Tíminn - 13.03.1970, Side 4

Tíminn - 13.03.1970, Side 4
r £e tii íii AjóHíapp Tveir framhaldsþættjr hófu göngu sína síðustu daga í ,sjón- varpinu — annar bandarískur en hinn brezkur — og eru þeir jafn ólíkir og dagur og nótt. Á föstudaginn var voru „Ofur- hugarnir" sýndir í fyrsta sinn hér, en þeir verða á dagskrá annan hvern föstudag íramvegis. Þessi framhaldsþáttur er einkennandi fyrir vissa tegund bandarískra þátta, þar sem sléttum og felld- um kvikmyndaleikurum er falið að framkvæma óframkvæman- lega hluti án þess að blása úr nós. Þessi myndaflokkur fjallar um nokkra menn, sem taka að sér ýmis mál sem bandaríski leyni- þjónustan þorir ekki að koma náiægt (að hugsa sér þann mögu- leika í raunveruleikanum-) Þessa ofurhuga munar svo ekkert um að leysa þessi störf af hendi, hvort sem það er að stela kjarna- oddum eins og í fyrsta þætlm- um eða eitthvað annað. Frá mínu sjónarhorni eru þetta sem sagt fáránlegir þættir, eink- um vegna þess hversu allt er ótiú verðugt. Hins vegar mun vafa- laust mörgum, ek'ki sízf af sterk- ara kyninu, þykja svona þættir spennandi og þessir föstudags- þættir eru víst einkum fyrir þá. RÓSASTRÍÐIN FRÁBÆR MYNDAFLOKKUR. Hinn nýji myndaflokkurinn, sem hóf göngu sína í vikunni, er Rósa- stríðin, sem fjallar um átök hvítu og rauðu rósarinnar í Englandi fyrr á öldum og byggir að öllu leyti á leikritum Shakespeares um þá konunga, sem voru við völd á þeim tíma. Fyrsti þátturinn bar það með sér, að hér er um mjög góðan myndaflokk að ræða — enda gerður af BBC og leikinn af leikurum frá Konunglega Shakespeareleikhúsinu brezka. Annar þáttur þessa mynda- flokks verður sýndur á mánudags kvöldið, og fjallar um Henrik VI og m. a. þau tíðindi, að Frakkar séu að hrekja enska herliðið í Frakklandi á brott undir forystu heilagrar Jóhönnu, en ósigur Englendingia í Frakklandi hafði verulega þýðingu í bessu fræga Rósastríði. Þátturinn á mánudag- inn hefst kl. 21.15. RÉTT LÝSING MIKIÐ ATRIÐI. Undanfarið hefur mjög mikiÖ verið rætt og ritað um lýsingu bæði í heimilum og á vinnustö'ð- um, og ýmislegt verið gert Ul þess að leiðbeina fóiki í þessum efnum — en röng lýsing er ekki aðeins til óþæginda fyrir fólk, heldur beinlínis skaðleg fyrir sjónina. Á föstudaginn sýndi Sjónvarp- ið mynd um þetta efni, sem það nefndi Bjartara líf, en þar var að nokkru komið inn á inik.il- vægi réttrar lýsingar á vinnu- stöðum og heimilum, þótt faiið væri út í margt annað i bættin- um. Ekki er of mikið gert að því, að fræða almenning, og atvinnu- rekendur þó kannski sérstaklega, um þýðingu þess fyrir vellíðan fólks, að lýsing sé rétt. JÓHANNESNORDAL AÐ VERJA SIG. Jóhannes Nordal, Seðlabanka- stjóri, var í þættinum „Setið fyr- ir svörum“ á þriðjudaginn og sv?r- aði þar ýmsum spurningum um málefni sín og Seðlabankans. Eins og venja er með slíka þætti, fór sá, sem svarar, sæmilega út úr þættinum. Felur þetta form slíkt reynda-r í sér, ekki sízt þegar spyrjendur eru orðnir þrír. Þá er vaðið úr einu í annað, og nóg að verja sig almennt í hvert sinn því undantekning er ef gengið er gegnum hið almenna „snakk“ og að kjarna málsins. Þannig var þetta líka í þessum þætti um Jó- ha-nnes, og voru áhorfendur ekki mikið fróðari eftir en áður, nema ef þeim hafi verið ókunnugt um bílaeign Seðlabankans, og aðrar „slúðursögur“. Mjög verule-gur tími fór ein- mitt í þessi mál, en minna var rætt um aðalmálin, spurninguna um það hvort Seðlabankinn sé með óeðlilega mikil völd I land- inu, sé ,,yfirráðuneyti“ íslands eins og það hefur verið orðað. Ekki v-ar í þættinum farið nægi-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.