Tíminn - 19.03.1970, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.03.1970, Blaðsíða 16
FtrnmKidagur 19. marr 19«. ,Ég er orðínn skjáífand.L hræddur...' bls.3 Deilt um Gljúfurversvrrkjun í Laxá VERÐA SKAÐABÆTURNAR 16 EÐA 700 MILLJÖNIR KR.? SBÆ J-Reykj avík, miðvibudag. f þættinum „Á öndverðum meiði“ í sjónvarpinu á þriðjudags kvöldið var deiltyum Gljúfurvers virkjun í Laxá, og komu þar fram mjög ólíkar áætlanir um væntan- legar skaðabætur vegna virkjun arinnar, en hún felur m. a. í sér að hluti Laxárdals fer undir vatn og þá um leið sex jarðir í dalnum. Telur Laxárvirkjunarstjórn, að skaðabætur muni nema 10—16 milljónum króna, en andstæðingar virkjunarframkvæmdanna telja 700 milljónir sanni nær. Það kom fram hjá Þóri Bald- vinssyni, arkitekt. sem mælti gegn virkj'unarframkvæmdunum í Sjón varpinu, að' andstæðingar fram- kvæmdanna létu þrjá menn meta fyrir sig hverjar skaðabæturnar kynnu að verða, ef Laxárdalur yrði settur undir vatn. Sagði Þór- ir, aið til hliðsjónar hefðu verið höfð möt, sem gerð hafi verið af dómiurum í Hæstarétti, en einnig hafi þeir tekið tillit til lands- gæða og ýmisisa annarra atriða. Ssgði Þórir að miðað við önn- ur möt mætti meta skaðabæturn ar á allt frá 300 milljónum og Sjóður tll rannsókna á gróðri og dýralífi við Laxá og Mývatn ÞJ-Húsavík, miðvikudag. Bæjarstjórn Húsavíkur sam- þykkti nýlega að vísa tillögu, sem þar kom fram varðandi Laxár- virkjun, til bæjarráðs. A fundi bæjarráðs í gær, varð ráðið sammála uim, svofelílda af- greiðslu málsins: „Bæjarráð Húsa víkur lýsir sig hlynnt frekari virkj umarframkvæmdum við Laxá, sem það telur, að muni bæta úr yfir- vofandi raforkuskorti á orkuveitu svæði Laxárvirkjunar, og muni jafnframt bæta atviinnuástand í landsillutamum. Bæjarráð lítur svo á, að við afl- ar framkvæmdir á vatnasvæði Laxár, verði aö gæta þess, að valda ekki meiri röskun, en nauð syn ber til og telur bæjarráðið rétt, að fjármagni verði varið til áframhaldandi rannsókna við Laxá, þar með taldar líffræðilegar rann sóknir. Þá telur bæjarráð æskiiegt, að stofnaður verði sjóður, er fái tekjur af rafmagnsframleiðslu við Laxá og kísilgúmámi i Mý- vatni. Verði sjóðnum varið til að standa straum af kostnaði við rannsófeniiir og af framkvæmdum til að bæta skilyrði gróðurs o.g dýralífis við Laxá og Mývatn. upp í 2000 milljónir, en matsmenm hefðu talið 700 mpijómirn'ar sanni næst. Framhald á bls. 14 FUNDUR UM ÞJOÐ- MÁLAHREYFINGAR t kvöld, fimmitudagskvöldið 19. marz kl. 20,30, verður haldimn fundur í samkomusai Verzlunar- skólans við Grundarstíg um ein- staklingsfraimtak, samvinnuistefnu, ríkisrekstur og aðrar þjóðmála- hreyfingar. Friummæi'endur verða: Frá M. H.: Ari Ólafss'on, Gestur Jónsson, Sigifús Jónsson, Skúli Thoroddsem. Frá V.Í.: Árna Árnason, Gu'ð- jón Guðmundsson, Ragnar H. Hall, Örn Gústafsson. Viljúrn við bjóða framhalds- skólanemendur sem og aðra vel- komna á fumd þennan. Stjórnir M. F. M. H. og M.F.V.Í. Félagsmálaskólinn vel sóttur á Akureyri SB-Reykjavík, miðvikudag. Mikilil áhugi er á Akureyri á námsikeiði Félagsmáilaskóla Fram- sófeniarflokiksins, sem þar hófst á mánudaginn. Námskeiðið sækja 40 —50 mannis, en sökum húsnæðis- vandræða var ekki mögulegt að koma fleiri að í þetta sinn. Nám skeiðið er á hverju kvöldi í Fé- lagS'heimili F r am'SÓk n a rf 1 okks i n s að Hafnarstræti 90 og er starfað í tveim hópum. Námskeiðinu lýkur á sunmudag- inn með kaffisamsæti á Hótel KEA. Steingrímur Hermannsson, framkvæmdastjóri mun flytja ræðu í samsætinu. Félagsmálaskólinn á mánudagskvöldið Á mánudagiskvöldið, 23. marz, verður fundur í Félagismálaskólan- um að Hringbraut 30, og hefst hann eins og venjutega kl. 8.30 (20.30). Að þessu sinni mun Gunnar Gunn arsson flytja inngangserindi um Féiagslega forsjá og stjórna síð- an umræðum um það mál. Allir eru velkomnir á fumdi Félagsmálaskólans. i - ■ ■ ÍSLENZKIR BLADAMENN I KYNNISFÖR UM BRETLAND Undanfariinn hálfan mánuð hafa fjórir íslenzkir blaða- menn verið á ferðalagi í Bret- landi í boði breakra yfirvalda, og eru nýkomnir heim. Þessir blaðamenn vora-Maign ús Kjartansson, ritstjóri Þjóð- viljans, Kristján