur Ingólfsson ráðu-
neytisstjóri í samgöngumála
ráðuneytinu. Þá má búast
við að stjórn Loftleiða verði
í Wiashington.
að afla hennar með því að reisa
'litlar rafstöðvar. Samkv. orkulög-
um sé heimilt að veita þeim sem
komi upp mótorrafsitöðvum á heim
ilum sínum, lán úr Orkusjóði, að
upphæð allt að 80% stofnkostnað
ar rafstöðvarinnar. En lán til þess
að koma upp vatnsaflsstöð til
heimilisnota sé samkvæmt lög
unum takmarkað við 67% stofn
kostnaðar rafstöðvar og línu heim
að bæjarvegg. Vatnsafisstöðvarn
ar séu þó fullkomnari og endist
lengur en mótorrafstöðvar, ef
virkjunanskilyrði eru sæmiteg.
Víða þurfi að leggja alTlanga línu
frá vatnsfallinu sem virkjað sé
og heim að bæjai-vegg, en mótor
rafstöðvar sé yfirleitt hægt að
reisa heima við bæ.
Sagði Páli, áð með frumvarp
inu væri stefnt að því að leiðrétta
þetta misræmi þannig, að lán út
á vatnsaflsstöð megi nema allt að
75% stofnkostnaðar. Oig enn
fremur að -heimilt verði að veita
úr Orkusjóði óafturkræft fram-
lag til þeirra vatnsaflsstöðva til
heimilisnota, sem reistar séu utan
þess svæðis, er héraðsrafmagnsveit
um sé ætlað að ná til í náinni fram
tíð, og að lán og framlag megi
nema samtals allt að 90% stofn
kostnaðarins.
Páll tók fram, að bent hefði
verið á þetta misræmi í löggjöf-
inni, þegar orkulögin voru til
athugunar í efri deild vorið 1967.
Þetta frumvarp sem nú væri flutt,
gæfi tilefni til að þetta atriði orku
laganna yrði tekið til athugunar
á ný.
FRAMSÓKNARKONUR
í REYKJAVÍK TAKIÐ
EFTIR!
Félag Framsóknarkvenna held-
ur kynningarfund fimmtudaginn
12 marz kl. 20.30 að Hallveigar-
stöðum. Fundzrefni' Margrét
Frederiksen, Guðrún Hjartar og i
fleiri kynna starfscmi félagsíns1
fyrr og nú. Þóra Þorleifsdóttir j
ræðir um fyrirhugaða skoðana- ’■
könnun Framsóknarfélaganna í I
Reykjavík.
Konur sem eru á framboðlslista j
mæta á fundinnni. ínntaka nýrra j
félaga.
Nánari npplýsingar varðandi !
fundinn gefur skrifstofa Fram-
sóknarfélaganna, Hringhraut 30.
simi 2 44 80.
Stjórn Félags Framsóknarkvenna.
Harpa - Félag fram-
sóknarkvenna í Hafn-
arfirði, Garða- og
Bessastaðahreppi
Heldur fund fimmtudaginn 12.
marz kl. 8,30 að Strandgötu 33,
Hafnarfirði. Fundarefni: 1. Félags-
mál. 2. Bingó. 3. Kaffi. Góð verið-
la-un.
Mætum vel og tökum með okk-
ur g«sti. — Stjórnin.
1 veizlu að Hesti. Fremstur á myndinni er Lárus Ág. Gíslason, Miðhúsum, á móti honum við borðið er Pétur
Gunnarsson, þá koma Einar Gíslason, Ketill. Guðbjörnsson á Finnastöðum, Ingimundur Ásgeirsson á Hæli,
Guðmundur Jónasson á Ási, Jóhann Jónasson og Þorstelnn Sigfússon á Sandbrekku. (Ljósm. A.G.)
BÚNAÐARÞINGSFULLTRÚ-
AR í HEIMSÓKN AÐ HESTI
Búnaðarþliigsulltrúar ásamt
nokkrum öðrum mönnum fóru
upp í Borgarfjörð á sunnudaginn.
Með í ferðinni var forstjóri Rann
sóknarstofnunar landbúnaðarins
Pétur Gunnarsson. en hann bauð
hópnum til hádegisverðar að
Hesti. Farið var í fjárhúsin og féð
skoðað, undir leiðsögn bústjórans
Einars Gíslasonar, en jafnframt
fræddu þeir, Halldór Pálson bún
aðarmálasljóri og Stefán Scheving
Thorsteinsson gesti um tilraunir
og afkvæmarannsóknir, sem gerð
ar eru á Hesti.
Eftir að hafa dvaliat að Hesti
fram til kl. 3, var farið að Hvann
eyri. Þar voru holdanautagripirn
ir fyrst skoðaðir, síðan var fræðzt
um venkfasrapróifanir hjá Ólafi
Guðmundssyni. Nýja heimavistin
á Hvanneyri var einnig sikoðuð, og
þótti möngum það mikil framför
frá eldri bygigingum á staðnum.
Guðmundur' Jónsson skólastjóri
bauð síðan gestum upp á veiting
ar.
Frá Hvanneyri var haldið að
nautastöð Búnaðarfélags íslands,
en hún var byggð upphaflega af
búnaðarsambandi Borgarfjarðar f
landi Hvanneyrar.
Á nautastöðinni tóku þeir á
móti gestum Diðrik Jóhannsson
forsitöðumaður stöðvarinnar og
Ólafur E. Stefánsson nautgripa-
ræktarráðunautur.
FB—Revkjavík, mánudag.
Mikill fjöldi fólks notaði sér
tækifærið til þess að kynnast
starfsemi Háskólans á Háskól;i
liaginn, sem efnt var til í gær.
ba'ð voru stúdentar • Háskóian
um, sem stóðu fyrir þessari
kynningu, og var dagskráh. ein
staklega fjölbrcytt, eins og
kom fram i blaðinu fj'rir helgi,
en þá birtust allir dagskrárlið
ir.
Þessa mynd tók Gunnar ljós
mynciari Tímans, þegar verið
var að taka hjartalínurit af
sjálfboðaliða. Hjartalínuritið
var að sjáifsögðu tekið á veg
um læknadeildar.
Stúdentar Háskólans efndu
til þessa Háskóladags aðallega
í þei-m tiLgangi að efla sam-
bandið milli almenn-
ings, en hingað til hefur mörg
um þótt það vera heldur lítið.
Má segja, að Háskóladagurinn
hafi ekki brugðizt vonum
þeirra sem að honun. stóðu.