Bessi Ólafs- son, ritstjióri Alþýðublaðsins, Björn Jóhannsson, fréttaritstj. M'OrgunblaðSins og Andrés Kristjánsson, ritstjóri Tímans. Með þeim í förinni var Brian Holt, ræðismaður í brezka sendiráðinu hér í Reykjavík. Fyrstu fjóra dagana var dvalizt í Lundúnu'm, þar sem heimsóttar voru m.a. aðalstöðv ar brezku stjórnmálaflokkanna, brezka útvarpið og sjónvarpið, ný byggingaihverfi á vegum Lundúnaborgar og fleiri stofn anir. Síðan var haldið til Norð uf-írlándir og^'Öt'alizt þar í þrjá daga, en síðan farið til Leeds og Hull, en að þvf búnu til Lundúna aftur og dvalizt þar síðustu dagana. Á meðfylgjandi mynd eru blaðamennirnir í heimsókn hjá borgarráði Lundúna í nýju mjög stóru borgarhverfi, sem verið er að byggja niður með Thames, og kallast Thames- mead. Það er Robinson, einn helzti skipulagss'tjóri þessara risavöxnu framkvæmda, sem er að sýna byggingar og sam- göngumannviriki á bygginga- svæðinu. íb úða'hús as amstæð- urnar að baki eru mjög óvenju legar, í stíl sem kenna mœtti við landslag, þar sem hæðirn- ar eru í stöllum eða hallamcB hlíð. f þessu nýjia útborgar- hverfi Lundúna tnunu búa rctn 75 þúsund manns. Verkið er allvel á veg komið, og ein helzta samgöngu>æð milli þessa hverfis og miðborgar Lundiúna verða ný og mjög dýr göng undir Thames, aðallega með bílabrautum. Þingmenn sammála um að taka beri upp staðgreiðslukerfið SKB-Reykjiavák, miðvikudag. f dag var til umræðu í samein- uðu þingi tillaga til þingsályktunar um undirbúning löggjafar um stað greiðslu opinberra gjalda. Er hún á þá leið að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að undir- búa fyrir næsta þing frumvarp um staðgreiðslukerfi opinberra gjalda, og sé það í meginefnum í samræmi við tillögur milliþinga- nefndar frá 1967. Skuli þó leitast við að gera skattheimtukerfið það einfalt, að staðgreiðsla opinberra gjalda auki ekki kostnað og fyrir höfn við álagningu og innheimtu gjaldanna. Magoús Jónsson fjármálaráð- herra sagði að á árinu 1967 hefði Framsóknarvist á 10 stöðum samtímis SB-Reykjavík, miðvikudag. Framsóknarvist á vegum Framsóknarfélaganna í Norður landskjördæmi eystra, verður haldin laugardaginn 21. marz á eftirtöldum stöðum. Félagsheimilinu Freyvangi, Eyjafirði; Fél.heimilinu Melum Hörgárdal; Félagsheimilinu Breiðumýri, S-Þing.; Félagsh. Hnbbjörg, Raufarhöfn; Félags heimilimi á Þórshöfn; Tjarnar. borg í Ólafsfirði; Samkomuhús inu á Dalvík; Félagsh. Grund í Svarfaðardal; Félagsheimilinu Skjólbrekku í Mývatnssveit (ef færð vega leyfir) og á Hótei KEA á Akureyi-i. Samkomurn ar hefjast ki. 21 á öllum stöð- unum. Auk kvöldverðlauna verður spilað um aukaverðlaun, sem eru: Kaffistell kr. 1.800.00 fÆatarstel] — 3.700,00 Gunda-ofn — 1.845,00 Brauðrist — 1.808.00 Hraðsuðuketil — 1710.00 Bakpoki — 1.733,00 Svefnpoki — 2.245,00 Værðarvoð — 650,00 Gæra — 1.200,00 Peysa — 700,00 Athuga ber, að senda þarf tvo hæstu seðla kvenna og tvo hæstu seðla karla frá hverjum samkomustað. til skrifstofunn- ar á Akureyri. síminn er 21180 og þar eru ennfremur veittar aliar upplýsingar um Fram- S'óknarvistina og tilhögun hennar verið kosin sjö manna milliþinga nefnd til að halda áfram athugun um á því, hvort hagkvæmt myndi að taka upp staðg.reiðslu'kerfi op- inberra gjalda. Og átti ef niður- stöður yrðu jákvæðar að undir- búa nauðsynlega löggjöf í því sam bandi. Nefndin hafði unnið mikið og gott starf og nýlega skilað áliti, þar sem segir að allir nefndar- menn mæli með því að lögleiða staiðgreiðslukerfið. En þó hafi hún ekki orðið sammála um ýmis fram kvæmdaratriði. Sagði ráðherra, að þótt þings- ályktunin frá 1967 gerði ráð fyr- ir að ríkisstjórnin undirbyggi lög- gjöf um staðgreiðslukerfið ef milliþinganefndin kæmist að já- kvæðri niðurstöðu sé hér u- "o vfðtækar brevtingar á ýmsum veigaimiklurr þáttum gildandi skattakerfis að ræða að rétt hafi þótt að óska nýrrar viljayfirlýs- ingar Alþingis á þessu rnáli. Ólafur Jóhannesson taldi að stefna bæri að því að taka upp staðgreiðslu'kerfið. En í samibandi við framkvæmd þess kæmu upp mörg vandamál AHir *éu án efa Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.